Morgunblaðið - 14.02.2009, Síða 31

Morgunblaðið - 14.02.2009, Síða 31
Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2009 Þegar eldaði af degi á einum fegursta morgni hins nýbyrjaða árs barst fregnin um Hvanneyrarstað að Sverrir Heiðar væri látinn. Yfir þennan bjarta og fagra vetrardag dró skuggaský sorgar og saknaðar í hvers manns hugskoti. Þó okkur hafi flestum verið ljóst að hinn illvígi sjúk- dómur, sem Sverrir hafði barist við af miklum hetjuskap um nokkurt skeið, gæti haft sigur vorum við mörg alls óviðbúin þegar stundin rann upp. Nú er lífsljós hans slokknað og í huga og sinni merlar minning um samstarfs- mann, félaga og vin. Hann settist hér á skólabekk strax að loknu stúdentsprófi og lauk héðan búfræðiprófi og síðan kandídatsprófi í búvísindum vorið 1991. Síðan helg- aði hann skólanum hér og íslenskum landbúnaði starfskrafta sína til hinsta dags. Allt frá fyrstu stund lagði hann metnað sinn í að sinna starfi sínu af mikilli kostgæfni og var boðinn og búinn til hvers þess er þurfti að vinna. Hann ávann sér traust og trúnað bæði samverka- fólksins og ekki síður nemendanna sem hann umgekkst af nærfærni og næmum skilningi á þeirra högum. Hann var því fljótt farinn að sinna stjórnunarstörfum samhliða kennsl- unni og urðu þau smám saman um- fangsmikil þó alltaf hafi kennslan og samskipti við nemendur verið honum kærast verkefna. Hann var óragur að brydda upp á nýjungum og nýbreytni og stundum fylgdi mikil vinna slíku frumkvöðlastarfi og vílaði ekki fyrir sér þó vinnudagurinn yrði oft langur. Við hjónin áttum samleið með hon- um allan náms- og starfstíma hans á Hvanneyri. Við vorum samverkafólk á vettvangi skólastarfsins og vorum nágrannar um skeið og áttum saman margar ánægjustundir bæði í leik og starfi sem lifa í minningunni. Þá fengum við oftar en ekki að njóta fengsælni hans. „Hann er góður í reyk þessi,“ sagði hann og gaukaði að góðfiski á haustkvöldum. Sverrir var mikill fjölskyldumaður og var ham- ingjumaður í einkalífi sínu – með Emmu bjó hann og fjölskyldunni yndislegt heimili. Hann var frum- herji og hvatamaður að margvísleg- um verkefnum sem tengdust málefn- um æskunnar. Hann lagði sig fram um að vera ávallt til og nærri þegar góð málefni voru annars vegar. Hann var árvökull og lá ekki á liði sínu að efla og bæta á ótal nýjum sviðum er til heilla horfðu fyrir æskufólk stað- arins. Sverrir Heiðar er allur, lífssól hans hnigin til viðar og bjarmar af nýjum degi hins eilífa lífs. Hann sem með lífi sínu veitti svo mörgum svo mikið og gaf af sér til samfélagsins okkar hér á Hvanneyri bæði með störfum sínum og þátttöku sinni á flestum sviðum mannslífsins er horfinn okkur, héðan í frá lifir minningin ein. Sporin sem hann markaði eru djúp og skerfurinn sem hann skilaði er mikill. Hvanneyr- arstaður og við öll kveðjum með söknuði þennan hugdjarfa vin og fé- laga. Megi algóður Guð vera Emmu, Birgi og Álfheiði og ástvinum stoð á sorgarstundu. Blessuð sé minning Sverris Heiðars Júlíussonar. Magnús, Steinunn og fjölskylda, Hvanneyri. Kynni okkar af Sverri voru því miður allt of stutt en þrátt fyrir það mjög góð. Við fundum fljótt að Sverrir var einstakur félagi, alltaf hress og kátur og hafði augljóslega gaman af lífinu, Sverrir Heiðar Júlíusson ✝ Sverrir HeiðarJúlíusson fæddist á Skógum í Hörg- árdal 1. maí 1967. Hann lést á krabba- meinsdeild Landspít- alans 12. janúar síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Akra- neskirkju 21. janúar. hann var mikill nátt- úruunnandi og mikill dýravinur. Við vorum svo hepp- in að eiga sama áhuga- mál og Sverrir og var það fluguveiðin, nánast á engum stað undi hann sér betur en úti í á með stöng í hönd, eða á bakkanum að leið- beina sem honum þótti ekkert síðra. Það verður skrýtið að fá ekki leiðsögn um Andakílsána hjá Sverri áður en haldið verður til veiða, en sú á var greinilega áin hans, en hann mun ávallt vera með okkur í huga og við munum ávallt enda á að setja rauðan Frances undir honum til heiðurs! Ljúf er hún víst leiðin með fljótinu, með flúðasöng og fuglaklið sem fyllir upp í prógrammið. Straumröstin hvít stiklar á grjótinu. Hérna dýfu fyrsta fær flugan sem var hnýtt í gær. Áin kveður mér ljúfa sönginn sinn. Svífur von um huga þinn. Ætli bíði ekki’ einn höfðinginn út við flúðina. Skoðum nú hvað er skrýtnast í boxinu. Þeim sem bíta ekkert á eitthvað þaðan bjóða má. Vakir þar einn upp undir brotinu? Þó löng sé bið og lítið veitt leiðist manni aldrei neitt. (Jónas Friðrik Guðnason.) Elsku Emma, Álfheiður, Birgir Þór og aðrir aðstandendur, hugur okkar er hjá ykkur á þessum erfiðu tímum og djúpt skarð hefur verið höggvið en minning um Sverri mun lifa að eilífu. Eðvar, Dagný og Egill Breki. Látinn er langt um aldur fram Sverrir Heiðar Júlíusson, kennari við Landbúnaðarháskólann á Hvann- eyri. Margir kölluðu hann aldrei ann- að en Sverri í Skógum, kenndan við Skóga í Hörgárdal, en þar dvaldi hann löngum á æsku- og unglings- árum. Það var einmitt þar sem ég kynntist Sverri. Hann æfði og lék knattspyrnu með knattspyrnuliðinu í dalnum. Hann hafði ótvíræða knatt- spyrnuhæfileika og hefði getað náð miklu lengra en hann gerði á þeim vettvangi ef hugur hans hefði staðið til þess. Sverrir hafði líka leiðtogahæfileika og átján ára gamall var hann orðinn fyrirliði liðsins. Utan vallar fór kraft- ur hans og eldmóður heldur ekki framhjá neinum, hvort sem um var að ræða veiðiferðir, skemmtanir og fleira sem leikmenn þessa ágæta liðs tóku sér fyrir hendur. Ærlegt prakk- arastrik sem hann og ákveðnir sam- herjar hans úr liðinu, ásamt geistleg- um aðstoðarmanni, gerðu eitt sinn í skjóli nætur í Hörgárdalnum, gleym- ist ekki þeim sem til þekkja. Það var tekið eftir Sverri hvar sem hann fór. Gleðin og glettnin létu eng- an ósnortinn. Það geislaði af honum fjörið og krafturinn og hann hreif aðra með sér. Þetta kom ekki hvað síst fram eftir að Sverrir fór að þjálfa knattspyrnu á Hvanneyri og hjá Skallagrími í Borgarnesi. Þar nutu þessir eiginleikar hans sín vel. Sverrir var afar fríður sýnum, hraustmenni og íþróttamaður af Guðs náð. Hann var gæfumaður, far- sæll og vel metinn af ungum sem öldnum. Umfram allt var hann drengur góður. Margir sakna vinar í stað en mestur er söknuður fjöl- skyldu hans. Guð gefi þeim styrk og blessi minningu góðs drengs. Megi gæfan þig geyma, megi Guð þér færa sigurlag. Megi sól lýsa þína leið, megi ljós þitt skína sérhvern dag. Og bænar bið ég þér að ávallt geymi þig Guð í hendi sér. Megi englar þér unna, megi árur bægja hættu frá. Megi ást alltumlykja þig, megi ávallt rætast hver þín þrá. Og bænar enn ég bið að ávallt geymi þig Guð sér við hlið. Bjarni Stefán Konráðsson. Elsku Sverrir Heiðar. Ég vil þakka þér fyrir alla hjálpina. Þú stóðst við bakið á mér eftir fráfall Sesars, bróð- ur míns, og hvattir mig til að halda áfram í búfræðináminu og útskrifast um vorið 2006. Eins og ég gerði, þetta var erfitt en það er satt sem þú sagð- ir, að Hörgdælingar standa ávallt saman, sama hvað á gengur. Síðast þegar ég hitti þig var á Ak- ureyri í apríl 2008, á Vélsmiðjunni. Þá var mikið dansað með Hörgdæling- um sem þar voru. Það var frábært að fá að hitta þig og Emmu þar, þú varst í svo góðu skapi. Takk fyrir allt, minningarnar um þig sem kennara og góðan vin gleymast seint. Emma, Álfheiður, Birgir og aðrir aðstandendur, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Minning um góðan mann lifir í hjörtum okkar allra. Sara Hrönn Viðarsdóttir. Flestir sem þekktu Sverri Heiðar gleyma því seint hvenær og hvar þeir hittu hann í fyrsta sinn. Þannig líður fyrsti skóladagur búfræðinema haustið 2006 seint úr minni; þá tók Sverrir á móti okkur og sýndi Hvann- eyrarstað og sagði frá af sinni al- kunnu snilld. Þá benti hann okkur á ýmsa merka staði og óf sögu stað- arins inn í frásögn frá nútímanum. Þessi göngutúr um Hvanneyri var nokkuð lýsandi fyrir Sverri því hann var mikill áhugamaður um íþróttir (m.a. dyggur stuðningsmaður Liver- pool), útivist, laxveiði, nautgriparækt og eilítil kanínurækt fékk að slæðast með. Þegar kennslan hófst kom í ljós hversu mikill og góður kennari Sverrir var. Það var alltaf gaman í tímum hjá honum og hann setti efnið fram á skemmtilegan og áhugaverð- an hátt. Þá skapaði hann umræður sem allur bekkurinn tók þátt í, hvort sem maður hafði mikinn eða lítinn áhuga og vit á efninu. Allir máttu koma sinni skoðun á framfæri og engin skoðun var röng eða vitlaus. Sverrir bjó yfir einstakri jákvæðni sem auðveldlega smitaði út frá sér og ávallt var stutt í glens og grín á þeim bænum. Þá var Sverrir ekki ein- göngu kennari heldur einnig góður og traustur vinur nemenda sinna sem alltaf var hægt að leita til þegar eitt- hvað bjátaði á; hvort sem það var tengt náminu eða einhverju öðru. Hann lagði sig allan fram við að bæta það sem miður fór. Sverrir Heiðar: You’ll Never Walk Alone. Elsku Emma, Álfheiður og Birgir við samhryggjumst ykkur innilega, hugurinn er hjá ykkur. Fyrir hönd búfræðinga 2008, Jóna Þórunn Ragnarsdóttir. Sverrir Heiðar var öðlingur, það má öllum vera ljóst. Við minningu hans og verka hans er af mörgu að taka þó alltof ungur hafi hann verið tekinn frá verkum sínum, það er eng- in sanngirni né réttlæti í því. Sverrir reyndist mér, sem og svo mörgum öðrum, afskaplega vel. Við vorum samstarfsfélagar til margra ára hjá Landbúnaðarháskólanum (áður Bændaskólanum). Það var auðvitað frábært að fá að vinna með Sverri, í hverju sem tekist var á við, sem starfsfélagi ávallt skemmtilegur og góður drengur. Við áttum góðar stundir í Gamla skóla ásamt öðru samstarfsfólki, og að vinnunni ólastaðri, þá voru stund- irnar á kaffistofunni oft mjög verð- mætar. Þar voru mörg málin rædd og þar var Sverrir alveg ómissandi með sín sjónarmið og sína góðu kímni- gáfu. Sverrir stýrði búfræðináminu lengi og hélt þess merki ætíð hátt á lofti, sýndi því ómetanlega umhyggju svo og þeim nemendum sem þar voru samferða á hverjum tíma. Honum var mjög annt um skólastarfið sem samfélag. Nemendur hans úr því samfélagi munu ótvírætt bera vitni um það. Sverrir var ötull talsmaður hagsmunamála okkar félags, Félags íslenskra náttúrufræðinga, og starf- aði um tíma sem trúnaðarmaður. Þar var hann trúr sínum félögum, rétt- látur og sanngjarn, sem hvergi á bet- ur við en í því starfi. Það átti vel við Sverri að geta gert eitthvað í sínu nánasta umhverfi, honum var annt um það, bæði fólkið og allt umhverfi okkar. Hann var öflugur liðsmaður okkar samfélags hér á Hvanneyri. Hann gerði svo ótal margt sem gladdi aðra, þjappaði okkur saman með sinni alkunnu jákvæðni og samstarfs- hæfni. Hann naut þess að gera sínu samfélagi gagn. Á mannamótum, eins og t.d. þorra- blótum, lét Sverrir svo sannarlega ekki sitt eftir liggja, vís til að semja vel heppnaðan texta um menn og málefni og flytja sjálfur af stakri snilld. Ekki fór ég varhluta af því sjálfur, hann var fljótur að setja at- burði og ástand í frábæra gaman- texta. Og nú þegar hugsað er aftur til þessara góðu stunda þá er bros ekki langt undan. Fyrir Ungmennafélagið Íslending starfaði Sverrir af heilum hug. Þetta er félagið okkar hér á Hvanneyri og nágrenni, lítið félag en mikilvægt fyrir okkar samfélag. Þar fann Sverrir sig í starfi fyrir og með börnum og unglingum, þjálfaði þau af miklum myndarskap og studdi vel við íþróttastarf félagsins. Í Sverri end- urspeglaðist hinn sanni ungmenna- félagsandi. Það var gaman að fylgjast með honum þjálfa krakkana, það var auðséð að hann hafði mikla ánægju af, að fá að kenna og móta þau á upp- byggilegan hátt. Það var líka frábært fyrir krakkana að hafa hann sem leið- beinanda og fyrirmynd, enda sjálfur ímynd hreysti og heilbrigðs lífernis. Nú kveð ég góðan samstarfsmann og kæran vin, með söknuði, en minning- arnar um Sverri Heiðar lifa áfram og ég þakka fyrir þær. Kæra fjölskylda, Emma, Álfheiður og Birgir Þór, ættingjar og vinir, ég votta ykkur innilega samúð mína og óska ykkur alls þess stuðnings sem á þarf að halda. Helgi Björn Ólafsson. Þyngra en tárum taki. Ég hitti Sverri síðast fyrir fáum vikum þar sem hann átti erindi vegna sjúkdóms síns. Ég þóttist sjá að baráttan væri farin að þyngjast en ekki var þó hægt að merkja það á framkomu hans eða fasi. Jafn glaðlegur og alltaf og spurði sjálfur svo mikið að ekki var hægt að spyrja hann sjálfan mikið. Við höfum þó talað reglulega saman síðan hann veiktist og þá mest í gegnum tölvu- póst – það er nefnilega oft gott að geta hugsað setningarnar áður en maður segir þær og sennilega hefði margur gott af því að gera það oftar. Af þessum „samtölum“ okkar gat ég merkt að hann vissi frá upphafi í hvað stefndi en aldrei nokkurn tímann gaf hann þó upp vonina. Nálgun hans við viðfangsefnið var aðdáunar- og eft- irbreytniverð. Mér gaf hann kraft og styrk sem mun endast. Við Sverrir höfum verið vinir frá því í gagnfræða- skóla í Hafnarfirði. Við komum sam- an í Menntaskólann á Akureyri og man ég enn fundinn með foreldrum hans þar sem þessi ráðagerð var plönuð. Niðurstöðuna vissi ég ekki fyrr en ég sá breiða brosið hans Sverris bíðandi eftir mér í anddyri gamla skólans á Akureyri. Það er myndin sem ég mun geyma um góð- an dreng. Ég votta fjölskyldu Sverris mínar dýpstu samúðarkveðjur. Gunnar Ármannsson. Kveðja frá útskriftarárgang- inum í MA 1987 Í Carmínu, útskriftarriti Mennta- skólans á Akureyri, árið 1987, stend- ur í lýsingu á 4. bekk B: „Fyrst vorum við lítil, svo minni og loksins urðum við minnsti bekkurinn í skólanum, – bæði hvað varðar hausatölu og meðalhæð. Til stóð á tímabili að blanda okkur saman við 4. bekk A, en sökum hárrar greindar- vísitölu reyndist það ekki hægt.“ Sverrir Heiðar var einn af 4. bekkjar B-krökkunum, sem var pínu- lítill bekkur, og annar af tveimur máladeildarbekkjunum. Það fyrsta sem kom upp í hugann þegar við fréttum af andláti Sverris var blái dúnstakkurinn, strigaskórnir og breitt brosið sem voru einkennandi fyrir hann, alla skólagönguna í MA. Sverrir hafði afskaplega þægilega og góða nærveru, og var sannarlega vin- ur vina sinna. Dálítið stríðinn á köfl- um, en það var alltaf allt í góðu; stríðnin og hnyttin tilsvörin voru bara til þess að lífga upp á hversdag- inn. Sverrir Heiðar sótti mikið í sveit- ina til ættingja sinna, meðan á skóla- göngunni við MA stóð, og fengum við oft að heyra það eftir helgar, að þetta væri hans sérhæfða aðferð til þess að ná árangri í námi; það að flýja á náðir sveitasælunnar, og stundum sagðist hann una sér best innan um hina kálf- ana. Sverrir var mikill útivistarmað- ur alltaf og lítill kyrrsetumaður. Heill tími í frönsku eða líffræði varð stund- um of langur, því hann var þá kominn í marga hringi á stólnum, og var farið að langa út. Hann hafði mikinn áhuga á því að spila handbolta og fótbolta með félögum sínum og hafði gaman af sportveiði líka. Sverrir var strákur sem tók alltaf fullan þátt í lífinu, og við erum öll mjög heppin og glöð yfir því að hafa fengið að kynnast honum. Sverrir markaði spor í sál okkar allra sem kynntumst honum, og það ein- ungis á jákvæðan hátt. Betri mann og skemmtilegri félaga er erfitt að finna, því hann gaf sig alltaf allan í vinátt- una og viðfangsefnin hverju sinni, af lífi og sál. Við sendum eiginkonu Sverris, börnum og allri stórfjölskyldunni hugheilar samúðarkveðjur. Við grát- um hann öll. Að lokum er hér eitt lítið ljóð Sverri og fjölskyldunni hans til heið- urs, og vonandi huggunar: Frá himnum svífa herskarar í nótt og hugga þá sem gráta ofurhljótt. Þau sýna okkur veröld þá sem var og vísa áfram veg til framtíðar. Við eigum þarna engla þú og ég sem áttu sporin ljúf um æviveg. Sem traustast ófu öll sín tryggðabönd og trúföst alltaf réttu hjálparhönd. Í draumum okkar staldra þau um stund og styrkja þannig von um endurfund. Frá brjóstum sindrar gullmolanna glit og glæðir allan regnbogann með lit. Er dagur rennur dögg er aftur ný og dögun eilífðar er mjúk og hlý. Í fangi sínu hefur frelsarinn nú fólkið okkar, – líka himininn. Svo demöntum er dreift um æviskeið og dásamleg er farin litrík leið. Frá himnum svífa herskarar í nótt og hugga þá sem gráta ofurhljótt. Fyrir hönd útskriftarárgangs við MA 1987, Jóhanna Helga Halldórsdóttir. Það var ljúfur og geðþekkur ungur maður, sem birtist í hópi stúdenta á Hvanneyri 27. júní 1987. Hann kom frá Menntaskólanum á Akureyri og hafði stundað bústörf hjá afa sínum og nafna í Skógum á Þelamörk. Þessi ungi maður vann strax hug og hjarta samferðafólksins með sinni hlýju nærveru, hjálpsemi og nærgætni. Þetta var Sverrir Heiðar, nemandi minn, félagi og vinur um áratuga skeið. Sverrir lauk kandidatsprófi frá bú- vísindadeild vorið 1991 og að því loknu tók hann við kennarastarfi á Hvanneyri. Það kom fljótt í ljós að Sverrir hafði margt til brunns að bera sem kennari. Hann var æsku- lýðsleiðtogi af lífi og sál, fljótur að gera sér grein fyrir hverjum og ein- um nemanda, stöðu þeirra í hópnum og hæfileikum, nokkuð sem nauðsyn- legt er hverjum kennara svo að vel gangi og allir nemendur fái að njóta sín sem best. Honum voru vel ljós þau sannindi sem fjallað er um í eftirfarandi vísu eftir Jón Sigtryggsson: Vegfarandi vinsemd metur, verður hverjum æ til sóma. Vissulega varpað getur, veigalítið atvik ljóma. Með þetta í huga fylgdist Sverrir SJÁ SÍÐU 32

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.