Morgunblaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 23
Umræðan 23KOSNINGAR 2009 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2009 MIKILVÆGI ráðdeildar í ríkisrekstri hefur sjaldan eða aldrei verið meira en nú. Í ljósi minnkandi skatttekna hins opinbera og mikils hallareksturs ríkissjóðs er nauð- synlegt að endurskilgreina hlutverk hins op- inbera og takmarkað fjármagn til grunn- stoða þjóðfélagsins. Það skýtur því skökku við að sjá fréttir af niðurskurði og rekstr- arerfiðleikum stofnana í samfélaginu sem flestir ættu að geta sammælst um að til- heyri grunnstoðum þjóðfélagsins. Farmanna- og fiskimannasambandið vakti máls á því að niðurskurður hjá Landhelg- isgæslunni þýddi að skip sem sækja lengra út í land- helgina geti ekki lengur treyst á þyrlubjörgun. Alls hefur 35 starfsmönnum verið sagt upp á árinu hjá Gæslunni. Það verður einungis hægt að halda úti einni þyrluvakt í landinu í átta mánuði á ári. Kostnaður við Landhelgisgæslunna árið 2009 er áætlaður 2,7 millj- arðar króna. Aukaframlag upp á 200 m.kr. myndi duga til að reka tvær þyrluáhafnir. Til samanburðar má nefna að kostnaður við Vatnajökulsþjóðgarð er áætl- aður 352 m.kr. á árinu. Í lok síðasta árs var tilkynnt að fangelsinu á Ak- ureyri yrði lokað vegna hagræðingar, á móti ætti að fjölga föngum á Litla-Hrauni. Í við- tali við Pál Winkel fangelsismálastjóra í Morgunblaðinu kom í ljós að þar væri ekki hægt að bæta við föngum þar sem öll rými væru full. Langur biðlisti er eftir því að fangar geti hafið afplánun. Brotamenn ganga því lausir úti í samfélaginu. Kostn- aður við fangelsismál á árinu 2009 er rúm- lega 1 milljarður króna samkvæmt fjár- lögum þessa árs. Í Fréttablaðinu var nýlega grein um fjár- svelti lögreglunnar og uppsagnir. Heimild- armenn blaðsins fullyrtu að fjárhagsstaða lögreglunnar væri slæm og álagið aldrei meira. Kostnaður við löggæslu á höfuðborgarsvæðinu er áætlaður um 3,2 milljarðar króna á árinu 2009. Til samanburðar kostar um 14 milljarða króna að klára byggingu tónlistarhússins. Forgangsröðun stjórnmálamanna verður að breyt- ast. Útgjöld til gæluverkefna stjórnmálamanna og þrýstihópa þurfa að víkja fyrir útgjöldum til grunn- stoða þjóðfélagsins. Sparnaður á röngum stöðum Eftir Hauk Þór Hauksson Haukur Þór Hauksson Höfundur er viðskiptafræðingur og sækist eftir 4. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi. INDRIÐI H. Þorláks- son, núverandi settur ráðuneytisstjóri í fjár- málaráðuneytinu og fyrrv. ríkisskattstjóri og skrifstofustjóri í fjár- málaráðuneytinu, fer mikinn þessa dagana og talar um að hækka þurfi skatta hér hressilega, ekki seinna en strax. Álverin hér á landi fá einnig athygli Indriða en hann hefur haldið því fram að skatt- tekjur af þeim séu litlar. Þessu hefur verið hafnað með tilheyrandi rökum enda höfum við miklar skatttekjur, bæði beinar og óbeinar af starfsemi þeirra. Í þessu samhengi er ágætt að rifja upp stærstu framkvæmd Íslands- sögunnar, þ.e. virkjunarfram- kvæmdir við Kárahnjúka. Á þeim tíma var áðurnefndur Indriði rík- isskattstjóri. Þá var rangur aðili skyldaður til að halda eftir stað- greiðslu skatts launamannanna og var það gert á ábyrgð Indriða sem ríkisskattstjóra. Þetta leiðir síðan til þess að íslenska ríkið þarf að greiða til baka innheimtan tekjuskatt að upphæð 1,3 milljarða króna auk vaxta, sem eru líka peningar! Með öðrum orðum fékk íslenska ríkið ekki krónu í tekjuskatt af vinnu flestra erlendra starfsmanna við þessa framkvæmd. Á sama tíma segir mað- urinn að starfsemi og rekstur álvera skili litlum sem engum skatttekjum í ríkissjóð. Er þetta sóma- samlegur málflutningur? Um þessar mundir er margt fólk að missa vinn- una, tekur á sig skert starfshlutfall eða lægri laun. Auk þess hefur matur ásamt annarri nauðsynjavöru hækkað mikið sem og afborganir lána. Við þurfum ekki á skattahækkunum Indriða að halda. Við gætum hins vegar haft talsverð not af þessum ríflega milljarði sem við urðum af vegna embættisafglapa hans. Er það ekki almenn krafa í dag að menn axli ábyrgð á gjörðum sínum? Hvernig ætlar Indriði ráðuneyt- isstjóri að axla ábyrgð sína á fram- angreindu klúðri? Ætlar Stein- grímur J. að hafa þennan mann í eftirdragi ef VG komast í næstu rík- isstjórn? Fólk á rétt á því að vita það. Eiga menn ekki að bera neina ábyrgð á gjörðum sínum af því þeir eru vinstrisinnaðir og skýla pólitík sinni á bak við „embættismanna- grímuna“? Skattahækkanir Indriða í skjóli Stein- gríms J. og VG Eftir Valdimar Agnar Valdimarsson Valdimar Agnar Valdimarsson Höfundur er stjórnmála- og við- skiptafræðingur og býður sig fram í 7. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðu- greinar frá lesendum. Blaðið áskil- ur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í um- ræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofn- ana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við grein- um sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá not- andasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina Stepp ehf Ármúla 32 Sími 533 5060 www.stepp.is stepp@stepp.is G ra fí k a 2 0 0 9 GÓLFEFNI ÞEKKING ÞJÓNUSTA T E P P I Á H E I M I L I Ð ÍS LE N SK A /S IA .IS VI T 45 35 4 02 /0 9 VITA er lífið Alicante Flugsæti Verð frá 39.900 kr. og 15.000 Vildarpunktar fyrir flug fram og til baka, með flugvallarsköttum – allar brottfarir í sumar. Beint morgunflug alla þriðjudaga frá 26. maí til 22. sept. VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444 | VITA.is Beint flug með Icelandair í allt sumar til Alicante, Mallorca og Tyrklands. Kynntu þér ferðamöguleikana og skráðu þig í ferðaklúbbinn á VITA.is Eitt mikilvægasta verkefnið sem býður okkar nú er öflug uppbygging atvinnulífsins og atvinnutækifæra m.a. með aukinni nýtingu náttúruauðlinda til lands og sjávar. Grunn- urinn að velferðarsamfélagi okkar er öryggi heimilanna og traust þeirra gagnvart framtíðinni. Atvinnuleysi skapar upplausn og óöryggi sem dregur allan mátt úr aukinni verðmætasköpun samfélagsins. Grunnstoðir íslensks atvinnu- lífs eru sjávarútvegur, iðnaður og ferðaþjónusta. Á þeim greinum byggjum við önnur og fjölbreyttari atvinnutækifæri. Gestir fundarins eru: Árni Bjarnason, form. Farmanna- og fiskimannasambands Íslands og Halldór Halldórsson, yfirmaður hjá Alcan. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti, allir velkomnir. Opinn fundur um atvinnumál miðvikudaginn 11. mars kl. 20 á kosningaskrifstofu Jóns í húsi Kraftvéla að Dalvegi 6 í Kópavogi. Tryggjum Jóni Gunnarssyni 3. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi 14. mars nk. Jón Gunnarsson Alþingismaður www.jongunnarsson.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.