Árdís - 01.01.1956, Síða 67
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
65
að vaka yfir velferð sinna og leiða hópinn sinn að fótum frelsarans.
Það var eitthvað við hana, sem minti á hinar miklu konur frá
söguöld íslands, þerkið, kjarkurinn, festan og dugnaðurinn. Þar á
bak við var fögur sál góðrar eiginkonu og móður. Ástvinir hennar
munu ávalt blessa minningu hennar í þakklátum hjörtum.
INGIBJÖRG J. ÓLAFSSON
Soffía Gíslason
F. 23. desember 1868 — D. 3. janúar 1941
Hún var fædd 23. desember 1868
að Dallandi í Borgarfjarðarhreppi,
Norður-Múlasýslu; voru foreldrar
hennar Guðni Stefánsson og
Guðný Högnadóttir. Ólst hún upp
með foreldrum sínum á þeim
slóðum. Hún andaðist á heimili
sínu í grend við Árborg 3. jan. 1941.
Þann 27. október 1894 giftist
hún eftirlifandi eignmanni sínum
Þórarni Gíslasyni frá Hofsströnd í
Borgarfirði. Þau fluttu vestur um
haf árið 1903. 1904 tóku þau eignar-
rétt á landi í grend við Árborg,
Manitoba, er þau bjuggu á ávalt
síðan. Voru þau með fyrstu frum-
byggjum þessarar bygðar. Fátæk komu þau hingað, auðlegð þeirra
voru framtíðarvonir og traustið til Guðs.
Mun Soffía, eins og mæður okkar allra, sem hingað komu
eftir aldamótin, hafa unnið mikað og farið á mis við öll þægindi,
sem nútíðin hefir að bjóða. Hefir hennar staka ró og jafnaðargeð,
hófleg glaðværð og bjartsýni, skapað heimilislíf þeirra, þar sem
allir unnu sem einn. Hún var mjög söngelsk og hafði yndi af söng.
Má segja að öll fjölskyldan hafi verið mjög bókhneigð og ljóðelsk