Morgunblaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2009
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
PJETUR og Úlfarnir var hljóm-
sveit sem fjórir félagar í Mennta-
skólanum í Hamrahlíð stofnuðu
1977. Sveitin naut talsverðrar
hylli innan skólans og lagði svo
landsmenn að fótum sér með því
geysivinsæla lagi „Stjáni saxó-
fónn“ sem flestir þekkja enn þann
dag í dag.
Pjetur og Úlfana stofnuðu þeir
Eggert Pálsson, Kjartan Ólafsson,
Kristján Sigurmundsson og Pétur
Jónasson. Hljómsveitin vakti slíka
hrifningu að ekki varð undan því
vikist að gefa út plötu, fjögurra
laga, sem tekin var upp vorið
1978. Á þeirri skífu var lagið sem
sló svo rækilega í gegn og á
næstu árum höfðu þeir félagar í
nógu að snúast í spilamennsku á
skólaböllum og víðar. Önnur fjög-
urra laga plata var tekin upp
fjórum árum síðar, en um það
leyti var starfsemi sveitarinnar
orðin með minna móti. Þessar
tvær plötur, átta lög alls, voru
svo gefnar út fyrir skemmstu á
geisladisk.
Kjartan Ólafsson segir að þeir
félagar hafi aldrei haft rænu á að
hætta og því sé hljómsveitin enn
til, komin á fertugsaldurinn. Þeir
hafa líka spilað öðru hvoru í
gegnum árin, alltaf ef einhver
hljómsveitarmeðlima hefur óskað
eftir því, og haft gaman af. Hann
nefnir sem dæmi að sveitin sé ein-
mitt að spila í kvöld, laugardags-
kvöld.
„Við höfum mjög gaman af því
að spila, þetta er eins og að taka
sér smá frí frá daglegum störf-
um,“ segir hann en leggur
áherslu á að miklu skipti að dag-
skráin sé sem líkust því sem hún
var forðum, því annars sé hætt
við að mönnum fipist. „Við kunn-
um þetta utanað ef það er í réttri
röð,“ segir hann og kímir.
Hluti af tónlistarsögunni
Eins og getið er gekk Pjetri og
Úlfunum flest í haginn. Að-
spurður hvort þeir félagar hafi
einhverntímann velt því fyrir sér
að reka hljómsveitina áfram svar-
ar Kjartan því til að það hafi
aldrei komið upp. „Við vorum
fyrst og fremst menntaskóla-
hljómsveit og spiluðum mikið á
böllum hjá jafnöldrum okkar í
ýmsum skólum sem var mjög
skemmtilegt. Þegar við vorum
síðan farnir að spila á böllum þar
sem við kynntumst skemmtanalífi
eldra fólks var það ekki eins
gaman og því hættum við að
spila.“
Hljóðvinnslu fyrir diskinn ann-
aðist Bjarni Bragi Kjartansson og
Kjartan segir að hann hafi unnið
mikið og gott starf við að koma
upptökunum í réttan búning fyrir
endurútgáfuna. Spurður hvort
það hafi hvarflað að honum að
láta þetta kannski kyrrt liggja
þegar hann hlustaði á upptök-
urnar segir Kjartan að það sér
öðru nær. „Þetta er hluti af tón-
listarsögunni og skylda okkar að
koma því á varanlegra form svo
það sé aðgengilegt fyrir þá sem
vilja skoða það í dag og í framtíð-
inni.
Við erum náttúrlega flestir að
fást við allskonar tónlist sem þátt-
takendur í tónlistarlífinu í dag og
þessi plata er dæmi um eitt af því
sem við höfum fengist við.“
Menntaskólahljómsveit á fertugsaldri
Menntó Pjetur og Úlfarnir í árdaga; Pétur, Kjartan, Eggert og Kristján.
AF ÞEIM fjórum sem skipuðu
kjarna Pjeturs og Úlfanna hafa
þrír starfað við tónlist upp frá
því, en sá fjórði er enn viðloð-
andi tónlist þó það sé ekki hans
aðalstarf.
EGGERT PÁLSSON (píanó,
trommur, hljómborð, söngur) –
Pákuleikari í Sinfóníuhljómsveit
Íslands og syngur með Vocis
Thulis. Hefur lagt stund á þjóð-
lagatónlist og sungið með
hljómsveitum á því sviði.
KJARTAN ÓLAFSSON (bassi,
gítar, söngur) – Samdi flest
laga sveitarinnar og sneri sér
síðan alfarið að tónlist, tón-
skáld og kennari. Hefur gefið út
nokkrar plötur ólíkrar gerðar.
KRISTJÁN SIGURMUNDSSON
(slagverk, trommur, söngur) –
Starfar við félagsmál hjá
Reykjavíkurborg og hefur sung-
ið með ýmsum kórum.
PÉTUR JÓNASSON (gítar, söng-
ur) – Klassískur gítarleikari og
hefur starfað hér á landi og er-
lendis. Býr á Spáni en starfar á
Íslandi.
Obbinn í músík
Sími 462 3500
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Háskólabíó
650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA
ÓDÝRT
Í BÍÓ
Í REGNBO
GANUM
HÖRKUSPENNANDI MYND
ÚR SMIÐJU LUC BESSON
650k
r.
Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Sími 551 9000
Valkyrie kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára
Bride wars kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára
Revolutionary Road kl. 3 - 5:30 - 8 B.i. 12 ára
Taken kl. 4 - 10:30 B.i. 16 ára
Australia kl. 6 B.i. 12 ára
Underworld 3 kl. 10 B.i. 16 ára
MEÐAN AÐRIR FYLGDU SKIPUNUM...
FYLGDI HANN SAMVISKU SINNI
650k
r.
Hrikalegri og flottari
enn nokkru sinni fyrr!
650k
r.
The Wrestler kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.14 ára
Frost/Nixon kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12 ára
Vicky Cristina Barcelona kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ
Sólskinsdrengurinn kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ
Refurinn og Barnið ísl. texti kl. 3 LEYFÐ
Skógarstríðið 2 m/ísl. tali kl. 3 Börn-550 kr., Fullorðnir-650 kr. LEYFÐ
Bride Wars kl. 8 - 10:15 LEYFÐ
Skógarstríð 2 kl. 4 550 kr. f. börn, 650 kr. f. fullorðna - 6 LEYFÐ
Revolutionary road kl. 10:10 B.i.12 ára
Sólskinsdrengurinn kl. 6 LEYFÐ
Skoppa og Skrítla kl. 4 LEYFÐ
International FORSÝNING kl. 8 B.i.16 ára
- S.V., MBL
- DÓRI DNA, DV
- S.V. Mbl.
- E.E., DV
“MÖRG DÚNDURSPENNANDI
ATRIÐI, SÉRSTAKLEGA
Í KRINGUM UNDIRBÚNINGINN
AÐTILRÆÐINU”
- V.J.V. ,TOPP5/FBL.
- S.V. Mbl.
- E.E., DV
“MÖRG DÚNDURSPENNANDI
ATRIÐI, SÉRSTAKLEGA
Í KRINGUM UNDIRBÚNINGINN
AÐTILRÆÐINU”
- V.J.V. ,TOPP5/FBL.
MEÐAN AÐRIR FYLGDU SKIPUNUM...
FYLGDI HANN SAMVISKU SINNI
650k
r.
650k
r.
3
Frábær gamanmynd um fimm vini
sem brjótast inn í Skywalker Ranch
til að stela fyrsta eintaki af Star Wars
Episode I.
Sjón er sögu ríkari!
Með aðalhlutverk fer m.a. Dan Fogler
úr Balls of Fury, Good Luck Chuck og
School For Scoundrels.
SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI
“Rourke eignar sér ekki
aðeins myndina, hann
ER öll myndin! Frábær
leikur, stórgóð mynd!”
- Tommi, kvikmyndir.is
„Einstök
kvikmyndaupplifun!”
- DÓRI DNA, DV
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
FRÁ ÓSKARSVERÐLAUNAHAFANUMRON HOWARD
STÓRKOSTLEG MYND
UM EINN UMTALAÐASTA
SJÓNVARPSVIÐBURÐ
ALLRA TÍMA
650k
r.
Valentínusarmyndin í ár
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓIFOSRSÝND Í BORGARBÍÓI
* Gildir á allar sýningar merktar með rauðu
TILBOÐ Í BÍÓ
„Frost/Nixon er svo
sannalega meðal bestu
mynda Howards””
- V.J.V.,TOPP5.IS
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú