Morgunblaðið - 14.02.2009, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2009
Einar Sigurðsson.
Ólafur Þ. Stephensen.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Óðagot á ekkivið þegarsett eru ný
lög um Seðlabanka
Íslands. Það er
vitað mál að vinna
þarf hratt á Al-
þingi fram að kosningum, en
það má ekki verða á kostnað
gæða löggjafarinnar. Nú þeg-
ar eru dómstólar farnir að
gera göt í neyðarlögin frá því í
október, sem virðast að mörgu
leyti gölluð. Þingmenn eiga
ekki að hætta á að gera mistök
í flýtinum.
Vinnubrögðin við vinnslu
Seðlabankafrumvarpsins eru
ekki að öllu leyti traustvekj-
andi. Á þingfundi á föstudegi
fyrir rúmri viku stakk Ragn-
heiður Elín Árnadóttir, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins,
upp á því að frumvarpið yrði
sent erlendum aðilum, m.a. Al-
þjóðagjaldeyrissjóðnum, til
umsagnar. Jóhanna Sigurð-
ardóttir forsætisráðherra
svaraði því til að slíkt væri
ekki nauðsynlegt. Þá voru
hennar eigin embættismenn
þegar búnir að senda gjald-
eyrissjóðnum frumvarpið til
umsagnar!
Nú liggur sú umsögn fyrir
(forsætisráðherra vissi reynd-
ar ekki af henni fyrr en um
síðir) og mikilvægt er að skoð-
að verði vel hvort ekki eigi að
fara að þeim ráðum, sem Al-
þjóðagjaldeyrissjóðurinn gef-
ur.
Í gær lá fyrir að
Seðlabanki Evr-
ópu var reiðubúinn
að veita umsögn
um frumvarpið.
Því hafnaði meiri-
hluti stjórnarliðs-
ins og Framsóknarflokksins í
viðskiptanefnd, með þeim rök-
um að ekki væri hefð fyrir því
að leita umsagnar erlendra að-
ila um þingmál.
Hafi það verið hefð, er hún
klárlega úrelt nú þegar stór
hluti löggjafar okkar sprettur
upp úr alþjóðlegu samstarfi og
samningum.
Samfylkingarmenn í við-
skiptanefnd hefðu raunar átt
að hafa forgöngu um að nefnd-
in leitaði umsagnar hjá Seðla-
banka Evrópu (ECB). Þannig
hefði mátt undirbúa hugs-
anlegt samstarf Seðlabanka
Íslands og bankans í Frank-
furt í framtíðinni, þegar Ís-
land kynni að vera orðið aðild-
arríki Evrópusambandsins.
Með því að fá umsögn frá ECB
hefði mátt tryggja að skipulag
og stjórn Seðlabanka Íslands
uppfyllti þær kröfur, sem
gerðar eru til seðlabanka að-
ildarríkjanna í slíku samstarfi.
Og það er raunar enn ekki of
seint.
Það er vissulega mikilvægt
að breyta stjórn Seðlabank-
ans. En það er ekki svo brýnt
að menn eigi ekki að vanda sig
við að setja starfi bankans nýj-
an ramma.
Alþingi á að vanda
sig við að setja
Seðlabankanum
nýjan ramma}
Rólegu lögin
HugmyndirFrancescu af
Habsburg um að
stofna nýtt safn
hér á landi með
samvinnu sinnar
eigin stofnunar um sam-
tímalist og dánarbús Dieters
Roth fela í sér óvenjulegt
sóknarfæri. Það er ekki oft
sem það gerist að erlendir að-
ilar eru tilbúnir til að festa
umtalsverða fjármuni í verk-
efni sem tæpast mun skila
þeim miklu í beinhörðum pen-
ingum. Hvað þá að um sé að
ræða verkefni sem þó getur
verið íslensku samfélagi afar
mikils virði bæði í fjárhags-
legum skilningi og menning-
arlegum.
Verkefnið sem fjallað er um
í Lesbók og á menningar-
síðum Morgunblaðsins í dag,
felur í fyrsta lagi í sér góðar
líkur á því að arfleifð Dieters
Roth, eins virtasta listamanns
seinni tíma, eignist var-
anlegan samastað á Íslandi
þar sem hann átti djúpar ræt-
ur. Það er að sönnu ómet-
anlegt. Í öðru lagi felur það í
sér að verðmætt og þekkt
safn Francescu af Habsburg
sjálfrar verði hér
til sýnis. Í þriðja
lagi að tvær mjög
mikilvægar ís-
lenskar
menningar-
stofnanir, Listaháskólinn og
Nýlistasafnið, verði þátttak-
endur í samstarfi um safnið
sem gæti skapað einstakar
aðstæður við að reyna á og
þróa nýtt safnamódel, eins og
Hans Ulrich Obrist, heims-
þekktur sýningarstjóri, bend-
ir á.
Á tímum þegar ríki og borg
berjast í bökkum við að halda
grunnþjónustu gangandi og
eru lítt aflögufær, felst í verk-
efnum sem byggjast á veru-
legu erlendu fjárframlagi í
samvinnu við fjársveltar ís-
lenskar stofnanir tækifæri
sem erfitt er að hafna. Safn á
borð við þetta myndi ekki ein-
ungis glæða auð og niðurnídd
hús lífi, heldur einnig skapa
töluverðar tekjur bæði af er-
lendum og innlendum gestum.
Nú er um að gera að ríki og
borg sameinist um að skapa
þann samvinnugrundvöll sem
nauðsynlegur er til að verk-
efnið nái fram að ganga.
Ríki og borg þurfa
að sameinast um
samvinnugrundvöll}
Vandfundið erlent fé í boði
S
egðu þjóð þinni að hætta að drepa
hvali,“ sagði hann kuldalega við
mig og var greinilega misboðið.
Þetta var á pósthúsi í litlum, fal-
legum bandarískum bæ, Great
Barrington. Ég var í sakleysi mínu að póst-
leggja bréf heim til Íslands og þessi ókunnugi
maður sá ICELAND skrifað stórum stöfum á
umslagið. Ég var sautján ára skiptinemi árið
1989 og kannski hélt hann að ég mundi þakka
ábendinguna en það var öðru nær. Ég reyndi
að vera kurteis en svaraði að bragði að ef hann
segði sinni eigin þjóð, Bandaríkjunum og CIA,
að hætta að drepa lítil börn í Suður-Ameríku
þá mundi ég skila því heim að honum væri illa
við hvalskurð. Með því kvöddumst við.
Þetta var áður en Ísland varð stuðningsaðili
stríðsins í Írak – þar sem fleiri börn voru drepin en allir
hvalir heimsins – og þetta var líka áður en Íslendingar
eyðilögðu sisvona fegurstu fossaröð Evrópu og gáfu
gróðann til alþjóðlegra auðhringja. Já, þetta var þegar
Ísland var allt annað land en það er í dag. Skynsemin
kennir okkur að greina aðalatriði frá aukaatriðum,
stærri hagsmuni frá minni, og velja þær orrustur sem
öllu máli skipta. Stöndum við í sömu sporum nú og
sautján ára skólastúlka gerði fyrir 20 árum? Eða hefur
kannski eitthvað breyst?
Á næstu árum verður okkar litla samfélag ekki síst að
reiða sig á greinar eins og sjávarútveg og ferðaþjónustu
– skapandi menningu, samstöðu, nýsköpun? Og ekki má
gleyma landbúnaði sem sér okkur fyrir holl-
um, ferskum, góðum mat úr heimabyggð –
fyrir utan náttúrlega mannlífi, landslagi, um-
hverfi, lifandi byggð. Staðreyndin er sú að æ
erfiðara reynist að selja fiskinn okkar í út-
löndum. Viðskiptaaðilar nýta sér veika stöðu
Íslands og forsenda áframhaldandi viðskipta,
traustið, er í uppnámi. Ferðaþjónustan er sú
grein sem vex hér hvað hraðast og náttúra
landsins og menning býður ótæmandi mögu-
leika. Heildarhagsmunir okkar allra eru að
veðja á réttan hest til framtíðar. Hvalveiðar?
Veljum okkur orrustur, metum vígvellina,
verum skynsöm. Gefum ekkert eftir á sviðum
þar sem við þurfum bráðnauðsynlega að
vinna sigra, en sökkvum okkur ekki á kaf í
hliðarbardaga sem hætta meiri hagsmunum
fyrir minni. Að stimpla litla ICELAND nú sem enn frek-
ara villimannasamfélag, nú þegar við verðum, verðum að
geta selt fiskinn okkar, verðum að geta eflt ferðaþjón-
ustuna, verðum að geta byggt upp traust á alþjóðlegum
vettvangi – slíkt er ekki innihaldsríkt sjálfstæði heldur
rangt stöðumat.
Dorothy er ekki lengur í Kansas eða Great Barrington
og árið er ekki lengur 1989. Íslendingar eru ekki lengur
hvalveiðiþjóð þótt nostalgían sé sterk. Gömul slagorð
sem bergmála hið liðna gagnast lítt. Hvalrekistefna á
hlaupum úr valdastól er ekki beinlínis ný hugsun og ekki
beinlínis framtíðin. Veljum framtíðina.
liljagretars@gmail.com
Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir
Pistill
Hvalrekistefna eða framtíðin?
Framleiðsluhvatinn
víkur úr stefnu ESB
FRÉTTASKÝRING
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
S
ú meginbreyting hefur orð-
ið á styrkjakerfi Evrópu-
sambandsins í landbúnaði
að styrkjunum er ekki
lengur ætlað að vera
framleiðsluhvetjandi, líkt og áður var.
Smjör- og kjötfjöllin heyra því sög-
unni til.
Þetta segir Simon Kay, tæknilegur
ráðgjafi framkvæmdastjórnar Evr-
ópusambandsins í landbúnaðar-
málum, sem bendir á að nú fari um 87
prósent heildarstyrkjanna í sameig-
inlegri landbúnaðarstefnu ESB til
annarra þátta en framleiðslunnar.
Bændum sé nú greitt fyrir að
ganga vel um náttúruna, svo sem með
því að tryggja að vatnsból mengist
ekki af ofnotkun áburðar, ásamt því
sem fé sé varið til að tryggja að byggð
og sú menning sem henni fylgir hald-
ist í sveitunum en leggist ekki af
vegna breytinga á rekstrarumhverfi
landbúnaðarins.
Að mati Kays, sem kynnti
sameiginlega landbúnaðarstefnu
ESB á Fræðaþingi landbúnaðarins í
Reykjavík fyrir helgi, er styrkjakerf-
ið því orðið hluti af víðtækari
umhverfisstefnu sambandsins.
Óhugsandi sé að ná sama árangri í
náttúruvernd í dreifbýli án samvinnu
við bændur sem þekki vel til nær-
sveita sinna og eigi hag sinn undir því
að vistkerfi séu óspillt.
Þarf að reikna dæmið til enda
Inntur eftir þeirri gagnrýni að
landbúnaðaráætlun sambandsins sé
fjárhagslegt svarthol sem sogi til sín
gífurlegt fé úr vasa þegnanna svarar
Kay því til að bragði að það sé rétt að
áætlunin sé stór hluti af útgjöldum
ESB, eða alls um 40 prósent.
Á hitt beri að líta að útgjöld til heil-
brigðismála og samgöngumála falli á
aðildarríkin og því yrði landbúnaður-
inn aðeins brot af heildarútgjöldum
sambandsins að þessum veigamiklu
liðum meðtöldum.
Aðspurður hvort það sé ekki samt
sem áður tilefni til að auka markaðs-
frelsi í landbúnaði álfunnar vísar Kay
til þess að greinin sé í eðli sínu
sveiflukennd og því þurfi með ein-
hverju móti að tryggja bændum stöð-
ugt rekstrarumhverfi.
Sama hugsun sé uppi vestanhafs
þar sem bændum sé greitt fyrirfram
fyrir afurðir á hráefnismarkaðnum í
Chicago, fyrirkomulag sem geri kleift
að skipuleggja fram í tímann.
Annað atriði sé að í reiknilíkönum
fyrir markaðsdrifið rekstrarumhverfi
bænda sé gjarnan litið hjá kostnaði
sem falli á þriðja aðila, svo sem kostn-
aði vegna röskunar á lífríki og því
samfélagslega tapi sem hnignun
byggðar hefur í för með sér.
Ekki leyft að halda í hömlurnar
Guðmundur Sigþórsson, sendi-
ráðsráðunautur sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðuneytisins í Brussel,
hélt erindi á fræðaþinginu um áhrif
ESB-aðildar á landbúnaðinn.
„Nýjum ríkjum er ekki leyft að
halda í einhverja verðíhlutun eða
gamlar hömlur. Landbúnaðar-
samþykktir ESB gilda alfarið frá
fyrsta degi,“ sagði Guðmundur.
Hann útskýrði því næst að ef um-
sóknarríki næðu að knýja á um sér-
stakar aðlaganir fyrir landbúnaðinn í
aðildarsamningi yrðu þær m.a. að
takmarkaðst við efni og tíma og ekki
leiða til „marktækrar truflunar“ á
samkeppni á innri markaði ESB.
Þá bar Guðmundur saman fram-
leiðendaverð á helstu landbúnaðar-
afurðum í nokkrum löndum og á Ís-
landi miðað við að gengi evru væri
175 krónur og kom þar fram að verð
á eggjum og svínakjöti væri hér hátt,
en verð á kjúklingum, nautakjöti og
mjólk umtalsvert lægra.
AP
Styrkjakerfi Sem dæmi um stuðning ESB við landbúnað einstakra ríkja má
nefna að 2007 komu 58% af styrkjum til finnska landbúnaðarins frá ESB.
Daði Már Kristófersson, sérfræð-
ingur við Hagfræðistofnun Háskóla
Íslands, fjallaði um þjóðhagslegan
kostnað landbúnaðarkerfisins hér á
landi í fyrirlestri á fræðaþinginu.
„Landbúnaður nýtur ríkisstuðn-
ings víða um heiminn. Stuðning-
urinn er rökstuddur á margvís-
legan hátt, allt frá því að hann
tryggi matvælaöryggi í að hann
viðhaldi menningarlandslagi og
byggð,“ segir Daði Már.
„Stuðningnum fylgir þjóðhags-
legur kostnaður. Þetta er ekki sú
upphæð sem bændur fá í stuðning.
Það eru einungis tilfærslur frá ein-
um hópi innan þjóðfélagsins til ann-
ars sem ekki rýra þjóðarhag í sjálfu
sér. Þjóðhagslegur kostnaður felst í
glötuðum ábata skattgreiðenda
vegna þeirra skatta sem renna til
landbúnaðarins og í glötuðum
ábata neytenda vegna hærra vöru-
verðs í vegna innflutningshafta.
Samkvæmt niðurstöðunum liggur
þessi kostnaður á bilinu 1,5-2,5
milljarðar og hefur farið mjög
lækkandi á undanförnum misserum
vegna gengisfalls krónunnar.“
1.500-2.000
MILLJÓNIR
››