Árdís - 01.01.1956, Síða 62
60
ÁRDÍS
Anna Anderson
Fædd 5. júlí 1902 — Dáin 13. marz 1954
Anna var fædd 5. júlí 1902 í
Sundi í Höfðahverfi í Suður-
Þingeyjarsýslu á íslandi, dóttir
hjónanna Þorsteins Sveinssonar
og Kristínar Jóhannesdóttur konu
hans. Hún kom frá íslandi með
foreldrum sínum til Winnipeg 1906.
Skömmu síðar fluttu þau til Nýja-
íslands, í Framnes-bygðina, og
bjuggu þar til 1918, að þau komu
til Argyle. Þar giftist Anna eftir-
lifandi manni sínum, Eiríki Ander-
son, og stofnuðu þau heimili sitt í
Baldur. Þar dó hún 13. marz 1954.
Þau eignuðust fjögur myndarleg
börn, sem lifa móður sína: Kristín
Sesselja (Mrs. B. Larsen, Van-
couver); Dorothy Helga (Mrs. H.
Parsonage, Baldur); Marjorie Anne
(Mrs. H. Johnson, Winnipeg); og George Edward, landmælinga-
maður, ógiftur, Winnipeg. Barnabörnin eru átta.
Anna var gáfuð og góð kona og naut mikilla vinsælda meðal sam-
ferðafólksins. Manni sínum og börnum helgaði hún alt sitt bezta,
var sístarfandi á heimilinu á meðan kraftar leyfðu, og var sérstak-
lega myndarleg í öllum verkum. Ekki svo að skilja að hún væri
ekki félagslynd, því þau hjónin unnu mikið að safnaðarmálum;
hún var meðlimur Canadian Legion Auxiliary á meðan hún hafði
heilsu, og var forseti kvenfélagsins á Baldur þegar hún dó.
Þrek og kjarkur hennar í löngu veikindastríði var óbilandi, og
æfinlega mætti manni bros og alúð þegar maður kom að sjá hana.
Hún eftirskilur margar inndælar endurminningar manni sínum,
börnum, aldraðri móður og mörgum systkinum, auk fjölda vina,
sem þakka samfylgdina og hlýja viðmótið. — Blessuð sé minning
hennar.
SIGRÚN JOHNSON