Morgunblaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2009 ÞEGAR mikill vandi steðjar að heilli þjóð skiptir miklu máli að fast sé haldið um stjórnvölinn og ekki sköpuð óvissa og ring- ulreið á vettvangi stjórnmálanna. Við Ís- lendingar stöndum frammi fyrir slíku ástandi um þessar mundir. Óvissa í stjórn- málum til viðbótar við erfið viðfangsefni í efnahagsmálum dregur kraft og framtak úr þjóðinni og eykur vandamálin sem við er að glíma. Í kjölfar bankahrunsins blasa við óleyst verkefni um allt þjóðfélagið. Það virðast flestir vera þeirrar skoðunar að bankana þurfi að end- urreisa þannig að þeir geti þjónað viðskiptavinum sín- um með eðlilegum hætti. Það þarf markvissar aðgerðir sem gera heimilum kleift að taka á sínum vanda. Full- yrða má að aðgerð sem mun koma öllum landsmönnum til góða er lækkun vaxta. Það á jafnt við um heimilin sem og atvinnufyrirtækin. Margir erlendir seðla- bankar hafa lækkað vexti til að örva eftirspurn í sínum hagkerfum. Vísbendingar eru um að verðbólgan sé á hraðri niðurleið, og öll tilefni til þess að byrja lækkun vaxta hér hjá okkur. Það mun hafa jákvæð áhrif og hvetja til framtaks og umsvifa. Fyrir meira en mánuði síðan taldi banka- stjórn Seðlabanka tímabært að hefja lækkun vaxta. Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins lagðist gegn því vegna tímabund- innar óvissu í stjórnmálum, en þá stóðu rík- isstjórnarskipti fyrir dyrum. Sjá: http://sedlabanki.is/lisalib/get- file.aspx?itemid=6792 Óvissan er ekki að minnka. Ríkisstjórnin getur ekki tekið af skarið um tímasetningu kosninga og þingrof. Eins er óljóst hvaða frumvörp sem skipta fyrirtækin og heimilin raunverulega máli verða afgreidd áður en þingið fer heim. Stjórnmálakreppan er orðin okkur dýr. Minnkum óvissu og hefjum vaxtalækkunarferilinn. Það nýtist okkur öllum. Óþolandi óvissa á vettvangi stjórnmálanna skaðar alla Eftir Sigríði Finsen Sigríður Finsen Höfundur sækist eftir 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Reykjavík. ÞAÐ er rangt að halda því fram í aðdrag- anda kosninga að ekki eigi að skera niður út- gjöld til heilbrigðismála. Það er rétt og heið- arlegt að segja kjósendum eins og er að allt bendi til þess að draga þurfi úr kostnaði heil- brigðisþjónustunnar. Hvers vegna? Jú, hér á Íslandi hrundi fjármálakerfið í stærsta og dýrasta bankahruni síðari tíma. Það er efnahagskreppa á Íslandi og um allan heim. Hún er sú dýpsta síðan á fjórða áratug síðustu aldar. Ofan á skuldir sem nú hafa lagst á þjóðarbúið mun hagvöxtur dragast saman, atvinnuleysi aukast og skatttekjur ríkisins minnka. Heimskreppa mun líklega draga krepp- una hér á langinn. Minnkandi eftirspurn eftir áli og fisk- afurðum gæti dregið úr útflutningstekjum. Ferða- mannastraumur gæti dregist saman og þar með tekjur í þjóðarbúið. Að halda því fram við þessar aðstæður að ekki verði skorið niður í heilbrigðisþjónustunni er blekking á borð við þá sem hér ríkti í aðdraganda bankahrunsins. Með því að segja í dag að ekki verði skorið niður í heilbrigð- isþjónustu en bregða svo hnífnum á loft eftir kosningar er komið aftan að kjósendum. Við vitum vel að skuldug þjóð er ekki frjáls þjóð. Efnahagsmál landsins og þar með fjármál ríkisins eru í gjörgæslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna þess að efnahagslegar varnir landsins brugð- ust eftir 18 ára stjórn Sjálfstæðisflokksins. Nú þarf að treysta varnir íslenska heilbrigð- iskerfisins. Látum því af afneitun og hefjumst handa. Þá mun betur fara en á horfist. Auðmýkt er fyrsta skrefið til varnar velferð á Íslandi. Áætlun um forgangsröðun við nið- urskurð í fjármálum ríkisins það næsta. Hér á Samfylkingin að vera í forystu, því nú reynir á jöfnuð og samfélagslegar lausnir en ekki markaðslausnir. Vinna þarf upp áætlun um hvernig draga megi úr kostnaði í heilbrigðisþjónustu án þess að árangur og öryggi þjónustunnar skerðist. Þann- ig má, þrátt fyrir erfiða tíma, standa vörð um það sem jafnaðarmönnum er kærast, þ.e. jafnan aðgang að öruggri og góðri heilbrigðisþjónustu fyrir alla lands- menn óháð efnahag. Segjum satt: auðmýkt er fyrsta skrefið Eftir Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir Höfundur býður sig fram í 5.-7.sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík Í DAG stöndum við Íslendingar frammi fyrir nýjum veruleika. Fjármálakerfi landsins eru illa löskuð, verðmætar eignir vafra um í kerfum fjármálastofnana. Al- menningur óttast að sérútvaldir ein- staklingar eða fyrirtæki fái eignir afhentar á silfurfati. Staðreynd er að mörg fjármálafyrirtæki hafa nú þegar, eða eru að undirbúa yf- irtöku á fyrirtækjum, fasteignum og ýms- um verðmætum hjá aðilum sem hafa lent í vanskilum með lán sín. Ekki síst vegna breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu. Þessar eignir eru í daglegu tali nefndar fullnustueignir innan fjármálastofnana. Við núverandi aðstæður eiga Íslendingar rétt á því að fjármálastofnanir hámarki þau verðmæti sem leynast í eignum þeirra. Í ljósi þeirrar einföldu stað- reyndar kviknar sú spurning hvers vegna sé ekki unnið fyrir opnum tjöldum, þegar kemur að því að gera sem mest verðmæti úr fyrrgreindum eignum. Nokkrar áleitnar spurningar vakna. Hvað hafa rík- isbankarnir selt margar eignir frá októbermánuði 2008? Hvernig var staðið að sölufyrirkomulagi þeirra eigna? Hverjum var boðið að kaupa þessar eignir? Hvernig hyggjast sömu aðilar standa að sölufyr- irkomulagi eigna á næstu misserum? Þó hér séu sérstaklega nefndir til sögunnar rík- isbankarnir, þá er fráleitt að gera aðeins kröfu til þeirra um að vinna fyrir opnum tjöldum. Með óbein- um hætti á ríkissjóður stóra hluti í sparisjóðum og kaupleigufyrirtækjum svo eitthvað sé nefnt. Sömu kröfu á jafnframt að gera til þeirra sem og lífeyr- issjóða landsmanna, sem árlega eignast nokkuð af eignum. Flest þekkjum við það fyrirkomulag að Ríkiskaup selja eignir fyrir hönd ríkissjóðs. Þar er fylgt föstu ferli og unnið fyrir opnum tjöldum. Þar er vart seld gömul bifreið, jörð eða fasteign án þess að reynt sé að fá sem best verð fyrir. Um er að ræða einfalt fyrirkomulag við sölu verðmæta. Hjá Ríkiskaupum er hægt að nálgast öll gögn um það sem er til sölu hverju sinni. Öllum er frjálst að bjóða í og kaupa, svo fremi að tilboðsgjafi uppfylli grunnskilyrði söluferilsins. Unnið er fyrir opnum tjöldum og markaðurinn sér um að fá sem mest verðmæti fyrir hönd seljanda, í þessu til- viki ríkissjóðs. Eins og áður sagði þá á ríkissjóður stóra eignarhluta í fjölda fjármálafyrirtækja, ým- ist með beinum eða óbeinum hætti. Það er því ótvíræður hagur landsmanna að gera þá einföldu og sanngjörnu kröfu að öll fjár- málafyrirtæki hámarki þau verðmæti sem koma út úr eignum, hverjar sem þær kunna að vera. Opið mark- aðstorg er lykillinn að því að vinna fyrir opnum tjöld- um. Þannig má eyða allri óvissu um að það séu að- eins útvaldir sem sitji eins og púkinn á fjósbitanum og fái feitustu bitanna. Því skora ég á fjármálaráðherra að fyrir hönd rík- issjóðs geri hann þá einföldu kröfu til fjármálafyr- irtækja að allar eignir séu aðgengilegar öllum mögu- legum kaupendum – en ekki aðeins fáum útvöldum. Að söluferlar séu gegnsæir og aðgengilegir. Tiltölulega einfalt er að setja reglur um þær eignir sem skilyrt er að séu seldar með opnu fyrirkomulagi. Það sem þarf til er aðeins vilji. Ferlar og þekking út- boðsferla er til staðar. Nægt er framboðið af fólki sem kann til verka við að verðmeta og koma eignum í verð fyrir opnum tjöldum – séu þeim fengin rétt verkfærin til þess. Sé ætlunin að endurvekja traust á stjórnmálum og fullvissa landsmenn um að unnið sé opið og heið- arlega, þá getur fjármálaráðherra landsins nú þegar beitt sé fyrir því. Víst er að undirritaður mun gera það á næstu vikum og misserum. Vinnum fyrir opnum tjöldum Eftir Ármann Kr. Ólafsson Ármann Kr. Ólafsson Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.