Morgunblaðið - 11.03.2009, Side 39

Morgunblaðið - 11.03.2009, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2009 Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÉG hugsa að þetta sé í fyrsta skipti sem íslenskt og franskt leik- hús vinna saman að svona uppsetn- ingu,“ segir Arthur Nauzyciel, franskur leikstjóri Sædýrasafnsins, leikverks sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu 27. mars næstkom- andi. Um er að ræða nýtt verk eftir eina þekktustu skáldkonu Frakka í dag, Marie Darrieussecq, en í kjöl- far uppsetningar á verkinu hér á landi mun sami hópur setja það upp í ríkisleikhúsinu í Orléans í Frakk- landi í maí. Mikil reynsla Í tilefni af uppsetningu verksins hér á landi kom hópur fjörutíu menntaskólanema frá Orléans til landsins til þess að fylgjast með æf- ingum á verkinu, og kynna sér ís- lenskt leikhúslíf í leiðinni. „Við gerðum þetta í Frakklandi í fyrra. Þá fylgdi hópur mennta- skólanema sýningu frá upphafi til enda, þau fylgdust með æfingum og sum þeirra aðstoðuðu okkur meira að segja. Svo komu þau á frumsýn- inguna,“ segir Nauzyciel, en það var Orléans-hérað sem fjármagnaði ferðalag nemendanna hingað til lands að stærstum hluta. „Þetta er mikil reynsla fyrir krakkana, að kynnast leikhúsinu og fá að fylgjast með leikverki verða að veruleika. Þau fá mikinn áhuga á leikhúsi í kjölfarið, sem er virkilega gott fyrir þau,“ segir Nauzyciel. Hittu Barða Nemendurnir sem komu hingað til lands eru á aldrinum 15 til 18 ára. Margir þeirra voru að fara út fyrir heimalandið í fyrsta skipti, og flestir þeirra höfðu aldrei farið í leikhús áður en að ferðinni hingað til lands kom. „Við unnum með þremur bekkjum í fyrra og flestir þeirra nemenda höfðu ekki heldur komið í leikhúsið áður. En eftir að þau fá að koma og fylgjast með okkur kviknar áhuginn,“ útskýrir leikstjórinn. Hópurinn kom hingað til lands á mánudaginn í síðustu viku, og hélt svo af landi brott viku síðar. Dag- skráin var þétt og tengdist hún að mestu leyti leikhúsi á einn eða ann- an hátt. „Þau fengu til dæmis að hitta tónskáldið, Barða Jóhannsson, sem semur tónlistina við verkið, auk þess sem þau hittu Ernu Ómars- dóttur danshöfund. Fyrir mánuði hittu þau líka Marie Darrieussecq, höfund verksins, heima í Frakk- landi. Þannig að þau hitta alla sem koma að verkinu á einn eða annan hátt,“ segir Nauzyciel, en dag- skránni lýkur svo í maí þegar hóp- urinn sér verkið í heimabæ sínum. Aðspurður segir leikstjórinn verkefni sem þetta hafa mikið að segja fyrir svona hóp. „Eftir þetta verkefni í fyrra gerðum við könnun á því hvort leikhúsáhuginn hafi fylgt krökkunum, og svo reyndist vera. Mörg þeirra fóru í kjölfarið í skóla sem voru með leikhústengda áfanga, og þau fóru líka að taka for- eldra sína með sér í leikhúsið þann- ig að áhuginn smitar út frá sér.“ Sædýrasafnið fjallar um tvær fjölskyldur sem neyðast til að dvelja saman við undarlegar aðstæður á sædýrasafni. Með aðalhlutverk í verkinu fara þau Björn Hlynur Har- aldsson, Elva Ósk Ólafsdóttir, Ívar Örn Sverrisson, Margrét Vilhjálms- dóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Valur Freyr Einarsson og Vigdís Hrefna Pálsdóttir. Í Frakklandi verður verkið með frönskum texta. Sædýrasafnið og Frakkarnir fjörutíu Franskir menntaskólanemar kynntu sér íslenskt leikhúslíf í síðustu viku Morgunblaðið/Ómar Á æfingu Damien Jalet, belgískur dansari sem tekur þátt í uppfærslunni, og leikararnir Margrét Vilhjálmsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson og Stefán Hallur Stefánsson. Leikmyndin í bakgrunni er eftir Giulio Licthner. „ÍSLAND er rosalega ólíkt Frakk- landi, þetta er allt annar heimur,“ segir Paolo Michaut, einn frönsku menntaskólanemanna um heim- sóknina hingað til lands. Það var ansi kalt í veðri vikuna sem á heim- sókninni stóð, en þrátt fyrir að vera ekki mjög vön slíku veðri kipptu Frakkarnir sér ekki upp við það. „Við komum nú ekki bara til Ís- lands út af leikhúsinu, heldur líka til þess að skoða landslagið og svona,“ bætir Paolo við. Krakkarnir eiga það allir sam- eiginlegt að hafa fengið aukinn áhuga á leikhúsi á undanförnum mánuðum. „Við erum öll í námskeiðum í skólanum sem tengjast leikhúsinu. Ríkisleikhúsið í Orléans vinnur líka með skandinavískt þema um þessar mundir og ferðin tengist því,“ út- skýrir Sarah Moulinier og bætir því við að Íslandsferðin hafi aukið áhuga þeirra á leikhúslífi til mikilla muna. Þar skipti miklu máli að fá innsýn inn í þennan sérstaka heim til þess að skilja betur út á hvað leikhús gengur í raun og veru. „Það er mjög áhugavert að sjá fagmenn að störfum á hverjum degi, eins og við höfum gert í þess- ari ferð. Það sýnir manni hvernig á að fara að þessu,“ segir Alice Bermadac og bætir því við að hún hafi verið mjög ánægð með ferðina. „Það er líka mjög merkilegt að sjá hvernig íslenskt leikhús vinnur í samanburði við það franska. Það er töluverður munur þar á,“ segir Paolo, en þetta var fyrsta Íslands- heimsókn nemendanna þriggja. Áhugavert að sjá fagmenn vinna Morgunblaðið/Ómar Í leikhúsinu Þau Sarah Moulinier, Paolo Michaut og Alice Bermadac voru afskaplega ánægð með heimsóknina til Íslands og í Þjóðleikhúsið. ATH. STUTTMYNDIN ALDREI STRÍÐ Á ÍSLANDI EFTIR BRAGA ÞÓR HINRIKSSON VERÐUR SÝND Á UNDAN. VINSÆLASTA OG ÁN EFA EIN ALLRA BESTA KVIKMYND CLINT EASTWOOD FYRR OG SÍÐAR! ENTERTAINMENT WEEKLY 91% LOS ANGELESTIMES 90% THE NEWYORKTIMES 90% EMPIRE - ANGIE ERRICO- S.V. , MBL AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, DANIEL CRAIG ER MAGNAÐUR Í HLUTVERKI SÍNU SEM ANDSPYRNUFORINGI Í SÍÐARI HEIMSTYRJÖLDINNI. ÓTRÚLEG SAGA BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM NÝ VINNA? VONANDI NÝR UNNUSTI? KANNSKI NÝTT VESKI? ALGJÖRLEGA! 91/100 ENTERTAINMENT WEEKLY BYGGT Á METSÖLUBÓKINNI A JERRY BRUCKHEIMER PRODUCTION 13 M.A. BESTA MYND BESTI LEIKSTJÓRI - D. FINCHER BESTI LEIKARI - BRAD PITT BESTA HANDRIT WALL STREET JOURNAL 100/100 TIME 100/100 TOMMI - KVIKMYNDIR.IS- S.V. ,MBL. - L.I.B.,TOPP5.IS EKKI MISSA AF ÞESSARI!EKKI MISSA AF ÞESSARI!SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, HANN ELSKAR ATHYGLI HANN ER RÓMANTÍSKUR SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA EKKI MISSA AF ÞESSARI! SAMbio.is Reykjavík • Akureyri • Keflavík • Selfoss AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI PREMIERE NEWYORK POST SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI EKKI MISSA AF ÞESSARI! FRÁ LEIKSTJÓRA THE LAST SAMURAI OG BLOOD DIAMOND TILNEFNDTIL ÓSKARSVERÐ- LAUNA ALLT SEM HÚN ÞRÁÐI VAR BARA SMÁYFIRDRÁTTUR ISLA FISHER GRAN TORINO kl. 8 -10:20 B.i. 12 ára SHOPAHOLIC kl. 8 LEYFÐ DEFIANCE kl. 10:20 B.i. 16 ára GRAN TORINO kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára SHOPAHOLIC kl. 8 LEYFÐ BENJAMIN BUTTON kl. 10:10 B.i. 12 ára PINK PANTHER 2 kl. 8 LEYFÐ FANBOYS kl. 10:10 LEYFÐ SHOPAHOLIC kl. 8 LEYFÐ FRIDAY 13TH kl. 10:10 B.i. 16 ára AKUREYRI SELFOSSIKEFLAVÍK GRAN TORINO kl. 5:20D - 8D - 10:40D B.i. 12 ára D GRAN TORINO kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i. 12 ára VIP SHOPAHOLIC kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ DEFIANCE kl. 8 - 10:40 B.i. 16 ára FRIDAY THE 13TH kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára DESPEREAUX ísl. tal kl. 5:50 LEYFÐ CHIHUAHUA ísl. tal kl. 5:50 LEYFÐ BENJAMIN BUTTON kl. 8:30 B.i. 7 ára ROLE MODELS kl. 5:50 B.i. 12 ára ÁLFABAKKA KRINGLUNNI GRAN TORINO kl. 6D - 8D - 10:40D B.i. 12 ára DIGITAL SHOPAHOLIC kl. 6D - 8:30D LEYFÐ DIGITAL DEFIANCE kl. 10:40D B.i. 16 ára DIGITAL CHIHUAHUA kl. 6 LEYFÐ BENJAMIN BUTTON kl. 8 B.i. 7 ára KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, SÝND Í ÁLFABAKKA EKKI MISSA AF ÞESSARI! SÝND MEÐ ÍS LENSK U OG EN SKU T ALI Útimálning Viðarvörn Lakkmálning Þakmálning Gólfmálning Gluggamálning Innimálning Gljástig 3, 7, 20 Gæða málning á frábæru verði Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli. Afsláttur af málningarvörum 20% Sætúni 4 Sími 517 1500 Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður. KTF Byggingavörur ehf · Síðumúla 31 · 108 Reykjavík · Sími 517 1500 Woodex á Íslandi frá árinu 1977. Löngu landsþekkt fyrir endingu og gæði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.