Árdís - 01.01.1956, Síða 29

Árdís - 01.01.1956, Síða 29
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 27 Guðrún Eggertsdóttir (Mrs. Jón M. Borgfjörð) Sigríður Jónsdóttir (Mrs. Sig. Sigurðsson, Hofi) Jóhanna Jónsdóttir (Mrs. Sveinn Sveinsson) Sesselja Tryggvadóttir (Mrs. G. G. Guðmundsson) Kristveig Metúsalemsdóttir (Mrs. Valdi Jóhannesson). Á þessum fundi var fimm konum falið að semja uppkast að lögum fyrir félagið, þeim: Hólmfríði Ingaldson, Solveigu Bjarnason, Sesselju Guðmundsson, Vilborgu Jónsson og Elízabetu Hall- grímsson. Annar fundur var boðaður 20. s. m. Á þessum fundi var upp- kast laganna lesið og samþykt. Þá var kosið í fyrstu stjórn félagsins: Hólmfríður Ingaldson, forseti, Solveig Bjarnason, féhirðir, og Krist- veig Metúsalemsdóttir, skrifari. Fyrsta lagagrein félagsins hljóðar þannig: „Tilgangur félagsskapar þessa er að styrkja söfnuð þennan og önnur kristileg fyrirtæki eftir megni.“ Og enn önnur: „Byrja skal hvern fund með því að lesa Biblíukafla eða bæn og með því að syngja sálm. Slíta skal fundi með því að lesa sameiginlega Faðir vor.“ Þessar tvær lagagreinar eru gildandi enn þann dag í dag. Þriðji fundur félagsins var boðaður 30. sama mánaðar, meðlimir þá 24. Sá fundur var haldinn í því skyni að ráðstafa peningum, arði af skemtisamkomu, að upphæð $63.65. Á fyrstu árum mun það hafa verið til siðs að félagskonur gáfu efni til veitinga fyrir samkomur, en ein eða tvær félagskonur bökuðu allt brauð og höfðu umsjón með öllum veitingum. Fyrir þessa fyrstu samkomu lögðu félagskonur inn í verzlun Tryggva Ingaldsonar $11.17 virði í eggjum og smjöri, og Tryggvi gaf hálfan sekk af hveiti, en Hólmfríður kona hans bakaði. Féll það oftast í hlut þeirra mæðgna Hólmfríðar og Sesselju Guðmundsson að sjá um veitingar meðan þessi siður hélst. Má af þessu sjá að þetta nýstofnaða kvenfélag hefir þrjá fundi og eina samkomu í apríl- mánuði. Ekki er okkur kunnugt veðráttufar í apríl 1905, en oft viðrar illa í þeim mánuði, og enn er kvartað um slæmar brautir, þrátt fyrir alla okkar mölbornu vegi. Fimm af stofnendum félagsins eru ennþá á lífi, eru þær: Solveig Bjarnason, sem nú dvelur á Betel, Mrs. Margrét Preece, búsett í Alberta, Kristveig Jóhannesson, Sesselja Oddson og Guðrún Borg- fjörð. Okkur er það mikið gleðiefni að hér með okkur í dag eru þrjár af stofnendum félagsins. Sérstaklega langar mig að nefna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Árdís

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.