Morgunblaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Andra Karl andri@mbl.is ENGAN sakaði þegar eldur kom upp á efstu hæð Síðumúla 34 í gærdag. Fimmta hæð húsnæðisins þurrkaðist svo gott sem út í brunanum en þar var rúmgóð íbúð. Að auki urðu tölu- verðar skemmdir af völdum vatns og reyks á þriðju og fjórðu hæð. Elds- voðann má rekja til viðgerða en verkamenn voru að bræða dúk á þak- ið skömmu áður en eldurinn blossaði upp. Nokkrum mínútum eftir að blaða- maður mætti á vettvang sprakk gas- kútur á þakinu og lenti á jörðinni, skammt frá slökkviliðsmönnum við störf. Fjöldi fólks hafði safnast sam- an til að fylgjast með og því var veru- leg hætta á ferðum enda fleiri gas- kútar á þakinu. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, hóf því upp raust sína og reyndi að rýma svæðið næst brennandi húsinu. Með hjálp undirmanna sinna tókst honum á nokkrum mínútum að færa öryggislínu lögreglunnar niður að Grensásvegi, frá Síðumúla. Missti búslóðina í eldinum Eldtungur stóðu á tímabili marga metra í loft upp enda eldsmatur tölu- verður og gaskútarnir sprungu einn af öðrum. Þrátt fyrir það gekk slökkvistarf vel og var því að mestu lokið fyrir klukkan fimm síðdegis. Starfsfólk á fjórðu hæð hússins, hjá Íslensku útflutningsmiðstöðinni (ÍÚM), varð fyrst vart við óvenju- mikla reykjarlykt upp úr klukkan þrjú. „Það hafði verið dálítil tjöru- stybba yfir daginn, þar sem þeir voru að bræða eða eitthvað slíkt. Og svona rétt fyrir hálffjögur þótti okkur ekki eðlilegt hversu mikil lyktin var. Við fórum upp og sáum svartan reyk liggja út um íbúðina,“ segir Einar B. Ingvarsson, starfsmaður ÍÚM og leigjandi íbúðarinnar á fimmtu hæð. Einar sá þegar að hann var að horfa á eftir búslóðinni. Eldurinn var þá orðinn svo mikill að hann gat ekki sótt neitt af eigum sínum og fór hann með samstarfsmönnum út úr bygg- ingunni. Hann ræddi um tjón sitt með miklu jafnaðargeði. „Svona get- ur víst alltaf komið fyrir og maður verður að taka því eins og hverju öðru hundsbiti.“ Allmargir starfsmenn fyrirtækja í húsinu biðu þar til slökkvilið lauk störfum til að athuga um skemmdir. Einar hélt hins vegar sína leið. „Ég sé ekki mikla ástæðu til að bíða enda nokkuð ljóst hvernig staðan er á mínu innbúi. Þar er ekkert heillegt nema kannski lyklar.“ Verkamenn neituðu sök Húsið er í eigu sameignarfélags og einn eigenda þess, Óttar Yngvason, sem jafnframt er framkvæmdastjóri ÍÚM, horfði á hús sitt brenna fyrir utan. Óttar sagði að á milli 30 og 40 manns hefðu verið í húsinu en öllum gefist góður tími til að yfirgefa það. Og að aldrei hefði verið hætta á ferð- um. Óttar var nokkuð gagnrýninn á störf slökkviliðsins. Hann sagði slökkvilið hafa verið nokkuð snöggt á vettvang en þegar kom að því að koma vatnsslöngu upp á þak hefði það tekið sinn tíma. „Það tók þá að minnsta kosti fimmtán til tuttugu mínútur að koma slöngu þarna upp. Og alla vega tíu mínútur að koma á vettvang,“ sagði Óttar sem taldi að hægt hefði verið að koma slöngunni upp mun fyrr. Þorvaldur Geirsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, blés á gagnrýnina og sagði menn sína hafa verið mjög snögga upp, og að verklagið hefði verið til fyrirmyndar. Stefán Eiríksson tók undir orð Þor- valdar og sagðist hafa fylgst vel með störfum slökkviliðs. Óttar sagði einnig ljóst að verka- mennirnir hefðu skroppið í kaffi og á meðan hefði eldurinn blossað upp. Hann vildi þó ekki geta sér til um með hvaða hætti það hefði orðið. Hann benti blaðamanni á verka- mennina, en þeir stóðu álengdar. Mennirnir töluðu ensku fremur illa og eftir að blaðamaður kynnti sig sóru þeir af sér öll tengsl við eldsvoð- ann og viðgerðirnar á þakinu. Morgunblaðið/Júlíus Í ljósum logum Á fimmtu hæð hússins gjöreyðilagðist íbúð og reyk- og vatnsskemmdir urðu á þriðju og fjórðu hæð. Hætta af fljúgandi gaskútum Starfsmönnum í húsinu gafst góð- ur tími til að flýja Eftir Andra Karl andri@mbl.is KARLMAÐUR liggur á gjörgæsludeild Landspítala eftir að hann ók bíl sínum á brúarstólpa á mótum Breið- holtsbrautar og Reykjanesbrautar um klukkan hálfsjö í gærkvöldi. Maðurinn hafði ekið háskalega og veitti lög- regla honum eftirför þegar slysið varð. Að sögn læknis er maðurinn ekki í lífshættu og ástand hans stöðugt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hóf eftirför vegna tilkynningar frá lögreglunni á Suðurnesjum um að mað- urinn hefði ekið bíl sínum á annan kyrrstæðan og væri að því virtist í miklu tilfinningalegu uppnámi. Þótti því ástæða til að óttast um öryggi annarra í umferðinni. Eftirförin hófst sunnan við Hafnarfjörð og gaf lög- regla manninum merki um að stöðva. Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum og þegar mest lét voru sex lög- reglubílar á eftir honum. Að sögn lögreglu var ekki um ofsaakstur að ræða, þ.e. hraðakstur, en maðurinn ók hins vegar þrisvar sinnum utan í lögreglubíla við eftirförina. Maðurinn, sem ók stórum, breyttum jeppa, missti loks stjórn á bíl sínum og lenti á brúarstólpa Breiðholtsbrúar. Árekst- urinn var mjög harður og skemmdist bíllinn mikið. Nota þurfti klippur til að ná manninum úr flakinu og var hann í kjölfarið fluttur á slysadeild. Vakt var yfir honum í nótt. Loka þurfti Reykjanesbraut til norðurs um tíma og var umferð beint um hjáleið. Ók bíl sínum á brúarstólpa Morgunblaðið/Árni Sæberg Flak Maðurinn missti stjórn á stórum, breyttum jeppa sínum og hafnaði á brúarstólpa Breiðholtsbrúar. ALÞINGI samþykkti í gær ný lög sem heimila lífeyrissjóðum að greiða út séreignarsparnað ef fólk óskar eftir því. Hægt er að fá eina milljón króna greidda út, eigi mað- ur hana, en upphæðin skiptist í níu mánaðarlegar jafngreiðslur. Ef upphæðin er minni en milljón stytt- ist útgreiðslutíminn í réttu hlutfalli við það. Heimildin er tímabundin og gildir til 1. október 2010. Ekki er gerð krafa um að þeir sem fá séreignina greidda út eigi í fjárhagsvanda. Allar úttektir sam- kvæmt lögunum eru skattskyldar eins og um atvinnutekjur væri að ræða. Eftir skatt er hámarksúttekt því 628 þúsund krónur eða tæplega 70 þúsund á mánuði. Greiðslur skerða hins vegar ekki opinberar bætur. Skuldheimtumenn geta ekki krafið fólk um að taka út séreign- arsparnað. onundur@mbl.is Ný lög leyfa fólki að taka út séreignina HÆSTIRÉTTUR felldi í gær úr gildi farbanns- úrskurð yfir fyrrverandi framkvæmda- stjóra Verð- bréfaþjónustu sparisjóðanna (VSP), Viggó Þóri Þórissyni, en hann er grun- aður um stórfelld efnahagsbrot í starfi. Engu að síður skal hann leggja fram 10 milljóna króna tryggingu fyrir því að hann mæti hjá lögreglu til skýrslugjafar. Þangað til tryggingin er sett er honum bönnuð brottför frá landinu. Framkvæmdastjórinn fyrrver- andi hefur sætt farbanni í 23 mán- uði og hefur lögmaður hans, Sveinn Andri Sveinsson, gagnrýnt úr- skurði héraðsdóms og Hæstaréttar harðlega. „Við erum mjög ánægðir með þetta. Droparnir hafa loksins náð að hola steininn.“ Hæstiréttur hefur ítrekað gert athugasemdir um að rannsókn málsins hafi ekki verið nægilega markviss og tafir ekki réttlættar að fullu. Felldi rétturinn úrskurðinn úr gildi að virtum þeim gögnum og upplýsingum „um ómarkvissar að- gerðir við rannsókn málsins“ sem lagðar voru fyrir. andri@mbl.is Farbanni aflétt eftir 23 mánuði Sveinn Andri Sveinsson „Starfsmaður hjá mér fór klukkan fjögur og þá var reykur úti á gang- inum. Ég sagði honum að halda fyr- ir vitin og fara niður. Ég ætlaði að vera áfram,“ segir Sigfríður Björns- dóttir, framkvæmdastjóri Íslensku tónverkamiðstöðvarinnar (ITM), sem er með aðsetur á þriðju hæð. Sigríður var svo nánast dregin út af öðrum starfsmönnum í húsinu en hún ætlaði að klára öryggis- afritun gagna áður. „Ég ætlaði bara að loka dyrunum og halda áfram. Ég hélt að þetta væri bara smámál. Svo kom ég út og fékk áfall þegar ég sá hversu mikill eldur var.“ Hjá ITM eru geymdar nótur átta þúsund tónverka á pappír. Á und- anförnum árum hefur verið unnið að því að afrita nóturnar á rafrænt form og hafa þegar um fimm þús- und verk verið afrituð. Þar sem eldurinn var staðbund- inn við þakið þótti ekki mikil hætta á að hann næði niður á þriðju hæð. Hins vegar var veruleg hætta á að vatn leitaði niður vegna slökkvi- starfa og því voru nóturnar í stór- hættu. „Nóturnar eru margar hverj- ar í pappírsmöppum og því ryksuga á raka,“ segir Sigfríður. Töluvert vatn komst niður á skrif- stofu ITM en Sigfríður þakkar slökkviliðinu það sérstaklega að ekki fór illa, enda breiddu þeir yfir nóturnar áður en vatni var sprautað á húsið. Hún vann við þurrkun og kælingu í gærkvöldi. Átta þúsund tónverk í stórhættu STERKA KONU Í FORYSTU! www.olofnordal.is Kjósum Ólöfu Nordal í 2.-3. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna 13.-14. mars 2009 Verið velkomin á kosningaskrifstofu mína að Laugavegi 178, 4. hæð. Sími 840-6464 - Opið frá 14-21. Stórhættulegar gassprengingar MBL.IS | SJÓNVARP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.