Morgunblaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2009 Látinn er í hárri elli heiðursmaðurinn Sig- urður Ólafsson. Við sem vorum aldir upp á Hlíðarenda upp úr miðri öldinni sem leið eigum Sigga margt að gjalda. Ég minnist hans þegar við strák- arnir hlupum fyrst hringinn í þá nýju Íþróttahúsi Vals að Hlíðarenda eitt sunnudagseftirmiðdegi 1958, en hann var einn þriggja sem byggðu þetta hús. Hinir voru Úlfar Þórð- arson og Andreas Bergmann. Óhætt er að segja að hann hafi verið einn af mestu íþróttafrömuð- um síðustu aldar. Hann var reyndar þeirrar gerðar að hann vildi sem minnst um það tala. Hann lét verkin um það. Siggi var frábær íþrótta- maður, klassa knattspyrnumaður og margfaldur Íslandsmeistari sem slíkur. Ég hef oft haldið því fram að ef hann væri upp á sitt besta í dag, væri hann leikstjórnandi hjá einum af stórliðum Evrópu. Reyndar sá ég þá félaga fyrir mér, hann og Albert Guðmundsson leika saman með Ars- enal í Bretlandi. Þar hefði Sigurður Ólafsson sómt sér vel. Sigurður var Valsmaður með stórum staf. Ég hef oft hugsað um það hvílíkt lán það er íþróttafélagi eins og Val að hafa átt slíkan mann að félaga. Það verður aldrei hægt að meta. Þetta voru einstaklingar sem lögðu grunninn að íslenskri íþrótta- hreyfingu eins og hún er í dag. Eitt í fari Sigga, sem ég dáðist að, var það hversu vel hann fylgdist með okkur yngri mönnum, en í hvert sinn er við hittumst vildi hann vita hvað við værum að nema og hvernig okkur vegnaði í starfi. Þetta var hreint ótrúlegt og lýsir honum ef til vill betur en margt ann- að. Ég kveð Sigurð Ólafsson með mikilli virðingu. Magnús Ólafsson. Sigurður Ólafsson var skrifstofu- stjóri Hörpu hf. í meira en þrjá ára- tugi. Í starfi sínu naut hann vin- sælda og virðingar, jafnt meðal viðskiptavina og samstarfsmanna enda var Sigurður einstaklega traustur og heiðarlegur maður. Hann þótti einnig hjálpsamur og velviljaður og tók vel á móti þeim fjölmörgu sem leituðu til hans með erindi sín. Störf hans fyrir Hörpu hf. einkenndust af yfirvegun, ná- kvæmni og gætni. Stjórn og eigendur Hörpu hf. báru ávallt fullt traust til Sigurðar enda voru honum falin vandasöm og ábyrgðarmikil verkefni. Árið 1976 valdi Sigurður sjálfur að breyta um starfsvettvang enda þrjátíu ára starfsferill að baki. Hann hélt alltaf tryggð við fyrirtækið og starfsfólk þess. Ávallt urðu fagnaðarfundir þegar Sigurður kom í heimsókn. Þá voru rifjaðir upp atburðir liðinna Sigurður Ólafsson ✝ Sigurður Ólafssonfæddist í Reykja- vík 7. desember 1916. Hann lést á Landspít- alanum, Landakoti, aðfaranótt 25. febr- úar síðastliðins og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 9. mars. tíma og mikið hlegið. Faðir minn, Magn- ús Helgason, sem var í forsvari fyrir Hörpu hf. um áratugaskeið, átti mjög gott og traust samstarf við Sigurð Ólafsson. Ekki spillti fyrir að þeir áttu sér sameiginlegt áhugamál sem var Knattspyrnufélagið Valur þar sem Sigurð- ur lék sem afreksmað- ur í fótbolta og hand- bolta til fertugs, varð síðar einn af helstu forystumönnum félagsins og heiðursfélagi Vals. Sjálfur hef ég deilt þessum áhuga á Val með þeim. Fyrir hönd fyrrverandi starfs- manna og eigenda Hörpu hf. flyt ég ættingjum Sigurðar Ólafssonar samúðarkveðjur. Einstakur heiðurs- maður er horfinn á braut. Helgi Magnússon. Kveðja frá Fulltrúaráði Vals. Valsmaðurinn Sigurður Ólafsson var annað og meira en íþróttakappi og með sanni má segja að hann hafi unnið til sigurlauna í hverju því verki er hann tók sér fyrir hendur í Val. Látleysi, prúðmennska, þraut- seigja og stöðugt starf, þessar eru lífseinkunnir Sigurðar Ólafssonar, og í hugann koma orð úr bréfi Páls til Galatamanna: „Þreytumst ekki að gjöra það sem gott er, því að á sínum tíma munum vér uppskera, ef vér gefumst ekki upp. Þess vegna skul- um vér, meðan tími er til, gjöra öll- um gott og einkum trúbræðrum vor- um.“ Það má vera ótrúlegt, en er þó satt, að Sigurður var stjórnarmaður í Val þegar félagið festi kaup á Hlíð- arenda við rætur Öskjuhlíðar fyrir 70 árum. Hann var stjórnarmaður meira og minna næstu tvo áratugina þar á eftir. Hann gerþekkti rekstur Vals um áratugaskeið og hann var formaður félagsins 1946, sama árið og hann lék í fyrsta landsliði Íslands í knattspyrnu. Það varð táknrænt fyrir störf hans í Val að hann gegndi formennsku aðeins þetta eina ár. Oftar en ekki var lagt að honum að taka að sér formennsku í Val, en hann vissi sem var að ef hann tæki að sér formennskuna kæmist hann ekki yfir að vinna hin ýmsu „smá- verk“ sem hann alla tíð vann fyrir Val og myndu baka félaginu hinn mesta skaða færust þau fyrir og er hér vitnað til orða Ólafs Sigurðsson- ar: „Það taka ekki margir eftir því að þessi maður er að dreifa áburði á grasvöllinn, meðan tugir ungra manna leika sér. Flestum finnst bara sjálfsagt að völlurinn sé vel gróinn, fallegur og nýsleginn. Þeir sem áttu að sjá um áburðardreif- inguna ætluðu líka að slá völlinn, en það kom eitthvað upp á svo verkið var ekki unnið og stefndi í vandræði. Þá kom Sigurður til skjalanna að firra slíkum vandræðum. Hann hrópaði ekki, né baðaði út höndun- um eða hneykslaðist á trassaskap eða vanrækslu eða heimtaði aðgerð- ir í málinu. Hann bara vann verkið.“ Markmið sr. Friðriks var að leiða drengina sína í Val á vegi Guðs. Hann kenndi þeim að leita fyrst Guðs ríkis og færa það svo inn í alla hluti. Inn í vinnu sína og verk, inn í leiki, skemmtanir, kærleikann og öll mannleg samskipti. Markmið sr. Friðriks var að þroska hvers kyns fullkomnun í lífi drengjanna. Sigurður Ólafsson vann Val lengi og vel á keppnisvelli og varð marg- faldur Íslandsmeistari bæði í knatt- spyrnu og handknattleik og var landsliðsmaður í knattspyrnu. Sig- urður hlaut æðstu heiðursmerki KSÍ og ÍSÍ. Hann vann fleiri meist- aratitla en aðrir Valsmenn, en önnur afrek hans í félagsþágu myndu þó ein duga til að halda nafni hans hátt á lofti um ókomin ár. Sigurður var heiðursfélagi Vals, æðri metorð höf- um við ekki. Sigurður færði lærdóm sr. Friðriks inn í vinnu sína og verk. Valur þakkar Sigurði samfylgdina og Valsmenn allir brýna hver annan í minningu hans: Bræður: „Þreyt- umst ekki að gjöra það sem gott er, því að á sínum tíma munum vér upp- skera, ef vér gefumst ekki upp. Þess vegna skulum vér, meðan tími er til, gjöra öllum gott og einkum trú- bræðrum vorum.“ Aðstandendum vottum við samúð. F.h. fulltrúaráðs Vals, Halldór Einarsson. Þetta er hinsta kveðja andbýlinga hér við Bergstaðastræti til Sigurðar og hans góðu konu Gyðu Ingólfs- dóttur sem dó fyrir tveimur árum. Með þessari fjölskyldu hef ég fylgst lengst ævinnar, horft inn um gluggana hjá þeim handan götunnar og átt við þau innileg samskipti. Við höfum séð þau sitja við borðið sitt, lesandi og rannsakandi. Sigurður var bókamaður og margfróður safn- ari. Heimsóknir til þeirra voru ánægjulegar. Minningar Gyðu náðu til þess tíma er hverfið var að rísa og ekki einu sinni farið að dreyma um byggingar okkar húss eða annarra hérna megin götunnar. Fjölskyldan er því elstu frumbýl- ingar við austurenda strætisins og hefur sett svip sinn á hana svo lengi sem ég man. Indælt er því að minnast Sigurð- ar. Hann var látlaus maður og góð- gjarn. Sem höfuðvarnarmaður í merkasta fótboltaleik sem ég hef orðið vitni að, fyrsta landsleiknum í fótbolta við Dani 1946, á Melavell- inum hinn 18. júlí, var hann sönn hetja. Íþróttaferill hans náði miklu lengra fram og aftur. Daginn sem Sigríður kona mín fæddist árið 1937 var sagt frá Sigurði í blöðunum í frægðarleik. Og ekki skildi hann strax við Val. Er hann hætti að keppa varð hann óþreytandi sjálf- boðinn starfsmaður félagsins og krakkarnir í hverfinu fylgdu honum eftir út að Hlíðarenda. Tengslin yfir götuna standa á gömlum merg. 1. des. 1930 fluttu foreldrar mínir með mig hingað í nr. 69 sem leigjendur Vigdísar Árna- dóttur og Ingólfs Lárussonar skip- stjóra, tengdaforeldra Sigurðar, sem bjuggu hér á móti. Ingólfur hafði byggt húsið ásamt vini sínum, Jóni Sigurðssyni, skipstjóra á togar- anum Apríl. Daginn sem við fluttum inn fórst togarinn með átján manns í aftakaveðri við Suðurland. Þá var ekki lengur hægt að halda húsinu. Varð úr að foreldrar mínir keyptu og hefur það síðan verið eign fjöl- skyldu minnar. Hafi ég efast um þessa sögu þurfti það ekki lengur er Sigurður kom fyrir nokkrum árum til mín með skínandi emaleraða húsnúmersplötu nr. 69, sönnun þessarar hálfgleymdu sögu. Þá var trúlega verið að taka til í húsinu eftir lát Lárusar leikara, bróður Gyðu. Hér við Bergstaðastræti höfum við Sigríður búið með börnum okkar allan búskapinn og fylgst með fjöl- skyldunni handan götunnar. Það var vinsælt hjá börnunum að sitja á úti- tröppunum þar. Ekki brást að frú Vigdís kom út og gaf þeim súkku- laðibita og settist með stórum hópn- um. Hér uxu systkinin Vigdís og Hjörtur úr grasi og Hjörtur hefur búið hér alla tíð með fjölskyldu sinni. Fjölskylda mín þakkar þessu góða fólki nábýlið og viðkynningu í ár- anna rás. Eggert Ásgeirsson. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og lang- afa, GARÐARS STEINDÓRSSONAR, Vesturtúni 50, Álftanesi. Sérstakar þakkir til Maríu Rafnsdóttur læknis og alls starfsfólks heimahlynningar Landspítalans. Guð blessi ykkur öll. Jóhanna Guðrún Halldórsdóttir, Kristín Garðarsdóttir, Björn Þórisson, Bryndís Garðarsdóttir, Gísli Vagn Jónsson, Áslaug Garðarsdóttir, Páll Hafnfjörð Hafsteinsson og aðrir aðstandendur. ✝ Móðir okkar, SVAVA BJÖRNSDÓTTIR, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 4. mars, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju föstudaginn 13. mars kl. 11.00. Rósa Hilmarsdóttir, Árný Birna Hilmarsdóttir, Páll Hjálmur Hilmarsson og fjölskyldur. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÞORVALDUR ÞORVALDSSON, Arnarkletti 30, Borgarnesi, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju föstudaginn 13. mars kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á MND félagið. Sigríður Björk Þórisdóttir, Svanhildur Margrét Ólafsdóttir, Jón Þór Þorvaldsson, Þórir Valdimar Indriðason, María Hrund Guðmundsdóttir, Anna Heiðrún Þorvaldsdóttir, Samúel Helgason, Þorvaldur Ægir Þorvaldsson og afabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞORBJÖRNS FRIÐRIKSSONAR, Boðagranda 7, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki 4V á hjúkrunarheimilinu Grund fyrir hlýtt og notalegt viðmót. Elín Helgadóttir, Friðrik Þorbjörnsson, Hulda Mjöll Hauksdóttir, Helgi Magnús Þorbjörnsson, Elín, Anna Björg, Þórunn, Þorbjörn, Haukur og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KETILL JÓMUNDSSON, Þorgautsstöðum, sem lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi sunnudaginn 1. mars, verður jarðsunginn frá Reykholtskirkju í Borgarfirði laugardaginn 14. mars kl. 14.00. Saga Helgadóttir, Anna Björg Ketilsdóttir, Ásgeir Ásgeirsson, Þuríður Ketilsdóttir, Árni Brynjar Bragason og barnabörnin. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför MARGRÉTAR GUÐMUNDSDÓTTUR fyrrverandi matráðskonu, Arahólum 4, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Ingibjörg Sigvaldadóttir, Þórunn Magnúsdóttir, Kristján Gissurarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.