Árdís - 01.01.1936, Síða 8

Árdís - 01.01.1936, Síða 8
6 varð nokkurra barna auðið. Atli var elztur þeirra, Grettir næst; sonurinn, yngsta ibarn hjónanna hét Illugi, þótti hann snemma ibera af öllum jafnöldrum sínum. Grettir var ,í æsku ódæll og mikill fyrir sér, varð Ásdiís fljótt að sætta misfellur, er áttu sér stað milli Grettis og föður hans. Þráði Ásdís að faðirinn sýndi meiri nærgætni gagnvart drengnum, og að Grettir hinsvegar væri hlýðnari föður sínum. Vel lýsir Jakob skáld Thorarensen þessu í kvæði er hann nefnir, Ásdís á Bjargi; er það kvíðii Ásdlísar sökum ódælni Grettis, sem hér vakir fyrir skáldinu: Kvíðinn óx og þrautir þyngdust þegar hann komst á legg. Stríðnin, hvefsnin, 'bernskubrekin brýndu lýðsins egg. Ein hún kveið og ein hún skildi alt þaö skapahregg. Mjög lítið létu þeir feðgar sér segjast við fyrirbænir og frið- arorð Ásdísar, fór þar hver sínu fram. Grettir verður að fara af landi iburt 15 ára að aldri, sakaður um að haía vegið mann. Lítil fararefni og af óljúfu geði framreidd, veitti faðir hans honum. Ásdís fylgdi syni sínum á veg, var henni þungt í geði út af burtför hans o£ ónógum fararefnum. Sverð gaf hún honum að skilnaði er átt höfðu íörfeður hennar og talið var sigursælt. Bað hún innilega fyrir honum að skilnaði. Kemst ofannefnt skáld svo að orði um burtförina: Djásnafár úr föðurgarði fór hinn ungi sveinn. Heilla ósk né afturkomu orðaði þar ei neinn. Með honum gekk á mikla veginn móðurhuginn einn. Stuttu eftir burtför Grettis andast Ásmundur bóndi. Atli son- ur þeirra er deyddur á sviksamlegan hátt; festi Ásdís þá huga við frægð og atgerfi Grettis og vænti mikils af. En ibrátt barst henni sú harmafregn að Grettir væri sakaður um það, að brenna menn inni, en það var talinn ægilegasti glæpur. Skaplyndi Grettis og gæfubrestur ollu því, að hann gat ekki hreinsað sig af þessum sakargiftum, þvi var hann dæmdur sekur skógarmaður um 20 ára bil. Hann kemur út til íslands árið 1016, og var nú réttdræpur liverjum nvanni, mátti enginn honum liðsinna, því varð hann að iara huldu höfði og leitaði hann á náðir móður sinnar. iHeim kom hann á náttarþeli, er allir sváfu utan móðir hans;

x

Árdís

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.