Morgunblaðið - 11.03.2009, Page 25

Morgunblaðið - 11.03.2009, Page 25
Umræðan 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2009 MIKLIR fjárhags- legir erfiðleikar steðja nú að mörgum heimilum landsins eftir fjár- málahrunið á liðnu hausti. Ástæðurnar eru margar. Sumir voru komnir í þrot áður en kreppan skall á. Aðrir hafa lent í fjárhags- legum erfiðleikum eftir atvinnumissi. Og enn aðrir eru að kikna undan margföldun skulda sinna vegna vaxtastefnunnar, verðtryggingarinnar eða erlendra lána sem þeir tóku, oft í góðri trú, samkvæmt ráðum ráðgjafa bankanna. En hvað er hægt að gera til bjargar þeim sem nú eru að missa aleiguna? Fram hefur komið tillaga hjá framsóknarmönnum um flatan 20% niðurskurð skulda allra einstaklinga og fyrirtækja. Slíkur flatur niðurskurður er í besta falli óskynsamlegur, í versta falli óréttlátur. Með honum er verið að skera niður skuldir án tillits til stöðu og efnahags viðkomandi. Skuldir margra yrðu færðar niður sem ekkert þurfa á slíku að halda. Og skattborgarar yrðu enn sem fyrr að borga brúsann. Miklu skynsamlegra er að skoða stöðu hvers og eins og aðstoða hann og fjölskyldu hans eftir þörfum. Sú leið var farin í kreppunni miklu kringum 1930 hér á landi. Þá var sett- ur á fót svokallaður Kreppu- lánasjóður. Sjóðurinn keypti eignir þeirra sem ekki gátu staðið í skilum en rak þá ekki burt. Þeir voru áfram skráðir með búseturétt. Þegar batn- aði í ári var ábúendum gert mögulegt að kaupa aftur eignir sínar. Þetta átti til dæmis við um bújarðir víða um land. Ábúendur leigðu jarðirnar og keyptu þær svo smátt og smátt aftur. Þannig hljóp ríkið undir bagga til langs tíma og takmarkaði tap ein- staklinga og ríkis. Nú er rétti tíminn til að endurvekja Kreppulánasjóðinn. Aðgerðir sem þannig snúa að einstaklingum og þeirra hag munu til lengdar skila betri árangri en flatur niðurskurður. Kreppulánasjóðurinn gæti orðið heimilum til bjargar og komið fót- unum undir efnahag einstaklinga á ný. Endanlegt markmið væri að ríkið seldi aftur eignirnar til fyrri eigenda. En þar til um hægðist myndi starf- semi sjóðsins skapa illa stöddum heimilum skjól og umfram allt varð- veita sæmd einstaklinganna. Kreppulánasjóður til bjargar heimilunum Eftir Þórhall Heimisson Þórhallur Heimisson Höfundur er prestur og frambjóðandi L-lista. ÍSLENSK heimili og fyrirtæki þurfa á taf- arlausum aðgerðum að halda. Vandi þeirra er gífurlegur vegna aukins atvinnuleysis, hárrar verðbólgu, gengisfalls ís- lensku krónunnar og hás vaxtastigs. Heimilin kalla á aðgerðir þar sem ráðstöfunartekjur duga í mörgum tilvikum ekki fyrir greiðslu- byrði lána. Um leið yrði komið til móts við fyrirtæki því ef of stórum hluta af ráðstöfunartekjum heim- ilanna er varið til greiðslu lána mun minnkandi velta í hagkerfinu leiða af sér aukið atvinnuleysi. Það mun skila heimilunum enn minni ráðstöf- unartekjum. Í versta falli lendum við í fjöldagjaldþrotum einstaklinga og lánastofnanir standa uppi með mikið af íbúðarhúsnæði. Þennan vítahring verður að rjúfa. Fyrir liggja hug- myndir um flatar afskriftir íbúð- arlána um 20%. Slíkt myndi leysa vanda margra en jafnframt eru fjöl- margir annmarkar við slíka lausn og ljóst að hún yrði afar kostnaðarsöm og myndi ekki nýtast þeim sem eru í mestum vanda. Mikilvægt er að skoða allar hugmyndir og því velti ég hér upp einni hugmynd sem hefur m.a. verið skoðuð í endurreisn- arnefnd Sjálfstæð- isflokksins. Í fyrsta lagi yrði upphæð sem sam- svarar fasteignamati eða brunabótamati viðkom- andi fasteignar breytt í veðlán (ef upphaflegt lán er í erlendri mynt myndi þessum hluta lánsins verða breytt í íslenskt lán á núverandi gengi). Því sem eftir stæði, þ.e. mun- inum á veðláninu og eft- irstöðvum upprunalega lánsins, yrði breytt í eingreiðslulán. Það lán bæri flata 1-3% vexti og yrði til greiðslu eftir 7 til 10 ár. Að þeim tíma loknum mætti annaðhvort greiða lánið upp eða framlengja það að öllu leyti eða hluta. Á meðfylgjandi mynd má sjá dæmi um hvernig hlutfall afborg- unarlána hefur breyst á skömmum tíma og hvert hlutfallið gæti orðið með breytingu í tvö lán. Afborg- unarhlutinn er sýndur með rauðu og eingreiðsluhlutinn með bláu. Þessi lausn leysir greiðsluvanda margra íslenskra heimila og kemur í veg fyr- ir gríðarlegar afskriftir íslenska bankakerfisins. Sjá nánar á vefsíðu minni: www.gudlaugurthor.is Aðgerðaáætlun fyrir heimili landsins Eftir Guðlaug Þór Þórðarson Guðlaugur Þór Þórðarson Höfundur er alþingismaður og sækist eftir 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík. Á meðfylgjandi mynd má sjá dæmi um hvernig hlutfall afborgunarlána hefur breyst á skömmum tíma og hvert hlutfallið gæti orðið með breytingu í tvö lán. Flettu upp nafni fermingarbarnsins mbl.is FERMINGAR 2009 NÝTT Á mbl.is Félag íslenskra hú›lækna, Geislavarnir ríkisins, Krabbameinsfélagi›, Landlæknisembætti› og L‡›heilsustö› hvetja foreldra og forrá›amenn fermingarbarna til a› fara a› tilmælum alfljó›astofnana um a› börn og unglingar fari ekki í ljósabekki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.