Morgunblaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 15
Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2009 Pétur H. Blöndal í 2. sæti Opinn fundur um lausnir • Fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar • Endurreisn efnahagslífsins, uppgjör við fortíðina og lausnir til framtíðar • Þrískipting valdsins og öflugra Alþingi Október hrunið - hvað svo? Hugmyndir Péturs um leiðir og lausnir á vandanum. Opinn fundur á Háskólatorgi, stofu HT105, fimmtudagskvöld klukkan 20:00 - 22:00. Fundarstjóri Gylfi Zoega prófessor við Háskóla Íslands. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is FIMM stöður skólastjóra og aðstoðar- skólastjóra við skólana í Dalabyggð verða lagðar niður og ráðinn einn skólastjóri yfir fjóra skóla. Sveitar- stjórn hefur samþykkt tillögu sveitar- stjórans um skipulagsbreytingarnar. Óánægja er með þær meðal íbúa. Ákvörðun sveitarstjórnar felur í sér sameiningu yfirstjórnar Grunnskólans í Búðardal, Grunnskólans í Tjarnar- lundi í Saurbæ, leikskólans Vinabæjar í Búðardal og Tónlistarskóla Dalasýslu. Allt eru þetta fámennar stofnanir nema Grunnskólinn í Búðardal, og óhagkvæmar einingar. Skólastjórar eru nú yfir öllum skólunum og aðstoð- arskólastjóri að auki í Grunnskólanum í Búðardal. Í samþykkt sveitarstjórnar sem gerð var samhljóða felst að þessar fimm stöður eru lagðar niður og ráðinn nýr skólastjóri yfir allar stofnanirnar. Þremur af þessum stjórnendum hef- ur verið sagt upp störfum en tveir eru með tímabundna ráðningu. Grímur Atlason sveitarstjóri segir að öllum verði boðið að starfa áfram sem kenn- arar eða millistjórnendur. Ráðinn verð- ur verkefnisstjóri við skólann í Tjarn- arlundi og aðstoðarleikskólastjóri að Vinabæ. Ekki verður ráðinn aðstoðar- skólastjóri við Grunnskólann í Búðar- dal en nýr skólastjóri mun starfa þar. Staða skólastjóra hefur þegar verið auglýst laus til umsóknar. Tekið er fram að æskilegt sé að nýr skólastjóri geti hafið störf við undirbúning í vor. Grímur Atlason segir áætlað að skipulagsbreytingarnar spari um 10 milljónir kr. í launakostnaði en auk þess verði hægt að draga úr ýmsum öðrum kostnaði með samrekstri. Mesti sparnaðurinn er vegna breyt- inga á tónlistarskólanum. Lögð verður áhersla á kennslu barna í 1. til 4. bekk. Tónlistarnám verður síðan í boði fyrir nemendur 5. til 10 bekkjar gegn gjaldi. Almenningi gefst ekki lengur kostur á að nýta þjónustu tónlistarskólans. Lítilsvirðing við skólann „Það skilja allir þörfina á því að hagræða í rekstri en það er ekki sama hvernig það er gert. Þeir hefðu átt að byrja á því að einfalda dýrasta þáttinn, tónlistarskólann,“ segir Guðrún Jóhannsdóttir, íbúi í Búðar- dal. Hún á barn í skólanum og segir að núverandi skólastjórnendur hafi unnið gott starf og hvetur íbúa til samstöðu um að krefjast þess að sveitarstjórn afturkalli ákvörðun sína og skoði málin betur í samráði við íbúana. Hún segir að hægt hafi verið að fella tónlistarskólann undir stjórnun grunnskólans án þess að fara í þessar róttæku skipulags- breytingar. Þrúður Kristjánsdóttir, fyrrver- andi skólastjóri í Búðardal, gagnrýnir breytingarnar harðlega á vef Dala- byggðar. Segir að Grunnskólanum í Búðardal sé sýnd hrein lítilsvirðing með þessu skipulagi. Núverandi stjórnendum séu boðnar kennara- stöður sem ekki séu til við skólann en bent á lausar stöður í Tjarnarlundi. „Í Grunnskólanum í Búðardal hefur ver- ið gott og metnaðarfullt skólastarf sem byggst hefur upp gegnum árin. Væri sárgrætilegt ef tilskipanir sveit- arstjórnar yrðu til að raska því,“ segir Þrúður. Einn stjóri í stað fjögurra Íbúar gagnrýna ákvörðun sveitarstjórnar Dalabyggðar um að segja upp skóla- stjórunum í Búðardal og ráða einn skólastjóra yfir fjóra skóla sveitarfélagsins Morgunblaðið/Arnaldur Þorp Búðardalur er helsti þéttbýlisstaðurinn í Dalabyggð. Nýr skólastjóri verður ráðinn við skólann þar til að stjórna öllum skólum byggðarlagsins. Í HNOTSKURN »Í skýrslu sem unnin varfyrir sveitarstjórn koma fram þrjár tillögur sem kynnt- ar voru íbúum í byrjun janúar án þess að afstaða væri tekin til þeirra. Nefnt var að sam- eina alla skólana eða grunn- skólann og tónlistarskólann. Mesti sparnaðurinn var þó tal- inn felast í því að hætta kennslu í Tjarnarlundi. »Sveitarstjórnin hefurákveðið að kennsla verði áfram í Tjarnarlundi, að minnsta kosti næstu fjögur ár- in. Talið er of langt fyrir börn- in að sækja skóla í Búðardal. ELLISIF Tinna Víðisdóttir, for- stjóri Varnar- málastofnunar, segir að hún hafi oft boðið Land- helgisgæslunni samstarf en Gæslan hafi sýnt því takmarkaðan áhuga. Sjálfsagt væri að stofnan- irnar ynnu saman en jafnframt yrði að hafa í huga að Atlantshafsbanda- lagið (NATO) gerði stífar öryggis- kröfur um hvernig farið væri með gögn úr eftirlitskerfum þess. Í Morgunblaðinu í gær var haft eftir Georg Kr. Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar, að vegna þess hversu Gæslan hefði fáar þyrl- ur, væri afskaplega gott að hafa að- gang að gögnum Varnarmálastofn- unar um staðsetningu erlendra herskipa sem hugsanlega væru búin þyrlu. Gæslan stenst ekki kröfur Ellisif Tinna segir að Varnarmála- stofnun fái allar þær upplýsingar sem NATO búi yfir um ferðir skipa og flugvéla í kringum landið. Í þess- um upplýsingakerfum sjáist öll skip en í eftirlitskerfum Landhelgisgæsl- unnar sjást aðeins þau skip sem búin eru sérstökum fjareftirlitsbúnaði. Stífar öryggisreglur gildi um með- ferð þessara upplýsinga sem m.a. lúta að öryggi húsnæðis. Húsnæði Varnarmálastofnunar standist þær kröfur en það geri höfuðstöðvar Landhelgisgæslunnar hins vegar ekki, það hafi verið staðfest með skoðun NATO fyrir skömmu. Til að Varnarmálastofnun geti deilt trún- aðarupplýsingum úr upplýsingakerf- um NATO verði viðtakandi að stand- ast fyrrnefndar kröfur. Ellisif Tinna segir að Varnarmála- stofnun hafi verið öll af vilja gerð til að koma á samstarfi við Landhelg- isgæsluna. Gæslunni hafi t.a.m. verið boðið að hafa vaktmann í húsnæði Varnarmálastofnunar sem gæti fylgst með skipaumferð og verið í sambandi við stjórnstöð Gæslunnar, ef þurfa þætti. Kostnaðurinn yrði greiddur af Gæslunni. Þessu boði hafi Landhelgisgæslan í engu svar- að. Þá hafi hún sem forstjóri Varn- armálastofnunar tilnefnt tæknimann til að kanna hvort hægt væri að keyra eftirlitskerfi Varnarmála- stofnunar og Landhelgisgæslunnar saman en Gæslan hefði ekki tilnefnt mann fyrir sitt leyti. Gæslan hefði ekki einu sinni viljað afla öryggis- vottunar NATO fyrir starfsmenn sína en slíka vottun yrðu allir þeir sem hafa aðgang að upplýsingakerf- um bandalagsins að hafa. „Menn hljóta að byrja á að setjast niður og ræða hvað er hægt að gera saman,“ segir hún. Gæslan hafi engan áhuga sýnt á því. Fullyrðingar koma á óvart Ellisif Tinna tekur fram að sam- starf við Gæsluna, t.d. í kringum loft- rýmiseftirlit hafi verið með miklum ágætum en bæði sprengjudeild og þyrlubjörgunarsveit sinni ákveðnum störfum í tengslum við það. Því komi yfirlýsingar og fullyrðingar forstjóra Landhelgisgæslunnar henni á óvart. runarp@mbl.is Varnarmála- stofnun hefur boðið samstarf Gæslunni boðið að senda vaktmenn Ellisif Tinna Víðisdóttir F-LISTINN sem er í minnihluta í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs telur ekki rétt að Oddný G. Harðardóttir sitji áfram sem bæj- arstjóri eftir að hún gaf kost á sér á framboðslista Samfylking- arinnar í Suðurkjördæmi. Oddný vill athuga stöðuna eftir kosningar. Oddný er í forystu fyrir meirihluta bæjarstjórnar og hefur verið bæj- arstjóri frá upphafi kjörtímabilsins. Hún gaf kost á sér í prófkjöri Sam- fylkingarinnar og náði þar öðru sæti. „Við teljum að bæjarstjórastaðan sé það mikilvæg að ekki sé hægt að standa í kosningabaráttunni með því,“ segir Ingimundur Þ. Guðnason, bæjarfulltrúi F-listans. Krafan um af- sögn bæjarstjórans var samþykkt á almennum félagsfundi F-listans og Ingimundur segir að sami tónn heyr- ist víðar í bænum. Athugað eftir kosningar Oddný segir að málið verði athug- að í rólegheitum. Hún segist hafa óskað eftir því að það verði gert þeg- ar úrslit kosninga liggja fyrir. Hún er í öruggu sæti ef úrslit kosninganna í vor verða lík síðustu kosningum. „Garðbúar þurfa ekki að hafa áhyggj- ur af því að ég sinni ekki þessu starfi, á meðan ég er í því,“ segir Oddný og bætir því við að hún telji að flestir bæjarbúar fagni því að hún eigi möguleika á þingsæti. helgi@mbl.is Vilja að bæjarstjóri hætti Oddný G. Harðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.