Morgunblaðið - 14.02.2009, Page 24

Morgunblaðið - 14.02.2009, Page 24
24 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2009 Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is Ég veit ekki alveg hvað þaðer, það er bara eitthvaðsem ég get ekki lýst, enþeir eru einhvern veginn alltaf aðal,“ segir Elísa Dóra Theó- dórsdóttir, nemandi í 8. bekk. Baráttan fyrir jafnrétti kynjanna snýst nú fyrst og fremst um almenna hugarfarsbreytingu, þar sem lög og reglur kveða þegar á um helstu jafn- réttismál, þ.á m. Kvennasamningur Sameinuðu þjóðanna sem á 30 ára af- mæli í ár. Á tali unglinganna í Hörðu- vallaskóla sem blaðamaður mælti sér mót við kom fljótt fram að jafnrétti kynjanna er sjálfsagt mál í þeirra augum og eiginlega tómt mál að tala um, allavega á Íslandi þar sem fullu jafnrétti er þegar náð að þeirra mati. „Stelpurnar eru nú eiginlega alveg jafnklárar, eða bara klárari,“ segir Jón Einar R. Christiansen og skóla- félagar hans taka undir. Þeim finnst að lítill munur sé á strákum og stelp- um að upplagi. Það sé þá kannski helst að strákar séu sterkari, en þau líta svo á að strákur og stelpa geti átt meira sameiginlegt sín á milli en tveir strákar eða tvær stelpur. „Okkur finnst stelpurnar alveg skemmtilegar,“ segir Haukur Krist- insson. Spurð hvort það sé þá ekkert sem megi betur fara í jafnrétt- ismálum á Íslandi nefna þau launa- og atvinnumál sem kannski séu ekki al- veg fullkomin. Forsætisráðherra reddar þessu Stelpurnar gefa samt ekki mikið út á það að lægri laun séu veruleiki sem gæti beðið þeirra. „Það þarf ekkert endilega að vera þannig, konur geta alveg verið með jafnhá laun og karl- ar,“ segir Anna Maggý Grímsdóttir og þegar bent er á að þótt enginn ef- ist um að þær geti það heldur bendi tölfræðin samt til þess að raunveru- leikinn sé annar, þá vefst svarið ekki fyrir þeim: „Það verður örugglega búið að breytast.“ Þannig virðast jafnréttismálin al- veg borðleggjandi fyrir krökkunum sem telja að þetta eigi ekki að vera mikið vandamál. Hvernig er þá t.d. hægt að leysa úr þessu launamisrétti? „Forsætisráðherra gerir það.“ Og tal- andi um forsætisráðherrann segja þau öll að það sé mjög gott mál að kona skuli nú vera í því embætti og stelpurnar eru sammála um að það sé ágætis fordæmi fyrir þær. „Það er fínt að hafa ekki alltaf bara karla,“ segir Álfheiður María Ívarsdóttir. Þegar talið berst að kynbundnu of- beldi og hvers vegna það sé enn til er fátt um svör en þau eru sammála um að þar séu á ferðinni ruglaðir menn. „Það þarf kannski að bæta inn meiri fræðslu um hvernig maður á að passa sig á þessu,“ svarar Anna Maggý spurð hvernig hægt sé að útrýma nauðgunum og öðru ofbeldi. Öll eru þau á þeirri skoðun að það sé sanngjarnast að konur og karlar deili með sér heimilisverkunum, en það sé samt kannski líklegra að konur geri aðeins meira af þeim af því að karlarnir geti verið svolítið latir. Konurnar eru varfærnari „Strákarnir eru alltaf að segja að þeir séu betri en stelpur, en þeir eru það ekkert,“ segir Elísa Dóra. „Ég held að ef konur fengju að ráða gengi örugglega allt miklu betur.“ Þau eru nú ekki öll á þessari skoðun, en þegar bankahrunið berst í tal kemur samt í ljós að þeim finnst reyndar vera smá- munur á kynjunum. „Karlar taka miklu meiri áhættu; ef það hefðu ver- ið fleiri konur hefði þetta kannski ekki orðið svona. Konurnar eru ekki svona þornar.“ Elísa Dóra og Árni Steinn Viggós- son eru líka sammála um að útlitið skipti stelpur miklu meira máli en stráka. „Ef kona færi í viðskiptaferð til útlanda þá myndi hún kannski ekki vera tekin eins alvarlega ef hún liti ekki vel út,“ veltir Árni Steinn fyrir sér og Elísa skýtur því inn í að í sjón- varpsþáttum sé yfirmaðurinn eig- inlega alltaf karl. Þess vegna kunni margir kannski illa við að láta konu skipa sér fyrir. Þau telja líka að stelpur séu óör- uggari með sig en strákar. Það sé t.d. sennilega ástæðan fyrir því að næst- um því bara strákar taka þátt í Gettu betur þótt stelpurnar séu alveg jafn- góðar í náminu. „Þær bara þora það ekki. Stelpur taka því líka illa ef þær tapa, fara kannski að grenja, en strákum er eiginlega alveg sama.“ Stelpurnar eiginlega alveg jafnklárar Morgunblaðið/RAX Jöfn „Karlar voru bara frekir og vildu stjórna,“ segja þau Jón Einar R. Christiansen, Haukur Kristinsson, Álfheiður María Ívarsdóttir og Anna Maggý Grímsdóttir aðspurð hvers vegna ekki hafi alltaf verið jafnrétti milli kynjanna. Kvennasáttmáli Samein- uðu þjóðanna er 30 ára í ár. Blaðamanni lék því forvitni á að vita hvaða afstöðu yngsta kynslóðin hefur til jafnréttis og hvort henni finnst eitt- hvað upp á vanta. „Það er fínt að hafa ekki allta bara karla“ sem forsætisráðherra Ofbeldi gagnvart konum, vægar refsingar í kynferðisbrotamálum og lágt hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum er meðal þeirra atriða sem helst er ábótavant við að ná fram fullu jafnrétti kynjanna á Íslandi, að mati Sameinuðu þjóðanna. Kvennasamningur SÞ á 30 ára afmæli í ár og af því tilefni hefur Jafn- réttisstofa gefið út dagatal sem miðar að því að auka þekkingu og víð- sýni hvað varðar jafnréttismál. Dagatalinu er m.a. dreift í alla skóla landsins og stendur til að fylgja því eftir með fræðslu að sögn Berg- ljótar Þrastardóttur hjá Jafnréttisstofu. Samningurinn um afnám allrar mismununar gegn konum var fullgiltur af Íslands hálfu hinn 18. júlí 1985, en hann var upphaflega settur sem viðbót við aðra samninga Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi, vegna þess að þrátt fyrir þá samninga eru konur enn víða beittar misrétti. Að sögn Bergljótar er haft reglulegt eftirlit með aðildarríkjum Kvennasamn- ingsins og þurfa Íslendingar því eins og aðrar þjóðir að leggja fram skýrslur um árangurinn sem skoðaðar eru í þaula. Fjöldi kvenna á þingi jákvæður „Þetta var gert í New York í júlí í fyrra og þá kom í ljós að það er ým- islegt sem er gott hjá okkur en líka ýmislegt sem er ábótavant,“ segir Bergljót. Nefndin lýsti yfir ánægju sinni með margt, sérstaklega hátt hlutfall kvenna í sveitarstjórnum og á Alþingi. Á hinn bóginn lýsti nefnd- in áhyggjum sínum af því hve vægar refsingar í kynferðisbrotamálum væru á Íslandi og að skortur væri á úrræðum við auknu mansali og misnotkun í tengslum við vændi. M.a. var fundið að því að hér á landi vantaði fórnarlamba- og vitnavernd fyrir fórnarlömb mansals. Lágt hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum, sérstaklega hjá hinu opinbera og í dómskerfinu, er líka gagnrýnivert að mati nefndarinnar, auk þess sem stöðugur launamunur kynjanna, sem mælist að jafnaði 16%, þótti áhyggju- efni. Þótt Ísland standi vel þegar kemur að jafnrétti kynjanna er því enn margt sem þarf að vinna að og bæta. Staðan síst hvað varðar kynbundið ofbeldi Í samfélagi okkar Vestur-Húnvetn- inga við Húnaflóa má segja að hlut- irnir gerist hægt. Við fengum ekki stóran skammt af góðærinu sem gekk yfir landið okkar á liðnum miss- erum, en á sama máta hefur nið- ursveiflan ekki haft þung áhrif á um- hverfi okkar. Óverulegar uppsagnir hafa verið í fyrirtækjum og mannlíf gengur að mestu sinn gang. Fólk hef- ur engu að síður sterkar skoðanir í þjóðmálaumræðunni.    Almenn er sú skoðun að ráðamenn banka og fjármálafyrirtækja, ásamt mörgum stórfyrirtækjum, hafi farið afar ógætilega með fjármuni þá sem þeir hafi fengið frá almenningi. Í fjöl- mörgum tilfellum verður að telja að mikill ásetningur hafi verið um að hlunnfara fólk, með blekkingum og röngum skilaboðum um raunverulega fjármálastöðu landsins og þar með al- mennings á Íslandi. Eflaust má með sterkum rökum kalla sumar athafnir þessara aðila „landráð“ eitthvað sem almennur borgari gat ekki áttað sig á í tíma og hafði því tekið ákvarðanir í fjármálum sínum á röngum for- sendum. Vonandi skapast tækifæri til að ná aftur til landsins hluta af því fjármagni sem ranglega hefur verið haft af íslensku þjóðinni, svo maður tali nú ekki um þjóðarstoltið.    Vissulega hafa blikur verið á lofti hér. Þar má nefna að starfsumhverfi Heil- brigðisstofnunarinnar virðist í upp- námi. Starfsemi hennar er einn af máttarstólpum héraðsins, með rými fyrir um 30 sjúklinga og vistmenn, á sjötta tug starfsmanna, auk víð- tækrar þjónustu við eldri borgara héraðsins. Vona héraðsbúar að ára- tuga langri þjónustu verði ekki fórn- að í sparnaðaraðgerðum stjórnvalda. Við Heilbrigðisstofnunina starfa Hollvinasamtök. Þau hafa á liðnum misserum tekið við verulegum fjár- hæðum í frjálsum framlögum frá vel- unnurum, félögum og einstaklingum, innan héraðs og utan. Þessum fram- lögum er ráðstafað til kaupa á búnaði og tækjum, sem gera stofnunina að mjög vel búinni starfsstöð og stuðla þannig að auknu öryggi héraðsbúa, og eins vegfarenda sem leggja leið sína um vegakerfi héraðsins.    Kaupfélag Vestur-Húnvetninga mun fagna 100 ára afmæli sínu, hinn 20. mars nk. Reimar Marteinsson kaup- félagsstjóri segir rekstur KVH bæri- legan, félagið rekur matvöruverslun, ásamt byggingarvörudeild, vínbúð og pakkhúsi og nái þannig að þjóna hagsmunum héraðsbúa að stærstum hluta í verslun. Auk þess leigir KVH skrifstofuhúsnæði til Fæðing- arorlofssjóðs, þjónar vöruflutningum og einnig á félagið helmingshlut í Sláturhúsi KVH ehf. á móti Kaup- félagi Skagfirðinga. KVH mun minn- ast tímamótanna á afmælisdaginn með veglegu kaffisamsæti á Hvammstanga fyrir alla héraðsbúa, gesti og gangandi.    Þorrablótin eru nú í héraðinu flestar helgar. Þorrablót Miðfirðinga verður í Félagsheimilinu Ásbyrgi á þorra- þræl. Blótað var í Félagsheimili Hvammstanga um liðna helgi, mikið étið og fólk skemmti sér við stórkost- legan annál, sem leikfélagið sér um að venju, með aðstoð sveitarstjórans, Skúla Þórðarsonar. Á borðum var m.a. heimaverkaður hákarl sem mað- ur ársins á Norðvesturlandi, Björn Sigurðsson – Bangsi – hafði verkað af mikilli snilld. Bangsi hafði lánað kunningjum sínum gamla haukalóð og með úldnum sel veiddist hárkarl- inn úti á firði, norður með Vatnsnesi. Var það mál manna að þarna væri best verkaði hákarl sem menn hefðu snætt um langt árabil. Bangsi brosir í kamp og segir „ getur það verið – jú kannski“ HVAMMSTANGI Karl Ásgeir Sigurgeirsson fréttaritari Morgunblaðið/Karl Ásgeir Sigurgeirsson Undir regnboganum Kaupfélag Vestur-Húnvetninga á 100 ára afmæli. úr bæjarlífinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.