Morgunblaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 36
36 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2008  Andri Freyr Viðarsson, útvarps- og tónlistarmaður, hefur alið manninn í Danmörku undanfarna mánuði en hefur þó komið fyrir eyru hlustenda Rásar 2 á föstudög- um í vetur þar sem hann hefur tal- að frá Kaupmannahöfn með hjálp nýjustu tækni Ríkisútvarpsins. Andri Freyr hefur þó ekki setið auðum höndum á daginn heldur tekið að sér hin og þessi störf og þar á meðal leik í heimildarmynd og lokaverkefni Janusar Braga Jakobssonar frá Konunglega kvik- myndaháskólanum í Kaupmanna- höfn. Myndin verður sýnd í Rík- issjónvarpi þeirra Dana síðar á næsta ári og því aldrei að vita nema nýir möguleikar opnist fyrir Andra á leiksviðinu. Andri Freyr í kvikmynd Fólk „JÁ mér finnst þetta í alvörunni góð tónlist, skemmtileg stuð- tónlist,“ segir Curver Thoroddsen sem stendur fyrir þriðja 90’s-partíinu á gamlárskvöld ásamt Kiki-Ow. „Auðvitað tengi ég betur við sum lögin en önnur. Ég spila lög sem ég hataði þegar ég var unglingur eins og „No Limits“ og ég fæ ennþá grænar bólur þegar Kiki setur Ace of Base á, en mér finnst þetta ótrú- lega fyndið núna.“ Curver telur að 90’s-kvöldin hafi náð að festa sig svo í sessi vegna þess að lögin séu svo skemmtileg. „Þetta eru stuðlög sem hægt er að syngja og dansa með. Sum eru skemmtilega hallærisleg og önnur kúl nostalgía og fólk leyfir sér að skemmta sér. 90’s-kvöldin eru á ákveðnum suðupunkti núna, alltaf troðfullt hjá okkur og svo kom út 90’s-safndiskur nýlega,“ segir Curver og tekur undir það að þetta æði sé honum og Kiki að kenna. „Við byrjuðum með þetta sem grínkvöld en höldum þau nú á 3-4 mánaða fresti og það er alltaf troðfullt. Þegar við byrjuðum héldum við að við værum aðallega að stíla inn á þann aldur sem upp- lifði þessa tónlist á sínum tíma en hópurinn sem var smábörn þegar þetta var í gangi hefur mikið sótt þessi kvöld og þeim finnst það geðveikt.“ Í haust stóðu Curver og Kiki fyrir komu Had- daway til landsins og segir Curver það á stefnu- skránni að flytja fleiri slíkar 90’s-goðsagnir inn. 90’s-partíið á gamlárskvöld fer fram á Nasa og hefst kl. 1 eftir miðnætti. Miðaverð er 3.500 kr. og aldurstakmark 20 ár. Forsala er á midi.is og í Spútnik en þeir sem kaupa miða þar fá af- slátt af 90’s-fötum. ingveldur@mbl.is  Plötusala fyrir jólin 2008 var að flestra mati góð og dreifing á ís- lenskum plötum mun hafa verið með svipuðu sniði og í fyrra. Þó mun framleiðslukostnaður hafa verið meiri þetta árið af eðlilegum ástæðum og því viðbúið að þegar allur kostnaður hefur verið dreginn frá verði hreinn hagnaður eitthvað minni en í fyrra. Páll Óskar seldi vel eins og fram hefur komið og Villa Vill-platan rann greiðlega út úr plötubúðum landsins en svo má ekki gleyma plötu Emilíönu Torrini sem var gríðarlega vinsæl í ár – sér í lagi síðustu dagana fyrir jól sem helgast af því að eintök af plötunni voru í aðdraganda jólavertíð- arinnar ófáanleg sökum gjaldeyr- ishafta. Vonbrigði jólasölunnar hljóta hins vegar að vera önnur plata Sprengjuhallarinnar Bestu kveðjur og Bubba-platan Fjórir naglar en þær seldust undir vænt- ingum. Endanlegar tölur yfir söl- una munu hins vegar ekki koma inn á borð útgáfufyrirtækjanna fyrr en um miðjan janúar og því enn ekki vitað hvaða plötum var helst skilað. Plötusala með svipuðu sniði og í fyrra  Re/Max-auglýsingin í miðju Skaupi í fyrra vakti mikla athygli þó fagurfræðilega hafi hún ekki verið upp á marga fiska. Enn er óvíst hvort önnur slík auglýsing verður sýnd í ár en vitað er að síð- asta auglýsing fyrir Áramóta- skaupið 2008 verður auglýsing frá Icelandair sem tekin var upp í upp- hafi þessa árs og kynnir til leiks nýjar innréttingar flugvélanna. Auglýsingin mun hafa verið tekin upp í Prag og koma um 200 auka- leikarar við sögu í henni. Það er stórleikarinn Ingvar E. Sigurðsson sem talar yfir auglýsinguna en leik- stjórn var í höndum tvíeykisins Samúels og Gunnars hjá Saga Film. Síðasta auglýsing fyrir Áramótaskaup Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÞAÐ myndu fáir þekkja hann úti á götu en það er eiginlega meira en líklegt að þú sem þetta lest getir hummað eitt, jafnvel tvö lög eftir Togga, Þorgrím Haraldsson. Lag hans, „Þú komst við hjartað í mér“, naut geysilegra vinsælda í ár, fyrst í flutningi Páls Óskars en svo varð allt vitlaust er hljómsveitin Hjaltalín tók það upp á sína arma. Lagið ómar og í dag sem nokkurs konar vögguvísa undir auglýsingu fyrir Byr. Lag hans „Wonderful“ glumdi í auglýsingu fyrir Volkswa- gen Golf og lagið „Sexy Beast“, af plötu hans Puppy (2006) rataði inn í Coke Light-auglýsingu á sínum tíma. Þegar sú plata kom út var Toggi grunlaus um að hann ætti eftir að læðast aftan að gervallri þjóðinni með þessar þekkilegu melódíur sín- ar. Hann var „bara“ að gefa út plötu … Sannfærður um gæðin Í ljósi þessarar náðargáfu er nokkuð merkilegt að komast að því að Toggi hefur lagasmíðavinnuna engan veginn sem aðalstarfa og hann lýsir því reyndar að hann kom- ist varla í að sinna henni. Þannig vinnur hann fulla vinnu auk þess að eiga unga fjölskyldu. „Ég væri alveg til í að vinna að þessu í fullu starfi, það er ekki það,“ segir hann og dæsir. „Íslenskar að- stæður bjóða hins vegar ekki upp á það. Hingað til hefur þetta, og þú ræður hvort þú trúir því, verið röð af hendingum. Ég sem lög, fyrst og síðast, og er ekki að reyna að sveigja þau eða beygja að einhverju auglýs- ingasniði. En síðan hef ég ekkert á móti því að lögin mín birtist þar. Það truflar mig ekki neitt. Svo fremi að þær skaði ekki lögin. Hingað til hafa þær reyndar virkað sem prýðileg- asta kynning á minni tónlist!“ Kynningin á „Þú komst við hjart- að í mér“, lagi sem birtist upp- runalega á plötu Páls Óskars frá því í fyrra, Allt fyrir ástina, er reyndar orðin miklu meira en prýðileg. Lag- ið hefur tekið sér rækilega bólfestu í heila og hjarta svo margra; allt frá leikskólabörnum upp í erna borgara sem kunna einfaldan, fallegan texta Páls Óskars upp á hár. Toggi við- urkennir að vinsældirnar séu nánast búnar að vera fáránlegar. „Ég var afskaplega sáttur við út- gáfu Páls Óskars og ég lagði hart að honum að setja það út sem „smá- skífu“ og staðhæfði við hann að lagið ætti eftir að verða algjört „monster hitt“. Hann veðjaði hins vegar á önnur lög í upphafi og þeim farn- aðist reyndar afskaplega vel líka. Svo þegar Hjaltalín tók lagið varð allt bilað og ég hugsaði auðvitað „Yess!“. En ég verð að segja að ég átti aldrei von á svona rosalegu góðu gengi. Ég vil auðvitað heitt og inni- lega að lögin mín verði ógeðslega vinsæl þó að ég hafi engan sér- stakan áhuga á að verða vinsæll sjálfur.“ Næstum búinn að henda laginu Toggi segist ekki vera þannig höf- undur að hann semji smelli eftir pöntun. Ef slík pressa sé sett á hann fari hann í baklás. Þetta verði að hafa sinn gang. „Ég fæ sjaldan andann yfir mig eins og það er kallað. Ég held að slíkt hafi gerst einu sinni, og þá rann fullbúið lag út. Helv … gott lag reyndar. Almennt þarf ég að hafa mikið fyrir þessu, ég sit við í marga klukkutíma, marga daga. Maður klaufast áfram með einhverja hljóma og prófar hitt og þetta. Ferl- ið tekur oft óratíma og maður er að berjast við ýmsar meinlokur, ýtandi slæmum hugmyndum frá.“ Toggi segist þó gefa sér það að hann hafi gott skynbragð á hvað það er sem grípur og hvað ekki. „Ég finn vel fyrir því þegar eitt- hvað er EKKI að virka. Ætli það sé ekki einhver poppradar í mér, ég þoli t.a.m. ekki gítarsóló og óþarfa stærilæti og flúr. Þetta er líklega gamli pönkarinn í mér. Ég vil hafa þetta hnitmiðað, einfalt og allt óþarfa rugl er eitur í mínum popp- beinum!“ Toggi segist þannig óhræddur við að henda því sem hann telji ekki nógu gott eða er þá hreinlega orðinn leiður á. Og þannig fór næstum því fyrir perlunni sem er ástæða þess- ara skrifa. „Ég gæti vel samið lög allan dag- inn en trikkið er auðvitað að semja góð lög,“ segir hann. „Ég hendi því miklu og klára ekki mikið af lögum. Athugaðu að ég var búinn að henda „Þú komst við hjartað í mér“. Þetta var bara eitt af þessum lögum sem ég vissi ekki almennilega hvert ætti að fara og það var á tímabili komið langleiðina í tunnuna.“ Hann lýsir því að hann hafi samið versin á staðnum fyrir framan Pál Óskar. „Ég var með viðlagið en bullaði versin á staðnum til að hafa eitthvað með. Hann var ekki sérstaklega sannfærður!“ Spurning? Á nýju ári verður Togga mest um- hugað um að koma út nýrri plötu sem myndi fylgja í kjölfar áð- urnefndrar Puppy. Nýtt lag, „Silly Old Song“ er þá farið í útvarps- spilun. „Svo er spurning um að ég fari sjálfur að tækla þetta geysivinsæla lag mitt,“ segir hann. „Hver veit? Kannski það slái enn frekar í gegn á næsta ári þannig …“ Hann kom við hjartað í okkur  Hulunni svipt af Togga, sem á langvinsælasta lag ársins, hið stórkostlega „Þú komst við hjartað í mér“  „Vissi að það yrði vinsælt. En ...,“ segir höfundurinn Morgunblaðið/Golli Salt jarðar Toggi er starfsmannastjóri hjá Garðlist sem sér m.a. um að halda göngustígum borgarinnar hreinum. „Það er gott að hafa „venjulega“ vinnu meðfram tónlistinni,“ segir Toggi. „Það skerpir á sköpuninni ef eitthvað er.“ Og hver er svo galdurinn á bak við smellasmíði? Hvað segir lagahöfundur ársins um þá iðn? „Málið er að hafa þetta nægi- lega einfalt. Það er allt og sumt,“ útskýrir Toggi. „Þú komst við hjartað í mér“ er bjánalega einfalt lag, viðlagið er t.a.m. tveir hljómar. Þú getur sungið sex önnur Toggalög yfir melódíunni. Ég er ekki góður hljóðfæraleikari og held hljóma- ganginum því einföldum. Gald- urinn er svo að flækja hlutina með flottum söngmelódíum.“ Leyndarmálið Partídýr DJ Kiki-Ow og DJ Curver. Curver spilar lög sem hann hataði sem unglingur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.