Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1966, Page 36

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1966, Page 36
34 Foreldrar hvers barns voru beðnir að útfylla ættarskýrslu, þar sem spurzt var fyrir um eftirfarandi fjölskyldumeðlimi: Foreldra, afa og ömmur, systkini barnsins, systkinabörn barns- ins, systkini og systkinabörn foreldra. Einnig voru foreldrar barnanna beðnir að geta nafns, aldurs og heimilisfangs ann- arra fjölskyldumeðlima, sem vissa var fyrir, að fæðzt höfðu með einhverja mynd CL/CP. Alls tókst að ná saman ættarskýrslum 80 CL/CP sjúklinga. Samvinna fólks var yfirleitt með afbrigðum góð, og áhugi og fróðleikur íslendinga viðvíkjandi ættum sínum auðveld- aði mjög þennan þátt rannsóknarinnar. Skiptingu þessara sjúklinga samkvæmt kyni og mynd líkamsgallans má sjá í Skrá VI. Þessi skipting er svo til hin sama og kom í ljós, þeg- ar öll íslenzk CL/CP tilfelli voru til athugunar (sjá Skrá V). Má því segja, að þessi 80 tilfelli gefi gott yfirlit yfir arfgengi CL/CP á íslandi. Við athugun þessara 80 ættarskýrslna kom í ljós, að helm- ingur þeirra skýrði frá tveimur eða fleiri ættingjum með CL/CP, þ. e. a. s. fimmtiu af hundraði bentu til arfgengis CL/CP innan ættarinnar. Þótt helmingur þessara tilfella hafi getað bent á nær- eða fjarskyldan ættingja með álíka líkamsgalla og sjúklingurinn sjálfur, verður í þessari grein fjallað um arfgengi eingöngu, ef um nærskyldan ættingja er að ræða. Samkvæmt Skrá VII vissu 19 CL/CP tilfelli (eða 23.8%) um nærskylda ættingja með álíka líkamsgalla. Ef þessum 19 tilfellum er raðað niður eftir mynd likamsgallans, má sjá, að 13 af 58 (22.4%) CL(P) sjúklingum vissu um nær- skyldan ættingja með CL/CP, og 6 af 13 (27.3%) CP sjúkl- inganna bentu á nærskyldan CL/CP ættingja. Þessi 13 CL(P) tilfelli vissu alls um 21 nærskyldan ætt- ingja með álíka líkamsgalla. Af þessum 21 ættingja voru 19 með sams konar líkamsgalla og sjúklingurinn sjálfur, þ. e. a. s. CL(P), og aðeins 2 holgóma (CP). Holgóma sjúkling- arnir gátu bent á sjö ættingja, sem einnig voru með líkams-

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.