Árdís - 01.01.1956, Síða 66
64
ÁRDÍ S
Ma rgrét Símonarson
Fædd 21. seplember 1859 — Dáin 16. janúar 1956
Með þessari háöldruðu merkis-
konu er til grafar gengin elzta
kona Norður-Nýja-íslands, hin
síðasta frumlandnámskvenna bygð-
ar sinnar. Langur starfsdagur var
að baki, er hún, 96 ára að aldri,
var kölluð til að sameinast undan-
gengnum ástvinum: eiginmanni,
fimm börnum, er dóu í bernsku,
og syninum, sem hún átti heimili
með alla hans ævi, er lézt rúmum
mánuði á undan móður sinni.
Þar sem ýtarleg æviminning
Margrétar hefir rétt nýlega birzt í Lögbergi, verða æviatriðin ekki
rakin hér nákvæmlega. Hún var dóttir Benedikts Bjarnasonar og
Margrétar Guðmundsdóttur. Hún ólst upp á Aðalbóli í Austurdal.
Tuttugu og tveggja ára að aldri giftist hún Sigvalda Símonarsyni
frá Króksstöðum í Miðfirði. Sex árum síðar fluttu þau til Ameríku,
eins og fjöldi fólks á bezta aldri gerði á þeim tímum til að leita
gæfunnar í nýju landi.
Án efa varð sú leit mörgum erfið, þó ekki árangurslaus. Þessi
þrekmikla kona fór ekki varhluta af reynslu og örðugleikum frum-
býlinga í Nýja-íslandi. En þegar árin liðu birti til hjá þeim eins og
fleirum. Heimilið á Framnesi í Geysisbygð, þar sem hún átti heima
í 64 ár varð eitt af myndarlegustu heimilum bygðarinnar. Þar áttu
hjónin mikið og farsælt samstarf, aðstoðuð af sex sonum, er náðu
fullorðinsaldri. Þar naut Margrét kærleika og aðhlynningar sonar,
tengdadóttur og barna þeirra hin síðustu ár, þegar kraftar voru að
þrotum komnir, og þar kom lausnin á hentugri tíð.
Margrétar mun ávalt verða minst sem ágætrar kristinnar konu,
sem var einlæg og hispurslaus og fór enga krókavegi til að geðjast
öðrum. Hún var ósérhlífin og ábyggilegur meðlimur Geysis-safnað-
ar og ötul starfskona kvenfélags síns. Hennar mesta áhugamál var