Árdís - 01.01.1936, Blaðsíða 27
25
að læra meira — að læra aö lifa. Við sem eldri erum, verðum að
vera góð fyrirmynd en verðum um leið að treysta hinum yngri.
Og ætlast ekki til, að það sem okkur finst hið eina rétta, líti eins
út í augum æskulýðsins.
Hvert stefnir? Þaö stefnir að bjartari og betri framtíð en
nokkurtíma áður. Unga fólkið ekki síður en þeir eldri taka þátl
í að koma til leiðar betra og kristilegra samkomulagi — og að
hver íai að njóta sín sem bezt í straumi lífsins.
Það virðist máske einfeldnislegt, að tala svona þegar maður
les um ástandið í heiminum: atvinnuleysið, fátæktina og liungrið.
Það er satt að það er grátlegt fyrir fólk, að horfa upp á eyrnd og
vonleysi og geta ekki séð neina úrlausn. Það er erfitt fyrir ungl-
mga sem hafa gert sér góðar vonir og náð háu mentastigi, aö
geta ekki fengið neina arðberandi atvinnu. Þetta atvinnuleysis
ástand sýnist vera óskiljanlegt, en úr því svona er komið, verður
hver og einn að gera sitt bezta úr kringumstæðunum — veita og
þiggja samúð og hjálpsemi með glöðu geði, til að jafna yfir þessar
óisléttur, til að fylla upp þetta dýpi eymdar og örbirgðar, aö sníöa
af liæstu tinda alsnægtar svo að millibilið verði ekki eins átakan-
legt.
Að gera þetta er hin kristilega stefna seín unga fólkið vill
lilynna að um allan heim. 1 mínum augum er unga kynslóðin því
að stelna í rétta átt. Það meiðir mig að heyra fólk spyrja: “Hvað
verður úr unga fólkinu nú á dögum? Hvað hugsar það um nema
að leika sér og láta aðra sjá fyrir sér? Það vill ekki hugsa um
kristindóm eða neitt annað en gjálífi, gjálífii!” Við isem erum
kornnar af unga. aldri, skulum bara leggja aftur augun og láta
okkur dreyma. Við skulum láta okkur dreyma obkar eigin æsku.
Heyrðum við þá ekki þessar sömu ásakanir klingja í eyrum?
Þegar séra Matthías Jioahumsson var prestur á Akureyri fyrir
sextíu árum, kvartaöi hann yfir að þurfa að prédika yfir tómum
sætum og sjá út um gluggann hvar hópur af ungu fólki var að
leika sér á svellinu fyrir neðan bæinn.
Svona mun það hafa gengið hverja kynslóðina ef'tir aðra.
Það er betra að vera ibjartsýnn og leita eftir hinu bezta, en að vera
bölsýnn og ’búast við þvlí versta. Þó alt sé ekki eins og þú eða eg
viljum hafa það, er gott að rnuna að það gæti verið miklu v,erra.
Margir hinir eldri vantreysta æskunni og oft ber æskan enga
virðingu fyrir ellinni. En eg vil bara horfa beint upp og út —
leita að því bezta og finna það!
Við megum ekk-i taka einstaklinginn heldur heldina. iStund-
um sýnist lítið gert, og ef eittlivað fer aflaga eða einhver fellur,
þá er þvií haldið á lofti, en góðverkin verða að vera svo stór og
yfirgnæfandi ef' á að taka eftir þeim. Það er góð regla aö hlusta
aldrei á óþarfa útásetningar og sjá ekki það sein er frekar ljótt,