Morgunblaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 38
38 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2009 Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „VIÐ finnum eðlilegar manneskjur sem þurfa samt kannski einhverja smá aðstoð. Þetta er ósköp venjulegt fólk í öllum stærðum og gerðum sem við heimsækjum,“ segir Karl Bernd- sen, umsjónarmaður Nýs útlits, sjón- varpsþáttar sem hefur göngu sína á SkjáEinum í næstu viku. Í hverjum þætti verður einn Íslendingur tekinn fyrir, og útliti hans breytt frá A til Ö. „Við kíkjum inn í fataskápinn hjá fólkinu og fáum aðeins að kynnast því sem persónum. Svo förum við og verslum, kaupum ný föt og gerum al- gjöra yfirhalningu, bæði hár, förðun og fleira,“ segir Karl sem leggur þó ekki bara áherslu á ytra útlit í þátt- unum. „Við blöndum saman bæði innri og ytri fegurð, þannig að við tölum bæði við lýtalækna, húðlækna, tannlækna og svo allt yfir í sálfræðinga. Sem sagt; alla þá sem hjálpa okkur við að öðlast innri og ytri fegurð.“ Líka karlar Margir þekkja eflaust bandarísku sjónvarpsþættina Extreme Makeo- ver sem bera sannarlega nafn með rentu – þar leggst fólk undir hnífinn til þess eins að öðlast „betra“ útlit. Ekkert slíkt verður þó á ferðinni í ís- lensku þáttunum. „Þetta verður ekk- ert svona „extreme“, þótt þetta muni vissulega koma „extreme“ út. Við getum gert rosalega mikið við fólk án þess að það leggist undir hnífinn, allt frá undirfötum upp í hárgreiðslu. Svo munum við kynna allt sem er í boði varðandi útlitið, líkamsrækt, jóga og fleira í þeim dúr,“ útskýrir Karl. Ein manneskja verður tekin fyrir í hverjum þætti og fylgir Karl henni eftir í um það bil viku. „Í sama þætti tökum við samt fyrir önnur andlit, þar sem ég er að kenna förðun og fleira. Þannig að fólk fær mikla fræðslu út úr þessu,“ segir Karl, en til að byrja með verða tíu þættir framleiddir. Að sögn umsjón- armannsins hafa mörg hundruð um- sóknir nú þegar borist þættinum og því ljóst að færri munu komast að en vilja. „Við erum bara búin að velja fyrstu tvær manneskjurnar sem við tökum fyrir þannig að fólk getur haldið áfram að senda inn umsóknir. Ég geri ráð fyrir að umsóknum muni fjölga enn frekar eftir að þættirnir fara í sýningar því þá mun fólk sjá að það þarf ekki að striplast fyrir fram- an alþjóð.“ Aðspurður segir Karl að karlmenn geti líka sótt um að koma í þáttinn. „Ef einhver er grár og gugginn þarna úti er um að gera að sækja um. Ég held að við herrarnir þurfum að- stoð alveg eins og konurnar,“ segir hann. Fyrsti þáttur verður á dagskrá næstkomandi þriðjudag, 17. mars. „Mér finnst að enginn megi missa af þessu, því ég legg mesta áherslu á að fólk læri eitthvað. Mín hugsun er sú að þetta geti orðið að kennsluefni,“ segir Karl að lokum. Íslendingar í yfirhalningu  Útliti Íslendinga breytt frá A til Ö í nýjum sjónvarpsþætti á SkjáEinum  Áhersla á bæði innri og ytri fegurð  Fleiri hundruð umsókna hafa borist Nýtt útlit Karl Berndsen, umsjónarmaður þáttanna, leggur áherslu á að þeir séu fyrir alla, bæði karla og konur á öllum aldri. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is GOÐSÖGNIN Jonathan Richman heillaði gesti Innipúkans upp úr skónum árið 2005 og snýr nú aftur til tónleikahalds 1. apríl næstkomandi – og það á eigin kostnað. Grímur Atla- son hafði veg og vanda að heimsókn Richmans síðast og aðstoðar hann nú eftir þörfum. Eitt af því sem Richman langar óskaplega mikið að gera í þessari heimsókn sinni er að spila í skóla og var þess farið á leit við MH að Richman myndi spila í hinum sögufræga og jaðarvæna Norðurkjallara. MH-ingar gáfu þetta hins vegar frá sér. Einhvern tíma hefði það þótt eðlilegasti hlutur í heimi að einmitt þessi tónlistar- maður léki í einmitt þessum skóla. „Undarlegt,“ segir Grímur að- spurður, „En ég er að leita hófanna annars staðar.“ Grímur lýsir síðustu heimsókn Richmans sem ótrúlegri. „Þetta er án efa merkilegasti mað- ur sem ég hef kynnst.“ segir hann. „Þegar hann kom hérna síðast var Chan Marshall, Cat Power, hérna líka vegna Innipúkans og stríddi þá við óhemju rætna áfengisfíkn. Eftir að hafa verið dagsstund með Richm- an var eins og það hefði bráð af henni og hún hefur verið á beinu lín- unni síðan!“ Það er Ólöf Arnalds sem hitar upp fyrir Richman. „Já. Hann hringdi í hana sjálfur og reddaði því,“ segir Grímur og hlær. Miðasala á tónleikana er hafin á midi.is. Einungis 200 miðar eru í boði og er aðgangseyrir 2.000 krón- ur. Þess má geta að Richman sjálfur verður í hurðinni. Norðurkjallari fúlsaði við Jonathan Richman Náttúrubarn Jonathan Richman forðast firringu nútímaþjóðfélagsins. Gleðigjafinn heldur tónleika á Kaffi Rósenberg 1. apríl Karl Berndsen er hárgreiðslu- meistari og förðunarfræðingur. Hann hefur starfað í Lundúnum undanfarin 12 ár og unnið með frægu fólki á borð við Naomi Campbell, tískuhönnuðunum Stellu McCartney og John Gal- iano og hljómsveitinni Sugaba- bes. Hann býr á Íslandi og rekur Beauty Bar í Kópavogi. Með fræga fólkinu Fólk ÞEIR sem fóru í Hollywood um helgar með mynd af bílnum í vasanum í upphafi níunda ára- tugarins geta nú farið að pússa gömlu dansskóna því efnt hefur verið til Hollywood-balls á Broad- way 4. apríl næstkomandi. Hollywood var skemmtistaður staðsettur við Ármúla 5. Hann var opinn á árunum 1978-1987 og þangað fóru þeir sem unnu diskótónlist. „Ég fór að setja myndir frá Hollywood inn á Facebook-síðuna mína og í kjölfar þess fór fólk að rifja upp gömlu Hollywood-stemninguna. Þá var stofnaður sérstakur Facebook-hópur, Holly- wood...1983!!, en þar geta allir þeir sem sóttu staðinn skráð sig. Þátttakan í honum er svo góð að það var óumflýjanlegt að efna til dansleiks til heiðurs þessum árum,“ segir Valþór Ólason sem var skemmtanastjóri Hollywood árið 1986 og er framkvæmdastjóri ballsins á Broadway. Það voru hjónin Ólafur Laufdal og Kristín Ketilsdóttir sem áttu og ráku Hollywood og verða þau heiðursgestir samkomunnar. Margt verður á dagskrá, m.a. munu módel úr Módel’79, sýna föt frá ’80 tímanum úr Hollywood, Herbert Guðmundsson taka lagið og bump-dans verður sýndur. Vilhjálmur Ástráðsson, sem var að- alplötusnúður Hollywood, stjórnar svo diskóteki fram á nótt ásamt fleirum. Seldir verða um 2000 miðar á ballið, forsala fyrir þá sem eru í Facebook-hópnum hefst í dag en almenn forsala á miðum verður 13. og 14. mars á Broadway. Aldurstakmark á ballið er 30 ár. ingveldur@mbl.is Hollywood-árin rifjuð upp á Broadway Gleði Það voru margar stúlkurnar sem kepptu um titilinn Ungfrú Hollywood.  Allt lítur út fyrir að Gla- stonbury-hátíðin í ár verði með þeim glæsilegri sem haldnar hafa verið í rúmlega 30 ára sögu hátíð- arinnar. Þegar hefur verið staðfest að Bruce „The Boss“ Springsteen troði upp, sem og eilífðarkempan kanadíska Neil Young en þar fyrir utan er öruggt að Lily Allen og endurkomu-tónleikar Blur muni laða að fjöldann allan af tónleika- gestum sem koma víða að. Nú síð- ast tilkynntu aðstandendur hátíð- arinnar að indí-rokksveitin Doves muni koma fram og Florence and the Machine en síðast en ekki síst Emilíana Torrini. Emilíana er nú á tónleika- ferðalagi um Bretlandseyjar og spilar í Dublin á Írlandi í kvöld. Í lok þessa mánaðar flýgur hún vestur um haf og treður upp í helstu borgum Bandaríkjanna en snýr svo aftur til Bretlandseyja þar sem fjölmargir tónleikar hafa verið skipulagðir fram á mitt sum- ar. Glastonbury-hátíðin fer fram í Suð-vestur-Englandi síðustu helgina í júní og mun vera stærsta útihátíð heims. Tæplega 140 þús- und manns sóttu hátíðina í fyrra. Emilíana Torrini á Gla- stonbury-hátíðinni  Nei, þetta er ekki grín. Selma Björnsdóttir hyggst fylla skarð Regínu Óskar Óskarsdóttur (sem komin er sjö mánuði á leið) þegar Eurobandið kemur fram í Sjall- anum á Akureyri um næstu helgi. Eurobandið stendur nú annars í ströngu við að hljóðrita tyrkneskt lag sem vann keppnina árið 2003 og heitir „Everyway that I can“. Já, hver man ekki eftir því. Það er að sjálfsögðu Evróvisjón- pinninn Örlygur Smári sem vinnur lagið ásamt hljómsveitinni en von er á því í spilun á útvarpsstöðv- unum á næstu vikum. Eurobandið ætlar sér stóra hluti í sumar og stefnir á að halda tónleika í öllum helstu kaupstöðum landsins. Selma Björns gengur í Eurobandið Þeir sem hafa áhuga á að fá að- stoð frá Karli geta sent umsókn með mynd á netfangið nyttut- lit@skjarinn.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.