Árdís - 01.01.1936, Side 40

Árdís - 01.01.1936, Side 40
38 gaf hann aleigu sína til að eignast þessa bók sem hafði “orð guðs’’ inni að halda. Eitt af hinu mikla líknarstarfi trúboða er á meðal holdsveikra. Átakanleg var æfi þessara sjúklinga þegar þeir voru reknir burtu frá öllum og höfðu ekki annað til matar en það sem þeir báðu um að gefa sér. Allir hræddust þá og heiðið fólk áleit að þessi veiki væri hegning á þeim fyrir einhverjar stórsyndir. Hinir kristu trúboðar komu til þeirra og hjálpuðu þeim, bygðu yfir þá hús sem þeir gætu átt heima í og sögðu þeim frá manninum frá Galileu sem hafði læknað iholdsveiku mennina. Hefur fjöldi lioldsveikra manna í heiðnu löndunum orðið lærisveinar Krists. Með innsprautiii; hefir mörgum veriö hjálpað á þessum “leprosariums”, sérsfcaklega börnum. Eg gæti haldið áfram í langan fcíma og sagt ykkur frá skólum og sjúkrahúsum og öðrum hælum sem finna má alstaðar þar sem trúboðar hafa farið með náðarboðskap Jesú Krists, en þar r: þetta erindi er orðið of langt vildi eg aðeins bæta því við, kristnu systur, að enn er mikið til að gera. Víngarður meistarans er stór og þarf marga til að starfa. Enginn tími er til að standa iðjulaus á torginu. Ef vér getum ekki farið til heiðinna landa er mikið til að vinna heima fyrir. Og ef oss finst að vér getum ekki sjálfar unnið þá getum vér þó styrkt þá með bænum og gjöfum. “Kröftug bæn hins réttláta megnar mikið.” Vér skulum ekki gleyma þvá að ef vér viljum halda lifandi vorri eigin trú þá verðum vér að útbreiða gleðiboðskapinn — útbreiða hann á meðal allra, því frelsarinn sagði: “Eg hefi aðra sauði sem ekki eru af þessu sauðahúsi, þá byrj- ar mér að ieiða, og þeir munu heyra mína raust og þar mun verða ein hjörð og einn hirðir.”

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.