Morgunblaðið - 14.02.2009, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 14.02.2009, Qupperneq 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2009 40 - 80% afsláttur Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is FULLT var út úr dyrum á útboðs- þingi á Grand Hótel í gær. Meiri mæting var þar frá verktökum en gert var ráð fyrir. Ljóst er að allir vildu kynna sér hvað er í boði á árinu, enda fátt um fína drætti. Má búast við að hart verði slegist um verkin í tilboðsgerðinni. Þingið er haldið af Samtökum iðnaðarins, Fé- lagi vinnuvélaeigenda og Mannvirki, félagi verktaka. Segja má að á þinginu hafi í heild- ina verið farið yfir yfirstandandi og væntanlegar verkframkvæmdir á þessu ári, sem nema kostnaði upp á um 58 milljarða króna. Í fyrra var þessi upphæð áætluð 130 milljarðar í upphafi árs og samdrátturinn því gríðarlegur. Af þessum 58 millj- örðum á líklega enn eftir að bjóða út framkvæmdir fyrir á bilinu 40-44 milljarða króna. Óskar Bergsson, formaður borg- arráðs Reykjavíkur, upplýsti að borgin muni verja tæpum 11 millj- örðum króna í framkvæmdir. Þar af rúmum sjö milljörðum í stofn- framkvæmdir en tæpum fjórum í viðhald eigna. Hann sagði að reynt væri að hafa framkvæmdir mann- aflsfrekar og sýndi fram á að við stofnframkvæmdir fari um 70% af kostnaðinum í innlent byggingarefni og laun fyrir vinnu. Svo eitthvað sé nefnt af því sem farið var yfir á þinginu, þá verður 55% samdráttur í fjárfestingum Orkuveitu Reykjavíkur á þessu ári frá því síðasta. Fjárfest verður fyrir 12,7 milljarða, þar af fyrir 7,8 millj- arða í nýjar virkjanir og rannsóknir. Vegagerðin mun setja um 11 millj- arða í viðhaldsframkvæmdir og tæp- an 21 milljarð í stofnkostnað á árinu, þar af 14,5 milljarða í verk sem þeg- ar eru komin í gang og sex milljarða í verk sem á eftir að bjóða út. Á veg- um Framkvæmdasýslu ríkisins verður unnið fyrir 4,1 milljarð á árinu, en mörg verkefni þar eru lítil að vöxtum. Þar eru því verkefni fyrir um tvo milljarða í boði, sem nema minna en tíu milljónum hvert og eru því ekki útboðsskyld. Þar er því eftir einhverju að slægjast fyrir marga minni verktaka. 58 milljarðar í verkin Enn á eftir að bjóða út opinberar fram- kvæmdir fyrir 40-44 milljarða á árinu Morgunblaðið/Sverrir Malbikun Mannaflsfrek vinna. ALLS voru rúm- lega 24,6 millj- arðar króna í seðlum og mynt í umferð um síð- ustu mán- aðamót. Það er því ljóst að 4,3 milljarðar hafa skilað sér aftur til Seðlabankans eftir bankahrun- ið, en í október nam fjárhæðin 28,950 milljörðum króna og hafði aukist um 12,9 milljarða milli mánaðamótanna september og október, eða um rúm áttatíu pró- sent. Tryggvi Pálsson, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Seðla- bankans, segir að þetta mikla seðlamagn í umferð sé merki um óróa. „Eins og tölurnar sýna hefur þó verið að koma smám saman meira inn til Seðlabankans.“ Tryggvi segir magn peningaseðla landsmanna í umferð ekki áhyggjuefni nema þeir séu óvar- lega geymdir. „Segja má að þetta séu afar hagstæð viðskipti fyrir ríkið. Seðlarnir bera jú enga vexti.“ Vaxtalaust fé skili sér í betri afkomu Seðlabankans. „Þetta er hinn svonefndi mynt- sláttuhagnaður,“ útskýrir Tryggvi og bendir á að fyrir hvert prósent sem fólk verði af í verðbótum og vöxtum af tíu milljörðum hærri seðlaeign missi það 100 milljónir króna á ári. gag@mbl.is Milljarðar af götunni AÐ SÖGN Einars Sigurðssonar, for- stjóra Árvakurs, lá fyrir að sam- keppnisyfirvöld myndu með ströng- um skilyrðum heimila samvinnu á sviði prentunar og dreifingar sem myndi skapa báðum útgáfufyr- irtækjunum færi á verulegri hag- ræðingu. „Hluti af þeim skilmálum hentaði ekki 365, eins og sakir standa, og því náðist ekki niðurstaða í málinu. Við teljum hins vegar, að vilji sé fyrir því af hálfu samkeppn- isyfirvalda að taka málið upp að nýju ef forsendur breytast.“ Aðspurður segist Einar ekki reikna með að niðurstöðu Sam- keppniseftirlitsins verði áfrýjað. Þá telur hann ekki, að niðurstaða Sam- keppniseftirlitsins hafi áhrif á sölu- ferli Árvakurs, sem nú er á lokastigi, þar sem lengi hafi legið fyrir að þetta kynni að verða niðurstaðan. Ekki áhrif á söluferlið ÞAÐ hefur farið meira fyrir mótmælum og ósætti en kærleika og friði á Austurvelli undanfarið. Þeir komu þó fullir af hlýhug krakkarnir úr Frístund í Háteigs- skóla sem hér sjást afhenda Valgerði Sverrisdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, hjarta. Krakkarnir bjuggu til 63 hjörtu sem þau ætla þingmönnum þjóð- arinnar. Hjörtunum er ætlað að minna á kærleikann og Kærleikana sem haldnir verða á Austurvelli kl. 18 í dag og eru þáttur í Vetrarhátíð sem sett var í gær. annaei@mbl.is Kærleikar á Austurvelli Morgunblaðið/Heiddi Hlýjar kveðjur í þinghúsið SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ ógilti í gær samruna Árvakurs hf., Frétta- blaðsins ehf. og Pósthússins ehf. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins segir að af samruna hefði leitt að Morgunblaðið, Fréttablaðið ehf., Landsprent ehf. (prentsmiðja Ár- vakurs) og Pósthúsið ehf. (sem nú annast dreifingu Fréttablaðsins) hefðu verið í eigu eins og sama aðila, þ.e. Árvakurs. Þá hefðu 365 miðlar ehf. ennfrem- ur komið inn í hluthafahóp Árvakurs sem stærsti hluthafinn með ríflega þriðjungs hlut. „Það er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að samrun- inn hefði falið í sér mjög alvarlegar samkeppnishömlur á mörkuðunum fyrir útgáfu dagblaða, auglýsingar í dagblöðum, dreifingu dagblaða og prentun dagblaða,“ segir m.a. í fréttatilkynningu frá eftirlitinu. Samrunaaðilum var sent andmælaskjal í upphafi desember sl. Í framhaldinu óskuðu félögin eftir viðræðum um hvort unnt væri að heimila samrunann með skilyrðum í stað þess að ógilda hann. Samkeppn- iseftirlitið var reiðubúið að taka til skoðunar hvort unnt væri að heimila með skilyrðum samruna og samstarf í dagblaðaprentun og dagblaðadreif- ingu. „Hugmyndir samrunaaðila byggðu á því að Fréttablaðið, ásamt Morgunblaðinu, yrði prentað hjá Landsprenti, sem áfram yrði í eigu Árvakurs. 365 miðlar ehf. myndu hins vegar ekki eignast hlut í Ár- vakri. Dagblaðadreifing yrði á vett- vangi Pósthússins ehf. sem yrði í sameiginlegri eigu Árvakurs og 365 miðla efh. […] Viðræðum félaganna og Samkeppniseftirlitsins lauk án þess að sátt næðist um skilyrðin. Var annað félagið ekki tilbúið að fallast á skilyrði sem voru nauðsynleg til þess að afstýra samkeppnishömlum.“ silja@mbl.is Samruni Árvakurs og Fréttablaðsins ógiltur Hefði falið í sér mjög alvarlegar samkeppnishömlur STEINGRÍMUR J. Sigfússon fjár- málaráðherra lagði fram frumvarp til laga um afnám laga um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingis- manna og hæstaréttardómara á ríkisstjórnarfundi í morgun. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvað felist í frumvarpinu. Alþingi samþykkti 22. desember sl. breytingar á eftirlaunalögum frá árinu 2003 en þau hafa valdið mikl- um deilum í samfélaginu. Þrátt fyrir að þingmenn hafi al- mennt lýst yfir ánægju með frum- varpið vildi stjórnarandstaðan, á þeim tíma, hins vegar ganga lengra og láta æðstu ráðamenn greiða í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Eftirlauna- lögin verði aflögð 76% fullorðinna fóru ein í einkabíl til vinnu eða skóla í nóvember og desember 2008 og 66% grunn- skólabarna gengu í skólann sinn. Þetta kemur fram í könnun Um- hverfis- og samgöngusviðs á ferða- venjum. Í könnuninni var spurt með hvaða hætti fólk ferðast að jafnaði til vinnu eða skóla á morgnana. Í ljós kom að 76% fóru ein í einka- bíl, 7% fóru gangandi til vinnu eða skóla, 6% með strætó, 2% á reið- hjóli, 8% sem farþegar í bifreið og 2% með öðrum hætti. Sama spurning var lögð fyrir ár- ið 2006 og þá reyndust 73% svar- enda fara ein í einkabíl til vinnu eða skóla. Einnig var spurt í könnuninni hvernig barnið hefði farið í skól- ann. Fóru 66% barna fótgangandi í skólann, 31% í einkabíl, 5% á hjóli, 4% með strætó og tæplega 1% með öðrum hætti. annaei@mbl.is Fjöldi einfara í umferðinni Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.