Morgunblaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is 41 PRÓSENT starfsmanna banka og sparisjóða hafði fimm ára starfs- reynslu eða minna. 21% hafði unnið þar í tvö ár eða minna. Karlar voru að jafnaði með 41% hærri laun innan bankastofnananna en konur í fullu starfi miðað við heildarlaun á hverja unna klukkustund. Launamunurinn var þó ekki svona gífurlegur þegar horft er til mennt- unar, starfsaldurs og starfsstéttar því þá reyndist hann á bilinu 12,2% til 16,6%. Þetta má sjá í kjarakönnun sem Capacent vann fyrir Samtök starfs- manna fjármálastofnanna og gefin var út í maí í fyrra en rataði ekki í fjölmiðla. „Stéttin hafði verið 75-80 prósent konum í vil. Svo allt í einu undir það síðasta var kynjahlutfallið farið að nálgast 60/40, þar sem nær allir þeir sérfræðingar sem ráðnir voru inn í banka voru ungir karlmenn. Þeir gátu margir hverjir selt sig dýrt, þó að flestir hafi ekki verið á of- urlaunum,“ segir Friðbert Trausta- son, framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Ungt fólk í fyrirrúmi 4,5% karlkyns starfsmanna banka og sparisjóða voru á aldrinum 18-24 ára. Fjórðungur karlkyns starfs- manna var eldri en 45 ára en 43,6% kvenna voru yfir þeim aldri innan bankakerfisins. „Heildarfjöldi félagsmanna árið 2004 var 3.942 en 4.299 árið 2005. Allt í einu í árslok 2007 voru fé- lagsmenn orðnir 5.300. Þessi 1.000 manna fjölgun var meðal sérfræð- inga. Þetta var mjög vel menntað fólk; hagfræði- og viðskipta- menntað. Margt var með meist- arapróf, jafnvel doktorspróf. Margir verkfræðingar, stærðfræðingar og eðlisfræðingar voru einnig ráðnir til bankanna. Þetta fólk var á aldrinum 25-35 ára.“ Eldri starfsmenn farnir annað Friðbert segir það ekkert laun- ungarmál að þeir sem ráku gömlu viðskiptabankana í því umhverfi sem þá var voru farnir út úr bönkunum sem breyttust í fjárfestingabanka. „Svo gott sem enginn þeirra sem ráku gömlu viðskiptabankana upp úr 2000 var eftir við stjórnvölinn,“ segir Friðbert, en nefnir þó Bjarna Ármannsson, fyrrverandi banka- stjóra Glitnis, þar til á vormánuðum 2007 og Sigurjón Árnason, banka- stjóra Landsbankans, þar til við fall hans. Þó megi segja að Bjarni hafi komið úr umhverfi fjárfestingabank- ans. „Í bönkunum voru því miklu fleiri fjárfestingabankamenn,“ segir hann en ítrekar að það hafi ekki ver- ið séríslensk þróun heldur alþjóðleg. „Allt varð fljótandi í peningum í heiminum. Peningum sem voru aldr- ei til heldur búnir til. Um leið og peningarnir hættu að skila sér fór snjóboltinn að rúlla.“ Verðmatið hér heima hafi breyst sem og hugs- unarhátturinn um hvað væri veð- hæft og hvað ekki. Menn hafi gengið langt í að lána út á veltu og við- skiptavild. „Segja má að gömlu bankastjórarnir hafi passað betur upp á þennan þátt.“ Banka- starfsemin hafi því goldið fyrir breytta bankastefnu, úr við- skiptabönkum í fjárfestingabanka, og því hve óvarlega var farið við að lána út úr þeim. Og reynsluleysið hafði áhrif. „Það er ljóst að þeir sem stjórnuðu mikilvægum þáttum inn- an bankanna, allt frá æðstu stjórn- endum og þeirra sérfræðinga sem næst þeim stóðu, voru að mestu mjög ungir karlmenn. Það segir sig sjálft að það getur ekki verið að þeir hafi búið yfir mikilli reynslu af bankastarfsemi, sérstaklega hvað varðar viðskiptabankahlutann. Þeir voru þó örugglega mjög vel skólaðir út úr háskólum,“ segir Friðbert. „Ég er sannfærður um að með gömlu viðskiptabankastjórunum tapaðist mikil reynsla.“ 27% með innan við 300 þúsund Meðaltal launagreiðslna til starfs- manna bankanna þriggja sem nú eru ríkisbankar, byggt á launum og launatengdum gjöldum, náði tíu til rétt rúmlega fjórtán milljónum króna í fyrra. Þetta má reikna út úr svari fjármálaráðherra við fyr- irspurn á Alþingi. Í launakönnuninni má hins vegar sjá að mikill meirihluti starfsmanna hafði ekki svo há laun í bönkum og sparisjóðum. Einungis rúm 29 pró- sent starfsmannanna höfðu yfir hálfa milljón króna í mánaðarlaun þegar litið er á launin án kaupauka. Tíu prósent starfsmanna voru undir 249 þúsund krónum á mánuði. Tæp 17% fengu heildarlaun frá 250-299 þúsundum króna á mánuði. „Innan við 5% bankastarfsmanna voru á ofurlaunum,“ segir Friðbert. Þau laun hafi híft meðallauna- greiðslurnar gífurlega upp, eins og sjá má hér í fylgifréttinni. Alls var úrtak könnunarinnar samtakanna 4.900 manns. Svarhlut- fallið var 60,3%. Ungir og reynslulitlir  41% starfsmanna banka og sparisjóða hafði unnið í fimm ár eða minna  Körlum fjölgaði hratt innan bankanna og höfðu 41% hærri heildarlaun en konurnar                  !  "    " #   $    ! "# $ %! & ' &  ( )' * + ,-" " +  #+ # # # + .   /     /       $ %! & ' &  ( )'    # 0 1 2   3# 0 3  0 3+ 0 3 0 3+ 0 . 0  /%!&/  /'(!)/  / *!&/ / (!&/  / !+/  /'(!,/  / (!%/   % 3 ' 4 % MUNDU að ég er enn á lífi! er yf- irskrift erindis sem Kristín Sól- veig Bjarnadótt- ir, hjúkr- unarfræðingur í Heimahlynningu á Akureyri, flyt- ur í Eirbergi nk. mánudag, 16. febrúar, kl. 12.10. Í erindinu fjallar Kristín um reynslu fólks af því að lifa með ólæknandi, lífsógnandi sjúkdóm og hvað hafi jákvæð og neikvæð áhrif á lífs- gæðin. Kristín mun í erindi sínu m.a. kynna hugmyndir um embætti umboðsmanns hinna deyjandi sem hefði það að markmiði að standa vörð um réttindi og hagsmunamál þessa viðkvæma hóps fólks. Mundu að ég er enn á lífi FÉLAG íslenskra stórkaupmanna (FÍS) hefur viðurkennt að innan fé- lagsins hafi farið fram umræður um verðlagsmál aðildarfélaga sem starfa á sviði matvöru. Umræð- urnar hafi verið bæði á vettvangi stjórnar félagsins og innan mat- vöruhóps FÍS og að þær hafi gengið lengra en samkeppnislög leyfa. Eins hafi fyrrverandi fram- kvæmdastjóri FÍS rætt um hækk- unarþörf á opinberum vettvangi. Hefur FÍS fallist á að greiða eina milljón króna í stjórnvaldssekt. FÍS hefur fallist á að tryggja að innan vébanda þess verði ekki „fjallað um eða miðlað upplýs- ingum um verð, verðþróun, við- skiptakjör og önnur viðkvæm við- skiptaleg eða samkeppnisleg málefni með þeim hætti sem dregið getur úr viðskiptalegu sjálfstæði fé- lagsmanna og raskað samkeppni,“ segir í ákvörðunarorði Samkeppn- iseftirlitsins. FÍS greiðir milljón í sekt ÞAÐ vekur furðu stjórnar Slysa- varnafélagsins Landsbjargar að stjórnvöld hafi í hyggju að skera niður rekstrarfé Landhelgisgæsl- unnar sem hefur í gegnum tíðina reynst ómetanleg sæfarendum, íbú- um landsbyggðarinnar og ferða- mönnum og komið mörgum til bjargar. „Þeirri áskorun er því beint til stjórnvalda að endurskoða ákvörð- un sína til að tryggja sem best það viðbragð sem þörf er á við leit og björgun,“ segir í ályktun. Gæslan bjarg- að mörgum SAMNINGAVIÐRÆÐUR eru langt komnar milli Vegagerðarinnar og verktaka við Héðins- fjarðargöng um verðbætur vegna gengishruns krónunnar. Aðalverktakinn, tékkneska fyrir- tækið Metrostav, fór fram á bæturnar en sam- ið var um verkið í íslenskum krónum. Ýmsir stórir verkþættir eru hins vegar innfluttir, einkum þeir er snúa að sprengingum, og starfsmenn eru flestir erlendir. Háfell er í samstarfi við Metrostav um verk- ið. Af um 110 starfsmönnum við göngin koma um 30 manns frá Háfelli. Jóhann Gunnar Stef- ánsson, framkvæmdastjóri Háfells, segist vera bjartsýnn á að það takist að semja við Vega- gerðina. Bætur muni þó einskorðast við sér- hæfða vinnu í tengslum við gangagerðina. „Menn eru orðnir sammála um hvert vanda- málið er og hvernig við nálgumst það. Við höf- um kastað á milli nokkrum boltum og ég er bjartsýnn á að við lendum þessu.“ Jóhann Gunnar segir framkvæmdir vera í fullum gangi, ekki hafi verið hægt á þeim þrátt fyrir þessar viðræður við Vegagerðina. Eftir er að sprengja tæpa 500 metra leið milli Héðins- fjarðar og Ólafsfjarðar og reiknað er með að það takist að „slá í gegn“ í aprílmánuði. Af heildarverkinu eru aðeins um 4% eftir og sam- kvæmt sérstöku samkomulagi við Vegagerðina eiga verklok að vera í sumar. Er framkvæmdin komin um sex mánuði á eftir áætlun en verk- takarnir hafa m.a. glímt við mikinn vatnsleka í göngunum Ólafsfjarðarmegin. Þar hafa streymt út um 500 sekúndulítrar af jökulköldu og tæru bergvatni. bjb@mbl.is Slegið í gegn í apríl  Samningar verktaka við Héðinsfjarðargöng um verðbætur langt á veg komnar  Aðeins um 500 metrar eftir og reiknað með verklokum í sumar Ljósmynd/Háfell Í HNOTSKURN »Alls verða Héðinsfjarðargöng 10,6km löng. Kaflinn milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar er fyrir nokkru tilbú- inn að mestu, 3,7 km langur. Núna er unnið við vegskála og styrkingu á berg- inu. »Frá Héðinsfirði til Ólafsfjarðarverða göngin 6,9 km löng og eftir er að sprengja nærri 500 metra leið. »Verkinu átti að vera lokið sl. hausten samkvæmt nýlegu samkomulagi um verklok eru þau áætluð í júní. Sprengt Aðeins um 500 metrar eru eftir. Innan við fimm prósent starfs- manna bankanna voru á of- urlaunum. Þetta fullyrðir Friðbert Traustason, framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyr- irtækja. „Það voru fyrst og fremst æðstu stjórnendur og ákveðnir að- ilar sem störfuðu á verð- bréfamörkuðum, þá þeir sem tóku að sér fjármál stærri fyrirtækja.“ Í ársreikningi Glitnis fyrir árið 2007 má til dæmis lesa að á milli áranna 2006 og 2007 hafi kostn- aður við hvern starfsmann bank- ans vaxið um 25%. Hins vegar stendur þar á síðu 23 að þennan aukakostnað megi að mestu skýra með breyttri stjórn bankans. Bjarni Ármannsson gekk út með milljarða þegar Lárus Welding tók við sem bankastjóri Glitnis. Lárus fékk 300 milljónir áður en hann hóf störf hjá bankanum. „Launin voru fjarri allri skyn- semi,“ segir Friðbert. „Mér finnst hins vegar eðilegt að menn fái umbun fyrir gott starf. Þeir sem afla tekna langt umfram aðra eiga að fá umbun fyrir það.“ Og þrátt fyrir ofurlaunin hafi bankarnir haft meira út úr viðskiptunum. „Launin eru aðeins örlítil prósenta af því sem bankinn hagnast hverju sinni, miðað við ákveðnar forsendur.“ Þó hafi menn velt því fyrir sér hvort greitt hafi verið út of fljótt. „Þegar tekjurnar voru vissulega komnar í hús hefði átt að greiða launin út.“ Ofurlaunin í bönkunum rötuðu í vasa fárra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.