Árdís - 01.01.1936, Blaðsíða 23

Árdís - 01.01.1936, Blaðsíða 23
21 sögn var aldrei meiri en nú. Breytingarnar eru svo margar og margvíslegar ‘þessi síðustu ár og rnörg leiðarljós, sem áður þóttu góð og gild, eru nú horfin og fjöldi fólks, yngra og eldra, veit ekki hvert halda skal. Ef kirkjan hefði borið gæf'u til að gefa konu kost á að gegna prédikunarstarfi, !þá ætti hún kannske nú nokkra prédikara á móts við Maude Roydens, sem ættu orð til að leið- be(ina þeim, sem ekki rata rétta leið og hugga þá sem sorgin og mótlætið þjá. Margir munu segja, að kirkjan gefi konum verkefni og hún gerir það áreiðanlega. Eg veit aö konur vinna þar mikið og gott verk í sunnudagsskólum, ungmennafélögum og söngflokkum. •— Verk kvenfélagsins innan kirkjunnar met eg mikils, en mér dylst ekki að einstaka konur gætu unnið enn meira fyrir kirkjuna held- ur en þær hafa enn haft tækifæri til. Mér dylst ekki að íhald.5- semi kirkjunnar hefir orðið þess valdandi, að hún hefir tapað miklum leiðtogum, sem hefðu orðið kirkjunni til gagns og sóma og hjálpað til þess, að hún mætti vinna enn miklu meira gagn, heldur en hún hefir enn getað gert. Aðal ástæðan gegn jafnrétti kvenna hefir jafnan verið sú, að konan væri móðir og það væri svo háleitt og mikilsvert, að hún ætti að vera ánægð með iþað. Orð Krists ættu að geta leitt menn t’:l rétts skilnings um þetta efni, þegar hann svaraði konunni sem í hrifningu, undir prédikun hans, lét þá skoðun sína í ljós, að móðir hans væri öðrum konum sælli. “Já, að vísu,” svaraði hann, “en sælir eru þeir sem heyra guðs orð og varðveita það.” Ef orð þýða nokkuð, þá þýða þessi orð það, að svo gott og göfugt sé það jafnvel ekki, að vera móðir sjálfs mannkynsfrelsar- ans að jafnast geti við það, að hafa eyru til að heyra guðs orð og sál til að fylgja þeim. Með öðrum orðum, að konan sé manneskja eins og karlmaðurinn og guðs ibarn eins og liann er. Það var kona, sem fyrst fékk að vita um upprisu Krists, og það var kona ;sem Kristur fól að flytja lærisveinunum þann boð- skap. Hann skrifaði ekki þann boðskap, heldur bara sagðii: Maríu að flytja hann lærisveinunum og treysti því, að liún gerði það fljótt og vel. Það er í raun og veru engin góð og gild ástæða gegn því, að konur séu prestar, en það eru fordómar á móti því, og hamingjan má ráða hvenær þeir hverfa. Mér sárnar stórlega, að tækifærið skyldi; ganga okkur úr greipum 1928. Eg skildi þá strax að sá ósigur var mikill. Niú hafa konur enn verri aðstöðu. Við sjáuni livað komið hefir fyrir í Þýzkalandi og ítalíu. í Bandaríkjunum er konum nú gert erfitt fyrir að fá atvinnu. Eg las nýlega grein eftir konu, þar sem nokkuð eiinkennileg ástæða er gefin fyrir því, að stúlkur sækist eftir atvinnu í búðum og skrifstofum. Hún segir að stúlkunum falli svo vel að vera með karlmönnunum að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.