Morgunblaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 29
Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2009 ✝ Ingileif Guð-mundsdóttir fæddist í Hafnarfirði 29. september 1913. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafn- arfirði 3. mars 2009. Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmundsson skó- smiður frá Flateyri í Önundarfirði og Guðrún Þórunn Jónsdóttir frá Litlu Tungu í V-Húna- vatnssýslu. Hálfsystkin Ingileifar voru Magnús Jónsson, f. 1896, d. 1980, og Sigríður Jónsdóttir, f. 1894, d. 1920. Alsystkin hennar voru Sigurlaugur Guðmundsson, f. 1911, d. 1988, og Lilja Guð- mundsdóttir, f. 1915, d. 2005. Ingileif giftist 1936 Gunnlaugi Hauki Sveinssyni kennara, f. 1913, d. 1969. Börn þeirra eru Sveinn Gunn- laugsson, f. 1938, Ingileif Steinunn Montgomery, f. 1940, Guðlaug Sig- ríður Meslier, f. 1943, Guðrún Erla Mainwaring, f. 1948, og Sigríður Oddný Gunnlaugsdóttir, f. 1951. Útför Ingileifar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 11. mars, og hefst athöfnin klukkan 13. Elskulega mamma, amma, langamma og langalangamma. Það er erfitt að átta sig á því að þú sért ekki lengur hjá okkur. Þú hefur alltaf verið svo nálægt okkur, þótt þú værir á Íslandi og við öll hér í Kanada. Við eigum eftir að sakna þín svo mikið. Minningarnar um þig munu allt- af lifa. Þökkum þér fyrir að hafa verið okkar yndislega mamma, amma, langamma og langalangaamma. Hugur okkar og hjarta fylgir þér. Guð geymi þig alltaf. Ingileif Steinunn, Chuck og fjölskylda, Guðrún Erla, Ace og fjölskylda, Sigríður Oddný, Jón Ari og fjölskylda. Ingileif Guðmundsdóttir er látin. Hún lést í hárri elli en hún dó samt ung. Hún dó ung vegna þess að hún varðveitti gleðina, bjartsýnina og barnslundina allt til hins síðasta þrátt fyrir að hún varð sannarlega að takast á við lífið af fullum þunga eins og svo margir af hennar kyn- slóð. Það er talað um erfiðleika og áföll þessa dagana og skal ekki gert lítið úr því. Þá er hollt að hugsa til fólks sem lifði þá tíma sem ævi Ingu spannaði, hvernig því með eljusemi og bjartsýni, þrátt fyrir allt, og með því að leggja hart að sér tókst að yfirstíga hindranir og sjá sér og sínum far- borða og leggja grunn að betri ævi- kjörum fyrir okkur hin sem yngri erum. Inga og eiginmaður hennar, Gunnlaugur Sveinsson, eignuðust fimm börn og komu þeim öllum til manns og góðs þroska þrátt fyrir erfiða baráttu stundum. Gunnlaug- ur lést langt um aldur fram. Hann var síðustu árin kennari í Hafn- arfirði. Inga tókst á við það áfall eins og önnur af kjarkinum og staðfestunni sem henni var svo ríkulega gefin og ekki nóg með það. Hún taldi kjark í aðra með viðmóti sínu, glaðværð og óbilandi trú á að allt myndi fara vel að lok- um og við vitum að henni varð að trú sinni. Ævi hennar var auðlegð öllum sem áttu með henni samleið. Við kynntumst Ingu best eftir að hún var sest að í Hafnarfirði. Íbúð- in hennar var ekki stór eða rík- mannleg en full af þeirri hlýju sem gerir gestum dvölina svo góða. Þangað var hægt að sækja hvíld og uppörvun hvert sinn sem komið var. Þrátt fyrir háan aldur, veik- indi og önnur líkamleg áföll hafði Inga einstakt lag á að gera gott úr öllu, beita sinni glöðu lund og heil- steyptu gerð til lækningar með það í huga að þegar maður snýr sér í sólarátt falla skuggarnir að baki. Á heimleið úr heimsóknum til Ingu komu oft í hug línur úr ljóði eftir frænda hennar Guðmund Inga Kristjánsson frá Kirkjubóli: „Hvarvetna frá þeim fundum, far- sælli heim ég gekk.“ Nú er Inga kvödd í hinsta sinn með þakklæti fyrir góðar samveru- stundir og það sem hún kenndi manni um lífið og með virðingu fyr- ir ævistarfi hennar. Aðstandendum hennar vottum við samúð okkar. Anna og Emil. Ingileif Guðmundsdóttir ✝ Jónas B. Að-alsteinsson fædd- ist á Þinghóli í Glæsi- bæjarhreppi 21. júní 1928. Hann lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 2. mars 2009. Hann var fjórði í röð 8 barna Sigríðar Sigurjóns- dóttur og Aðalsteins Jóhannssonar. Jónas kvæntist Þrúði Gunnarsdóttur, f. 2. jan 1930, þau skildu. Þau eignuðust 8 börn, þau eru: Einar Ólafur, f. 19. mars 1953, Sævar Rafn, f. 17. apríl 1954, Ásgeir Sigurður, f. 11. júní 1955, d. 8. mars 1992, Gunnar Kristján, f. 12. nóv- ember 1956, Sigríður Ósk, f. 25. september 1958, Anna Jóna, f. 14. september 1959, Gauja, f. 1. febrúar 1961 og Sigrún Edda 11. október 1966. d. 19. ágúst 2005. Jónas verður jarð- sunginn frá Gler- árkirkju í dag, 11. mars, kl. 14. Þá hefur hann afi okkar kvatt okkur og ákváðum við að minnast hans í nokkrum orðum. Þó stund- irnar hafi ekki verið margar á síð- ustu árum, áttum við margar góðar stundir á okkar yngri árum. Vorum við þess aðnjótandi þegar þú og pabbi okkar voruð saman með kin- dabúskap á Mýralóni og fengum við systkinin að hjálpa til við búskap- inn. Alltaf var jafn spennandi að fara með þér á bláa Volvonum þín- um upp í fjárhús og sýndir þú okk- ur ásamt pabba hvernig umgangast ætti rollurnar. Var það því mikið áfall fyrir okkur öll þegar pabbi okkar féll frá fyrir 17 árum. Nú ertu kominn á góðan stað og erum við viss um að pabbi hefur tekið á móti þér og nú eru þið sam- an á ný. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Far í friði, friður guðs þig blessi. Þín barnabörn, Silley Hrönn Ásgeirsdóttir, Fannar Geir Ásgeirsson. Jónas B. Aðalsteinsson BORGARSTJÓRINN í Reykjavík, Hanna Birna Kristjánsdóttir. Ég skrifaði þér bréf 7. nóvember 2008 sem hljóðar á þessa leið: „Um miðjan janúar 2008 gekk ég á fund þáver- andi borg- arstjóra, Dags B. Eggertssonar, og hafði með- ferðis skriflegt erindi, dags. 13. janúar 2008, sem varðar skipu- lagsmál í Heið- mörk. Viku seinna tók meirihluti Sjálfstæðisflokks og Ólafs F. Magnússonar við völdum í Reykja- vík. Fljótlega eftir það óttaðist ég um afdrif erindis míns og hafði samband við ritara borgarstjóra. Hún taldi óþarft að ég fengi viðtal við Ólaf, málið væri í eðlilegum farvegi. En engin svör bárust og síðastliðið vor hafði ég a.m.k. tvisv- ar samband við ritara borgarstjóra sem taldi að ég hlyti að fá svör bráðlega. Nú eru liðnir meira en 10 mán- uðir frá því að ég afhenti erindi mitt á skrifstofu borgarstjóra og enn hefur því ekki verið svarað einu orði. Mér skilst að slíkt sé brot á lögum. Málið hefur verið í höndum Sjálfstæðisflokksins næst- um allan þennan tíma. Ég fer hér með fram á að þú kannir þetta mál og sjáir til þess að erindi mínu verði svarað fyrr en síðar.“ 16. desember hafði ég samband við ritara þinn og skildi hana þann- ig að ég fengi svar fyrir jól. En ekkert svar barst og nú rúmlega tveimur mánuðum eftir að þú fékkst ofangreint bréf hefur svar ekki borist. Nú er liðið heilt ár frá því ég skildi skriflegt erindi mitt eftir í höndum borgarstjóra og þrátt fyrir ítrekuð símtöl og bréfa- skriftir hefur því enn ekki verið svarað. Síðast átti ég samtal við ritara þinn 8. janúar. Ég sagði henni að þolinmæði mín væri á þrotum og að ég myndi skrifa opið bréf til þín ef ég fengi ekki svar innan viku frá 8.1. Erindi mitt var í fimm liðum: 1. Rykmengun við Rauðhóla, Helluvatn og Elliðavatn (mal- arvegur). 2. Tenging göngustígs 1 frá Norðlingaholti við stígakerfi Heið- merkur. 3. Bekkir handa göngufólki í Heiðmörk. 4. Göngustígur 1 við báða enda brúar yfir Bugðu. 5. Göngustígur um flæðiland ár- innar Bugðu neðan og norðan Móvaðs. Hér er ekki rými til að birta er- indi mitt frá 13. janúar 2008, en óskum mínum fylgir málefnalegur rökstuðningur. Lágmarkslagfæring sem ég bað um skv. 4. lið hefur verið framkvæmd, ég veit að 5. lið- ur er í vinnslu, en ekki hef ég frétt af liðum 1 til 3. Varðandi lið 1 get ég bætt því við að á meðan mal- arvegurinn frá Suðurlandsvegi að Elliðavatni er ekki rykbundinn vegna vatnsverndarsjónarmiða hika menn ekki við að saltbera Suðurlandsveg á veturna en það salt skilar sér auðvitað út í Hólmsá og Bugðu sem renna meðfram veg- inum á löngum kafla. Rykbinding fyrrnefnds malarvegar er smámál frá sjónarhóli umhverfisverndar í samanburði við saltausturinn á Suðurlandsveg á veturna. Þar að auki er hægt að stöðva umrædda rykmengun á Elliðavatnsvegi með því að malbika hann. Mér finnst það mjög ámælisvert að núverandi borgarstjórnarmeiri- hluti undir forystu Sjálfstæð- isflokksins skuli ekki sinna því að svara erindi mínu. Ef flokkurinn er svo máttlaus að geta ekki sinnt svo einföldu erindi, hvað þá með stóru málin? Svarið við því blasir auðvit- að við þegar hugsað er til lands- stjórnarinnar og efnahagshrunsins sem Sjálfstæðisflokkurinn á stóran þátt í að hafa leitt yfir þjóðina. Mér finnst það dapurlegt að þurfa að skrifa þér opið bréf til að knýja á um svör við málefnalegu erindi sem hefur verið á borði Sjálfstæð- isflokksins í tæpt ár. Ég gríp hér með til þess neyðarúrræðis að skora á þig að svara erindi mínu án tafar á síðum þessa blaðs. Með kveðju, BJÖRN GUÐMUNDSSON, íbúi í Norðlingaholti. Opið bréf til borgarstjóra Frá Birni Guðmundssyni Björn Guðmundsso HÉR verður athugað, hvernig móta má samningskjör með raðvali. Hugsunin um það fór á stað í núver- andi þrengingum, en umfjöllunin gildir einnig í venjulegu ástandi. Atvinnulaus kona, með góða starfsmenntun, benti á það í grein í Morgunblaðinu 4. janúar (Agnes Vala Bryndal: Niðurskurður og launahækkanir), að þrátt fyrir þröngan fjárhag ým- issa opinberra stofnana hefði verið samið um bætt kjör við starfs- mannafélög þeirra. Því hljóti fólki að verða sagt upp til þess að ráða við þannig aukin útgjöld. Greinarhöf- undi fannst ekki mikið vit í því við þessar kringumstæður að semja um hækkun launa starfsstéttar og auka þannig atvinnuleysi í stéttinni. Það má alltaf búast við því, að ágreiningur sé í stéttarfélagi, hvert eigi að stefna, þegar samið er um kjör. Fulltrúar, sem vinna að samn- ingum, hafa sínar hugmyndir um, hvað félagsmenn vilja, að reynt sé. Fulltrúarnir gætu til að glöggva sig á því haft raðval meðal félagsmanna eða trúnaðarmanna um ýmsa kosti, þar sem meðal annars yrði kjarabót í launum eða kjaraskerðing metin með tilliti til atvinnuöryggis. Þá yrði stillt upp fleiri kostum. Einn kost- urinn væri, að launin væru óbreytt, en með því móti mætti búast við, að svo og svo mörgum yrði sagt upp vegna minni fjárráða vinnuveitenda, sem hér eru ýmsar opinberar stofn- anir. Annar kostur væri, eins og áð- ur sagði, að hækka laun, en það leiddi fyrirsjáanlega til uppsagna og minni endurnýjunar tækjabúnaðar. Þriðji kosturinn væri að semja um svo mikla lækkun launa, að ekki þyrfti að segja upp fólki og ráð yrðu til að halda við tækjabúnaði. Raðval gerir auðvelt að hafa tvo-þrjá kosti með hækkun launa og tvo-þrjá með launalækkun. Ef samið yrði um lækkun, mætti áskilja, að fulltrúar starfsmanna gætu, þegar þeim byði svo við að horfa, sagt samningnum upp og látið lækkunina ganga til baka; það gæti verið, ef mönnum sýndist ekki hafa farið um manna- hald, eins og ætlað var. Með slíku raðvali glöggvuðu samningamenn sig á því, hvernig þeir geti best beitt sér fyrir kjörum, sem félagsmenn gætu helst fallist á í almennri atkvæðagreiðslu. Reyndar gæti niðurstaða raðvalsins bent til þess, að meirihluti félagsmanna yrði á móti hverjum þessara kosta sem væri, einnig þeim, sem er efstur í raðvali. Það er reyndar staða, sem samningamenn eru ekki óvanir. Þá mundi það fylgja slíkum vinnu- brögðum, að málflutningur yrði op- inber, fulltrúar launþega mundu rökstyðja, hvernig gæta megi hags- muna félagsmanna, þar sem allir mega sjá og heyra. BJÖRN S. STEFÁNSSON, stendur fyrir Lýðræðissetrinu. Samið um örugg kjör Frá Birni S. Stefánssyni Björn S. Stefánsson ÞAÐ er óskiljanlegt þetta tal um að það sé eftirsjá að þessu landi, það er gróðurlaust, uppblásið, einskis nýtt og bara ljótt! „Ég er hrærð, þetta er svo stórkostlegt og fallegt.“ Á þenn- an hátt lýsti íslenskur ráðherra, Val- gerður Sverrisdóttir, hughrifum sín- um. Fyrst þegar hún leit yfir land sem átti að fara undir vatn vegna Kárahnjúkastíflu og hins vegar þeg- ar hún virti fyrir sér járnstoðir sem búið var að reisa undir byggingu ál- verksmiðju á Reyðarfirði. Sama sinnis var umhverfisráðherra Siv Friðleifsdóttir sem felldi þann úr- skurð að víst skyldi þetta land hverfa undir vatn. Þó að Skipulags- stofnun ríkisins hefði birt þann úr- skurð að hætt skyldi við þetta verk því að fjárhagslegur hagnaður væri svo óviss að hæpið væri að bætt yrði það tjón sem yrði á náttúrunni. „Öxin og jörðin geyma þá best“ var úrskurður valdsmanns eitt sinn. Höfðu ofangreindir ráðherrar í huga að „ljótt land væri best geymt undir vatni“? Skoðanir fólks eru afar skiptar, ekki síst um gildi náttúr- unnar. Ég hef heyrt talsmann virkj- ana segja um Eyjabakka og Þjórs- árver, að þar þrífist ekki annað en nokkrar „gæsatutlur“ þær hafi vængi og geti flogi hvert sem þeim sýnist, enda séu þær ekki til neins gagns nema fyrir nokkra menn sem hafi gaman af að skjóta þær. Og hvað varði fegurð landslags sem færi undir vatn, þá geti fólk keypt sér málverk sem alls staðar fáist. Annar hópur fólks er á annarri skoðun. Það lítur með lotningu til náttúrunnar og þess mikla sköp- unarverks sem þar fer fram. Sér- staklega listamenn sem skynja að þar er óendanleg fjölbreytni sem þeir sækja í hvatningu til eigin sköp- unar og er þar engin grein list- arinnar undanskilin. Þá er komið að hinni hlið málsins, ráðherraskoðun. Ráðherrar, þeir hafa valdið og vitið, því að þeir segj- ast hafa hina raunhæfu mynd og lifi ekki í draumaheimi. ÞEIR beri ábyrgð á afkomu og framtíð fólksins (hafa sýnt það í núverandi efnahags- málum). Nú krefjumst við þess að fá réttar upplýsingar um Kára- hnjúkavirkjun. Er svo mikill hagn- aður af henni að það sé von til þess að hún borgi það tjón sem hún veld- ur? Hvaða virðisauka skilar hún ? Voru efasemdir Skipulagsstofnunar ríkisins á rökum reistar? Það skal sérstaklega tekið fram, að þessar upplýsingar verða að koma frá óvil- hallri rannsóknarnefnd. Upplýs- ingum frá Landsvirkjun trúa of fáir. Sú leynd sem hefur hvílt yfir þessu er óþolandi. Það er óleyfilegt að ráð- stafa landinu á þennan hátt. Orðið landráð (af vangá?) kemur upp vegna þessarar leyndar. SIGURÐUR H JÓHANNSSON, fyrrverandi bankamaður, Ljósvallagötu 26 Rvík. Ljótt land – fögur stálgrindarbygging Frá Sigurði H. Jóhannssyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.