Morgunblaðið - 14.02.2009, Side 25
Gísli Stefánsson kjötiðn-
aðarmaður er vinsæll
jarðarfarasöngvari á
Suðurlandi, syngur við
jarðarför á viku allt árið.
Helgi Bjarnason ræddi
við Gísla um ástríðuna
fyrir söngnum og gamlan
draum um heimsfrægð.
Ég er erfiður og þungur efég syng ekki. Með því aðstunda þetta nær maðurbetra sambandi við nátt-
úruna, skynjar umhverfið vel og hug-
urinn verður einhvern veginn skarp-
ari,“ segir Gísli Stefánsson, söngvari
og framkvæmdastjóri kjötvinnslu á
Hellu. Þrátt fyrir hvatningu um að
fara til útlanda til að læra meira og
láta reyna á hæfileikana á stærri
sviðum en hægt er að finna í kirkjum
Suðurlands ákvað hann að setja fjöl-
skylduna og brauðstritið í forgang.
Hann lætur duga að daðra við lista-
gyðjuna með því að syngja við fjölda
jarðarfara um allt Suðurland og víð-
ar og við ýmis önnur tækifæri.
Gísli er fæddur og alinn upp á Sel-
fossi. Kemur úr mikilli söng-
fjölskyldu. Nægir að nefna systur
hans, Kristjönu, sem er þjóðþekkt
djasssöngkona.
Átti ég að hlaupa frá öllu?
„Kristjana fór í söngnám og ég
fylgdist með því. Það dró úr mér að
ég stama og stamaði mikið sem ung-
lingur. Ég tók nokkra söngtíma þeg-
ar ég var í Reykjavík að læra kjötiðn-
ina hjá Sláturfélagi Suðurlands. Það
atvikaðist síðan þannig að ég flutti
með þeim austur, ekki það að ég var
alla tíð ákveðinn í því að flytja aftur
austur fyrir fjall,“ segir Gísli um upp-
haf söngnámsins. Sigurveig Hjalte-
sted óperusöngkona var með söng-
æfingar fyrir nokkra karlmenn fyrir
austan. Gísli taldi sig ekki mega vera
að því að taka þátt í því, ekki fyrr en
um miðjan vetur að einn gekk úr
skaftinu. Sigurveig var hrifin af rödd
Gísla og hætti ekki hvatningunni fyrr
en hann fór í inntökupróf í Söngskól-
anum í Reykjavík. Þar var hann í tvo
vetur, fyrir um áratug, en er ekki
stoltur af því hvað hann sótti tímana
illa.
„Ég var vinnslustjóri hjá Reykja-
garði og hafði umsjón með störfum
þrjátíu manns. Erfitt var að finna
tíma fyrir allt sem þurfti að gera og
kennararnir voru orðnir hálfleiðir á
mér. Áhuginn á söngnum var alltaf
jafnmikill, það var bara erfitt að
finna sér tíma,“ segir Gísli.
Hann fékk mikla hvatningu í
Söngskólanum og segir að þar hafi
þeirri hugsun skotið upp hvort hann
ætti að hætta í vinnunni fyrir austan
og hella sér af alvöru út í sönginn.
„En það var aldrei raunverulegt val.
Ég var í brauðstritinu á fullu, með
fjölskyldu, ungan son og annan á
leiðinni, nýbúinn að kaupa hús. Hvað
átti maður að gera? Skilja konuna
eftir og stökkva út í heim og verða
frægur, eins og maður væri í bíó-
mynd, leikriti eða skáldsögu eftir
Laxness? Það er sjálfsagt hægt að
spóla sig upp í svona hluti en því
fylgja miklar fórnir, listagyðjan
krefst síns tíma. Er það þess virði?
Niðurstaða mín varð sú að ég væri
alveg til í að fylgja listagyðjunni en
eingöngu til að uppfylla mínar eigin
langanir,“ segir Gísli.
Ekki fyrir peningana
Mikið sönglíf er í Rangárvalla-
sýslu. Gísli syngur með Karlakór
Rangæinga og með félögum úr kórn-
um við jarðarfarir og á ýmsum öðr-
um samkomum. Þá syngur hann ein-
söng á eigin vegum við athafnir víða
um Suðurland. Hann segist ekki fara
ótilneyddur vestur fyrir Hellisheiði
en hefur þó sungið við jarðarfarir í
Borgarfirði og Reykhólasveit. „Það
er nóg að gera á Suðurlandi. Ég hef
aldrei beðið um að fá að syngja, þetta
hefur bara þróast svona. Ég geri
þetta heldur ekki fyrir peningana og
syng stundum við jarðarfarir án þess
að taka greiðslu.“
Hann segir að tónlistin gefi sér
mikla lífsfyllingu. „Ég hlusta mikið á
tónlist og hitti píanóleikara reglulega
Jarðarfarasöngvari Gísli Stefánsson er vinsæll jarðarfarasöngvari. Fer í þeim tilgangi um allt Suður-
land og víðar um, þótt hann reyni að losna við að fara vestur yfir Hellisheiði.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
til að syngja þýsk ljóð og óperuaríur.
Maður er alltaf að leita eftir nýrri
ögrun og reyna að gera betur,“ segir
Gísli.
Hann er með barítónrödd og mikla
vídd. Hann syngur annan bassa með
karlakórnum en getur einnig sungið
tenóraríur, ef því er að skipta.
Söngurinn og ekki síst söngnámið
hefur hjálpað Gísla að takast á við
stamið. Hann segir að öndunin skipti
miklu máli við það. Stamið kemur í
sveiflum og stundum er viðkomandi
meðvitaður um það og stundum ekki.
„Þegar maður fer að stama er mik-
ilvægt að ná sér niður, út úr þessum
fasa. Það gerir maður með önd-
uninni. Í söngnum lærir maður dýpri
öndun og að hemja sig og það nýtist á
fleiri sviðum lífsins,“ segir Gísli.
Unnið úr kalkúnakjöti
Söngurinn er áhugamálið hjá Gísla
en hann segist ekki geta stundað
jarðarfarasönginn nema af því að
hann vinnur hjá sjálfum sér. Hann
rekur kjötvinnsluna Sólfugl á Hellu,
með konu sinni Hafdísi Dóru Sigurð-
ardóttur, og getur því skipulagt
vinnu sína þannig að hægt sé að
skreppa frá auk þess sem Hafdís tek-
ur við hans verkum.
„Við erum með litla kjötvinnslu
sem sérhæfir sig í vinnslu á fugla-
kjöti. Við höfum frá upphafi einbeitt
okkur að vinnslu á kalkúnakjöti úr ís-
lensku hráefni. Þessi vara var áður
flutt inn og við erum því eingöngu að
keppa við innflutning,“ segir Gísli.
helgi@mbl.is
Fylgir listagyðjunni á heimaslóð
Hann lætur duga
að daðra við lista-
gyðjuna með því
að syngja við
fjölda jarðarfara
um allt Suðurland
og víðar og við ým-
is önnur tækifæri.
Daglegt líf 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2009
Í BOÐI ER:
Á ENSKU OG DÖNSKU
• Byggingafræði
• Véltæknifræði
• Byggingaiðnfræði
• Markaðshagfræði
• Byggingatæknifræði
Á ENSKU
• Tölvutæknifræði
• Framleiðslutæknifræði
• Útflutningstæknifræði
Á DÖNSKU
• Véltækni
• Landmælingar
• Aðgangsnámskeið
HJÁ VIA UNIVERSITY COLLEGE (VITUS BERING DENMARK)
Í HORSENS BJÓÐUM VIÐ UPP Á MARGVÍSLEGA MENNTUN
Fulltrúar skólans, Eva Þrastardóttir, Johan Eli Ellendersen og Anders Møller
verða á Íslandi (Norræna húsinu) laugardaginn 21. febrúar 2009, frá kl. 11-16.
Áhugasamir geta haft samband í síma 5901400 (Hótel Plaza). Leggið inn
skilaboð og við munum hringja til baka eða hringið beint í Johan í síma
8458715.
VIA UNIVERSITY COLLEGE
CHR. M. ØSTERGAARDS VEJ 4
DK-8700 HORSENS
TEL. +45 8755 4000
FAX: +45 8755 4001
MAIL: TEKMERK@VIAUC.DK
WWW.VIAUC.DK
KYNNINGARDAGUR Í NORRÆNA HÚSINU Í REYKJAVÍK:
NÁM Í
DANMÖRKU
93
3,
02
.0
9.
,m
ar
h
Reinhold Richter skrifar á fésbók eðasnjáldurskjóðu Hrafns Jökulssonar:
„Amma mín Sigurey Júlíusdóttir var alin upp
hjá góðu fólki á Kambi, hún var alla tíð eldrauð
kvenréttindakona. Á Drangsnesi furðuðu
menn sig á að kona alin upp í þokusveit væri
svona staðfastur sósíalisti. Oft heyrði ég ömmu
segja: „Allt er betra en íhaldið.“ Hún hallmælti
aldrei Framsókn og misréttið var Íhaldinu einu
að kenna, brauðstritinu lýsti hún svona:
Þó ég hafi starfið stranga
stundað eins og best ég gat
mega aldrei af mér ganga
áhyggjur um föt og mat.
Afi var framsóknarmaður og keypti Tímann
en amma tók á móti blaðinu sínu með þessum
orðum:
Þarna kemur Þjóðviljinn
það er nú meiri snilldin.
Geislar af honum góðviljinn
gáfurnar og mildin.“
„Smávaxinn menntamálaráðherra vippaði
Gunnari Birgissyni úr sæti sem hann hafði set-
ið í mannsaldur,“ skrifar Hjálmar Frey-
steinsson og yrkir:
Grátinn burtu ganga má
Gunnar bassi.
Sá hafði lengi setið á
sínum rassi.
Þannig veltir þúfa smá
þungu hlassi.
Magnús Geir Guðmundsson las frétt um
„Frið og blóm á Austurvelli“ og orti á bloggið
meðan á mótmælum stóð:
Mótmæli að sönnu með sóma
sýndi nú lýður háróma.
Trega sinn tjáði,
traustu með ráði
í faðmi friðar og blóma!
VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is
Af mildi og
Þjóðvilja
VÍSINDAMENN í Bandaríkjunum telja sig hafa greint
helstu veikleika vírussins sem veldur venjulegu kvefi
og að því sé lyf við þessum kvilla í sjónmáli. Engin með-
öl hafa hingað til dugað gegn þessum vírus (e. rhinov-
irus). Ekki hefur miklum fjármunum verið kostað til
rannsókna á venjulegu kvefi því það gengur yfirleitt
fljótt yfir og veldur sjúklingum litlu tjóni. Því hefur
verið talið ólíklegt að lyfjaeftirlitið samþykki lyf við
kvefi, hafi það einhverjar algengar aukaverkanir.
Nú telja vísindamenn við Wisconsin-háskóla í sam-
vinnu við háskólann í Maryland, sig hafa komist hjá
þessum vandamálum. Hafa þeir afhjúpað kvefvírusinn
og greint hann með aðferðum erfðafræðinnar í öreind-
ir. Þannig hafa þeir komist að því að ákveðnir þættir
vírussins eru sífellt að breytast en aðrir ekki. Með því
að þróa lyf sem verkar á föstu þætti vírussins sé hugs-
anlega hægt að lækna kvef. En vísindamennirnir eru
ekki allir jafn sannfærðir um að þetta verði raunin
enda kostnaður við lyfjaþróun gríðarlegur. Hins vegar
telja þeir að niðurstöðurnar og áframhaldandi rann-
sóknir á lækningu komi astmasjúkum til góða þar sem
vírusinn er talinn valda 50% allra astmakasta.
Morgunblaðið/Ásdís
Lyf Kvef er hvimleitt en yfirleitt ekki hættulegt.
Lækning við
kvefi í sjónmáli?