Morgunblaðið - 11.03.2009, Side 8

Morgunblaðið - 11.03.2009, Side 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is ÞEIM einstaklingum hefur fjölgað sem taka veru- legan þátt í greiðslu daggjalda á öldrunarstofn- unum, að sögn Gísla Páls Pálssonar, fram- kvæmdastjóra í Ási í Hveragerði. Hann segist telja að greiðsluþátttaka fólks aukist enn á næstu árum eftir því sem lífeyrissjóða- og vaxtatekjur fólks aukist og þetta eigi við um öll öldrunarheimili landsins. Greiðsluþátttaka vistmanna getur hæst orðið rúmlega 262 þúsund krónur á mánuði. Hann segir að alls ekki allir geri sér grein fyrir að fólk eigi að taka þátt í greiðslu daggjalda hafi það tekjur ofan viðmiðunarmarka. „Mörgum bregður við og skilja þetta ekki. Það er í sjálfu sér eðlilegt því þessir peningar hafa verið margskatt- lagðir þegar til dæmis er um fjármagnstekjur að ræða,“ segir Gísli. Júlíus Rafnsson, framkvæmdastjóri á Grund, dvalar- og hjúkrunarheimili, tekur í sama streng og segir ekki vafa á að aukning hafi orðið í greiðslu- þátttöku heimilisfólks. Bæði hafi þeim ein- staklingum fjölgað sem greiði hluta af daggjöldum og eins þeim sem taki verulegan þátt í þeim. Þurfa að skila upphæð til Trygginga- stofnunar þótt hún innheimtist ekki Gísli Páll er jafnframt formaður Samtaka fyr- irtækja í heilbrigðisþjónustu en aðild að þeim eiga flest heimili í öldrunarþjónustu. Samtökin hafa ósk- að eftir því við Tryggingastofnun að þau þurfi ekki að innheimta hlut vistmanna í daggjöldum. Senni- lega geti þau þó ekki komist hjá því nema lögum verði breytt. „Hins vegar er erindi okkar við Trygginga- stofnun á þá leið að okkur beri ekki að greiða til hennar nema okkur takist að innheimta upphæðina hjá viðkomandi,“ segir Gísli Páll. „Tökum sem dæmi að TR feli okkur að innheimta 100 þúsund krónur hjá ónefndum vistmanni og stofnunin dreg- ur upphæðina síðan af framlagi TR til okkar, burt- séð frá því hvort við náum að innheimta upphæðina eða ekki. Yfirleitt gengur vel að innheimta þessa peninga hjá vistmönnum eða aðstandendum þeirra, en ef við náum ekki að innheimta lendum við í vandræðum og í einhverjum tilvikum innheimtist upphæðin alls ekki. Okkur ber samt að skila henni til Trygg- ingastofnunar. Margir halda að við fáum þessa pen- inga aukalega en það er ekki, því heimilin fá fasta tölu eftir eðli þjónustu,“ segir Gísli Páll. Fleiri taka verulegan þátt í greiðslu daggjalda Öldrunarstofnanir vilja losna við að innheimta af vistmönnum fyrir TR Morgunblaðið/Brynjar Gauti Breytingar Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund síðustu ár. DVALARKOSTNAÐUR á dvalar- og hjúkr- unarheimilum er greiddur með daggjöldum sem ákveðin eru af heilbrigðisráðuneytinu og félags- og tryggingaráðuneytinu hverju sinni. Dag- gjöldin eru mishá eftir stofnunum. Ef mán- aðartekjur vistmanns eru að jafnaði 65.005 kr. eða meira eftir skatta (greiðslur frá Trygginga- stofnun ekki meðtaldar) tekur hann þátt í dval- arkostnaði með þeim tekjum sem eru umfram það. Greiðsluþátttaka vistmanna getur þó aldrei orðið hærri en 262.313 kr. á mánuði. Frítekjumark fjármagnstekna er 98.640 kr. á ári en allar fjármagnstekjur umfram það hafa áhrif við útreikning lífeyris og tengdra greiðslna hjá Tryggingastofnun í stað helmings áður, skv. lögum um ráðstafanir í ríkisfjármálum sem tóku gildi 1. janúar 2009. Svonefnd samanburð- arregla gildir enn fyrir vistmenn á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Þeir geta því nýtt sér reglu frá 2008 þar sem aðeins var reiknað með helm- ingi fjármagnstekna. TR skoðar báðar reglur og metur hvor er hagstæðari fyrir viðkomandi. Þátttaka vistmanna í dvalarkostnaði er tekjutengd Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is TUGUR íslenskra nótaskipa hefur undanfarið verið á kolmunnaveið- um um 300 mílur vestur af Írlandi. Þokkalega hefur fiskast á milli en ótíð hefur gert veiðar erfiðar. „Þetta hefur verið leiðindaskakst- ur, það gefur kannski í örfáa tíma og svo brælir aftur,“ sagði Stefán Geir Jónsson, skipstjóri á Lundey, í samtali gærdag. Hákon var á landleið í gær en á miðunum voru Vilhelm Þor- steinsson, Margrét, Faxi, Lundey, Ingunn, Bjarni Ólafsson, Börkur, Aðalsteinn Jónsson og Jón Kjart- ansson. Þeir á Lundey komu á miðin 6. marz og voru síðdegis í gær búnir að fá um 750 tonn í tveimur köstum. Vinnsluskipin frysta það sem þau geta af kol- munnanum en taka líka í bræðslu. 16.655 tonnum landað Auk íslensku skipanna voru rússnesk og norsk skip á til- tölulega litlu svæði í gær. „Þetta er blettafiskirí eins og sést á því að á mánudaginn fannst góð torfa og það voru ellefu skip að djöflast í henni. Það verður til þess að margir fá lítið,“ sagði Stefán Geir. Kolmunninn veiðist á öllum tím- um sólarhringsins þegar veðrið gefur mönnum á annað borð færi á að vera með veiðarfærin úti. Í gær hafði verið landað hér á landi 16.655 tonnum af kolmunna frá áramótum. Eitthvað af aflanum er úr færeyskum skipum en bæði Þrándur í Götu og Júpiter hafa landað hjá Loðnuvinnslunni á Fá- skrúðsfirði. Ótíð á kolmunnaslóð vestur af Írlandi            Ellefu skip voru að veiðum úr sömu torfunni SVEITARSTJÓRNIR Fljótsdals- héraðs, þ.e. Egilsstaða og nágrenn- is, og Djúpavogs hafa ákveðið að taka upp formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna. Fyrsti fundurinn verður haldinn 25. mars n.k. Áður hafa farið fram óformlegar viðræður milli sveitar- félaganna. Að sögn Andrésar Skúlasonar oddvita á Djúpavogi liggur ekkert fyrir um það hve við- ræðurnar muni taka langan tíma. Hann telur afar ólíklegt að kosn- ingar um sameiningu fari fram samhliða alþingiskosningunum í vor, tíminn sé einfaldlega svo knappur. Að sögn Andrésar er heilsársvegur yfir Öxi alger for- senda þess að sveitarfélögin geti sameinast. Ef ekið er um Öxi er vegalengdin milli Djúpavogs og Eg- ilsstaða 85 kílómetrar. Ef ekið er um suðurfirðina og um Fáskrúðs- fjarðargöng er vegalengdin 156 kílómetrar. sisi@mbl.is Vegurinn um Öxi alger forsenda STEFNT er að því að atkvæða- greiðsla um sameiningu Ak- ureyrar og Grímseyjar fari fram samhliða alþingiskosning- unum 25. apríl næstkomandi. Að sögn Garðars Ólasonar, odd- vita í Grímsey, hafa sveitarstjórn- irnar átt nokkra fundi um málið að undanförnu. Þá voru skóla- yfirvöld á Akureyri í Grímsey fyr- ir skömmu til að kynna sér skóla- hald í eyjunni. Akureyringar munu taka yfir rekstur skólans sem og aðra þjón- ustu, verði af sameiningu. Í lok þessarar viku munu sveitarstjórn- inar eiga fund um málið í sam- gönguráðuneytinu. Að sögn Jóhannesar Tóm- assonar upplýsingafulltrúa ráðu- neytisins, er ólíklegt að fleiri sam- einingarkosningar fari fram samhliða kosningum til Alþingis. sisi@mbl.is Kosið um samein- ingu við Grímsey STUTT Afhentu miðann við kassann og greiddu eins og aðra vöru. www.karlmennogkrabbamein.is Upphæðin rennur óskipt til Krabbameinsfélagsins. Afhentu miðann við kassann og greiddu eins og aðra vöru. Þökkum stuðninginn! www.karlmennogkrabbamein.is Upphæðin rennur óskipt til Krabbameinsfélagsins. 500kr Afhentu miðann við kassann og greiddu eins og aðra vöru. Þökkum stuðninginn! www.karlmennogkrabbamein.is Upphæðin rennur óskipt til Krabbameinsfélagsins. Það minnsta sem þú getur gert ...er að kaupa miða til styrktar Karlmönnum og krabbameini. En auðvitað viljum við að þú lifir heilbrigðu lífi og dragir þannig úr líkum þess að fá krabbamein. Leggðu málstaðnum lið í þinni matvöruverslun. Þar getur þú keypt 250, 500 eða 1000 króna miða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.