Morgunblaðið - 11.03.2009, Side 31

Morgunblaðið - 11.03.2009, Side 31
Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2009 Í dag kveð ég vin- konu mína hana Ingi- björgu Finnbogadótt- ur. Við áttum margar góðar stundir saman á fallega pallinum hennar og í eldhúsinu í Stóragerðinu þar sem við spjölluðum um alla heima og geima. Ég gleymi seint góðu helginni sem við áttum saman á Höfn í fyrra. Það eru forréttindi að eiga góða nágranna og svo sannarlega átti ég og fjöl- skylda mín þá bestu sem hægt er að hugsa sér. Mikill söknuður var hjá okkur öll- um þegar Ingibjörg og Ingólfur fluttu til Hafnar. Mig langar til að þakka fyrir allar gjafirnar og hugulsemina í gegnum árin. Mínar innilegustu samúðarkveðjur til Ingólfs, dætra og fjölskyldna þeirra. Takk fyrir allt og allt og megi Guð geyma þig, kæra Ingibjörg mín. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Kveðja. Þín vinkona, Björg. Þegar við kveðjum nú kæra vin- konu, hrannast upp minningar frá samverustundum okkar. Ómetanleg- ar minningar og dýrmætar. Kynni okkar hófust er þau hjón fluttu hingað með dæturnar sínar tvær og bjuggu sér heimili í Kidda- búðaríbúðinni, við hliðina á skrifstofu Unnsteins, en hann sinnti þá embætti fulltrúa sýslumannsins í Vík. Ingólfur Ingibjörg Finnbogadóttir ✝ Ingibjörg Finn-bogadóttir fædd- ist í Reykjavík 29. ágúst 1947. Hún lést á hjúkrunarheimili HSSA á Hornafirði þriðjudaginn 24. febr- úar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hafnarkirkju í Hornafirði 7. mars. réðist hingað sem yfir- lögregluþjónn, svo starfsins vegna höfðu þeir mikil samskipti. Ósjaldan heyrðist, í gegnum nokkra veggi úr eldhúsi þeirra hjóna: „Unnsteinn, komdu í kaffi.“ Það ylj- ar að minnast þessara ára, þeirra vina sem við eignuðumst þarna og allra glöðu stund- anna sem við áttum saman. Mikil vinna og fé- lagslíf blómstraði á þessum árum, í ört vaxandi bæ. Við Ingibjörg tókum þátt í síldar- ævintýrinu á Höfðanum, saltað var með gamla laginu og handagangur mikill í öskjunni. Síðar vorum við þátttakendur í þeim hópi sem byggði upp síldarsöltunarstöðina Stemmu. Unnum við Ingibjörg mikið saman við söltunina og eftirlit með vinnslu. Síðar réðist hún til starfa á skrifstof- unni, betri starfsmaður vandfundinn. Lionsklúbburinn var nýlega stofn- aður, þar voru strákarnir báðir fé- lagar og fylgdi þessu öllu líf og fjör. Þeir félagarnir sungu í nýstofnuðum Karlakórnum Jökli, annar bassi og hinn bjartur tenór, lagið alltaf tekið á góðum stundum og við konurnar góð- ir hlustendur. Minnumst einnig margra ógleymanlegra ferðalaga í þessum félagsskap. Ingólfur og Ingibjörg byggðu á Hólabrautinni, á sama tíma vorum við að koma upp sumarbústaðnum okk- ar, lífsgleðin réði ríkjum, alltaf fannst tími fyrir góðar stundir. Krakkarnir og afi með í fjallaferðum, spjallað og glaðst við arineld og ilm af nýjum viði. Strákarnir tóku svo lagið sitt í lokin og morgunsólin roðaði fjallatoppana. Á Hólabrautinni ræktuðu þau hjón garðinn sinn, í þess orðs bestu merk- ingu. Enn ein lítil falleg stelpan kom- in í barnarúmið, garðstofan full af blómstrandi rósum, garðurinn skipu- lagður faglega, hinum ýmsu plöntum potað niður með alls konar óskiljan- legum latínunöfnum. Miklir fagur- kerar þau hjón og bar heimilið þeirra þess merki. Allra stundanna með vin- um okkar minnumst við með þakk- læti í huga. Tíminn leið, Ingibjörg og Ingólfur fluttu sig um set og bjuggu á Hvols- velli. Enn var ræktaður garðurinn og margverðlaunaður. Aftur fluttu þau sig hingað í Hornafjörðinn fyrir tveimur árum. Var þá hafin barátta við erfiðan sjúk- dóm, barátta sem Ingibjörg háði af æðruleysi og óbilandi kjarki, með Ingólf sér við hlið. Þau spiluðu sitt stóra viðfangsefni eins og fallegt tónverk, samstiga sem fyrr. Kærri vinkonu þökkum við sam- fylgdina. Ástvinunum öllum sendum við dýpstu samúðarkveðjur. Ljúfur aftan klukkna kliður kveðju ber um hæð og dal Yfir hauður færist friður fögur skarta í himna sal Stjörnuljósin loga björtu ljóm’a í næturhúmi svörtu Friðarnótt í faðmi þér finnum hvíld og unað vér þar til röðull risinn er. (Höf. ók.) Hildigerður og Unnsteinn. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Yvonne Tix ✝ Elskulegur bróðir okkar, BJARNI ÓLAFSSON, Pálsgarði 2, Húsavík, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga föstudaginn 6. mars. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 21. mars kl. 14.00. Anna Ólafsdóttir, Sigurður Rúnar Ólafsson, Sólveig Mikaelsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og fjölskyldur. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN R. EINARSDÓTTIR, Efstaleiti 14, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 7. mars. Útför verður auglýst síðar. Einar Már Sigurðarson, Helga M. Steinsson, Rúnar Geir Sigurðsson, Amanda J . Scarlett, Sigurður Örn Sigurðarson, Ágústína G. Pálmarsdóttir, barnabörn og fjölskyldur þeirra. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, HELGI HERSVEINSSON, Sólvangi, áður Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi, Hafnarfirði laugardaginn 7. mars. Útförin verður auglýst síðar. M. Hera Helgadóttir, Reimar Georgsson, Kristján A. Helgason, Jóna S. Marvinsdóttir, Helgi Hrafn Reimarsson, Arnar Marvin Kristjánsson. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BENJAMÍN JÓSEFSSON húsgagnasmíðameistari, Benni í Augsýn, Rimasíðu 20, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 13. mars kl. 13.30. Gísli V. Benjamínsson, Marta Jensen, Hildur Benjamínsdóttir, Ólöf Vera Benjamínsdóttir, Sólrún Stefanía Benjamínsdóttir, Kjartan Tryggvason, Katrín Benjamínsdóttir, Oddur Helgason, Halldóra Lilja Benjamínsdóttir, Bragi Finnbogason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR HELGI ÞÓRÐARSON læknir, Smáraflöt 5, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju í Garðabæ fimmtudaginn 12. mars kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Parkinsonsamtökin. Lóa Stefánsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir, Jóhann Tómasson, Vilborg Guðmundsdóttir, Einar Indriðason, Heimir Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, SJÖFN KARÓLÍNA SMITH, Grandavegi 47, Reykjavík, lést mánudaginn 9. mars. Útförin verður auglýst síðar. Sigurjón Eðvarð Sigurgeirsson, Magnús Ingimundarson, Brynja Ásta Haraldsdóttir, Sverrir Ingimundarson, Steinþóra Ágústsdóttir, Laufey Anna Ingimundardóttir, Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir, Þóra Sigurjónsdóttir, Árný Sigurjónsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, HJARNAR BECH, Esjugrund 53, Kjalarnesi, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudag- inn 5. mars. Útförin fer fram í kyrrþey. Hulda Bech. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að útför hefur farið fram, eftir tiltekinn skila- frests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Lengd | Minningargreinar sem birt- ast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengdarmörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.