Morgunblaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 28
28 Umræðan BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2009 NÚ KEPPAST lífeyrissjóðir við að lýsa yfir óbreyttum lífeyrissrétt- indum og ótrúlega góðri afkomu miðað við ástand markaða. Áber- andi er í mál- flutningi þeirra að erlendar eign- ir lífeyrissjóð- anna séu vel tryggðar í hinum ýmsu fjárfest- ingasjóðum um allan heim en hafa þó aðallega orð á þessari meintu gæfu sjálfir. Á sama tíma tala þessir sömu menn um hversu erfiðlega gangi að losa um eign- irnar vegna „markaðsaðstæðna“ því lítið fáist fyrir þessar annars svo mjög „verðmætu“ eignir við núverandi aðstæður og seljanleiki á mörkuðum sé lítill sem enginn. Á meðan keyra þeir upp verðbætur á húsnæðislánum sjóðsfélaga til að fegra tapið á innlendum hlutabréf- um. Við erum fremst í skrúðgöngu alheimshrunsins Alls staðar blasir sama ástandið við. Hrun á olíu, álverði og stál- verði vegna þess að framleiðendur í Asíu sem og annars staðar í heiminum eru farnir að draga til baka fyrirframpantanir á hráefni og eru að búa sig undir það versta. Fraktskip heimsflotans sem áður voru yfirfull eru farin að sigla á milli hafna heimsins hálftóm. Svissneska bankakerfið er á barmi hruns með öllu tilheyrandi og svo mætti lengi telja. Meðan á þessu stendur prenta Bandaríkjamenn peninga eins og enginn sé morgundagurinn, dæla fjármagni í góðar og misvonlausar peningahítir, til að halda þegnum sínum uppi á kostnað allra þeirra sem eiga eitthvað undir með doll- aranum. Með hverjum prentuðum peningaseðli rýrnar verðgildi þeirra seðla sem fyrir eru í um- ferð. Með öðrum orðum „verð- bólga“ í sinni tærustu mynd sem er jú vel þekkt fyrirbrigði á Ís- landi. Nýjasti björgunarpakki Banda- ríkjamanna samanstóð af litlum 90.000 milljörðum og hvetja bandarísk stjórnvöld nú framleið- endur til að kaupa sem minnst af hráefni erlendis frá. Hættan er sú að þegar markaðir í Asíu, sem eiga allt undir í framleiðslu, hrynja gæti dollarinn þar af leiðandi hrunið með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum. Ekki hafa Kínverjar nú verið svo ýkja hrifnir af Kananum nema þá helst vegna þeirra gríð- arlegu viðskipta sem dollarinn færir þeim. Hvað hefur allt þetta að gera með Lífeyrissjóði á Íslandi? Þegar hin eiginlega stoð papp- írspeninga- og bréfa hagkerfisins þ.e. framleiðsla, verslun, vinnu- framlag o.s.frv. er að hruni komin um gjörvalla heimsbyggðina hljóta böndin að berast að sýndarveru- leikahagkerfinu sem trónir yfir hinni eiginlegu vermætasköpun. Ef rétt reynist er sú stoð afar veik, ef framleiðslan á að vera hinn marg- frægi gullfótur þessa sýnd- armennskubrjálæðis væri nær að nota orð eins og líkþorn. Í besta falli tánögl. Hvað gerist þegar kemur að skuldadögum? Á einhverjum tímapunkti þarf að núllstilla og leiðrétta sýnd- armennskubrjálæðið sem pappírs- og bréfahagkerfið er orðið. Hag- kerfi sem byggist á hugmynda- fræðinni: þú skuldar mér og ég skulda þér í formi samninga og bréfa sem einskis virði eru þegar á reynir. Þegar hrunið á hlutabréfum, sem eru hlutir í fyrirtækjum sem fyrir utan bankana eru þau einu sem skila einhverjum eiginlegum verðmætum eru ekki lengur verð- mæt hversu mikil raunveruleg verðmæti eru þá eftir í sýnd- arveruleikahagkerfinu? Eru Lífeyrissjóðirnir að „brenna inni“ með eigur okkar og ævi- sparnað til að kaupa sér frið og tiltrú svo viðhalda megi völdum út- valinna sem viðgengist hefur um áratuga skeið í kringum þessar peningahítir? Er það sama að gerast með er- lendar eigur sjóðanna, (sem telja um 30% af uppsöfnuðum ævisparn- aði okkar eða um 480 milljarða króna) og gerðist þegar lífeyr- issjóðirnir lögðu nær allt hlutafé sitt undir í fjármálasukk bankanna með tilheyrandi viðbjóði og töpuðu yfir 340 milljörðum króna eða yfir 95% af öllu innlendu hlutafé. „Sparifé“ launþega sem var nýtt til að veðja á rangan hest. Veðmálin með íslensku krónuna komu svo endanlega í veg fyrir að gríðarlegur gengishagnaður yrði innleystur með sölu erlendra eigna við fall fjármálakerfisins á Íslandi. Nú, þegar stoðir fjármálakerfa annarra landa eru að hruni komn- ar, verða erlendar eigur okkar lík- lega á endanum verðlausar ef ekki verður gripið til aðgerða strax. Hvert er verðgildi eigna lífeyrissjóðanna? „Í dag er seljanleiki á verð- bréfamörkuðum lítill sem enginn og því verulegum vandkvæðum bundið að selja fjárfestingar sjóð- anna. Ef opnað er fyrir útgreiðslu á séreignarsparnaði án þess að hugað sé að því að breyta fjárfest- ingum í laust fé sé hætta á að fjár- festingar sjóðanna lækki veru- lega.“ Sömu mennirnir segja okkur að tap lífeyrisjóðanna sé einungis 0,3- 2,3% að nafnvirði á meðan eignir gömlu bankanna ná um 25-30% upp í skuldir. Bankarnir voru jú helstu ráðgjafar lífeyrissjóðanna. Hversu lengi eigum við að trúa og trúa? Hversu miklu þarf að tapa svo fólk átti sig á alvöru málsins? Margt af því sem við erum möt- uð á í dag er hafið yfir alla al- menna skynsemi. Höfundur er asni sem enga prófgráðu hefur en með kjánaskap sínum gleypir ekki við öllu sem forstjórarnir segja. RAGNAR ÞÓR INGÓLFSSON, frambjóðandi til stjórnar VR. Lífeyrissjóðir með augum asnans Frá Ragnari Þór Ingólfssyni: Ragnar Þór Ingólfsson FEMÍNISTAFÉLAG Íslands, sem berst fyrir hinu fullkomna femíniska samfélagi, sendi frá sér enn eina yfirlýsinguna til fjölmiðla um dóma Hæstaréttar Íslands. Nú fordæmir félagið nýlegan dóm þar sem blaðakonu var gert að greiða Ásgeiri Þór Davíðssyni veitingamanni miskabætur vegna blaðagreinar sem hún skrifaði þar sem viðmælandi hennar hélt því fram að Ásgeir hefði gert út konur til vændisstarfa. Fyrir þá sem ekki vita er slík útgerð refsiverð. Femínistafélag Íslands er ekk- ert að skafa utan af því frekar en fyrri daginn. Að mati þess brýtur dómurinn gegn lýðræði og sam- þykkir vændissölu þriðja aðila. Harmar félagið að Hæstiréttur skuli komast upp með mannrétt- indabrot og krefst uppstokkunar í réttinum. Betra hefði verið að meðlimir í Femínistafélagi Íslands hefðu les- ið dóminn áður en þessi yfirlýsing fellda krafa um uppstokkun í Hæstarétti sem er ekkert annað en krafa um að núverandi dóm- arar verði reknir. Væntanlega mætir þessi félagsskapur með potta og pönnur fyrir utan Hæsta- rétt og linnir ekki látunum fyrr en ríkisstjórn „alþýðunnar“ hefur rekið dómara réttarins. Það yrði þá væntanlega gert með vísan til réttlætis, lýðræðis, þjóðarvilja eða jafnvel vegna þess að dómararnir njóti ekki lengur trausts þjóð- arinnar. Hæstaréttardómarar hafa verið reknir annars staðar í heiminum. Herforingjastjórnir gera það gjarnan og nýlegt dæmi er um það í Pakistan. Alræðisrík- isstjórnir kommúnista og fasista voru dugmiklar við hreinsanir í réttarsölum, þar sem þær komust til valda. Þetta er félagsskapur sem Femínistafélag Íslands lítur til í baráttu sinni fyrir lýðræði og réttarríkinu. Fussum svei. var send eða fengið einhvern til að lesa hann fyrir sig og útskýra málsatvik. Þetta mál hefur ekkert með lýðræði að gera og enn síður er rétturinn að blessa eða sam- þykkja vændissölu þriðja aðila enda snerist dómsmálið ekkert um vændi eða vændissölu. Úr- lausnarefnið fyrir Hæstarétti var í hnotskurn það hvort blaðamenn geti skrifað hvað sem er um nafn- greinda menn án ábyrgðar og vís- að á viðmælandann. Í lögskýringu sinni komst Hæstiréttur að því, eins og alltaf áður, að slíkt geti blaðamenn ekki. Blaðamenn bera ábyrgð á skrifum sínum og því verður ekki breytt nema löggjafinn breyti lögunum. Femínistafélag Íslands ætti því að beina reiði sinni að Alþingi í stað Hæstaréttar. En vanþekking og misskiln- ingur Femínistafélags Íslands á dómum Hæstaréttar er ekkert ný- mæli og er ekki tilefni greinar minnar, heldur þessi einkar ógeð- Brynjar Níelsson Lýðræði og mannréttindi femínista Höfundur er lögmaður. Í FRAMHALDI af umfjöllun um lífeyr- isréttindi þingmanna og ráðherra og um málefni lífeyrissjóða í Silfri Eg- ils 8. mars sl. vil ég greina frá mismunandi málsmeðferð lífeyr- issjóða um makalífeyri, sem þó er almennt með- höndlaður af miklu óréttlæti, þar sem Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, B-deild, greiddi makalífeyri til konu, þann tíma sem hún hafði verið í hjónabandi, en tveir aðrir lífeyrissjóðir höfnuðu henni um greiðslu á samsvarandi makalífeyri. Þegar ég frétti af þessari máls- meðferð umræddra sjóða óskaði ég eftir því við sjóðstjórnir þeirra að málið væri tekið fyrir að nýju með til- liti til eftirfarandi atriða: Umrædd hjón giftust ung að árum og síðan tóku við ár þeirra saman, þar sem konan vann fyrir heimilinu meðan maðurinn stundaði nám, sem hann lauk við Háskóla Íslands og háskóla erlendis. Fljótlega eftir að hann lauk námi tóku við störf hans sem embætt- ismanns, fyrst þrjú ár hjá ríkinu og síðan hjá Reykjavíkurborg. Mörgum árum síðar veiktist hann alvarlega á geði. Konan hafði alla tíð staðið við hlið hans sem heimavinn- andi húsmóðir og móðir barna þeirra í ábyrgð- armiklu starfi hans, þegar hún var nauð- beygð vegna veikinda hans að fara að vinna fyrir heimilinu og skuldum þeirra, sem hann hafði stofnað til í veikindum sínum og án vitundar hennar. Eftir 30 ára búskap var svo komið að hún varð að sækja um skilnað til þess að geta bjargað hluta af sameiginlegum eignum þeirra, sem hann hafði verið að ráð- stafa án hennar vitundar. Þrátt fyrir skilnaðinn átti hann athvarf hjá henni og dvaldi hjá henni milli veik- indakasta hans. Þegar hann andaðist sá hún um jarðarför hans. Þau voru sannarlega hjón í mínum huga allt til dánardags hans. Veik- indin ollu því, að það var neyð- arráðstöfun hennar að sækja um lög- skilnað og takast á við skuldir hans, að sínum hluta, sem hann hafði stofn- að til í veikindum sínum. Af þessum ástæðum óskaði ég eftir því við stjórnir Lífeyrissjóðs starfs- manna Reykjavíkurborgar og Lífeyr- issjóðs stéttarfélags hans, fyrir hönd hennar að þetta mál væri tekið til endurskoðunar með tilliti til þessara aðstæðna, sem ég sem sóknarprestur staðfesti með undirskrift minni að væru réttar. Svarbréf Lífeyrissjóðs starfs- manna Reykjavíkurborgar var af- dráttarlaus synjun með tilvísun til 15. gr. samþykkta sjóðsins: „Nú andast sjóðfélagi og lætur eftir sig maka á lífi og á þá hinn eftirlifandi maki rétt til lífeyris úr sjóðnum, enda hafi hjóna- bandinu eigi verið slitið að lögum, áð- ur en sjóðfélagi lést.“ Svarbréf lífeyrissjóðs stéttarfélags hans var einnig synjað með rökstuðn- ingi af minnisblaði lögmanns, þar sem þau hafi ekki getað „talist hjón í skiln- ingi samþykkta lífeyrissjóðsins eða laga nr. 129/1997 um starfsemi lífeyr- issjóða“. Ég skora á stjórnir þessara sjóða að leiðrétta þetta ranglæti þegar í stað gagnvart þessari konu og öllum öðrum í samsvarandi aðstæðum. Ég skora á alþingismenn og ráðherra að taka málefni lífeyrissjóða til ræki- legrar endurskoðunar þannig að meira réttlæti sé viðhaft og sanngirni fái að ná fram. Lífeyrisréttindi ekkjunnar! Halldór Gunnarsson skrifar um lífeyr- isréttindi »Ég skora á stjórnir þessara sjóða að leiðrétta þetta ranglæti þegar í stað gagnvart þessari konu og öllum öðrum í samsvarandi að- stæðum. Halldór Gunnarsson Höfundur er sóknarprestur. Xf.is vakti athygli mína á grein sem Kol- brún Bergþórsdóttir skrifaði sunnudaginn 1. mars sl. í Morg- unblaðið. Ég verð að viðurkenna að ég varð undrandi þegar þetta var lesið fyrir mig og er það enn. Hvað skyldi henni ganga til hugsaði ég með mér. Var hún í flokknum og upplifði þessi átök milli stríðandi fylkinga? Ég viðurkenni að fréttir undanfarið hafa ekki verið góðar af málum okkar Íslendinga. Reyndar svo slæmar að þær teljast þær verstu í áratugi. En þá sá nafna mín ljós í myrkrinu. Hún fann gleðifrétt. Átök í Frjálslynda flokknum. Það væri huggun harmi gegn ef maður gæti trúað því að þessi gleðifrétt hennar veitti skuldurum bjartsýni, seddi þá sem svangir þiggja matargjafir í hverri viku og þerraði tár þeirra sem óttast um framtíð barna sinna. Ég vildi að það væri fleirum en þessarri menntakonu huggun, í þessu áfalli þjóðarinnar, að átök hafa verið í minnsta flokknum á Al- þingi Íslendinga. Hjá vondu fólki Hverjar eru þessar góðu sálir sem hófu feril flokksins með vondu fólki sem hún talar um. Skyldu þær vera orðnar rassvasi í Samfylkingunni og lagstir á sveif með þeim sem vilja fórna sjálfstæði þjóðarinnar fyrir smástyrki og reglugerðafargan? Þessir góðu og vísu menn sem af sterkri réttlæt- iskennd vildu leiða flokkinn á rétta braut skyldu þó ekki vera komnir í Framsóknarflokkinn sem nú vill stroka út skuldirnar sem hann hvatti fólk til að bæta á sig, í góðærinu svo- kallaða, alveg upp í 100% af íbúða- verði eða skyldu þeir hafa smeygt sér, bakdyramegin, inn í Sjálfstæð- isflokkinn sem reyndist með rétta stefnu en vitlaust fólk. Flokkinn sem var eins og vingull í styrkri hendi Ingibjargar Sólrúnar. Flokkinn sem stóð að sölu ríkisbankanna. Flokkinn sem stjórnaði einkavæðingunni og mærði útrásarvíkingana. Útlendingahatur Kolbrún Bergþórsdóttir talar um útlendingahatur en virðist ekki átta sig á því að óheftur innflutningur á erlendu vinnuafli er ógn fyrir ís- lenskt vinnuafl og íslenskan vinnu- markað. Hann virkaði eins og olía á verðbólguna og þensluna sem hefur farið stighækkandi undanfarin 4-5 ár á Íslandi. Allir ættu að vita hvernig það endaði. Það var aðför að ófag- lærðu verkafólki og iðnaðarmönnum þessa lands, einkum konum. Ekki ber blaðamaðurinn ábyrgð á því en það er undarlegt að svo menntuð kona skuli vera svona gersneydd skilningi á stöðu kynsystra sinna innlendra sem erlendra. Ekki er nú lýðræðið í hávegum haft heldur.Við getum ekki öll lifað á því að lesa bækur og stunda kaffihúsin. Frjáls- lyndi flokkurinn á mikið erindi við þjóðina og það sést best á þessari grein hennar sem virðist byggjast á pólitískum ótta enda æ fleiri sem taka nú undir kröfur flokksins um að færa kvótann til þjóðarinnar. Flokk- urinn stendur vörð um auðlindir þjóðarinnar. Hann er flokkur lands- byggðarinnar, flokkur sem berst gegn framsali kvóta og gegn mann- réttindabrotum. Hann vill að fólk sýni ábyrgð á eigin lífi og hafnar for- sjárhyggju. Að gleðjast yfir ófriði Kolbrún Stef- ánsdóttir svarar pistli Kolbrúnar Bergþórsdóttur »… það er undarlegt að svo menntuð kona skuli vera svona gersneydd skilningi á stöðu kynsystra sinna innlendra sem erlendra. Kolbrún Stefánsdóttir Höfundur er ritari Frjálslynda flokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.