Árdís - 01.01.1936, Blaðsíða 12
10
hvað umhverfið á alvarlegan þátt í að móta manninn, og hvað
það er nauðsynlegt að þekkja alla eiginlegleika barnsins, til þess
að geta uppöríað alla hina góðu, en reynt að sjá um að hinir fái
engan styrk utanað, svo að þeir deyji út.
Tökum til dæmis börn innan sjö ára aldurs. B'yrst skynja
þau ósköp lítið nema um fæðu og hvort þaö fer vel eða illa um
þau. En smátt og smátt greinist skilningurinn, um leið og þau
læra að ganga og tala og leika sér. Strax í leikjum þeirra koma
fram tilhneigingar, sem aðstandendur ættu að taka vandlega eftir
og reyna að snúa þeim öllum inn á réttar leiðir. Börnin lifa í
drauma heimi og þeir fullorðnu mega ekki skemma fegurð þess
heims, heldur reyna að fylgjast með börnunum í hugmyndaflugi
þeirra. Ef að barn, til dæmis, talar um sandhrúgu sem kastala, þá
er sjálfsagt að samsinna þvlí, annars gæti hugur barnsins verið
særður djúpu sári sem ef til vill greri aldrei. Alt ieir komið undir
samhygðinni sem höíð er með börnunum. Á þessu tímabili ev
gott að segja þeim álfasögur því að í þeim vinnur altaf það góða
sigur. Oft vilja börn, með sterkt ímyndunarafl, ýkja þegar þau
segja frá daglegum viðburðum. iForeldnar og kennarar verða þá
með hógværð að leiðrétta þá tilhneiging.
Sálarfræðingar hafa fullyrt, að ef barnið hefir haft réttan aga
fyrstu sjö árin af æfinni, þá sé því borgið. Eftir það geti áhrifin
utanað ekki brotið niður þann trausta varnarvegg, sem móðirin
hefir bygt utan um ibarnið sitt. En þá yrði móðirin að hafa sér-
staka hæfileika til að geta skilið hvað væri bezt fyrir barnið og
sterkan vilja til að koma því í framkvæmd. Flestar mæður eiga
í miklum önnum og þeim finst að til iþess séu skólarnir, að halda
börnunum þeirna í skefjum og láta þau læra; en þær mega ekki
gleyma því, að með hjálp þeirra geta úrslitin orðið svo mikið
betri.
Við skulum taka næst timabilið miilli áranna sjö og tíu. Þá
byrjar skólagangan og börnin verða fyrir kröftugum áhrifum frá
kennurum, ngmsgreinum og íirá öðrum börnum. Nú verða for-
eldrarnir að vera á verði gegn öllum þeim vondu áhrifum, sem
börnin geta orðið fyrir. Þeir ættu að ráðga sig við kennarana um
hvað Ibarnið sé mest hneigt fyrir; hvernig aga það þarf mest við;
og yfir höfuð alt sem lýtur að meðhöndlun þess. Hversu miklu
auðveldara væri'starf kennarans ef þetta væri gert yfirleitt! —
Meðvitundin um áhuga heimilanna mundi gefa honum byr undir
báða vængi, og öll kenslan mundi verða léttari og fjörugiri. Á
þessu aldursskeiði eru börnin mjög næm fyrir framkomu þeirra
íullorðnu. Það kemur fram í leikjum þeirra — þau stæla alskon-
ar störf sem þeir eldri rækja. Þá er Ibrýn nauðsyn að þeir upp-
vöxnu séu góðar fyrirmyndir. Þá eru sögur um æfintýri og hetj-
ur mjög meðtækilegar, og er nauðsynlegt að þær séu vel valdar.
Svo næst er tímabilið milli tíu og tólf ára aldurs. Á þeim