Morgunblaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2008 Nánari upplýsingar um afgreiðslutíma er að finna á vinbudin.is E N N E M M / S ÍA / N M 3 6 4 6 2 Þriðjudagur 30. des. Opið til kl. 20.00 Miðvikudagur 31. des. Opið til kl. 13.00 Á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Selfossi og í Keflavík verða afgreiðslutímar Vínbúðanna til áramóta sem hér segir: AfgreislutímAr í Vínbúunum Blindra- félagið og Slysavarna- félagið Lands- björg hafa sent öllum börnum 10-15 ára að aldri gjafabréf fyr- ir flugelda- gleraugum. Þessum gjafa- bréfum má framvísa á öllum flugeldsölustöðum Slysavarnafélagsins Landsbjargar til að fá gleraugun afhent. Um síðustu áramót voru 14 lagð- ir inn á spítala vegna augnslysa. Gleraugun geta komið í veg fyrir augnslys og ættu allir að bera þau, sama hvort viðkomandi er að skjóta upp eða eingöngu að horfa á. Krakkar fá ókeypis flugeldagleraugu FÉLAGIÐ Ís- land-Palestína hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þess er kraf- ist að blóðbaðið á Gaza verði stöðv- að og að umsátr- inu um Gaza verði aflétt. Í tilkynning- unni, sem und- irrituð er af Sveini Rúnari Hauks- syni, formanni félagsins, segir að konur og börn hafi sætt grimmileg- um árásum Ísraelshers og að mikill skortur sé nú á mat og lyfjum á Gaza vega umsáturs Ísraelshers. „Samkvæmt yfirlýsingum ísr- aelskra ráðamanna er þetta aðeins byrjunin á nokkurra vikna herferð sem lengi hefur verið í undirbún- ingi og fráleitt er að skella skuld- inni á fórnarlambið eins og reynt hefur verið í öðrum yfirlýsingum Ísraelsstjórnar.“ Blóðbaðið á Gaza verði stöðvað Sveinn Rúnar Hauksson HEILBRIGÐISRÁÐHERRA hefur ákveðið að styrkja átta líknar- og stuðningsfélög sjúkra með því fé sem kom í hlut heilbrigðisráðherra af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar auk þess sem Foreldrasíminn fékk 500.000 króna framlag. Eftirfarandi hlutu styrki heil- brigðisráðuneytisins, samtals fimm milljónir króna: ADHD félagið, sjálfstyrkingarfélagið Höndin, Fé- lag heyrnarlausra, Mæðrastyrks- nefnd, Umhyggja, MND, Ljósið - endurhæfingar- og stuðnings- miðstöð, og Hugarafl. Fá styrki frá heil- brigðisráðuneytinu STUTT Rangt farið með nafn Veigars Í DÓMI um hljómdisk Sigurðar Flosasonar í Morgunblaðinu í gær misritaðist nafn Veigars Margeirs- sonar. Beðist er velvirðingar á því. Þá voru upplýsingar um verkin á plötunni rangar. Verkið Rætur var hljóðritað 6/2008, um hljóðritun og eftirvinnslu sá Sveinn Kjartansson og aðstoðarmaður var Kristinn Sturluson. Verkið Zones var hljóð- ritað 6/2003, tónmeistari var Bjarni Rúnar Bjarnason og hljóðmeistari Páll Sveinn Guðmundsson. Tón- jöfnun í báðum verkum var í hönd- um Sveins Kjartanssonar. Nafn höfundar féll niður Í PISTLI frá Matvælastofnun um meðferð gæludýra um áramót, sem birtist á bls. 23 í Morgunblaðinu í gær undir fyrirsögninni „Dýrahald og flugeldar“, féll nafn höfundar nið- ur. Höfundur er Lars Hansen, dýra- læknir hjá Matvælastofnun. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT SJÓR komst í eina lest Hvassafells, leiguskips Samskipa, þegar unnið var að losun þess í höfninni í Rotterdam í Hollandi í fyrradag. Um borð var úrgangsál, sem getur reynst hættulegt við ákveðnar aðstæður en allt gekk að óskum og áhöfn skipsins var aldrei í hættu. Aðgerðum á vettvangi lauk í rauninni í gær að sögn Kristjáns Ólafssonar, forstöðumanns skipareksturs Samskipa, en gert er ráð fyrir því að seinni partinn í dag verði lokið við hreinsun í lestinni. Ekki er vitað hvers vegna sjór komst í lest- ina en hann var töluverður. Í lestinni voru gámar sem höfðu að geyma úrgangsál, en þegar það lendir í vatni hvarfast efnið og veldur hita og jafnvel íkveikju. Hafnaryfirvöld í Rotterdam tóku þegar í stað við stjórn á vettvangi þegar ástandið varð ljóst og töldu sig strax hafa fulla stjórn á aðstæðum, skv. upplýsingum frá Sam- skipum. Gufum sem myndast þegar álið hvarfast í vatninu var eytt en hlutaðeigandi yfirvöld munu rannsaka málið. Allt gekk að óskum og áhöfnin aldrei í hættu Morgunblaðið/Þorkell

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.