Árdís - 01.01.1956, Síða 64
62
ÁRDÍS
og settust að í Winnipeg, og þar dó ólafur um aldamótin; en Guðlín,
er gifst hafði Jóni Hannessyni (bróður Kristjáns) andaðist þar, á
bezta aldri, frá tveim kornungum börnum, nokkrum árum fyr.
Móðir þeirra systra, Elín, var upp frá því hjá Sigríði til dánar-
dægurs, er hlúði að hinni blindu og lasburða móður í tuttugu og
fimm ár, af eindæma ást og trygð.
Sigríður giftist 5. apríl 1891 Kristjáni Hannessyni, ættuðum frá
Miðgörðum í Hnappadalssýslu, sómamanni til orða og verka, en
hann missti hún 1942, eftir fimmtíu og eins árs sambúð í farsælu
hjónabandi. Bjuggu þau alla tíð í Winnipeg og eru jarðsett, hvort
við annars hlið í grafreit borgarinnar. Þeim varð tíu barna auðið,
dóu tvö í æsku, en átta lifa foreldra sína; þau eru: Hannes, Ólafur,
Tómas, Kristín, Sigurbjörg og Jórunn, öll í Winnipeg, Elín og Kári
í British Columbia-fylki.
Sannfæringin og trygðin héldust í hendur og entist alla daga.
Þau Kristján og Sigríður voru ævilangt meðlimir Fyrsta lúterska
safnaðar í Winnipeg, þar voru þau gift, þar voru börn þeirra skírð
og fermd og sum gift, og þaðan voru þau bæði lögð til hinztu
hvíldar að loknum störfum. Hún var meðlimur í kvenfélagi safnað-
arins í mörg ár.
Sigríður elskaði blóm og alla náttúrufegurð, bar innilega
samúð með dýrum og hugsaði um og hlúði að litlu vetrarfuglunum
eins og henni hefði einni verið trúað fyrir að annast þá.
Hún var gæfukona alla ævi; giftist ung ágætismanni,
eignaðist mörg og efnileg börn og sá þau þroskast til manndómsára;
var þess megnug að hlynna að foreldrum sínum, er heilsa þeirra
þraut, og vera altaf veitandi en aldrei þurfandi.
Lund hennar var hrein og drengileg, fáskiftin um aðra og dul
á sína, sein til vináttu og vinmæla og leitaði heldur ekki eftir slíku
hjá öðrum; en þeim sem hún tók trygð við, gleymdi hún aldrei, og
var þá líka betri en engin, ef á reyndi. Á allri lítilmensku,seinlæti
og leti, tildri og hégómaskap hafði hún óbeit. Hún var alvörugefin
og trúrækin, tilfinningarnar næmar og djúpar, er komu löngum
meira fram í athöfnum en orðum.
Ég sá frænku síðast, samadaginn og ég lagði á stað í heimsókn
til skyldmenna minna austur við haf. Sagðist hún þá vera þreytt og
lá útaf. Reis samt upp og skrifaði nokkrar línur til Björns bróður
míns og bað mig að færa honum, ásamt ástarkveðju til systkina