Morgunblaðið - 14.02.2009, Side 30
30 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2009
DEILUR í hlut-
hafahópi Tals hafa ver-
ið áberandi á und-
anförnum vikum og í
umræðunni hefur hall-
að mjög á Teymi hf.,
eiganda 51% hlutar í
Tali. Hingað til hefur
Teymi viljað fjalla um
málið fyrir þar til bær-
um yfirvöldum og án
milligöngu fjölmiðla. Nú verður hins
vegar ekki hjá því komist að upplýsa
um aðdraganda og innihald málsins,
enda hefur forstjóri Samkeppniseft-
irlitsins valið að tjá sig opinberlega
um það.
Óvenjuleg stjórnsýsla
Aðgerðir Samkeppniseftirlitsins í
málinu hafa um margt verið athygl-
isverðar. Í fyrsta lagi hefst opinber
aðkoma þeirra á því að húsleit er
gerð hjá Teymi og skyldum félögum
að áeggjan Símans sem er markaðs-
ráðandi á fjarskiptamarkaðnum.
Hvort slíkt er eðlilegt eða ekki skal
ósagt látið en framkvæmd málsins
hefur óneitanlega vakið ýmsar
spurningar. Er það t.d. eðlilegt að
fyrrverandi framkvæmdastjóri Sím-
ans, sem nú er starfsmaður Sam-
keppniseftirlitsins, stýri húsleit hjá
Teymi? Er eðlilegt að Samkeppn-
iseftirlitið vísi eingöngu fulltrúum
meirihlutaeiganda úr stjórn Tals en
skipti ekki út öllum stjórnarmönnum
í félaginu á meðan rannsókn stend-
ur? Er eðlilegt að tveir fyrrverandi
framkvæmdastjórar Símans séu til-
nefndir í stjórn Tals eins og gert
var? Er eðlilegt að Samkeppniseft-
irlitið krefjist þess að farið sé á svig
við hlutafélagalög í landinu og sam-
þykktir Tals til að gera breytingar á
stjórn félagsins fyrir tiltekinn tíma?
Fullyrðingar um að Teymi hafi
brugðið fæti fyrir fulltrúa Sam-
keppniseftirlitsins í
stjórn Tals eru óskilj-
anlegar. Þær hafa ekki
verið rökstuddar með
neinum hætti og skora
ég á umrædda menn að
útskýra mál sitt, enda
hafa þeir að ósekju veg-
ið að æru starfsmanna
Teymis. Fyrir þeirra
hönd krefst ég skýr-
inga á ummælunum
eða afsökunarbeiðni.
Þessi órökstudda full-
yrðing hefur orðið til
þess að Samkeppniseftirlitið hótar
því nú að taka atkvæðisréttinn af
Teymi og gera félagið áhrifalaust
með öllu í rekstri Tals. Slík aðgerð er
fordæmalaus á Íslandi.
Tilraun til fjárkúgunar?
Deilurnar sem verið hafa í eig-
endahópi Tals eru hluthafadeilur og
snúast ekki um samkeppnislegt
sjálfstæði Tals. Við stofnum félags-
ins var samið um að Teymi gæti á
þessu ári keypt hlut minnihlutaeig-
andans Capital Plaza, félags í eigu
Jóhanns Óla Guðmundssonar, á til-
teknu verði sem tæki mið af rekstr-
arárangri félagsins. Í ljósi breytts
árferðis er útlit fyrir að minnihluta-
eigendur fái einungis brot af því
verðmæti sem þeir stefndu að. Að-
farir Capital Plaza á undanförnum
vikum bera öll merki fjárkúgunar
þar sem ætlunin er að þvinga Teymi
til að kaupa hlut Capital Plaza í Tali.
Deilan hefur hins vegar tekið á sig
sérkennilega mynd og aðkoma Sam-
keppniseftirlitsins vekur ýmsar
spurningar. Til dæmis byggir Sam-
keppniseftirlitið bráðabirgðaúr-
skurð sinn í málinu að verulegu leyti
á athugasemdum frá Capital Plaza
sem Teymi hefur ekki enn fengið
tækifæri til að tjá sig um. Teymi hef-
ur ítrekað óskað eftir aðgangi að
gögnum málsins, sérstaklega þeim
gögnum sem lágu til grundvallar
húsleit, en hefur engin svör fengið
við þeim óskum. Slíkt er ótvírætt
brot á stjórnsýslulögum.
Leynifundir hjá
Samkeppniseftirlitinu
Forsögu málsins má rekja tæpt ár
aftur í tímann þegar hugmyndin um
sameiningu IP fjarskipta (Hive) og
Ódýra símafélagsins (SKO) kom
fyrst upp. Við upphaf sameining-
arviðræðna var óskað eftir áliti Sam-
keppniseftirlitsins á hugmyndunum
og nokkrir fundir voru haldnir vegna
málsins. Samkeppniseftirlitið óskaði
hins vegar eftir því að fundirnir
væru „non-meetings“ sem formlega
hefðu aldrei verið haldnir. Slík
vinnubrögð verða að teljast óvenju-
leg í meira lagi og eftir á að hyggja
voru það mistök af hálfu Teymis að
samþykkja þá ósk Samkeppniseft-
irlitsins.
Í bréfi sem Teymi sendi Sam-
keppniseftirlitinu í aðdraganda sam-
runa Hive og SKO voru færð rök
fyrir því að samruninn myndi leiða
til óverulegrar skörunar á
fjarskiptamarkaðnum. Helstu rökin
voru þessi:
1. Hive hefði aldrei boðið upp á
gsm-þjónustu og væri ekki með
tíðniheimild frá Póst- og fjar-
skiptastofnun til að reka slíka þjón-
ustu. SKO bauð upp á gsm-þjónustu
en var 100% í eigu Vodafone og því
myndi markaðshlutdeild Vodafone á
gsm-markaði ekki breytast við sam-
eininguna. 2. Hive byði ekki upp á
fastlínuþjónustu (heimasíma) en
SKO gerði það. Við sameininguna
myndi því markaðshlutdeild Voda-
fone í heimasímaþjónustu ekki
breytast við sameininguna. 3. Bæði
Hive og SKO buðu upp á gagnaflutn-
inga (ADSL). Við samrunann myndi
Vodafone styrkja stöðu sína á
gagnaflutningsmarkaðinum en var
eftir sem áður með mun lægri mark-
aðshlutdeild en Síminn sem var og er
enn markaðsráðandi aðili.
Jafnframt óskaði Teymi eftir rök-
stuðningi fyrir þeirri ákvörðun að
grípa inn í samruna félaganna og
setja honum skilyrði. Slíkt væri ekki
augljóst því samanlögð stærð fyr-
irtækjanna tryggði ekki markaðs-
ráðandi stöðu.
Bréfið sem mátti ekki sjást
Á næsta „non-meeting“ með
stofnuninni var forstjóri Teymis
beðinn um að taka umrætt bréf til
baka og stofnunin liti svo á að bréfið
hefði aldrei borist. Ekki voru gefnar
skýringar á þessari ósk þótt innihald
bréfsins hafi í alla staði verið eðli-
legt. Samkeppniseftirlitið sagðist
ekki myndu viðurkenna tilvist þess
en bréfið er til hjá Teymi, stimplað
móttekið af Samkeppniseftirlitinu.
Eftir að starfsemi Tals var komin í
fullan gang uppgötvuðu eigendur
Capital Plaza að reksturinn var erf-
iðari en vonir stóðu til og Teymi
myndi geta nýtt sér kauprétt sinn á
49% hlut Capital Plaza í félaginu
skv. ákvæði í samningi milli hlut-
hafa. Minnihlutaeigendur óskuðu
eftir því að vera keyptir strax út en
þeirri ósk hafnaði Teymi. Capital
Plaza óskaði þá eftir því að ann-
aðhvort yrði sett inn ákvæði um lág-
marksgreiðslu fyrir umræddan hlut
eða að samið yrði um frestun á því að
Teymi gæti nýtt sér kaupréttinn.
Hvorutveggja var hafnað, enda
samningur í gildi sem gerður var
með fullu samþykki málsaðila.
Hinn 7. janúar gerði Samkeppn-
iseftirlitið áðurnefnda húsleit hjá
Teymi, Vodafone og Tali. Fáeinum
dögum síðar tilkynnir stofnunin að
hún hyggist senda frá sér bráða-
birgðaúrskurð sem gæti falið í sér
kröfu um að fulltrúar Teymis í stjórn
Tals víki úr stjórninni. Teymi bauðst
til draga fulltrúa sína úr stjórninni,
en taldi réttast að fulltrúar Capital
Plaza vikju líka enda væru þeir að-
ilar að málinu. Þessu hafnaði Sam-
keppniseftirlitið og úrskurðaði að
fulltrúar Teymis skyldu víkja en
ekki aðrir. Jafnframt tilkynnti Sam-
keppniseftirlitið að það myndi til-
nefna sjálft fulltrúa Teymis í stjórn,
sem það og gerði.
Fordæmalausar dagsektir
Samkeppniseftirlitið krafðist þess
enn fremur að hinir nýju stjórn-
armenn yrðu settir inn í stjórnina
með tveggja daga fyrirvara. Ábend-
ingar Teymis um að lög tilgreindu að
lágmarki sjö daga fyrirvara á boðun
hluthafafundar voru hundsaðar.
Þegar ekki tókst að ljúka málinu á
tilsettum tíma lagði stofnunin háar
dagsektir á Teymi vegna meintrar
óhlýðni við Samkeppniseftirlitið.
Alls var félaginu gert að greiða 3
milljónir króna á dag í sekt þar til
málinu lyki. Hafa ber í huga, að grip-
ið er til allra þessara aðgerða án þess
að úrskurður liggi fyrir um sekt eða
sakleysi félagsins.
Teymi furðar sig á því, að málið
skuli hafa þróast með þeim hætti
sem orðið er. Til samanburðar má
nefna að í þessari viku viðurkenndi
Félag íslenskra stórkaupmanna brot
á samkeppnislögum og að hafa haft
samráð um verðlagningu á mat-
vælum. Sekt þeirra vegna þessara
staðfestu brota var ákveðin 1 milljón
króna. Samræmið milli þessara
tveggja dæma er vandséð.
Það er einlæg ósk mín að málið
verði framvegis rekið með faglegri
hætti en hingað til. Einungis þannig
getur sátt skapast um starfsemi Tals
og vinnufriður fyrir starfsmenn fé-
lagsins.
Árni Pétur Jónsson
segir frá deilum í
hluthafahópi Tals
» Aðfarir Capital Plaza
á undanförnum vik-
um bera öll merki fjár-
kúgunar þar sem ætl-
unin er að þvinga Teymi
til að kaupa hlut Capital
Plaza í Tali.
Árni Pétur Jónsson
Höfundur er forstjóri Teymis hf.
Rökstuðning eða afsökunarbeiðni
AÐSTÆÐUR í
samfélaginu hafa
breyst ótrúlega hratt
á síðustu mánuðum.
Fyrirtæki sem voru
ágætlega stödd berj-
ast í bökkum, atvinnu-
leysi sem var nánast
óþekkt er nú mikið og
vaxandi og æ fleiri
einstaklingar og fjöl-
skyldur eiga við greiðsluerfiðleika
að stríða. Ég held að fáa hafi órað
fyrir að áhrifa bankahrunsins
myndi gæta jafn hratt og raun ber
vitni, þótt strax væri vitað að af-
leiðingarnar yrðu þungbærar. Nú
erum við reynslunni ríkari. Við
þessar aðstæður er mikilvægara en
nokkru sinni að virkja velferð-
arkerfið eins vel og mögulegt er.
Við þurfum að horfa fram á veginn,
reyna að sjá fyrir aðstæður sem
upp kunna að koma og takast á við
verkefni áður en þau vaxa okkur
yfir höfuð.
Víðtæk samvinna
um velferðarvakt
Stjórnvöld þurfa í senn að sinna
björgunaraðgerðum, uppbyggingu
og forvarnastarfi. Ég ætla að gera
forvarnastarfið að umtalsefni hér
og segja frá velferðarvaktinni sem
ég er nú að setja á fót í samræmi
við stefnu ríkisstjórnarinnar. Hlut-
verk velferðarvaktarinnar er að
fylgjast með félagslegum og fjár-
hagslegum afleiðingum banka-
hrunsins á einstaklinga og fjöl-
skyldur, reyna að sjá
fyrir þá erfiðleika sem
líklegir eru til að
mæta okkur, greina
hvaða hópum fólks í
samfélaginu er mest
hætta búin og gera til-
lögur um viðbrögð og
fyrirbyggjandi aðgerð-
ir. Velferðarvaktin er í
raun stýrihópur um
samfélagsvöktun sem
skipaður er með það í
huga að ná sem víð-
tækastri sýn yfir sam-
félagið. Í hópnum
munu sitja fulltrúar úr fjár-
málaráðuneyti, dómsmálaráðuneyti,
heilbrigðisráðuneyti, mennta-
málaráðuneyti, viðskiptaráðuneyti
og fulltrúi félags- og trygginga-
málaráðuneytisins sem leiðir starf-
ið. Einnig fulltrúar frá Sambandi
íslenskra sveitarfélaga, Reykjavík-
urborg, Alþýðusambandi Íslands,
Bandalagi starfsmanna ríkis og
bæja, Bandalagi háskólamanna,
Kennarasambandi Íslands, Sam-
tökum atvinnulífsins, Biskupsstofu
og Rauða krossi Íslands.
Varnir gegn félagslegum af-
leiðingum kreppunnar
Fjárhagslegar afleiðingar banka-
hrunsins ógna aðstæðum þeirra
sem verst verða úti og geta haft
mikil áhrif á daglegt líf foreldra og
barna. Það er mikilvægt að fylgjast
með þessu og skoða hvaða aðgerðir
nýtast best heimilum í fjárhags-
vanda. Þetta er meðal verkefna vel-
ferðarvaktarinnar en ekki síður að
fylgjast með og vinna gegn fé-
lagslegum vandamálum sem geta
verið mjög dulin en haft af-
drifaríkar afleiðingar ef ekkert er
að gert. Sem dæmi um þetta má
nefna andlega vanlíðan, félagslega
einangrun, misnotkun vímugjafa og
ýmis heilsufarsvandamál. Þá hafa
erlendar rannsóknir á afleiðingum
efnahagsþrenginga sýnt hættu á
auknu heimilisofbeldi og vanrækslu
á börnum. Hlutverk velferðarvakt-
arinnar er meðal annars að gæta
að framangreindum þáttum, gera
tillögur um aðgerðir og samhæfa
framkvæmd þeirra. Þá er henni
ætlað að greina hvaða hópum í
samfélaginu er sérstök hætta búin
en þar á meðal eru börn og ung-
lingar, fólk án atvinnu, fátækir,
aldraðir, fatlaðir og einstæðingar.
Þá þarf sérstaklega að huga að
ungum fjölskyldum með börn og
fjölskyldum af erlendum uppruna. Í
starfi velferðarvaktarinnar verður
lögð áhersla á samráð við opinber-
ar stofnanir, félagasamtök og aðra
sem hafa fjölbreytta þekkingu og
innsýn í aðstæður einstaklinga og
fjölskyldna. Velferðarvaktin mun
gera mér reglulega grein fyrir
störfum sínum og leggja fram
áfangaskýrslu um miðjan mars með
mati á stöðu mála.
Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir seg-
ir frá velferð-
arvaktinni
» Virkja þarf velferð-
arkerfið til hins ýtr-
asta, sjá fyrir aðstæður
sem upp kunna að koma
og bregðast við þeim áð-
ur en vandinn vex okkur
yfir höfuð.
Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir
Höfundur er félags- og trygginga-
málaráðherra.
Höfum vökul augu
með velferðinni
ÞORSTEINN Gíslason verkfræð-
ingur sendir í Morgunblaðið hinn 8.
þessa mánaðar samanburð á flugi í
höfuðborg Bandaríkja Norður-
Ameríku og okk-
ar kæru Reykja-
víkurborg.
Hann er með
einhvern stór-
amerískan mæli-
kvarða, þegar
hann segir að
álíka langt sé frá
flugvellinum í
Washington að
forsetasetrinu
þar og er frá okk-
ar flugvelli að ráðhúsinu við Reykja-
víkurtjörn. Þetta er helzt til mikill
ruglingur fyrir minn smekk. Frá
norðurenda aðal-flugbrautarinnar
19 í Arlington, Virginíufylki, við Po-
tomac-fljótið og að Hvíta húsinu eru
í fluglínu 4 kílómetrar. Ráðhúsið
okkar er þar sem aðflugsljósa- og
vakvitabúnaður skyldi enda. Ljósin
ættu að ná 900 metra frá braut-
arenda. Það er nálægt tjarnarhólm-
anum rétt hjá ráðhúsinu. Á örygg-
issvæðinu fyrir braut 19-01 er ein
meginumferðaræð Reykjavíkur. Þar
hafa menn byggt hindranir, sem
greinarhöfundur hér hneykslast á.
Í Washington er erfitt um flug-
hreyfingar. Sjálft Pentagon er rétt
vestan miðlínu stutt frá norðurenda.
Þinghúsið er í álíka fjarlægð og
Hvíta húsið en ekki í sömu fluglínu.
Þarna fyrir vestan er þó flogið fyrst
yfir Potomac-fljótinu bæði til norð-
urs og suður. Í flugtaki geta menn
sveigt frá því að fljúga yfir Hvíta
húsið.
Í Reykjavík neyðast menn til þess
að næstum strjúka rétt yfir gömlu
símstöðina í blindflugi sem og yfir
ráðhúsi Reykjavíkur og Alþingi Ís-
lendinga. Þeir leyfa nú varla í USA
slíka tilburði yfir mannfjölda slíkum
og stóð fyrir framan þinghúsið,
minnismerki Washington allt að
Lincolnshýsi og við hrifumst af að
sjá með Obama nú í janúar, eða þá
þegar Martin Luther King kom þar
á mannfund.
Þorsteinn bjó held ég einu sinni
við Bárugötuna og það númer 2. Þar
glymur með hljóðstyrk 90 desíbel, er
Fokkerarnir lenda í Reykjavík. Í
Austurstræti og á Austurvelli, hvar
menn sóla sig á sumrin, er þetta enn
hærra, stundum yfir 100dB sam-
kvæmt kúrfu A.
Í Washington fór þó einu sinni vél
niður í ískalda ána þar rétt við
brýrnar í mílu fjarlægð frá flug-
brautinni, hálfa aðra mílu fyrir sunn-
an Hvíta húsið – svo ég noti amer-
ískar einingar. Í Reykjavík eru
stálbitar, göngubrú og stræt-
isvagnar í 250 metra fjarlægð frá
flugbraut. Þetta er sama fjarlægð og
hvar BA þotan kom niður á Heat-
hrow í fyrra. Enginn fórst þar, enda
öryggissvæðið rétt aðeins nægilegt.
Ég vil skora á Þorstein að breyta
áherzlum sínum aðeins og vinna með
mér, er ég segi: Norður-suður-
flugbrautin skal fara! Austur-
vestur-flugbrautina skal bæta og
lengja til vesturs. Það kostar lítið,
miðað við milljarðana, sem Þor-
steinn nefnir í grein sinni. Um þetta
hefi ég skrifað áður, en læt þetta
nægja hér og nú.
SVEINN GUÐMUNDSSON,
verkfræðingur.
Þjóðarflugvöllur
hér og þar
Frá Sveini Guðmundssyni
Sveinn
Guðmundsson
BRÉF TIL BLAÐSINS