Morgunblaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 18
18 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2008 Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is LEIKJAFRAMLEIÐANDINN CCP hefur ákveðið að bjóða starfs- mönnum sínum að fá laun sín að hluta eða öllu leyti greidd í evrum. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, seg- ir í samtali við Morgunblaðið að mið- að verði við gengið 124 krónur. „Tvennt liggur að baki þeirri ákvörð- un að bjóða starfsfólkinu þessa leið. Annars vegar erum við með fjölda er- lendra starfsmanna hér á landi og sumir þeirra eru með skuldbindingar í öðrum gjaldmiðlum.“ Þegar óvissan um gengi krónunnar sé jafnmikil og raun er og höft eru á gjaldeyr- isviðskiptum geti það reynst þessu fólki erfitt að fá greitt í krónum. „Starfsmenn CCP hafa staðið með fyrirtækinu í gegnum þykkt og þunnt og nú viljum við standa með starfs- mönnum með því að gefa þeim kost á að breyta, og jafnvel minnka, gjald- eyrisáhættu sína,“ segir Hilmar. „Hins vegar hafa sveiflur á gengi krónunnar komið illa við fyrirtækið, því erfitt er að gera áætlanir fram í tímann þegar gengið sveiflast öfg- anna á milli á skömmum tíma. Nær allar okkar tekjur eru í erlendri mynt og takist okkur að auka hlutfall er- lendra gjaldmiðla í útgjöldum náum við meira jafnvægi í rekstrarreikn- ingi okkar.“ Fái greitt í evrum Morgunblaðið/Ásdís Leikur Fjölspilaraleikurinn EVE Online var hannaður af íslenska fyrirtæk- inu CCP, en alls spila um 300.000 einstaklingar víðs vegar um heim leikinn. CCP vill ná meira jafnvægi í rekstri með því að greiða hluta launa í evrum ● RAUNVERÐ íbúðarhúsnæðis mun lækka um 25% að nafnverði og um 30% að raunverði næstu tvö ár ef spá Greiningar Glitnis gengur eftir sam- kvæmt Morgunkorni bankans. Íbúðaverð hefur lækkað um tæplega 3% að nafnverði á þessu ári og um tæplega 18% að raunverði. Spáir bank- inn því að nafnverðið lækki um 15% á næsta ári og um 18% að raunverði og árið 2010 verði lækkunin um 10% að nafnverði og um 13% að raunverði. Verðið mun byrja að taka við sér á nýjan leik árið 2011 samkvæmt spánni. gretar@mbl.is Spá lækkun íbúðaverðs á næstu tveimur árum                !                   ! "#$%& "'  ( )* +,* - .     '' /0 '' #'   #1+    +2 0  &3 ,      4' 0    4    ),  !  "                                5)  '  6- ) 7   " 9 : ;<= >?9 @ 999 ( ( :?A 9?@ ?=9 ( AB 9<B @@= >? A=: >9A ( ( ( > >B9 <9A ( A ;;A ?99 ( ( ( :C?< >C:A ><C<9 ( ==CA9 ( >C=A BBC:9 ( ( ( >:>CA9 ( >9@9C99 ( ( ?C>9 :C?; >C:= ><C?9 ( =@C99 ( >C== >99C99 ( ( ( >::C99 :>C99 >9BAC99 >9C99 AC99 +, )  ' ( @ ? ( ( <; ( ?: @ ( ( ( < ( ; ( ( D' ) ) >= >: :99@ :B >: :99@ :B >: :99@ >@ >: :99@ ( :B >: :99@ < >9 :99@ :B >: :99@ :B >: :99@ >= >> :99@ :< >: :99@ >> >> :99@ :B >: :99@ :9 >> :99@ :B >: :99@ :@ >> :99@ ? >> :99@ %!E %!E    F F %!E & E      F F D / G  &     F F +6" D      F F %!E '>A %!E ?9    F F ÞETTA HELST ... ● Viðskipti með skuldabréf í Kauphöll Íslands námu 6,9 milljörðum króna í gær. Hins vegar námu viðskipti með hlutabréf aðeins 322 milljónum króna. Þar af voru mest viðskipti með bréf í Marel fyrir um 245 milljónir króna. Hækkaði félagið um 5,44% yfir daginn. Straumur fjárfestingabanki lækkaði hins vegar um 7,33% og Bakkavör um 7,25%. Samtals voru 101 viðskipti með hlutabréf í gær. Marel hækkaði mest ● RANNVEIG Rist, forstjóri Alcan á Ís- landi, er maður ársins 2008 í ís- lensku atvinnulífi, að mati dómnefnd- ar Frjálsrar versl- unar. Í tilkynningu segir að Rannveig hafi orðið fyrir val- inu fyrir mikla leiðtogahæfileika, hæfni við rekstur álversins í Straums- vík, farsælan feril, frumkvöðlastarf á sviði menntunar í stóriðju og forystu í málefnum kvenna í atvinnulífinu um langt skeið. Hún hefur verið forstjóri ál- versins í tólf ár og allan þann tíma hef- ur fyrirtækið verið rekið með hagnaði. gretar@mbl.is Rannveig Rist valin maður ársins 2008 Rannveig Rist ● Actavis í Bandaríkjunum hefur samið við bandarísku matvæla- og lyfjastofn- unina (FDA) um framhald á lyfjafram- leiðslu hjá Actavis Totowa í New Jersey. Þar með fellur FDA frá beiðni um lög- bann á framleiðslu lyfja hjá Actavis To- towa, sem sagt var frá um miðjan síð- asta mánuð. Með samkomulaginu fellst Actavis á að lyf frá Actavis Totowa fari ekki í dreifingu fyrr en félagið hefur sýnt fram á að ákveðnum umbótum sé lokið, verksmiðjan uppfylli skilyrði FDA um góða framleiðsluhætti og hafi staðist út- tekt FDA. Actavis semur við FDA JÓN Ásgeir Jóhannesson segir í grein í Morgunblaðinu í gær að „markvisst var unnið að því að minnka útlán bankans [Glitnis] en töluverð mæld aukning þeirra sl. ár skýrist nær eingöngu af veikingu krónunnar.“ Raunaukning útlána Glitnis, að teknu tilliti til veikingar krónunnar, frá því að FL Group og tengdir aðilar urðu ráðandi í bank- anum um mitt ár 2007 var 23,5 pró- sent alls, eða um 370 milljarða króna. Jón Ásgeir var á meðal eig- enda FL Group á þessum tíma og stjórnarformaður félagsins frá því í desember 2007. Í krónum talið jukust útlán Glitn- is um 977 milljarða króna einu ári. Um mitt ár 2007 voru heildarútlán Glitnis til viðskiptavina sinna 1.571 milljarður króna. Í lok júní voru heildarlánin 2.548 og höfðu því aukist um 62 prósent án tillits til veikingar krónunnar. Mestur varð vöxturinn á útlána- bókum Glitnis á fyrstu þremur mánuðum ársins 2008 þegar útlán- in jukust um 542 milljarða króna. „Back on track“ Í kynningu á níu mánaða uppgjöri Glitnis á árinu 2007 kemur fram sú stefna bankans að auka umsvif mjög hratt og stækka með því efna- hagsreikning Glitnis. Þar er glæra sem kölluð var „back on track“ og sýnir að útlán bankans hefðu aukist um 215 milljarða króna á einum ársfjórðungi. Útlán Glitnis höfðu nánast ekkert aukist frá þriðja árs- fjórðungi 2006 og fram á vorið 2007. thordur@mbl.is Raunaukning varð á útlánum Glitnis banka FRÉTTASKÝRING Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is ENN hefur ekki verið gengið frá samningum við Hollendinga og Breta vegna ábyrgðar ríkissjóðs á innstæð- um Icesave-reikninga í löndunum eða við Þjóðverja vegna innstæðna á Kaupþing-Edge-reikningum þar í landi. Heimildir Morgunblaðsins herma að löndin hafi sett fram kröfur um lengd á lánstíma, vaxatakjör, greiðsluskilmála, endurskoðunar- ákvæði í samningnum og annað af þeim meiði sem Íslendingar gátu ekki sætt sig við. Sameiginleg samningsnefnd frá löndunum þremur fundaði með ís- lenskum ráðamönnum í byrjun des- ember um málið. Þar náðu hóparnir tveir ekki saman um lykilefnisatriði lánasamninga eða tæknilegar út- færslur. Stefnt er að því að nýr við- ræðufundur verði haldinn í janúar en til hans hefur þó ekki verið boðað sem stendur samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins. Lánsupphæðir liggja fyrir Löndin þrjú hafa þegar boðist til að lána Íslendingum fyrir þeirra ábyrgð- um vegna innstæðnanna. Þær upp- hæðir sem tryggingasjóður innstæðu- eigenda, með ábyrgð ríkissjóðs Íslands, hefur samþykkt að greiða inn- stæðueigendum í löndunum eru mjög háar og því ljóst að lánaskilmálar geta skipt miklu máli varðandi heildar- greiðslur íslenska ríkisins vegna þessa máls. Hinn 24. nóvember samþykkti þýska ríkið að lána Íslendingum 308 milljónir evra, 55,4 milljarða króna, til að íslenska ríkið gæti greitt sinn hluta, allt að 20.887 evrur, til þeirra 30 þús- und manna sem áttu innstæður á Kaupþing-Edge-reikningum þar í landi. Áður höfðu hollensk stjórnvöld sam- þykkt að lána Íslandi allt að 1,3 millj- arða evra, um 234 milljarða króna, til að mæta þeim skuldbindingum sem það hefði gagnvart hollenskum eigend- um Icesave-innstæðureikninganna. Lánið sem bresk stjórnvöld munu veita af sömu ástæðum er samkvæmt þarlendum fjölmiðlum um 2,3 milljarð- ar punda, eða um 423 milljarðar króna. Samtals nema lánveitingar sem ís- lenska ríkið þarf að gangast í ábyrgð fyrir því um 712 milljörðum króna. Erlendar eignir Landsbankans og Kaupþings, sem ráku Icesave og Edge, verða seldar til að mæta þess- um skuldbindingum. Formaður skila- nefndar Landsbankans hefur hins vegar sagt að allt útlit sé fyrir að um 150 milljarðar króna falli á íslenska ríkið vegna Icesave. Kjörin þykja ekki boðleg  Búið er að semja um upphæðir lána vegna Icesave og Edge en ekki næst saman um lánakjör  Enginn fundur hefur verið haldinn í um mánuð  Lánin um 700 milljarðar ● FRÉTTIR um að íslenska ríkið muni eignast hlut í verslunum Baugs í Bret- landi eru ekki á rökum reistar, að því er Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, segir í samtali við Mbl.is. Breska blaðið Financial Times greindi frá því í gær að svo gæti farið að skuldum Baugs við hina þjóðnýttu viðskiptabanka yrði breytt, að hluta að minnsta kosti, í hlutafé. Segir Gunnar að skuldir Baugs séu ekki við nýju bankana, heldur þá gömlu, og því séu skuldirnar í eigu bankanna og kröfuhafa þeirra. Sagði hann að verið væri að end- urskipuleggja starfsemi Baugs í sam- starfi við bankana og væri markmiðið að bankarnir þyrftu ekki að afskrifa neinar skuldir. bjarni@mbl.is Skuldir Baugs eru við gömlu bankana

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.