Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1966, Síða 35

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1966, Síða 35
33 ur er þó ekki nægilega mikill til þess aS skýra tíðnimismun- mn á milli kynjanna. Tíðni samkvæmt kyni sjúklingsins og mynd andlitsgallans. Islenzku tilfellunum var skipt i þrjá meginflokka samkvæmt mynd gallans: Flokkur I: Allir sjúklingar með skarð í vör (CL) með eða án galla á processus alveolaris. Hér er um að ræða skörð framan við foramen incisivum. Llokkur II: Allir holgómar, hvort sem um er að ræða bifid uvula eða algjöra klofningu mjúka og harða gómsins fram að foramen incisivum. Flokkur III: Allir sjúklingar með skörð bæði í vör og góm. Flest íslenzku tilfellin voru í Flokki III og fæst í Flokki I. Fessi skipting er mjög sambærileg við það, sem sézt hefur annars staðar (Skrá IV). Tíðni flokkanna eftir kynjum er sýnd í Skrá V. Þar má sjá, að Flokkar I og III eru miklu algengari í sveinbörnum held- nr en meybörnum. Aftur á móti er Flokkur II miklu algeng- ari í meybörnum. Þessi skipting var ein meginundirstaða þeirr- ar skoðunar Fogh-Andersens, að Flokkur I og III væru að rnörgu leyti frábrugðnir Flokki II, þ. e. a. s. arfgengi þessara tveggja heilda væri ekki sameiginleg. Sambandið milli CL/CP og aldurs mæðranna, fæðingar- raðar og fæðingarþunga sjúklinganna var athugað í íslenzku rannsókninni. Þó verður ekki skýrt frá þeim niðurstöðum hér, þar sem íslenzku tilfellin eru of fá, til þess að draga megi akveðnar skoðanir af þessum niðurstöðum. Kosið var heldur að skýra frá helztu niðurstöðum, sem fengust við athugun ættarskýrslna sjúklinganna. ARFGENGI CL/CP Á ÍSLANDI Tleginverkefni sumarsins 1965 var söfnun itarlegra ættar- skýrslna fyrir hvert tilfelli af CL/CP, sem vitað var um.

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.