Árroði - 01.04.1947, Page 8

Árroði - 01.04.1947, Page 8
þroskaðri menn á sviði stjórnmála heldur en kommúnistar. Sannar það bezt þroska þeirra (þ. e. íhaldsins), hve kænir þeir eru að draga dulu yfir sinni innri vilja í ræðum og riti; það kunna kommúnistar aftur verr. Eg minnist þess frá einum stjórnmálafundi fyrir síðastliðnar kosningar, að kommúnisti einn, úr ungfylkingu þeirra sagði að byggja mætti 500 íbúðir á ári fram yfir það, sem í framkvæmd var, þegar vinnuafl í landinu var að fullu nýtt. Tillögur hliðstæðar þessari má daglega heyra úr Stalingrad vígstöðvum þeirra kommúnista og eru glöggt dæmi um, hve traustur grundvöllur er fyrir málflutn- ingi þeirra. Bylting og aftur bylting eru hróp þeirra, já og jafnvel blóðug bylting, ef ekki vill betur. Persónulegar svívirðingar og götu- strákahróp en forðast sannleiksgrundvöll málefnanna. „Utilokum þessa og þessa stétt — þar eru kúgarar, föðurlandssvikarar“. Þannig er það, lesari góður, annars vegar öfgar úr hófi fram, en á hinum staðnum er reynt að blekkja þig með fögrum loforðum. En hver er sá flokkur, sem sameinar það, að raunhæfni og þjóðarhagsmunir renni saman og góð afkoma hvers einasta þjóðfélagsþegns sé tryggð. Því er fljótsvarað. Það er stefna jafnaðarmanna, lýðræðis — sócialisminn, sem tryggir þetta allt, en því aðeins, að hún fái það mikið fylgi, að hún hafi yfirtökin. Þá getur hún sýnt sanngirnis og mannúðargrund- völl þann, sem stefnan er byggð á. Það er Alþýðuflokkurinn, sem á upphafið að því, að verkamaðurinn hefur í dag rétt- indi til þess að lifa, ef svo mætti að orði komast, því fyrir baráttutímabil Alþýðu- flokksins er óhætt að segja, að hverri vinn- andi hönd væru allar bjargir vannaðar. Vökulögin á togurunum eru fyrir atbeina verkalýðsforingjans Jóns Baldvinssonar, sem jafnframt var formaður Alþýðuflokksins. Al- þýðuflokksþingmenn vöktu fyrstir manna máls á lögunum urn Almannatryggingar. Þetta eru aðeins tvö atriði úr því helzta, sem Alþýðuflokkurinn eða jafnaðarmenn á Islandi hafa beitt sér fyrir. Fyrir utan þau hlunnindi, sem hlotizt hafa af þessum fram- kvæmdum Alþýðuflokksins, er hér um svo mikla menningu, samfara framkvæmdum þessum að ræða, að við getum fullkomlega horfst í augu við aðrar menningarþjóðir. Þessu hefur Alþýðuflokkurinn áorkað þrátt fyrir harða baráttu andstæðingaflokkanna, sem hafa margfalt fleiri þingmenn á þingi. Þessvegna eru þessir sigrar glæsilegir. Þannig og hliðstætt vinna jafnaðarmenn um heim allann. Þar af kemur hið mikla fylgi, sem jafnaðarstefnan hlýtur nú í ná- grannalöndunum og vonir standa til, að fylgisaukning þessi fari vaxandi. Fylgisaukn- ings jafnaðarmanna við síðustu kosningar á Islandi er táknrænt dæmi. Niðurstöður þeirra kosninga sýndu langmesta fylgisaukningu hjá Alþýðuflokknum. Þannig þarf það að halda áfram, þar til sól sigurdags Jafnaðarstefn- unnar nær að skína yfir landið. Við getum ekki barið höfðinu við stein- inn og sagt sem svo, að flokkur, eins og t. d. Sjálfstæðisflokkurinn, geti nokkurntíma unn- ið fyrir meirihluta fólksins í landinu, þ. e. verkalýðinn. Þó að samtíðin neyði hann til að gera það í einhverjum smáatriðum nú, verður hin dökka dula dregin frá strax og nógu mikið fylgi þykir tryggt orðið. Sama er að segja með kommunistana, þeir eyði- leggja tillögur okkar með öfgum og mold- ryki, sem þeir þyrla utan um þær án tilrauna til réttra og raunhæfra leiða. Jafnrétti frelsi og bræðralag er kjörorð jafnaðarstefnunnar. A þeim grundvelli byggir Alþýðuflokkurinn stefnumál sín og fram- kvæmdir. Ef þú villt framkvæmd þessara 8 ÁRROÐI

x

Árroði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árroði
https://timarit.is/publication/758

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.