Morgunblaðið - 11.03.2009, Side 4

Morgunblaðið - 11.03.2009, Side 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2009 Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is „MÉR hefur verið talin trú um að ég væri að hjálpa einhverjum. Maður gerir það þegar maður getur, ef maður er þannig þenkjandi,“ segir Rúnar Sveinsson lofskeytamaður sem gefið hefur blóð í 150 skipti. Hann var heiðr- aður sérstaklega á aðalfundi Blóðgjafafélags Íslands á dögunum. Rúnar hefur gefið blóð reglulega frá því hann var átján ára. „Ég var í Loftskeytaskól- anum og þá var öllum nemendum smalað nið- ur í Blóðbanka, þeim sem voru að læra vél- stjórn, stýrimönnum og loftskeytanemum,“ fara í Blóðbankann og gefa blóð,“ segir hann. Rúnar vinnur vaktavinnu í Fjarskipta- miðstöðinni í Gufunesi og gat því nýtt vaktafríin til að fara Blóðbankann. „Það var einu sinni hringt í mig. Ég var við vinnu utan bæjar. Það lá svo mikið á að ég var beðinn að taka leigubíl og koma. Ég gerði það og spurði aldrei hvað hefði gerst,“ segir Rúnar. 67 í hópi hundraðshöfðingja Á aðalfundi Blóðgjafafélagsins kom fram að 67 blóðgjafar hefðu náð því marki að gefa blóð 100 sinnum eða oftar. Þeir eru nefndir hundraðshöfðingjar. Sjö í þessum hópi hafa gefið oftar en 125 sinnum. segir Rúnar. Hann gaf blóð reglulega í fimm- tíu ár, enda var blóðið úr honum eftirsótt, O-, þar sem það gat nýst mörgum. Venjulega hætta blóðgjafar við 65 ára aldur en Rúnar fékk undanþágu í fjögur ár gegn því að fara reglulega í læknisskoðun. Viðurkennir hann að það hafi kitlað að ná 150 gjafa markinu. Aðeins einn maður hefur áður náð því, Guð- björn Magnússon, sem einnig er loft- skeytamaður. Rúnar hætti í haust, þegar settu marki var náð, segir að þetta hafi verið orðið gott. Rúnar er einn af þeim sem alltaf koma ótil- kvaddir á þriggja mánaða fresti til að gefa blóð. „Það var orðinn hluti af tilveru minni að Talin trú um að ég væri að hjálpa Blóðgjafar Rúnar Sveinsson, Björn Harð- arson og Ólafur Helgi Kjartansson. Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is UM 14 þúsund heimili, eða 18% allra heimila í landinu, eru komin með nei- kvæða eiginfjárstöðu, það er þau skulda meira en þau eiga. 20,6% heimila eru með eiginfjárstöðu sem er á bilinu núll til fimm milljónir. Alls eru því um 30 þúsund heimili í landinu með neikvæða eiginfjárstöðu eða eru á leiðinni í þá stöðu. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi, sem Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, héldu í gær eftir ríkisstjórnarfund, þar sem m.a. var rætt um aðgerðir fyrir ein- staklinga sem eru í greiðsluvanda. Jóhanna sagði að bráðabirgðanið- urstaða lægi fyrir um fjárhagsstöðu um 80 þúsund einstaklinga, að því frá- töldu að enn vantaði upplýsingar um stöðu þeirra hjá lífeyrissjóðum, um bílalán og yfirdráttarlán. Jóhanna segir að gengið verði end- anlega frá aðgerðunum í vikunni. Þær eru m.a. fyrir fólk sem á í erfiðleikum vegna myntkörfulána. „Þar erum við að ræða um greiðsluaðlögun gengis- tryggðra fasteignalána og að mögu- legt verði að breyta gengistryggðum lánum yfir í hefðbundin verðtrygging- arlán,“ sagði hún. Þá afgreiddi ríkisstjórnin frumvarp um hækkun vaxtabóta þannig að há- marksupphæð greiddra vaxtabóta og viðmiðunarfjárhæðir vaxtabóta munu hækka um 25%. „Það er gert ráð fyrir að það fjármagn sem við fáum af skatttekjum af séreignasparnaði verði nýtt til þessara hluta og þetta gæti verið um tveir milljarðar króna,“ sagði Jóhanna. Ákveðið var að koma á greiðsluað- lögun vegna fasteignaveðkrafna en frumvarp sem nú liggur fyrir þinginu nær eingöngu til samningskrafna. Jó- hanna sagði að með þessu yrði greiðsluaðlögunin mun víðtækari en fyrri ákvarðanir gerðu ráð fyrir þann- ig að hún næði einnig til fasteignaveð- lána. Ríkisstjórnin er einnig að vinna að samkomulagi við Samtök fjármála- fyrirtækja og lífeyrissjóði um að öll greiðsluerfiðleikaúrræði Íbúðalána- sjóðs nái til þeirra sem eru í við- skiptum við aðra en ríkisbankana. Jó- hanna segist vonast til að gengið verði frá þessu samkomulagi á næstu dög- um. Ljóst verði að fólk fái sömu úr- ræði hjá öðrum lánastofnunum og það fær hjá Íbúðalánasjóði. „Við erum líka að skoða nýjan lánaflokk hjá Íbúðalánasjóði en það eru endur- fjármögnunarlán, sem heimila Íbúða- lánasjóði að veita einstaklingum íbúðalán til að greiða upp íbúðalán hjá bönkum og sparisjóðum,“ sagði for- sætisráðherra. Auk þessa samþykkti ríkisstjórnin frumvarp um stofnun eignaumsýslu- félags. Er því ætlað að starfa í fimm ár og leysa úr málum þjóðhagslega mikilvægra fyrirtækja, „sem eru það annað hvort vegna undirstöð- ustarfsemi sinnar í samfélaginu, vegna innviða samfélagsins eða vegna þess að öryggishagsmunir, í víðum skilningi þess orðs, eru á bakvið. Þá erum við að tala um hluti á borð við fæðuöryggi, samgönguöryggi og fjar- skiptaöryggi [...],“ sagði Steingrímur. 25% hækkun vaxtabóta  Hægt verði að breyta gengistryggðum lánum í hefðbundin verðtryggð lán  14 þús heimili eiga ekki fyrir skuldum Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is MP Banki féll í gær frá mótmælum sínum við áframhaldandi greiðslu- stöðvun Hansa ehf. Eina eign Hansa, sem er að fullu í eigu Björgólfs Guð- mundssonar, er enska knattspyrnu- liðið West Ham United. Margeir Pétursson, stjórnarfor- maður MP, segir að samkomulag hafi náðst milli kröfuhafa Hansa. Efnisatriði þess séu hins vegar trún- aðarmál. ,,Staðan er sú að við föllum frá þessum mótmælum um áfram- haldandi greiðslustöðvun. Ástæðan er að kröfuhafar Hansa hafa náð samkomulagi sín á milli um fram- haldið. Þar á meðal er Straumur fjár- festingarbanki og er það með fullu samþykki skilanefndar Straums.“ Engar kröfur í forgang Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins snýst samkomulagið um að allar kröfur verði jafn réttháar. Áður höfðu aðstæður verið þannig að félög tengd Björgólfi Guðmundssyni, sem eru þorri kröfuhafa, höfðu átt for- gangskröfur í búið. Aðalmeðferð í málinu átti að fara fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Til stóð að forsvarsmenn Hansa, þeir Björgólfur Guðmunds- son og Ásgeir Friðgeirsson, bæru vitni. Auk þess átti að kalla fyrir William Fall, fyrrverandi forstjóra Straums. Af því verður þó ekki og tók dómari sér frest til föstudags til að kveða upp úrskurð. Aðrir lánardrottnar en MP banki höfðu ekki sett sig á móti greiðslu- stöðvun Hansa. Félagið fær væntan- lega greiðslustöðvun í allt að þrjá mánuði til viðbótar. Eigendur félags- ins vilja nýta greiðslustöðvunina til að selja West Ham. Skuldir 38 milljarðar Skuldir Hansa ehf. eru, sam- kvæmt kröfuhafakynningu sem haldin var 4. desember síðastliðinn og Morgunblaðið hefur undir hönd- um, um 38 milljarðar króna. Þegar Björgólfur keypti West Ham í nóvember 2006 ásamt Eggerti Magnússyni var kaupverðið 85 millj- ónir punda auk yfirtöku á 22 milljóna punda skuld. Sú upphæð er í dag um 16,5 milljarðar króna. Því er ljóst að skuldir félagsins eru töluvert meiri en kaupverðið var á sínum tíma. Stærsti einstaki kröfuhafinn er Straumur fjárfestingarbanki, sem var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu (FME) á mánudag vegna lausafjár- erfiðleika. Hansa skuldar bankanum um 14 milljarða króna. Íslenska ríkið hefur ábyrgst innstæður í Straumi fyrir um 60 milljarða króna og á því töluvert undir því að fá kröfur á borð þá sem bankinn á í bú Hansa greidd- ar. Allar kröfur jafn réttháar Í HNOTSKURN »Í greinargerð sem lögð varfyrir dóm í desember héldu forsvarsmenn Hansa því fram að þeir teldu raunhæft að fá allt að 250 milljónir punda, um 40 milljarða króna, fyrir West Ham. »Þeir rökstuddu það meðþví að Manchester City, annað enskt knattspyrnufélag, hefði verið selt á 230 milljónir punda í ágúst 2008. Síðan hef- ur alþjóðleg kreppa dýpkað. Sjálfstæðisflokkurinn Stillum upp sterkum listum Landssamband sjálfstæðiskvenna hvetur alla sjálfstæðismenn til að stilla upp sterkum listum í prófkjörum sjálfstæðismanna 13. - 14. mars og kjósa konur til jafns á við karla. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að koma samningaviðræðum milli nýju bankana, gömlu bankanna og kröfuhafa gömlu bankanna í fast- an farveg. „Þetta mál er komið í mjög traustan vinnufarveg í nefnd undir forystu Þorsteins Þorsteinssonar [rekstrarhagfræðings] og al- þjóðlega ráðgjafarfyrirtækið Hawkpoint [...] er komið með þessi samskipti og heldur á hagsmunum ríkisins gagnvart samskiptum nýju og gömlu bankanna. Inn í þá mynd koma að sjálfsögðu hugmyndir um hvort erlendir kröfuhafar komi í einhverjum mæli að bönkunum sem eignaraðilar,“ segir Stein- grímur J. Sigfússon fjármálaráð- herra. Er markmiðið m.a. að tryggja rekstrargrundvöll bank- anna þannig að þeir taki ekki á sig meiri skuldbindingar en þeir ráða við vegna yfirtöku eignanna. Viðræður í fastan farveg RÆTT var um hin umdeildu stjórnskipunarlög á Al- þingi í gær. Umræðan hófst upp úr miðjum degi og stóð til rúmlega ellefu í gærkvöldi. Meðal annars benti Geir H. Haarde, þingmaður Sjálfstæðisflokks, á að þetta væri í fyrsta skipti síðan árið 1959 sem stjórnarskrá ætti að breyta án samþykkis allra flokka. Morgunblaðið/Golli Karpað um stjórnskipunarlög 14 þúsund heimili eiga bara skuldir MBL.IS | SJÓNVARP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.