Árdís - 01.01.1936, Side 21

Árdís - 01.01.1936, Side 21
19 málið kom til umræðu í nefndinni sögðu sumir, sem þar áttu sæti. að það væri þýðingarlítið. Ungur prestur frá Ottawa, sem átti mikið af sjálfstrausti æskunnar, byrjaði á því að segja okkur að konurnar í sínum söfnuði vildu ekki hafa konu fyrir prest. Vitan- lega var það nú ekki til umræðu, hvort konurmar í þessum sér- staka söfnuði í Ottawa vildu hafa kvenprest eða ekki. Eina konan sem hér var um að ræða, var að vinna sitt verk í norður- hluta Saskatchewan fylkis. Konurnar í Ottawa hefðu aldrei þurft að hlusta á hana, þó þeim væri það að vísu engin vorkunn, og þær hefðu ekki einu sinni vitað að liún hefði verið vígð, nema einhve.r hefði sagt þeim það. Þær hefðu engu að síður haft sinn unga og fallega prest, með gáfulegu, ibrúnu augun og faliega hárið. Eg skylid hvernig þessu var varið. Kvenfólkinu hættir svo við að slá karlmönnunum gullhamra og það var einmitt það, sem þær voru að gera, þegar þær sögðu þessum unga presti, að þær vildu ekki hafa konu fyrir prest. Konurnar hafa æfinlega slegið karlmönnunum gullhamra, en þeir eru engum hættuuelgri heldur en ungum presti. Fagurgalinn er eitur, sem h-efir orðið mörgum ungum mönnum til meins. Þeir hafa farið að trúa því, að þeir væru miklu meiri menn, heldur en þeir í raun og veru voru. Við fengum sömu fréttirnar frá manni í Vestur Canada. Kon- urnar í hans söfnuði vildu ekki hafa kvenprest. Eg spurði hann hvernig hann hefði komist að þessu og sagði hann að sér hefði skilist það af samtali við konur safnaðarins. Mér er sem -eg heyri það samtal! En það voru líka sumir í nefndinni því eindregið meðmæltir, að 'þessi kona fengi prestvígslu. Málið var mikið rætt og tölu- vert alvarlega. Við biðum okkar ósigur í þessu máli einmitt þegar við áttum einna sízt von á því. Það var daginn sem Trúboðsfélag kvenna, lagði fram sína skýrslu. Mér hefir -altaf -skilist að kvenfélögin væru máttarstoð kirkjunnar, með öllu 'því mikla verki sem þau vinna heinia fyrir og erlendis. -Skýrslan var ágæt og bar vott um mikið og vel unnið ver.k. En alt í einu hætti sú sem var að 1-esa skýrsluna, að lesa og segir: “Þið hafið ekki spurt um okkar álit á því, að konur tækju prestvígslu. En það er kannske vel farið, að þið hafið ekki gert það. Þið mund-uð komast að raun um, að við erum mjög íhaldssamar í þeim efnum.” Hún sagði ekki meira, en þetta var alveg nóg. Hinumegin við ganginn sat e-inn -af okkar gömlu prestum, sem alia æfi hafði verið stuðningsmaður jafnréttismálanna. Eg sneri mér við og h-orfði fast á h'ann og eg vissi vel að h-a-nn tók eftir livað eg gerði, því liann strauk vísifingrinum um hálsinn á

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.