Morgunblaðið - 11.03.2009, Síða 19

Morgunblaðið - 11.03.2009, Síða 19
Daglegt líf 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2009 Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is M itt fyrsta mótorhjól var stórt og þungt enskt hjól, en svo flutti ég inn spænsk torfæru- hjól til að vera á utan vega. Þetta voru drifgóð og létt hjól sem komust yfir allt sem fyrir varð, rétt eins og hestar. Það var mikil upplifun að komast á þessi hjól og alla tíð síðan hef ég átt mótorhjól sem hægt er að fara um á grófum vegum,“ seg- ir úrsmiðurinn og ólíkindatólið Axel Eiríksson. Axel er alls ekki hin dæmigerða mót- orhjólatýpa, en tilfellið er að hann hefur verið með ólæknandi mótorhjóladellu frá því hann var tvítugur. „Ég trúi því varla sjálfur þegar ég lít í spegil, að ég eigi mótorhjól,“ segir hann og hlær. Hann hefur eðli málsins samkvæmt átt mörg mótorhjól í gegnum tíðina. „Núna á ég bara tvö, eitt gamalt herhjól og svo líka kraftmikið BMW-hjól sem ég eignaðist fyrir tveimur árum. Þetta snýst allt um frelsi, úti- veru og félagsskap, en við ferðumst gjarnan saman nokkrir vinir á sumrin á mótorhjólum og tökum með okkur tjöld, það er mjög gaman. En það er líka krefjandi að keyra svona hjól, það krefst samhæfingar. Það er einstök tilfinn- ing að vita af þessum krafti tiltækum, sem býr í góðu hjóli,“ segir Axel sem reynir að fara á hjólinu í vinnuna eins oft og hann getur og veð- ur leyfir. „Þá er dagurinn allt annar, ég fæ loft í lungun og mér líður vel.“ Teiknar stundum á nóttunni Axel hefur haft sterka þörf til að skapa, al- veg frá því hann man eftir sér. „Ég er alltaf að búa eitthvað til og ég hef sótt ótal námskeið hvort sem það er í módelteikningu, grafík, málun eða leirmótun. Ég er með ágætis að- stöðu heima hjá mér til að sinna þessari sköp- unarþörf og það líður ekki sá dagur að ég teikni ekki. En hugmyndirnar eru mis lengi að fæðast. Ég var til dæmis búinn að ganga með kreppumynd í höfðinu í nokkra daga áður en hún kom fullsköpuð á blað. Ég byrjaði á henni um miðnætti og lauk við hana klukkan fimm um morguninn. Maður verður að stökkva til þegar andinn kemur yfir mann. Ég reyni að teikna að lágmarki eina mynd í mánuði,“ segir Axel sem skellti kreppumyndinni góðu sem hann teiknaði með sjálfblekungi, út í glugga í verslun sinni í Mjóddinni og fékk mikil við- brögð. „Fólk staldraði við við myndina, kom inn fyrir og lýsti yfir skoðun sinni. Og nú er hún seld.“ Listamannstaugin sem togar svona sterkt í Axel brýst út með ýmsum hætti eins og áður sagði. „Ég var til dæmis með risastóran flug- dreka á Arnarhóli á Menningarnótt sem ég smíðaði. Hann var 5x6 metrar og þetta var fyrst og fremst táknrænn gjörningur. Við er- um jú alltaf að bíða eftir einhverjum teiknum. Flugdrekinn átti sem sagt að vera teikn um að til er eitthvað sem er stærra en við sjálf. Að baki flugdrekanum hlýtur að standa eitthvað ennþá stærra en hann.“ Gott að eiga hreiður í sveitinni Axel hefur undanfarið verið að móta manns- líkama í leir. „Ég varð fyrir upplifun þegar ég fór á námskeið í leirmótun þar sem við vorum með fyrirsætur og ég gleymdi mér alveg í því að upplifa þrívíddina í þessu.“ Hann hefur líka teiknað skartgripi og látið smíða þá fyrir sig og selt í búðinni og hann hefur tekið þátt í nokkr- um keppnum um listaverk utan við opinberar byggingar. „Af því að mér finnst gott að hafa tímapressu á mér. Þá víkur allt annað og það er rosalega skemmtilegt að hanna og búa til módel af stórum skúlptúr.“ Axel var með yf- irlitssýningu á Ísafirði á verkum sínum 1991 en þar var hann með úra- og skartgripaverslun í 27 ár, sem hann rak ásamt verslun í Reykja- vík. „Viðskiptavinir mínir að vestan halda tryggð við mig og koma sumir hverjir hingað í verslun mína í Mjóddinni og mér þykir vænt um það.“ Listsköpuninni sinnir Axel meðfram fullri vinnu. „Ég mundi gjarnan vilja hafa meiri tíma til að sinna þessu, en skyldan kallar og ég vil sinna mínum viðskiptavinum vel.“ Ax- el á afdrep utan við Reykjavík, en hann byggði sumarhús í nágrenni við Laugarvatn þar sem hann keypti lóð fyrir tíu árum. „Mér finnst gott að eiga svona hreiður í sveitinni. Þarna er mikil veðursæld og við fjölskyldan reynum að vera þarna eins mikið og við getum. Draum- urinn er að koma upp góðri aðstöðu þar til list- sköpunar.“ Úrsmiður og listamaður á mótorfák Tryllitæki Axel í fullum skrúða við hjólið sitt. Honum finnst gott að vita af kraftinum tiltækum. Morgunblaðið/Kristinn Líkamar Sýnishorn af verkum sem Axel hefur mótað í leir, en honum hugnast þrívíddin. Hann hefur verið með mót- orhjóladellu frá því hann var tvítugur og listamannstaugin togar líka sterkt í hann. Hann teiknar kreppumyndir, mótar mannslíkama í leir og býr til risaflugdreka. MÁDARA SNYRTIVÖRUR Fangaðu náttúruna með MÁDARA! Í náttúrulegu snyrtivörunum frá MÁDARA finnur þú engin skaðleg innihaldsefni eins og paraben og glycol. –Engin rotvarnarefni né tilbúin lyktar- og litarefni. 20% afsláttur ef keyptir eru 2 hlutir í Mádara snyrtivörulínunni. SILICA PLUS Sérstaklega mikilvægt fyrir heilbrigði hárs, nagla, húðar, beina og brjósks. 180 stk. með 20% afslætti. ALKA-CLEAR og FLOR•ESSENCE Alka-Clear er uppfull af hreinsandi og basískum steinefnum, sem framleidd eru með það í huga að sýrujafna blóð og vefi líkamans og hreinsa úrgang. Flor•Essence dextox blandan er í duftformi og mjög auðveld í meðhöndlun. Þegar þú kaupir Alka-Clear frá Higher Nature færðu Flor-Essence detox blönduna frítt með í kaupbæti. LIÐ-AKTÍN QUATRO Liðaktín er öflugt bætiefni með völdum virkum efnum sem gefa fjórfalda virkni fyrir liðina. EFALEX HYLKI! Verum skarpari! Efalex eflir einbeitingu, sjón og stuðlar þannig að betri námsárangri 240 stk. og 60 stk. með 25% afslætti. Í tilefni af 30 ára afmæli Heilsuhússins, bjóðum við vegleg tilboð í öllum verslunum okkar dagana 11.-16. mars

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.