Morgunblaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 34
34 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2008 Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ÓHÆTT er að fullyrða að óratorían Messías eftir Georg Friedrich Händel sé eitt frægasta og vinsæl- asta verk allra tíma. 250 ára ártíð tónskáldsins verður fagnað um allan heim á næsta ári, og á Íslandi verð- ur það gert á hátíðartónleikum í Hallgrímskirkju á nýársdag kl. 17, þegar Schola cantorum og Al- þjóðlega barokksveitin í Haag í Hol- landi flytja Messías. Einsöngvarar verða Marta Guðrún Halldórsdóttir sópran, Andrew Radley kontra- tenór, Gissur Páll Gissurarson tenór og Alex Ashworth bassi og stjórn- andi Hörður Áskelsson. Tónleikarn- ir eru framlag listvinafélags kirkj- unnar til að heiðra Händel á árinu, en þetta er í fyrsta sinn sem Messí- as er fluttur með upprunalegum hljóðfærum á Íslandi. Gaman að spila á Íslandi Finnski fiðluleikarinn Tuomo Suni er konsertmeistari Alþjóðlegu barokksveitarinnar, og hefur komið með sveitinni nokkrum sinnum til Íslands og tekið ástfóstri við landið – og músíklífið hér. „Ég hef komið tvisvar til að spila á Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju og líka á tónleika með verkum eftir André Campra á allraheilagramessu 2006. Það er allt- af sérstakt ánægjuefni fyrir mig að spila á Íslandi, og ég er búinn að hlakka lengi til þessara tónleika. Við verðum um sextán í hljóm- sveitinni í Messíasi, en annars ræðst stærð hljómsveitarinnar af verkefn- unum hverju sinni, og flest erum við þrjátíu. Við í hljómsveitinni erum öll menntuð í leik á barokkhljóðfæri í Tónlistarháskólanum í Haag, sem er einn besti skóli þeirrar tegundar í Evrópu og þekktur um allan heim fyrir kennslu á barokkhljóðfæri og túlkun barokktónlistar.“ Til í eiginhandriti Händels Á seinni hluta síðustu aldar varð mikil vakning í rannsóknum á tón- list og hljóðfærum fyrri tíma, ekki síst barokktímans. Þá var farið að spila þá tónlist á nákvæmar eft- irgerðir slíkra hljóðfæra og túlka tónlistina á þann máta sem gert var í byrjun. Það varð talsverð reki- stefna í alþjóðlega tónlistar- samfélaginu um ágæti þess að hverfa til upprunans í tónlistinni, en í dag er þessu túlkunaraðferð ekki bara viðurkennd, heldur nánast orð- in að normi. En hvernig var þetta á tímum Händels? Hvað vitum við um það hvernig Messías var fluttur á þeim tíma? „Við vitum heilmikið, því það hafa varðveist ýmsar heimildir um það hvar var spilað, hverjir spiluðu og þá um leið hve margir spiluðu. Þá hefur líka varðveist handrit Händels sjálfs að verkinu þar sem hann gef- ur sjálfur upp á augljósan hátt hvað þarf til í flutning verksins. Í huga Händels gat flutningur verksins verið mismannmargur, allt eftir kringumstæðunum. Stundum var hljómsveitin fámenn, eins og við verðum í Hallgrímskirkju á nýárs- dag, en heimildirnar segja okkur líka að í sérstökum tilfellum var hljómsveitin mun stærri, og bara fiðlurnar sextán að tölu.“ Óratorían Messías varð strax vin- sæl eftir frumflutninginn árið 1742, og var að sögn Tuomos flutt árlega næstu tíu árin. „Händel naut þess því í lifanda lífi að verkið náði mikl- um vinsældum.“ Útsett fyrir stórar hljómsveitir Það var ekki fyrr en eftir dauða Händels og undir lok 18. aldar að vinsælt varð að flytja Messías með gríðarstórum hljómsveitum og jafn- vel þúsund manna kórum, að sögn Tuomos. Til eru myndir af slíkum flutningi óratoríunnar. „Það féll vel að hugmyndinni um hina stóru, róm- antísku sinfóníuhljómsveit. Það voru líka ýmsir sem útsettu verkið í þeim tilgangi að það þjónaði betur stórum hljómsveitum. En síðustu fimmtíu árin hefur stefnan verið öll í áttina að því að flytja verkið á eins upp- runalegan máta og kostur er og framfylgja þannig hugmynd tón- skáldsins um verkið.“ Messías er gríðarlega vinsælt verk og allir þekkja Halelújakórinn, einn frægasta kór tónbók- menntanna, ef ekki bara þann allra frægasta. Skyldi það ekki stundum hvarfla að Tuomo og fólki hans að erfitt sé að nálgast og spila svo frægt og vinsælt verk og skapa eitt- hvað nýtt í túlkun þess hverju sinni? „Jú, ég þekki fólk sem hefur feng- ið leiða á verkinu, einmitt fyrir það hvað það er vinsælt, en mér finnst það alltaf jafnáhugavert, vegna þess að það er alltaf hægt að finna eitt- hvað nýtt í því – og auðvelt að gera það nýtt í hvert sinn.“ Tuomo Suni segir kórana í Hall- grímskirkju mjög góða og alltaf til- hlökkunarefni að spila með þeim. „Þeir eru á heimsmælikvarða og standast fullkomlega samanburð við það besta sem við heyrum á alþjóð- legum vettvangi og ég er viss um að tónleikarnir á nýársdag eiga eftir að verða hátíðlegir og góðir.“ Tónleikarnir verða endurteknir laugardaginn 3. janúar kl. 17. Allt í átt að upprunanum Morgunblaðið/Árni Sæberg Schola cantorum „...á heimsmælikvarða og stenst fullkomlega samanburð við það besta sem við heyrum á alþjóðlegum vettvangi,“ segir Tuomo Sani. Konsertmeistarinn Tuomo Suni Tuomo Suni konsertmeistari Alþjóðlegu barokksveitarinnar í Haag hlakkar til að flytja Messías á Íslandi með einsöngvurum og Schola Cantorum Í HNOTSKURN » Messías er þekktasta verkþýska tónskáldsins Georgs Friedrichs Händels og meðal vinsælustu verka vestrænnar tónlistar. » Händel samdi verkið áEnglandi árið 1741, en þar dvaldi hann drjúgan hluta starfsævinnar. » Verkið var frumflutt í Du-blin á föstu, 13. apríl 1742. » Messías fjallar um þætti íævi Krists, frá fæðingu til dauða. » Händel var bæði stór-skuldugur og þunglyndur þegar hann samdi verkið, en lauk því engu að síður á 24 dögum. SALURINN í Kópavogi fagn- ar tíu ára afmæli sínu föstu- daginn 2. janúar. Af því tilefni verður efnt þar til hátíðar, sem útvarpað verður á Rás 1 og hefst kl. 16.13. Á þeim 10 árum sem liðin eru frá vígslu Salarins hafa meira en þúsund tónleikar ver- ið haldnir þar, fjölmargar hljóðritanir verið gerðar, fjöl- margir fundir verið haldnir auk námskeiða og ráð- stefna og gestafjöldinn er hundruð þúsunda, að því er segir í frétt frá Salnum. Á afmælisárinu verða ýmsar uppákomur og skemmtanir sem auglýstar verða síðar. Tónlist Salurinn fagnar tíu ára afmæli Salurinn ÞRJÚ söfn verða opin í Reykjavík á nýársdag, Land- námssýningin í Aðalstræti, Þjóðmenningarhúsið við Hverfisgötu og Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús við Tryggvagötu. Menning- arþyrstir gestir borgarinnar geta þannig valið milli sögu- legrar arfleifðar og samtíma- listar. Þeir sem vilja sannreyna þjóðsöguna um að dýrin fái mál á nýársnótt geta lagt leið sína í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn sem verður opinn á nýársdag, en þjóðsögur um drauga gætu lifnað við í Drauga- göngu á nýársdag. Nánar á: visitreykjavik.is. Menning Þrjú söfn opin á nýársdag Þjóðmenningar- húsið CAPUT hefur nýtt ár með því að bjóða börnum og öðrum góðborgurum á tónleika í Iðnó, sunnudaginn 4. janúar klukkan 15.30. Þar verða frumflutt tvö verk, Grannmetislög eftir Hauk Tómasson við ljóð Þór- arins Eldjárns og Fía frænka eftir Herdísi Önnu Jónsdóttur og Steef van Oosterhout. Flytjendur í verki Hauks eru Guðrún Jóhanna Ólafs- dóttir, Kolbeinn Bjarnason, Eiríkur Örn Pálsson, Snorri S. Birgisson, Zbigniew Dubik og Sigurður Halldórsson, en Guðni Franzson stjórnar hópn- um. Herdís og Steef flytja sjálf sitt verk. Tónlist Caput frumflytur verk fyrir börn Steef og Herdís Anna NÚ þarf ekki lengur að kaupa dýr- an farmiða til Þýskalands til að komast á tónleika hjá hinni rómuðu Fílharmóníusveit Berlínar. Þessi sögufræga hljómsveit hefur hafið beinar staf- rænar útsend- ingar frá tón- leikum sínum, og því getur fólk hvar sem er í heiminum keypt miða á tón- leikana til að hlusta á þá gegn- um nettengingu í tölvunni heima hjá sér. Hljómsveitin býður tvo kosti: annars vegar að fylgjast með tón- leikunum beint, og hins vegar að sækja þá í tónleikasafn hljómsveit- arinnar á netinu. Fyrir tæpar 1800 krónur, eða 9,9 evrur er hægt að kaupa staka tón- leika sem hægt er að horfa á beint eða í tvo sólarhringa eftir tónleika- tíma, en það kostar 149 evrur, eða um 26.800 krónur að kaupa áskrift að öllu starfsárinu. Þar sem hálft starfsárið er þegar liðið, þegar út- sendingarnar hefjast í janúar, kost- ar tímabilið til vors 89 evrur eða 16 þúsund. Gæði í mynd og hljóði Fjarstýrðum stafrænum há- skerpumyndavélum hefur verið komið fyrir í Fílharmóníusalnum, sem eiga að tryggja að myndgæðin standist þau hljómgæði sem lofað er. Sir Simon Rattle, aðalstjórnandi hljómsveitarinnar, telur að staf- rænu tónleikarnir eigi eftir að afla hljómsveitinni enn fleiri aðdáenda um allan heim. „Þegar okkur hug- kvæmdist að bjóða til stafræns tón- leikasalar var ég strax viss um að þetta væri framtíðin. Ég held að þetta verði heillaskref bæði fyrir hljómsveitina og almenning. Það er ekki síst stórkostlegt að geta boðið mun fleiri gestum í Fílharmóníuna en áður hefur verið hægt,“ sagði Sir Simon þegar nýjungin var kynnt. Fyrstu tónleikarnir sem hægt verður að hlusta á og fylgjast með á þennan hátt verða þriðjudaginn 6. janúar og á efnisskránni verða Slavneskir dansar eftir Brahms. Gert er ráð fyrir að um 30 tón- leikar verði boðnir til stafrænnar hlustunar á hverju starfsári hljóm- sveitarinnar. Flottur Fílharmóníusalurinn. Stafrænn tónleika- salur Berlínarfílharm- ónían heima í stofu Sir Simon Rattle www.berliner-philharmoniker.de Galdurinn er svo að flækja hlutina með flottum söngmelódíum …36 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.