Morgunblaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is GRÍÐARLEGUR þrýstingur er inn- an Samfylkingarinnar á Jóhönnu Sig- urðardóttur forsætisráðherra að gefa kost á sér sem næsti formaður flokks- ins. „Þetta er ekki bara þrýstingur, miklu frekar háþrýstingur,“ sagði einn þingmanna flokksins sem rætt var við í gær. Hann taldi það jafn- framt aðeins spurningu um daga hve- nær Jóhanna gæfi skýr svör en flestir viðmælendur blaðsins töldu að hún myndi bíða með yfirlýsingar fram yfir prófkjör Samfylkingarinnar í Reykja- vík og Suðvesturkjördæmi um næstu helgi. Verði afdráttarlaus stuðningur við Jóhönnu í forystusætið í Reykja- vík eykur það líkurnar á að hún láti undan þrýstingnum og fari fram. Tíminn til stefnu er skammur, rúmar tvær vikur í landsfund og 45 dagar til kosninga hinn 25. apríl nk. Stuttur tími til íhugunar Þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tilkynnti sl. sunnudag að hún væri hætt afskiptum af stjórnmálum í bili lét Jóhanna hafa eftir sér að hún gæfi ekki kost á sér í formanninn. Hún var spurð út í þessi mál á blaðamanna- fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Þar sagði hún að sér bæri skylda til að íhuga þær áskoranir sem hún hefði fengið frá flokksmönnum. Hún ætlaði ekki að taka sér langan tíma til íhug- unar. Eru þessi orð túlkuð meðal sumra flokksmanna sem svo að hún muni á endanum fara fram. Ekki aðeins almennir flokksmenn bíða eftir skýrari svörum frá Jó- hönnu, heldur einnig þeir sem ann- aðhvort hafa tilkynnt um framboð til forystustarfa fyrir Samfylkinguna eða hafa verið orðaðir við það. Áður en þessi staða kom upp höfðu Dagur B. Eggertsson og Árni Páll Árnason gefið kost á sér í embætti varafor- manns. Jón Baldvin Hannibalsson, fv. formaður Alþýðuflokksins, hefur lýst sig reiðubúinn í formannsframboð fari Jóhanna ekki fram en hann skor- ar á hana í framboð í opnu bréfi í Fréttablaðinu í gær. Jón Baldvin tek- ur þátt í prófkjöri í Reykjavík þar sem hann hefur kost á sér í eitt af átta efstu sætunum. Endurkoma hans í stjórnmálin hefur hrist upp í Sam- fylkingunni en ekki er talið líklegt að hann hafi erindi sem erfiði, helst sé bakland hans meðal eldri krata. Nafn Lúðvíks Geirssonar, bæj- arstjóra í Hafnarfirði, hefur einnig verið nefnt. Hann hefur sjálfur ekk- ert viljað tjá sig um þau mál, segist einbeita sér að prófkjörsbaráttunni í Kraganum um næstu helgi. Það mun Árni Páll gera einnig en þeir berjast um 1. sætið á listanum ásamt Þórunni Sveinbjarnardóttur og líkar ekki illa að fá smá athygli fyrir prófkjörið. Eftir að ákvörðun Ingibjargar Sól- rúnar lá fyrir, og yfirlýsing Jóhönnu kom við sama tækifæri, fór að bera á áskorunum á Dag að gefa kost á sér í formanninn. Hann er meðal þeirra stjórnmálamanna sem komnir eru á samskiptavefinn Facebook og þar streymdu inn áskoranir strax á sunnudag. Sjálfur hefur Dagur ekki viljað útiloka formannsframboð en talið eins og flestir aðrir í flokknum rökrétt að Jóhanna taki við keflinu af Ingibjörgu og verði formaður sam- fara því að vera forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Næsti formaður? Jóhanna Sigurðardóttir liggur núna undir feldi um hvort hún býður sig fram sem formaður. Beðið eftir Jóhönnu  Jóhanna Sigurðardóttir íhugar að verða formaður Samfylkingarinnar  Margir bíða á hliðarlínunni eftir yfirlýsingu  Gæti ekki skýrst fyrr en eftir prófkjörin Dagur B. Eggertsson Árni Páll Árnason Lúðvík Geirsson Jón Baldvin Hannibalsson JÓHANNA Sigurðardóttir forsætis- ráðherra sagði á fréttamannafundi í gær, að ekki væri víst að þingrof yrði tilkynnt á fimmtudag í næstu viku, eins og áður hafði verið ráðgert. Ástæðan er sú hversu mörg mál eru óafgreidd í þinginu. „Mér finnst mál- in ganga það hægt í þinginu að menn þurfi að fara yfir þessa stöðu sem upp er komin,“ sagði hún. Jóhanna og Steingrímur J. Sigfús- son fjármálaráðherra gagnrýna ræðuhöld sjálfstæðismanna á þinginu í fyrradag og hægagang þingsins við lokaafgreiðslu mála. Ætla þau að ræða við bæði fulltrúa stjórnarflokka og stjórnarandstöðu í vikunni, fara yfir öll mál sem ríkis- stjórnin vill afgreiða áður en þinginu lýkur svo ljóst verði hvenær hægt verður að ljúka þingstörfum. Þingrof óákveðið ÚTREIKNINGAR á heildaráti hrefnu á þorski og ýsu eru ekki komnir frá Hafrannsóknastofn- uninni, segir í athugasemd frá Gísla A. Víkingssyni, hvalasérfræðingi á Hafrannsóknastofnun. Athugasemd Gísla fer hér á eftir: „Föstudaginn 6. mars s.l. birtist frétt í Morgunblaðinu um rann- sóknir Hafrannsóknastofnunarinnar á fæðu hrefnu undir fyrirsögninni „Hrefnan étur 300 þús. tonn af þorski og ýsu“. Þar er vitnað til fréttar á heimasíðu LÍÚ varðandi frumniðurstöður rannsókna á hlut- fallslegri fæðusamsetningu hrefnu á landgrunnssvæðinu við Ísland sem kynntar voru á ráðstefnu Haf- rannsóknastofnunarinnar í lok síð- asta mánaðar. Þar kom fram að hlutfallslegt vægi bolfisks í fæðunni hefur auk- ist verulega frá því sem áður var álitið, en jafnframt var lögð áhersla á að ekki væri að svo stöddu tíma- bært að kynna áætlanir á þyngd hverrar fæðutegundar á árs- grundvelli. Útreikningarnir á heild- aráti hrefnu á þorski og ýsu eru því ekki frá Hafrannsóknastofnuninni komnir eins og haldið er fram í fréttinni. Þeir byggjast á einfaldri uppfærslu mats frá árinu 1997 á heildarafráni hrefnustofnsins við Ísland með hinum nýju hlutfalls- tölum. Niðurstöður hrefnurannsókna undanfarinna ára hafa hins vegar sýnt fram á mikinn landfræðilegan breytileika í fæðusamsetningunni og miklar sveiflur í fjölda hrefna á landgrunnssvæðinu sem krefst sér- stakrar skoðunar við. Það er því ljóst að raunhæft mat á afráni hrefnu á einstökum fæðutegundum krefst viðbótar-sýnatöku og tals- vert flóknari útreikninga og er jafnframt bundið mikilli óvissu vegna óvenjulegra breytinga á fjölda hrefna og annarra þátta líf- ríkisins undanfarin ár. Fyrirhugaðar eru talningar á hrefnu nú í sumar sem varpað geta ljósi á þennan breytileika. Loka- þáttur þessara rannsókna felst í líkanagerð þar sem tillit verður tekið til þessa breytileika og leitast við að meta þátt hrefnu í lífríkinu við landið og hugsanleg áhrif á aðra nytjastofna sjávar.“ Útreikn- ingar ekki frá Hafró Jóhanna Sigurðardóttir verður 67 ára síðar á þessu ári og hafði ekki ætlað sér endurkjör í næstu þing- kosningum þegar hún var skyndi- lega komin í stól forsætisráðherra 1. febrúar sl. Aðstæður í lífi hennar hafa því gjörbreyst og nú liggur hún undir feldi eins og Þorgeir Ljósvetningagoði forðum. Á blaðamannafundi ríkisstjórn- arinnar í gær mátti lesa út úr orð- um hennar að hún væri alvarlega að íhuga formannsframboð. „Þessi mikla hvatning mun auð- vitað verða til þess að ég mun íhuga málið en ég sé samt ekki að staðan muni neitt breytast. Mér finnst bara að ég hafi þær skyldur við þetta fólk sem er að hvetja mig um allt land, að a.m.k. að gefa þessu gaum og íhuga málið en ég sé ekki að það muni breyta neinu. Ég er afar þakklát fyrir þann mikla stuðning sem ég finn við það að ég gefi kost á mér til formanns, sem er raunverulega um allt land,“ sagði Jóhanna við fréttamenn í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Ekki það sem Jóhanna hafði ætlað sér Á forsíðu Morgunblaðsins í gær var rangt farið með nafn bæjarins sem gemlingurinn, er bjargað var úr Krýsuvíkurbjargi á laugardag, er frá. Gemlingurinn er frá bænum Nýjabæ í Garðabæ. Leiðréttist það hér með. LEIÐRÉTT Gemlingur frá Nýjabæ Meðal þeirra sem bíða í framboðsbuxum Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 Ný peysusending • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. verður haldinn á Laugalandi Holtum, föstudaginn 27. mars 2009 og hefst kl. 15:00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 24. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga stjórnar um breytingar á 17. gr. samþykkta félagsins. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá félagsaðilum sem bera á fram á aðalfundi þurfa að vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund. Reykjavík, 6. mars 2009. Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.