Morgunblaðið - 19.03.2009, Qupperneq 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2009
SVEFNSÓFA
20 - 30% AFSLÁTTUR!
H E I L S U R Ú MRekkjan ehf ≤≥ Suðurlandsbraut 48 (Bláu húsin í Faxafeni) ≥≥ 108 Reykjavík
588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16
EITT MESTA ÚRVAL LANDSINS
AF SVEFNSÓFUM! Verð frá 37.840 kr.
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@mbl.is
HÓPLEIT í Leitarstöð Krabba-
meinsfélagsins verður takmörkuð
við þrjá til fjóra daga í viku þar sem
félaginu hefur verið gert að draga úr
rekstrarkostnaði. Ekki verður ráðið
í stöður sem losna í leitarstöðinni og
starfsfólki verður mögulega boðið að
lækka starfshlutfall tímabundið, að
sögn Kristjáns Sigurðssonar, yf-
irlæknis á leitarstöðinni.
Skoðunarstöðum utan Reykjavík-
ur verður fækkað úr 42 í 30 í hag-
ræðingarskyni og millibil í legháls-
krabbameinsleit verður lengt úr
tveimur árum í fjögur hjá konum 40
ára og eldri hafi fyrri skoðanir verið
eðlilegar.
Nýta á betur dagana sem hópleit í
leitarstöðinni fer fram, að því er
Kristján greinir frá. „Við byrjum
fyrr á morgnana og notum hádegið
betur. Við tökum á móti jafnmörgum
í hópleitina á heildina litið og áður.
Hjúkrunarfræðingar munu hins
vegar meta hvort konur sem ekki
eru á boðunarskrá, en leita eftir
skoðun vegna einkenna, fái skoðun
hjá okkur eða verði vísað til heilsu-
gæslu eða sérfræðinga til nánari
skoðunar og ákvörðunar um frekari
rannsókn. Biðtíminn eftir skoðun
vegna einkenna hefur lengst, bæði
vegna breytinga innandyra og einn-
ig vegna hagræðingar.“
Samningur milli Krabbameins-
félagsins og heilbrigðisráðuneytisins
um rekstur legháls- og brjósta-
krabbameinsleitar rann út um síð-
ustu áramót. Nú er unnið að endur-
nýjun samningsins til næstu fimm
ára.
Vantar 30 til 40 milljónir til að
brúa bilið án breytinga
„Okkur er gert að spara um 5 pró-
sent af því sem við fengum í síðasta
samningi sem við gerðum til fimm
ára. Það eru á milli 15 og 20 milljónir
króna miðað við það sem við fengum
í fyrra en þá er ekki búið að uppfæra
með tilliti til vísitölu. Í reynd vantar
30 til 40 milljónir króna til þess að
geta brúað bilið án breytinga,“ segir
Kristján.
Hann getur þess að kostnaður
hafi aukist mikið vegna nýrrar tækni
sem heitir stafræn tækni í brjóstum.
„Þessi tækni hefur í för með sér
tölvuvæðingu og ýmiss konar teng-
ingar samfara henni og við það hefur
rekstrarkostnaður aukist. Auka-
kostnaðurinn gæti verið um 80 millj-
ónir. Við bættum einnig leghálsleit-
ina með mælingu á HPV-veirum og
móttakan fyrir konur með einkenni
var einnig bætt. Kostnaðurinn var
yfir 100 milljónir fyrir allan pakkann
og þetta lögðum við fyrir heilbrigð-
isráðuneytið fyrir bankahrunið. Á
þeim tíma var félagið búið að safna
600 milljónum króna fyrir tækjum.
Það eru ekki allir sem koma með
slíkt fé og afhenda ríkinu. Við ætl-
uðumst hins vegar til þess að ríkið
legði fram fé á móti til þess að betr-
umbæta leitina. Mér finnst það varla
ásættanlegt að félagið þurfi að
blæða fyrir það því að þetta er hrein
og bein heilbrigðisstarfsemi sem hér
fer fram. Mögulega stöndum við
frammi fyrir því að taka afstöðu til
þess hvort vísa þurfi konum frá. Mér
finnst það skjóta skökku við að
mönnum sé gert að spara í þessari
leit á sama tíma og rætt er um að
kostnaður vegna stjórnlagaþings
verði 2 milljarðar króna.“
Gert að spara í leit
Leitarstöð Krabbameinsfélagsins þarf að draga úr rekstr-
arkostnaði Skoðunarstöðum utan Reykjavíkur fækkað
KOMUM kvenna á Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands í hópskoðun hef-
ur fækkað um 7-12% frá 1. október til 1. mars miðað við sama tímabil í
fyrra. Komugjald vegna skoðunarinnar er nú 3.400 krónur. Líkleg ástæða
fyrir færri komum er sú að horft sé í kostnaðinn, að því er Kristján Sig-
urðsson, yfirlæknir á leitarstöðinni, segir.
Heildarkomutölur fyrir árið í fyrra liggja ekki fyrir en leghálsskoðanir
árið 2007 voru tæpar 33.000, þar af á leitarstöðinni í Reykjavík 13.000.
Tæpar 1.600 af heildarfjöldanum voru með afbrigðileg frumustrok. Um
550 voru sendar í vefjasýnatöku. Sýnatökurnar leiddu til þess að um 300
konur fóru í keiluskurð.
Heildarbrjóstaskoðanir voru um 20 þúsund, allar á leitarstöðinni. Af
þeim teljast 17 þúsund hópskoðunarmyndir. Hinar eru taldar vera með ein-
kenni eða eitthvað afbrigðilegt út úr hópleit.
Færri komur eftir hrunið
Morgunblaðið/Ásdís
Brjóstaskoðun Hópleit verður takmörkuð við þrjá til fjóra daga í viku í leitarstöðinni vegna hagræðingar.
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
ÖGMUNDUR Jónasson heilbrigðis-
ráðherra segir erfitt að koma í veg
fyrir að þjónusta í heilbrigðiskerfinu
verði skert vegna niðurskurðarins
sem ákveðinn var í fjárlögum þessa
árs. Stjórnvöld séu á endanum ábyrg
fyrir því hve naumt sé skammtað.
Í síðustu viku var greint frá þeirri
ákvörðun Landspítalans að loka ann-
arri af tveimur legudeildum endur-
hæfingarinnar á Grensási en við það
fækkar leguplássum úr 40 í 26. Ög-
mundur segist treysta því að stjórn-
endur Landspítalans útfæri sínar
breytingar þannig að þjónusta við
sjúklinga skerðist ekki þótt legurým-
um fækki. „Við höfum sett fram
ákveðin grundvallaratriði, þ.e. að
forðast verði að skerða þjónustu við
sjúklinga og að kjör og störf þess
starfsfólks sem er með minnstar
tekjur verði varin. Einstaka ráðstaf-
anir hefur ráðuneytið ekki hlutast til
um.“
Gunnar Finnsson, formaður stjórn-
ar Hollvina Grensásdeildar, hefur
m.a. sagt það alvarlegt ef biðtími eftir
endurhæfingu lengist, því hún komi
fyrst og fremst að gagni sé henni beitt
tímanlega. Þannig geti það leitt til
kostnaðarauka fyrir kerfið í heild ef
endurhæfing ber ekki fullan árangur
og sjúklingur þurfi á bótum að halda.
„Ég er alveg sammála þessari hugs-
un,“ segir Ögmundur. „Hins vegar
verð ég að treysta því að stjórnendur
Háskólasjúkrahúss fari fram af
gætni, hugi að öðrum úrræðum og
máti sínar tillögur inn í langtímahags-
muni.“
Kerfið tálgað inn að beini
Þá hefur kvennadeild Landspítal-
ans leitað til líknar- og kvenfélaga um
fjárstuðning svo hægt sé að ráðast í
endurbætur á deildinni. Ögmundur
segir framlög líknarfélaga til heil-
brigðisþjónustunnar ekki ný af nál-
inni. „Við verðum hins vegar sem
samfélag að tryggja fjármuni til end-
urbóta og uppbyggingar af því tagi
sem hér er talað um. Sjálfur tók ég við
í heilbrigðisráðuneytinu 1. febrúar og
hendur mínar eru talsvert bundnar.
Landspítalinn hefur gert sínar áætl-
anir og fjárlög hafa verið samþykkt.
Þannig að ríkið leggur ekki á þessu
ári meira fé til framkvæmdanna en
þegar hefur verið gert ráð fyrir.“
Mikil óvissa ríkir um stöðu dag-
deildar geðsviðs Fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri sem til stendur að
sameina göngudeild. „Við höfum tek-
ið þetta mál upp við stjórnendur FSA
og lagt ríka áherslu á að fundnar verði
lausnir fyrir viðkomandi einstak-
linga,“ segir Ögmundur en tekur und-
ir að það sé erfitt fyrir stjórnendur
spítalanna að finna þessar lausnir
þegar ekki fæst fjármagn til þeirra.
„Þetta er kjarninn í þeim vanda sem
við stöndum frammi fyrir,“ segir
hann. „Það segir sig sjálft að þegar
skorið er niður um 6.700 milljónir í
heilbrigðiskerfi sem víða hefur verið
tálgað inn að beini hefur það áhrif á
þjónustuna.“ Stjórnendur verði að
finna lausnir innan ramma niður-
skurðarins sem ákveðinn hefur verið.
„Þeirra hlutskipti er ekki auðvelt og á
endanum erum það við, stjórnvöld,
sem erum ábyrg fyrir því hve naumt
þeim er skammtað. Ég er ekkert að
hlaupast undan ábyrgð í því efni,
nema síður sé. Ég legg hins vegar
áherslu á að í lengstu lög verði reynt
að vernda hag tiltekinna hópa og þeir
sem eiga við geðræn vandamál að
stríða eru slíkur hópur.“
Erfitt að hindra
skerðingu heil-
brigðisþjónustu
Ráðherra segir naumt skammtað
Morgunblaðið/Júlíus
Niðurskurður Stjórnendur þurfa að
taka erfiðar ákvarðanir um sparnað.
Í HNOTSKURN
» Sparnaður vegna lokunarlegudeildarinnar á Grens-
ás er um 130 milljónir á ári.
» Kvennadeildin þarf aðsafna 100 milljónum til við-
bótar við framkvæmdaféð sem
kemur frá spítalanum.
» Um 60 sjúklingar eru íóvissu vegna lokunar dag-
deildar geðsviðs FSA.
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
SKIPULAGSSTOFNUN hefur fallist á tillögu Vega-
gerðarinnar að matsáætlun fyrir Suðurlandsveg frá
Hveragerði austur fyrir Selfoss.
Skipulagsstofnun gerir nokkrar athugasemdir við
matsskýrsluna, sem hún vill að teknar verði upp í frum-
matsskýrslu.
Meðal annars tekur stofnunin undir með sveitarfé-
laginu Árborg og telur brýnt að í frummatsskýrslu verði
gerð grein fyrir flóðahættu, einkum með hliðsjón af
klakastíflum, sem geta myndast fyrir ofan brú og metið
verði hvaða áhrif slíkar hamfarir geta haft á nýja brú yfir
Ölfusá við Selfoss.
Einnig verði metið hvaða áhrif hugsanlegar aðgerðir
til varnar flóðum við fyrirhugað nýtt brúarstæði geti haft
ofan og neðan nýrrar brúar yfir Ölfusá, einkum áhrif á
umfang og útbreiðslu flóða vegna nýrra vega að ánni.
Jafnframt telur Skipulagsstofnun brýnt að sýnd verði á
loftmynd eða korti afstaða nýrrar brúar til nálægustu
þekktra jarðskjálftasprungna á svæðinu. Þá tekur Skipu-
lagsstofnun undir með Fornleifavernd ríkisins og bendir
á nauðsyn þess að í frummatsskýrslu verði nákvæm stað-
setning fornleifa sýnd á korti eða loftmynd ásamt fyr-
irhuguðu áhrifasvæði framkvæmdarinnar svo að auðvelt
sé að gera sér grein fyrir áhrifum framkvæmdar á ein-
stakar fornleifar.
Loks telur stofnunin brýnt að við samanburð vega-
kosta skuli gera grein fyrir því hverju munar á áhrifum
þeirra á umferðaröryggi, hvort sem kostirnir lúta að
staðsetningu vegar, akreinafjölda (2+1, 2+2 eða 2+2 í
þröngu sniði) eða útfærslu gatnamóta.
Flóðahætta við nýja brú
yfir Ölfusá verði metin