Morgunblaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2008 Skreyttir fögrum himni Þessir skokkarar í Nauthólsvíkinni létu hjartað og vöðvana vinna og drógu niður í lungun súrefni síðustu daga ársins. Kristinn Aron Björn Kristinsson | 29. desember Mesta bull sem ég hef heyrt Í langan tíma hafa Hamas- liðar staðið í árásum á Sterot, sem er jú eini bær- inn í Ísrael sem þessar flaugar ná að þar sem þær eru heimagert drasl. Ísra- elar hefðu auðveldlega getað komið í veg fyrir þetta blóðbað með því að virða gerða samninga, virða vopna- hléið og ákvæði þess. Ísraelar gerðu það hins vegar ekki. „Ísraelsk yfirvöld hafa það að markmiði að bjóða þegnum landsins mannsæmandi líf, rétt til að lifa í friði og ró eins og allir aðrir þegnar heimsins“. Eins og allir aðrir þegnar heimsins? Hvað með íbúa Vesturbakkans? Ekki standa þeir í flugskeytaárásum, ekki stunda þeir sjálfsmorðsárásir þessa stundina, ekki gera þeir Ísraelum lífið leitt. En þeir lifa svo sannarlega ekki í friði og ró, þeir lifa undir hernámi og kúgun, þeir lifa við mannréttindabrot og brot á alþjóð- legum samþykktum, þ. á m. Genfarsátt- málanum. Þjóð (þ.e. Ísraelar) sem ekki leyfa annarri þjóð (Palestínu) hafa engan rétt til að fara fram á að þeir eigi sko skilið að lifa í friði og ró. Það er hneykslanlegt hvernig Livni lætur Palestínumenn líta út fyrir að vera orsakavalda þessa ástands, það er hneykslanlegt að Bandaríkjamenn (já, líka Barak Obama) muni halda áfram að styðja þetta kúgunarríki. Hryðjuverk eru afleiðing kúgunar en ekki ástæða! Hvet fólk til að lesa bloggið mitt fyrir neðan, ég er of pirraður til að skrifa lengra eins og stendur. Meira: sjalfbodaaron.blog.is ÞAÐ kemur við við- kvæma taug hjá áróð- ursmönnum ESB-aðildar hérlendis að minnst sé á krónískt og hátt atvinnu- leysisstig innan Evrópu- sambandsins. Okkur Ís- lendingum þykir ógnvænlegt þegar at- vinnuleysishlutfall hér- lendis er komið upp í 4-5% eftir að hafa legið kringum 2-2,5% um langa hríð. Í Evrópusambandinu væru menn þó hæstánægðir með atvinnu- leysi á þessum slóðum eftir að hafa búið við 7-9% atvinnuleysi að með- altali mörg undanfarin ár. Áður en efnahagskreppan skall á sl. haust var atvinnuleysi í ESB rétt um 7% að meðaltali en fer nú hraðvaxandi. Á evrusvæðinu var atvinnuleysið enn hærra en meðaltalið í aðildarríkj- unum 27. Um 17 milljónir atvinnuleysingja Samkvæmt tölum hagstofnunar ESB, Eurostat, nam tala atvinnu- lausra í ESB samtals 16,7 milljónum manna í september 2008, þar af voru 11,7 milljónir á evrusvæðinu. Í hag- sveiflu síðustu ára hafði nokkur ár- angur náðst í að draga úr atvinnu- leysi, m.a. í Þýskalandi, en bent er á að talsvert sé þar um falið atvinnu- leysi. Jafnframt ligg- ur fyrir samkvæmt tölum Eurostat að atvinnuleysi meðal kvenna er að jafnaði nokkru meira en hjá körlum. Vissulega er mikill munur á hversu alvarlegt ástandið er í ein- stökum ríkjum ESB, staðan skást í lönd- um eins og Danmörku, Hollandi og Austurríki en yfir meðaltali m.a. í Þýskalandi, Frakklandi, á Spáni og í Portúgal. Sérstaka athygli vekur til- tölulega hátt atvinnuleysisstig í Sví- þjóð og Finnlandi, á bilinu 5,2-6,1% þegar best lét á fyrrihluta árs 2008. Alvarlegust af öllu er þó staða ungs fólks á vinnumarkaði innan ESB þar sem 17-18% fólks yngra en 25 ára eða hátt í fimm milljónir voru án atvinnu fyrir kreppuna og höfðu tilraunir til úrbóta á því ástandi litlu skilað und- anfarið. Spennitreyja evrusvæðisins Aukinn þrýstingur á að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu er fyrst og fremst tilkominn vegna gjaldmiðilsmála, þ.e. meintrar nauð- synjar að leggja af krónuna og taka upp evru. Öllum ætti þó vera ljóst að innganga í myntbandalag ESB, sem aðeins 15 af ríkjunum 27 eiga aðild að, er háð ströngum skilyrðum Ma- astricht-sáttmálans og mörg ár myndu líða áður en Ísland hugs- anlega yrði gjaldgengt í þann klúbb útvalinna. Nú sem fyrr blasir það líka við að efnahagskerfi okkar Íslend- inga er af annarri gerð en hjá þeim þjóðum sem eru á evrusvæðinu og af- ar óhagstætt gæti reynst fyrir Ísland með evru sem mynt að búa við Ma- astricht-skilyrðin. Þrautalendingin til að fullnægja þeim skilyrðum yrði aukið atvinnuleysi langt yfir þau mörk sem hér hafa ríkt eða talist ásættanleg undanfarna áratugi. Hvert stefnir ASÍ-forystan? Það sætir furðu að forysta ASÍ hef- ur nú um skeið fyrirvaralaust krafist aðildar Íslands að ESB og sótti sér umboð fyrir þá stefnu á ársfundi sam- bandsins sl. haust. Tálbeitan sem launafólki er boðið upp á er evra eftir að Ísland hefði fengið aðild að mynt- bandalagi ESB. Í því efni leggjast þessi samtök launafólks á sömu sveif og atvinnurekendur, að því er virðist án þess að skeyta nokkru um þann gapastokk sem íslenskt launafólk yrði sett í með Maastricht-skilmál- unum um svonefndan „efnahagslegan stöðugleika“. Atvinnurekendur hefðu með því tryggt sér tögl og hagldir í kjarasamningum, þar sem verkalýðs- hreyfingunni er í orði ætlað að velja á milli mikils atvinnuleysis eða „hóf- legra kjarasamninga“. Eftir stæði á borði viðvarandi atvinnuleysi í líkingu við það sem menn nú eru að byrja að kynnast undir handarjaðri Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Í ESB yrði hús- bóndinn hins vegar Seðlabanki Evr- ópu og hann kæmi ekki til með að hlusta á neitt kvak norðan af Íslandi, hversu hart sem hér yrði í ári. Krónan munaðarlausa Stærsta mótsögnin í málflutningi ríkisstjórnarinnar, með Samfylk- inguna í fararbroddi og Sjálfstæð- isflokkinn á flótta, er að úthrópa krónuna sem gjaldmiðil á sama tíma og við blasir að þjóðin geti þurft að búa við hana um ófyrirséða framtíð. Krónan var ekki vandamálið sem framkallaði bankahrunið, heldur til- skipanir Evrópusambandsins sem hér voru lögleiddar fyrirvaralaust með EES-samningnum. Vangaveltur um einhliða upptöku evru eða ann- arrar myntar auka ekki á tiltrú al- mennings, enda afar áhættusöm leið, ekki síst við núverandi aðstæður. Við hvaða gengi á krónunni ætla menn að miða ef nýr gjaldmiðill væri upp tek- inn? Hér er á ferðinni hringavitleysa sem er viðhaldið af þeim sem gefa vilja sig Evrópusambandinu á vald hvað sem það kostar. Það gengur ekki upp að stjórnvöld iðki það helst að tala niður gjaldmiðilinn í stað þess að hlúa að honum svo að Íslendingar komist af stað með það endurreisn- arstarf sem framundan er. Einhliða og þröng ESB-umræða Sjálft Evrópusambandið er í kreppu sem ekki sér fyrir endann á. Þeir sem hugsa um framtíð Íslands í ólgusjó heimskreppu eiga ekki að láta bjóða sér þá einsýnu umræðu þar sem spurningin um gjaldmiðilinn er gerð að upphafi og endi alls. Aðild að ESB varðar flest annað meira en peninga, þ.e. fjölmarga þætti sem í meginatriðum snúast um sjálfstæði til ákvarðana og lýðræðislega stjórn- arhætti. Hvorttveggja skerðist með afdrifaríkum hætti gerist Ísland aðili að Evrópusambandinu. Eftir Hjörleif Guttormsson » Þrautalendingin til að fullnægja evru- skilyrðum yrði aukið at- vinnuleysi langt yfir þau mörk sem hér hafa ríkt eða talist ásættanleg undanfarna áratugi. Hjörleifur Guttormsson ESB-aðild, evra og atvinnuleysi Höfundur er náttúrufræðingur. BLOG.IS ÞVÍ HEFUR verið spáð að fyrstu mánuðir ársins 2009 verði erfiðir. Atvinnuleysi aukist og gjald- þrotum fjölgi. Það kann vel að vera að botninum verði náð á næstu mánuðum. Höfum samt í huga að við getum sjálf haft áhrif á núverandi ástand og gert það bærilegra. Nú þarf þjóðin að taka höndum saman um að draga eins og kostur er úr at- vinnuleysi og þar skipta aðgerðir og viðhorf okkar sjálfra miklu máli. Íslensk fyrirtæki hafa náð samstöðu með starfsfólki um aðrar leiðir en uppsagnir til að mæta samdrætti. Með þessu hef- ur tekist að koma í veg fyrir um- talsvert meira atvinnuleysi en raunin er eftir eitt mesta hrun fjármálakerfis sem um getur í Evrópu. Þrátt fyrir erfiðar að- stæður þá munu fyrirtæki áfram sýna þennan vilja í verki á nýju ári. Jafnframt hefur hvatning til fólks um að velja íslenskt eða gera innkaupin hérlendis bjargað mörg hundruð störfum. Fjöldi ís- lenskra framleiðslu- og hönn- unarfyrirtækja hefur fundið fyrir uppsveiflu á síðustu mánuðum. Það er vakning í þessum efnum sem við eigum að halda lifandi á nýju ári. Hvetja þarf aflögufæra einstaklinga til þess að huga að viðhaldi eða endurbyggingu húsa sinna og annarra eigna á nýju ári. Það getur skipt sköpum að einstaklingar eins og opinberir aðilar fari í vinnuaflsfrekar fram- kvæmdir. Stjórnendur og starfsfólk banka og fjár- málafyrirtækja geta lyft grettistaki á nýju ári með því að flýta eins og kostur er fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja og hlúa jafn- framt að skuldsettum fjölskyldum. Fátt er jafn mikilvægt nú eins og þróttmikil fjármálastarfsemi sem tryggir lífvænleika vel rekinna fyrirtækja og leitar leiða til að bjarga fjölskyldum frá gjaldþroti. Hver ákvörðun í banka sem tekin er fljótt og vel getur þýtt fleiri tækifæri og komið í veg fyrir stöðnun og vonleysi. Því fyrr sem tekst að lækka vexti hérlendis því færra fólki verður sagt upp hjá fyr- irtækjum. Nú þurfa stjórnvöld að bregðast skjótt við á nýju ári og lækka vexti. Leitum að öllum þeim tækifærum sem við höfum til að koma okkur út úr erfiðleikunum og sýnum samstöðu í að draga sem mest úr at- vinnuleysi. Við höfum alla burði til þess að komast fljótt og vel frá þessari kreppu. Eftir Þór Sigfússon » ...við getum sjálf haft áhrif á núverandi ástand og gert það bærilegra. Nú þarf þjóðin að taka höndum saman um að draga eins og kostur er úr at- vinnuleysi og þar skipta að- gerðir og viðhorf okkar sjálfra miklu máli. Þór Sigfússon Samstaða gegn atvinnuleysi Höfundur er formaður Samtaka atvinnulífsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.