Morgunblaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 34
34 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2009
Orð dagsins: Á þeim degi munuð þér
skilja, að ég er í föður mínum og þér í
mér og ég í yður. (Jh. 14, 20.)
Stafrófið byggist á táknum, semmaðurinn þekkir og á auðvelt
með að bera kennsl á. Jafnvel er
hægt að segja að maðurinn hafi not-
að tákn, sem til voru fyrir í heil-
anum. Þessi sömu tákn vekja einnig
viðbrögð í heilum apa. Fræðimað-
urinn Stanislaw Dehaene vinnur við
Collège de France í París að rann-
sóknum á starfsemi heilans.
x x x
Hann segir að maðurinn geti ímesta lagi lesið fjögur til fimm
hundruð orð á mínútu. Hægt sé að
leita leiða til að lesa hraðar, en þá er
óhjákvæmilegt að einhver orð fari
fram hjá lesandanum. Vissulega hafi
ýmislegt verið gert til að gera texta
læsilegri. Latína hafi á sínum tíma
verið skrifuð án orðabila og innleið-
ing orðabilsins hafi auðveldað lestur
á texta verulega. Í raun hafi stafróf-
ið þróast í tímans rás til að auðvelda
lestur, en sé þó ekki fullkomið. Til
dæmis séu stafirnir b og d speg-
ilmynd hvor af öðrum og of líkir og
geri börnum oft erfitt fyrir því að
heilinn sé innstilltur á að bera
kennsl á hluti frá ýmsum sjón-
arhornum.
x x x
Í viðtali við Der Spiegel í þessariviku bendir Dehaene á annan
galla: „Vandamálin verða einkum til
þegar ekki er hægt að tengja hljóm
hins talaða orðs ákveðnum táknum.
Þegar hljóðfræði skriftarinnar er
ekki gagnsæ. Þar lenda franskir eða
enskir grunnskólanemar í mun meiri
erfiðleikum en þýskir og ítalskir.
Þess vegna eiga mun fleiri börn á
Bretlandi og Frakklandi í lestrar- og
réttritunarvandamálum.
x x x
Íslendingar stæra sig oft af því aðíslenska sé skrifuð eins og hún er
töluð. Það er hins vegar öðru nær.
Linmælgi færist í vöxt og lausar er
kveðið að samhljóðum. Þannig verð-
ur t að d í munni margra og k nálg-
ast g, svo eitthvað sé nefnt. Ef fylgst
er með því hvernig börn stafsetja
orð þegar þau eru að læra að draga
til stafs dylst þessi tilhneiging ekki.
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 skro, 8 höst, 9
áleiðis, 10 ríkidæmi, 11
ágóði, 13 vesæll, 15 fáni,
18 slagi, 21 kvenmanns-
nafn, 22 naut, 23 íshögg,
24 afundinn.
Lóðrétt | 2 forræði, 3
brúkar, 4 trufla, 5 pen-
ingum, 6 mestan hluta, 7
tunnur, 12 ótta, 14 dvelj-
ast, 15 alið, 16 ávöxtur,
17 hrekk, 18 ritgerð, 19
ánægðu, 20 vinnusöm.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 skjal, 4 þotur, 7 lepps, 8 rofið, 9 táp, 11 ólin, 13
saur, 14 ógóða, 15 fant, 17 lest, 20 hak, 22 norna, 23
ormur, 24 tíðni, 25 purka.
Lóðrétt: 1 selló, 2 jeppi, 3 lost, 4 þorp, 5 tefja, 6 ruður,
10 ámóta, 12 nót, 13 sal, 15 fánýt, 16 nýrað, 18 eimur, 19
terta, 20 hani, 21 kopp.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þú þarft að taka upp nýtt og betra
vinnulag og forðast að vera með allt á síð-
ustu stundu. Heimilið þarfnast þín líka og
ástvinirnir ganga fyrir.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Vertu ekki með stöðugar áhyggjur
af því hvað öðrum kann að finnast um þig.
Varastu að vera of eftirlát(ur) við fjöl-
skylduna.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú hefur lagt hart að þér að und-
anförnu og ert nú tilbúinn til að sýna öðr-
um árangurinn. Ekki óttast að axla aukna
ábyrgð því þú munt auðveldlega standa
undir henni.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Látið það ekki á ykkur fá þó hlut-
irnir gangi ekki upp. Skítkastið segir
meira um þá, sem það stunda, en þig.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Vinátta og heiðarleiki skipta miklu
máli í umgengni við aðra. Þú tekur
ábyrgð á eigum annarra eða eigum sem
þú deilir með öðrum.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Það er eðlilegt að þér finnist að þér
vegið, þegar grundvallarskoðanir þínar
eru dregnar í efa. Ef þú kemst hinsvegar
ekki hjá því, skaltu vera vel á verði.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Það er hægt að leiða öðrum sannleik-
ann fyrir sjónir án þess að beita ofbeldi.
Veltu því frekar fyrir þér hvað er að og
hvað hægt er að gera í því.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Rómantísk sambönd valda
miklum heilabrotum í dag. Stjórnendur,
áhrifafólk og foreldrar sjá þig í jákvæðu
ljósi.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Það getur eyðilagt góða vin-
áttu ef menn reyna að þröngva sínu fram
án nokkurs tillits til annarra. Leitaðu
hjálpar ef þú telur það nauðsynlegt.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þú mátt ekki láta deigan síga,
heldur sækja fram af fullri djörfung til
þess sem þú vilt. Þú þarf jafn mikið á inn-
blæstri að halda og mat og vatni.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Það getur leitt til margskonar
breytinga að kynnast framandi menn-
ingu. En til að forðast allan misskilning
skaltu samt ræða málið við viðkomandi.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Það getur oft reynst erfiðara en
virðist í fljótu bragði að laga hluti sem
hafa verið látnir dankast lengi. Einn góð-
an veðurdag stendur þú uppi sem sig-
urvegarinn.
Stjörnuspá
11. mars 1961
Deilum við Breta um útfærslu
landhelginnar í 12 sjómílur
lauk með samkomulagi um
viðurkenningu þeirra og
heimild til takmarkaðra veiða
í þrjú ár.
11. mars 1971
Lög um happdrættislán rík-
issjóðs til vegagerðar og brú-
argerðar á Skeiðarársandi
voru samþykkt á Alþingi. Veg-
urinn var formlega opnaður
þremur árum síðar.
11. mars 1983
Bílstjórar vöruflutningabíla
óku fram hjá Alþingishúsinu,
þeyttu bílflautur og fjöl-
menntu á þingpalla til að mót-
mæla frumvarpi um þunga-
skatt á bíla.
11. mars 1984
Guðlaugur Friðþórsson, 22
ára stýrimaður, synti í land,
um fimm kílómetra, þegar vél-
bátnum Hellisey hvolfdi og
hann sökk austur af Heimaey.
Eftir að í land kom varð Guð-
laugur að ganga berfættur til
byggða yfir hraun. Afrek hans
þótti einstakt. Fjórir fórust
með Hellisey.
11. mars 2001
Jón Arnar Magnússon hlaut
silfurverðlaun í sjöþraut á
heimsmeistaramótinu í frjáls-
um íþróttum innanhúss í
Lissabon með 6.233 stig. Hann
hafði aldrei náð jafn langt á
stórmóti.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist…
„ÆTLI ég verði ekki bara í vinnunni á afmælis-
daginn,“ segir Sigurjón Guðni Ólason myndatöku-
maður Stöðvar 2 sem fagnar fertugsafmælinu í
dag. „Það er mikið að gera hjá fjölskyldunni þessa
dagana og kona mín, Andrea Guðnadóttir, á kafi í
prófum, þannig að ég býst við að fresta afmæl-
ishaldi til sumars.“ Ekki sé ólíklegt að afmæl-
isveislan fari fram utandyra, t.d. með grillveislu
og hver viti nema gestum verði stefnt á æskuslóðir
hans á Borgarfirði eystra. „Annars borgar sig
ekki að segja of mikið, þar sem ég er lítið farinn að
skipuleggja.“
Einungis tveir dagar eru á milli afmælis þeirra hjóna, en Andrea á
afmæli 9. mars. „Hún er ári eldri en ég þannig að við héldum smá
veislu í fyrra.“ Sjálfur er hann hins vegar lítið afmælisbarn.
Undanfarin ár hefur afmælisdagur Sigurjóns Guðna líka lent á
sama tíma og Samkaupsmótið í körfubolta, sem Óli Þór, sonur þeirra,
tekur þátt í ásamt félögum sínum í Val. „Þeir eru því orðnir nokkrir
afmælisdagarnir sem ég hef haldið upp á með því að sofa í svefnpoka í
íþróttahúsinu í Keflavík.“ annaei@mbl.is
Sigurjón Guðni Ólason 40 ára
Veislunni frestað til sumars
Sudoku
Frumstig
9 4 3 2
4 6 9 7
5 3
7 6 1 4 3 2
6 4 7 9
2 5 3 4 7 6
1 9
7 6 1 9
4 3 8 1
4 3 9
8 1 3
2 4 9 1
5 2 8 6 3
7 5
2 7 3 9 1
3 9 8 7
8 9 2
7 6 8
6 9
2 9 8 1
3 1 6
8 4 2 7
7 2 6 4
1 6 5 8
8 3 2
6 5 2 4
2 1
9 7 3 2 5 4 1 6 8
6 2 4 7 1 8 3 9 5
5 8 1 3 6 9 7 2 4
1 4 7 6 8 3 2 5 9
3 9 5 4 2 1 8 7 6
2 6 8 5 9 7 4 1 3
4 5 6 1 3 2 9 8 7
8 3 2 9 7 5 6 4 1
7 1 9 8 4 6 5 3 2
3 6 2 9 4 7 8 1 5
9 1 8 3 5 2 6 4 7
5 7 4 1 6 8 9 2 3
8 5 3 4 9 6 2 7 1
7 4 9 2 1 5 3 8 6
6 2 1 8 7 3 5 9 4
1 8 7 6 3 9 4 5 2
2 3 5 7 8 4 1 6 9
4 9 6 5 2 1 7 3 8
3 4 8 5 9 7 6 2 1
1 5 7 6 8 2 3 4 9
2 6 9 3 4 1 5 8 7
6 1 4 2 3 8 9 7 5
7 9 2 1 5 6 8 3 4
8 3 5 4 7 9 2 1 6
9 8 1 7 6 3 4 5 2
4 7 6 8 2 5 1 9 3
5 2 3 9 1 4 7 6 8
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Lausn síðustu Sudoki.
Í dag er miðvikudagur 11. mars,
70. dagur ársins 2009
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6
5. Rc3 Dc7 6. f4 b5 7. a3 Bb7 8. Bd3 Bc5
9. Rf3 Rc6 10. De2 d6 11. Be3 Bxe3 12.
Dxe3 Rf6 13. O-O O-O 14. Hae1 e5 15.
Rd5 Dd8 16. fxe5 Rg4 17. Db6 Dxb6+
18. Rxb6 Had8 19. exd6 Hxd6 20. Rd5
Rce5 21. h3 Rxf3+ 22. Hxf3 Bxd5 23.
exd5 Rf6 24. c4 bxc4 25. Bxc4 Hfd8 26.
Hd3 Rd7 27. b4 f6 28. He6 Re5 29. Hc3
Kf7 30. Bb3 H8d7
Staðan kom upp á meistaramóti
Taflfélagsins Hellis sem lauk fyrir
skömmu í húsakynnum félagsins í
Álfabakka 14a í Mjódd. Matthías Pét-
ursson (1.911) hafði hvítt gegn Árna
Þorvaldssyni (2.023). 31. Hc6! Rxc6
32. dxc6 Hd1+ 33. Kh2 H7d3 34. c7 og
svartur gafst upp.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Íslandsmótið í tvímenningi.
Norður
♠2
♥G984
♦D64
♣G6543
Vestur Austur
♠98753 ♠Á1064
♥D76 ♥1053
♦109 ♦K87532
♣1092 ♣--
Suður
♠KDG
♥ÁK2
♦ÁG
♣ÁKD87
Suður spilar 6♣.
„Komust þið í laufslemmuna?“
„Já, en ég fór niður.“
Íslandsmótið í tvímenningi var spilað
um helgina og þar kom upp þessi 27
punkta sleggja suðurs. Þrjú grönd voru
spiluð á flestum borðum, en nokkur pör
sögðu 6♣. Þar á meðal Þorlákur Jónsson
og Jón Baldursson. Slemman vinnst með
því að svína í tígli, en Þorlákur fór niður,
einn manna. Hann fékk út spaða upp á ás
austurs og eldsnögga tíguláttu um hæl. Í
sæti austurs var Gabríel Gíslason, lands-
liðsmaður í flokki yngri spilara. „Ég
trúði ekki að hann væri orðinn svona
góður,“ sagði Þorlákur, sem fór upp með
ásinn og treysti á ♥D aðra. Einn niður.
Jón og Þorlákur enduðu í öðru sæti,
örskammt á eftir sigurvegurunum, Júl-
íusi Sigurjónssyni og Ómari Olgeirssyni.
Þriðju urðu Eiríkur Jónsson og Jón Al-
freðsson.
Nýirborgarar
Reykjavík Jóhannes
fæddist 29. nóvember kl.
11. Hann vó 3.750 g og var
56 cm langur. Foreldrar
hans eru Jóhanna Kristín
Jóhannesdóttir og Þröst-
ur Bragason.
Akureyri Alexander Máni
fæddist 6. desember kl.
23.38. Hann vó 4.450 g og
var 55 cm langur. For-
eldrar hans eru Halla Ólöf
Jónsdóttir og Nicholas
Björn Mason.
Danmörk Anita Ösp fædd-
ist 17. apríl kl. 0.20. Hún
vó 2.950 g og var 49 cm
löng. Foreldrar hennar
eru Anna Rósa Antons-
dóttir og Helgi Snæ-
björnsson.