Árdís - 01.01.1956, Qupperneq 29
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
27
Guðrún Eggertsdóttir (Mrs. Jón M. Borgfjörð)
Sigríður Jónsdóttir (Mrs. Sig. Sigurðsson, Hofi)
Jóhanna Jónsdóttir (Mrs. Sveinn Sveinsson)
Sesselja Tryggvadóttir (Mrs. G. G. Guðmundsson)
Kristveig Metúsalemsdóttir (Mrs. Valdi Jóhannesson).
Á þessum fundi var fimm konum falið að semja uppkast að
lögum fyrir félagið, þeim: Hólmfríði Ingaldson, Solveigu Bjarnason,
Sesselju Guðmundsson, Vilborgu Jónsson og Elízabetu Hall-
grímsson.
Annar fundur var boðaður 20. s. m. Á þessum fundi var upp-
kast laganna lesið og samþykt. Þá var kosið í fyrstu stjórn félagsins:
Hólmfríður Ingaldson, forseti, Solveig Bjarnason, féhirðir, og Krist-
veig Metúsalemsdóttir, skrifari.
Fyrsta lagagrein félagsins hljóðar þannig:
„Tilgangur félagsskapar þessa er að styrkja söfnuð þennan og
önnur kristileg fyrirtæki eftir megni.“ Og enn önnur: „Byrja skal
hvern fund með því að lesa Biblíukafla eða bæn og með því að
syngja sálm. Slíta skal fundi með því að lesa sameiginlega Faðir
vor.“ Þessar tvær lagagreinar eru gildandi enn þann dag í dag.
Þriðji fundur félagsins var boðaður 30. sama mánaðar, meðlimir
þá 24. Sá fundur var haldinn í því skyni að ráðstafa peningum, arði
af skemtisamkomu, að upphæð $63.65.
Á fyrstu árum mun það hafa verið til siðs að félagskonur
gáfu efni til veitinga fyrir samkomur, en ein eða tvær félagskonur
bökuðu allt brauð og höfðu umsjón með öllum veitingum. Fyrir
þessa fyrstu samkomu lögðu félagskonur inn í verzlun Tryggva
Ingaldsonar $11.17 virði í eggjum og smjöri, og Tryggvi gaf hálfan
sekk af hveiti, en Hólmfríður kona hans bakaði. Féll það oftast í
hlut þeirra mæðgna Hólmfríðar og Sesselju Guðmundsson að sjá
um veitingar meðan þessi siður hélst. Má af þessu sjá að þetta
nýstofnaða kvenfélag hefir þrjá fundi og eina samkomu í apríl-
mánuði. Ekki er okkur kunnugt veðráttufar í apríl 1905, en oft
viðrar illa í þeim mánuði, og enn er kvartað um slæmar brautir,
þrátt fyrir alla okkar mölbornu vegi.
Fimm af stofnendum félagsins eru ennþá á lífi, eru þær: Solveig
Bjarnason, sem nú dvelur á Betel, Mrs. Margrét Preece, búsett í
Alberta, Kristveig Jóhannesson, Sesselja Oddson og Guðrún Borg-
fjörð. Okkur er það mikið gleðiefni að hér með okkur í dag eru
þrjár af stofnendum félagsins. Sérstaklega langar mig að nefna