Morgunblaðið - 14.02.2009, Side 9

Morgunblaðið - 14.02.2009, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2009 SAMNINGSNEFND AFLs starfs- greinafélags segir í ályktun að forsendur kjarasamninga frá febr- úar 2008 séu brostnar og krefst þess að staðið verði við ákvæði kjarasamninga er varða launa- hækkanir 1. mars nk. Telji Sam- tök atvinnulífsins fyrirtækin ekki getað staðið við þann hluta er eðli- legt að þau segi samningunum lausum. „Komi til þess að forsendunefnd telji að unnt sé að ná sam- komulagi, sem telja má til hags- bóta í ljósi þungra aðstæðna í efnahagslífi, en stenst þó ekki lág- markskjör gildandi samninga, hvetur samningsnefnd AFLs til þess að frágangi slíks sam- komulags verði vísað til samninga- nefnda landssambanda ASÍ þannig að unnt sé að láta fara fram all- herjaratkvæðagreiðslu innan hvers sambands,“ segir í ályktun. Staðið verði við kjarasamninga Mánudaginn nk. ætlar Reykjavík- urráð ungmenna að halda borg- arafund fyrir ungmenni á Kaffi Hljómalind, Laugavegi 23. Fund- urinn hefst kl. 18 og stendur til 21. „Þarna kemur saman hluti af fram- tíð íslensks samfélags og ræðir ástandið í landinu,“ segir í tilkynn- ingu. Borgarafundur ungmenna BORGARRÁÐ samþykkti í fyrra- dag að úthluta 5 lóðum fyrir ein- býlishús við Reynisvatnsás. Nýjum reglum um lóðaúthlutun er ætlað að koma til móts við lóðarhafa og auðvelda þeim að halda lóðum sín- um. Breytingarnar fela m.a. í sér að lóðahafar fá tveggja ára framleng- ingu á framkvæmdafrestun og möguleika á lengingu lánstíma. Morgunblaðið/Ómar Lóðum úthlutað AFA – Aðstandendafélag aldraða og Ellimálaráð Reykjavík- urprófastdæma halda fræðsluþing um þjónustu við aldraða, í Bústaða- kirkju þriðjudaginn 17. febrúar kl. 13-16.30. Erindi flytja Pálmi Matthíasson, Sigríður Sigurðardóttir deilda- stjóri, Hlíf Guðmundsdóttir sér- fræðingur, Ingibjörg Hjaltadóttir, sviðstjóri og lektor, Margrét Gúst- afsdóttir dósent, Dagmar Huld Matthíasdóttir hjúkrunarforstjóri og Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir. Morgunblaðið/Golli Fræðslufundur um þjónustu við aldraða SÚ HEFÐ hefur skapast hjá Kvenréttindafélagi Íslands að veita konum viðurkenningu sem veljast til starfa á þeim vettvangi þar sem einungis karlar hafa gegnt forystu áður. Fyrir stuttu tók Jóhanna Sigurðardóttir við embætti forsætisráherra og af því tilefni færðu fulltrúar Kvenréttinda- félags Íslands henni blómvönd í viðurkenningarskyni sl. fimmtudag. Að mati stjórnar Kvenréttindafélags Íslands hefur mikilvægum áfanga verið náð í jafnréttisbaráttunni á Íslandi með vali á Jóhönnu Sigðurðardóttur í forystu ríkisstjórnar Íslands sem skapi auk þess gott fordæmi. Við afhend- ingu viðurkenningarinnar lýsti formaður Kvenréttindafélagsins, Margrét K. Sverrisdóttir, einnig ánægju sinni yfir því að í fyrsta sinn væru kynja- hlutföllin jöfn í ríkisstjórn Íslands. Að lokum hlaut Jóhanna bestu óskir um velfarnað í starfi. Enn eitt karlavígið fallið Örvar Már í framboði Ekki var farið rétt með nafn Örvars Más Marteinssonar sem tilkynnt hefur framboð fyrir Sjálfstæð- isflokkinn í NV-kjördæmi. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Náttúrulegt val í stað náttúruvals Rangt var haft eftir Arnari Páls- syni, dósent í erfða- og þróun- arfræði við HÍ, í grein um Charles Darwin í síðasta fimmtudagsblaði. Talað var um eina meginkenningu Darwins sem náttúruval en Arnar leggur áherslu á að nota orða- sambandið náttúrulegt val þar sem það gefi til kynna að um ferli sé að ræða. LEIÐRÉTT @mbl.is Lagersala • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 Rýmum fyrir nýrri vorvöru www.gisting.dk/gisting.html sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer) Ódýr gisting í Kaupmannahöfn Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200 Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið í Bæjarlind laugardag 10-16. Flottar gallabuxur Snið: beinar, þröngar og boot-leg. Str. 36-56 Orðsending til skilanefnda og lögmanna. Önnumst fjármálaþýðingar · Afar snör handtök. Tilboð í öll verkefni · bafþýðingaþjónusta.is. PIPAR OG SALT Klapparstíg 44 • Sími 562 3614 ÚTSÖLU lýkur í dag Enn meiri afsláttur Sérverslun með GLÆSIBÆ S: 553 7060 ÚTSALA SÍÐUSTU DAGAR ÚTSALA SÍÐUSTU DAGAR Hawa Junior 80 eru glæsilegar rennibrautir fyrir 8-10-12 mm hert gler eða timburhurðir. Útvegum hert gler eftir máli. Járn & Gler hf. - Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin. - 104 Reykjavík S: 58 58 900. www.jarngler.is Laugavegi 63 • S: 551 4422 NÚ LJÚKUM VIÐ ÚTSÖLUNNI 50-70% AFSLÁTTUR Á FRÁBÆRUM VETRARFATNAÐI Valintínusar- dagurinn 20% afsláttur í tilefni dagsins Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 HREIN SNILLD Drjúgt, fjölhæft og þægilegt... Gott á: gler plast teppi flísar stein ryðfrítt stál fatnað áklæði tölvuskjái omfl. ATH. frábært á rauðvínsbletti og tússtöflur S. 544 5466 • www.kemi.is • kemi@kemi.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.