Morgunblaðið - 19.03.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.03.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2009 10% viðbótarafsláttur á hluta sjúklings af verði lyfseðilsskyldra lyfja ATHUGIÐ! Tilboðið gildir í Apótekinu Skeifunni og í Hólagarði Marstilboð til elli- og örorkulífeyrisþega Gengishrun afdrifaríkt  Gengið veiktist um 80% í fyrra og lán fyrirtækjanna hafa hækkað sem því nemur  Seðlabankinn ætlar að kanna áhrif bankahrunsins á stöðu fyrirtækja í landinu Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is „HAFI staðan verið slæm í árslok 2007 hlýtur hún að hafa verið skelfileg í lok árs 2008,“ segir Árni Tómasson, endurskoðandi og formaður skila- nefndar Glitnis, um skuldastöðu íslenskra fyrir- tækja. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að íslensk fyr- irtæki skulduðu 15.685 milljarða króna í árslok 2007, eða tæpar 15,7 billjónir samkvæmt íslensk- um kvarða, sem finna má á Vísindavefnum. Þessi tala er niðurstaða úttektar sem embætti ríkis- skattstjóra gerði á skattframtölum fyrirtækja. Enginn einn aðili hefur yfirlit yfir það hvernig skuldamál fyrirtækjanna þróuðust á árinu 2008. Óyggjandi tölur munu ekki verða ljósar fyrr en í október nk., þegar ríkisskattstjóri hefur gert út- tekt á skattframtölum fyrir árið 2008, en fyrirtæk- in eru einmitt byrjuð að skila inn ársreikningum og álagning fer fram í haust. Árni Tómasson bendir á að langstærstur hluti af skuldum íslenskra fyrirtækja sé í erlendum myntum. Í árslok 2007 var gengisvísitalan 120 stig en hún var 216 stig í lok árs 2008. Gengisvísitalan hefur því hækkað um 80% á þessu tímabili og gengi íslensku krónunnar veikst sem því nemur. Mögulega hækkað um þúsundir milljarða Árni bendir á að hafi lán íslensku fyrirtækjanna öll verið í erlendri mynt, þau ekkert greitt af lán- unum og engin ný lán tekið, hefðu lánin staðið í rúmum 28 þúsund milljörðum í lok árs 2008. Svona hafi þetta auðvitað ekki verið, en þetta dæmi gefi mynd af þeim vanda sem við sé að glíma. Að baki hinum himinháum skuldum stóðu eign- ir, en í dag er alveg óljóst hvers virði þær eru í kjölfar bankahrunsins og gjaldþrota fyrirtækja. Árni segir að skilanefndir bankanna þriggja vinni að því hörðum höndum að gera sem mest verð- mæti úr eignum þeirra svo bankarnir geti staðið við skuldbindingar sínar eins og frekast er kostur. Í Seðlabankanum er að fara af stað athugun á því hvaða áhrif fjármálakreppan hefur haft á efna- hag fyrirtækja í landinu. Lokið er athugun á stöðu heimilanna og var sú skýrsla kynnt fyrir nokkrum dögum. Að sögn Þorvarðar Tjörva Ólafssonar hagfræðings verður mun erfiðara að afla gagna um stöðu fyrirtækja en heimila. Skráðum fyrir- tækjum í Kauphöllinni hafi fækkað verulega og það takmarki upplýsingaöflun. Hann segir að Seðlabankinn bíði eftir skýrslum um efnahag banka og annarra fjármálafyrirtækja svo hægt sé að hefja þessa vinnu af fullum krafti. „ÞEGAR búið var að reikna þetta var mönn- um vissulega brugðið, því er ekki að neita,“ segir Skúli Egg- ert Þórðarson ríkisskattstjóri um þær upplýs- ingar sem birtar voru í gær um skuldir einstaklinga og fyrirtækja. Skúli Eggert segir að upplýs- ingar um skuldastöðu einstaklinga hafi verið birtar á hverju ári. Menn hafi tekið eftir því að skuld- irnar hafi verið að aukast en eign- ir hafi komið á móti. Hann segir að þegar fyrir hafi legið að stór hluti eigna myndi hverfa eftir bankahrunið síðast- liðið haust hafi skuldastaða fyr- irtækjanna verið skoðuð sér- staklega og þetta sé útkoman „Ég kynnti þessa niðurstöðu á fundi með endurskoðendum í jan- úar og ég fann það mjög sterkt hve þeim var brugðið er þeir fengu þessar upplýsingar. Það stóð til að ræða annað á þessum fundi en menn voru bara ekki til- búnir að ræða neitt annað, þegar þessar upplýsingar komu fram,“ segir Skúli Eggert. Hann segir að þetta séu vissu- lega háar tölur og augljóst sé að eignir sem standi að baki þessum skuldum hafi rýrnað verulega í kjölfar bankahrunsins á liðnu misseri. Það muni svo koma í ljós í haust hver eignastaða fyrirtækjanna verði. sisi@mbl.is „Mönnum var vissulega brugðið“ Skúli Eggert Þórðarson ÞRÓUNARFÉLAG Keflavíkur- flugvallar hefur kynnt þá hugmynd fyrir Ungmennafélagi Íslands að koma upp lýðháskóla á Keflavík- urflugvelli. Ungmennafélag Íslands er í sam- vinnu við erlenda lýðháskóla og sendir árlega marga nemendur þangað. Hefur samstarfsfólk þeirra óskað eftir því að geta sent hingað ungmenni á móti. Hefur UMFÍ ver- ið að athuga ýmsa möguleika í því efni, meðal annars í Skógum í sam- vinnu við Rangárþing ytra. Sæmundur Runólfsson, fram- kvæmdastjóri UMFÍ, segir að góð aðstaða sé á Keflavíkurflugvelli og ýmis þjónusta fyrir hendi. Þá segir hann að alþjóðlegu samtökin sem UMFÍ vinnur með hafi áhuga á að kanna þennan möguleika nánar. helgi@mbl.is Hugmynd um lýðháskóla BÍLSTJÓRAR láta oftar en ekki hugann reika á rauðu ljósi þegar þess er beðið að komast áfram. Þessi ungi ökumaður beið hinn rólegasti í bíl sínum eftir því að umferðin í Reykjavík mjak- aðist áfram í gær. Hún getur verið þung og reynt á þolinmæðina þegar menn þurfa að komast hratt yfir. Þrátt fyrir þoku og lítilsháttar rigningu seinni part dags í gær gekk umferð vel fyrir sig. Þokan hafði engin áhrif á ökumenn að sögn lögreglu sem fylgdist með því að allt gengi sem best fyrir sig. Á myndinni sést Perlan tróna tignarlega yfir í Öskjuhlíðinni og virðist sem ljósastaurar vísi veginn upp að henni. Beðið eftir því að komast áfram Lætur hugann reika á rauðu ljósi Morgunblaðið/Kristinn Eftir Svanbjörgu H. Einarsdóttur meistaranema í blaða- og fréttamennsku ERFIÐARA gæti orðið fyrir börnin að leita að páskaeggjunum sínum í ár ef spár páska- eggjaframleiðenda um aukna sölu á minni páskaeggjum rætist. Að öðru leyti en í aukinni framleiðslu smærri eggja verður lítill kreppubragur á páskaeggjunum. Ævar Guðmundsson, framkvæmda- stjóri hjá sælgætisgerðinni Freyju, segir að ákveðið hafi verið að leggja áherslu á egg í stærð fjögur í ár en í fyrra var mest framleitt af eggjum í stærð númer níu og tíu. „Við ótt- umst ekki hrun á sölu páskaeggja þar sem fólk setur nú yfirleitt börnin í forgang og hefðin fyrir páskaeggj- um er rík.“ Undir þetta tekur Kristján Geir Gunnarsson, markaðsstjóri hjá Nóa Siríusi. „Við erum bjartsýn en raunsæ og leggjum áherslu á smærri egg en á síðustu árum.“ Páskaeggin hafa hækkað um tuttugu prósent milli ára enda hráefnisverð hækkað mikið eins annað. Ævar og Kristján segja það ekki hafa komið til tals að minnka inni- hald eggjanna eða þynna súkkulaðihjúpinn. „Kreppa er bara hugarástand. Því kemur ekki til greina að fara út í slíkar aðgerðir. Hins vegar höfum við hætt framleiðslu á strumpaeggjum og nú prýða fallegir ungar öll egg,“ segir Kristján. „Við ráðumst þó í nýjung í páskaeggja- framleiðslunni í ár og bjóðum upp á egg úr dökku súkkulaði. Það má segja að þetta séu nokkurskonar fullorðinsegg fyllt með fullorð- inslegra sælgæti.“ Málshættirnir eru ómissandi hluti páskaeggjanna. Aðspurðir hvort ný- ir kreppumálshættir munu líta dags- ins ljós segja þeir það ekki hafa kom- ið til tals, ekki megi kæfa blessuð börnin í krepputali. Hins vegar sé mikill metnaður í málsháttagerð og einhverjir nýir málshættir munu brjót- ast út úr súkkulaðiskurninni. Veðja á smærri páskaegg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.