Morgunblaðið - 19.03.2009, Page 9

Morgunblaðið - 19.03.2009, Page 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2009 „OKKUR finnst það ótæk hug- mynd. Það eru fyrirtækin sem hafa verið að byggja upp lífeyr- issjóðina.“ Þetta segir Vil- hjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins, SA, um þau ummæli Guðmundar Gunnarssonar, formanns Rafiðnað- arsambands Íslands, að endurskoða þurfi kerfið um fulltrúa í lífeyrissjóð- um. Guðmundur er ósáttur við þá gagnrýni sem beinst hefur að verka- lýðsfélögum vegna þess sem miður hefur farið hjá lífeyrissjóðum. Segir Guðmundur menn tilbúna að axla ábyrgð sem á þá sé lögð en þá verði þeir sjálfir að fá að kjósa stjórnir líf- eyrissjóðanna. Vilhjálmur bendir á að fyrirtækin og atvinnulífið hafi byggt upplífeyr- issjóðina í góðu samstarfi við verka- lýðshreyfinguna. „Það er á sameig- inlegri ábyrgð atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna að tryggja að peningar séu til þegar þeir sem eiga peninga í sjóðunum þurfa að fá greiðslurnar. Ef það á að rjúfa að- komu fyrirtækjanna að sjóðunum þá er líka verið að segja að þau beri ekki lengur neina ábyrgð á þeim yfir- leitt.“ ingibjorg@mbl.is Hugmyndin um lífeyris- sjóði án fulltrúa SA ótæk Vilhjálmur Egilsson Í HNOTSKURN »Halldór Grönvold, aðstoð-arframkvæmdastjóri ASÍ, segir það kannski skipta minna máli hverjir sitja í stjórn séu reglur um fjárfest- ingarstefnu og verklagsreglur um innri starfsemi skýrar. »Guðmundur Gunnarssonsegir vitað að fulltrúar at- vinnurekenda hafí í sumum tilfellum haft meiri áhrif en aðrir um kjör stjórnarmanna og hvert viðskiptum var beint. ÍSLENDINGAR munu taka þátt í Heimsgöngunni en hún fer fram í 90 löndum. Gangan hefst á fæðingardegi Gandhis, 2. október 2009 á Nýja-Sjálandi, stendur yfir í 3 mánuði og endar við rætur Aconcagua, hæsta fjalls Suður-Ameríku 2. jan. 2010. Markmið Heimsgöngunnar er að skapa vitund- arvakningu sem hafnar öllu ofbeldi hvernig sem það birtist, svipaða þeim breytingum sem orðið hafa á við- horfum til umhverfismála á síðustu áratugum. Aðstandendur göngunnar á Íslandi vonast eftir að í lok ársins hafi flest samtök og opinberir aðilar tekið virkan þátt í þessari aðgerð. Fjölmargir aðilar hafa þegar skráð sig til þátttöku, en hægt er að gera það á vefnum www.heimsganga.is. Meðal þeirra sem sýnt hafa verkefninu stuðning er Ómar Ragnarsson, Páll Óskar Hjálmtýsson og Helga Möller. Morgunblaðið/Ómar 90 þjóðir ganga saman um heiminn Enginn fyrirvari vegna listans VEGNA fréttar í þriðjudags- blaðinu um lista Samfylking- arinnar í Norðausturkjördæmi vill Hallur Heimisson, formaður kjör- dæmisráðs flokksins, koma á framfæri eftirfarandi áréttingu: Listinn var lagður fram og sam- þykktur einróma í þeim stofn- unum sem um það hafa vald. Ef breyta á listanum þarf fyrir það fyrsta að breyta lögum um kosn- ingar. Í öðru lagi þarf samþykki Landsfundar Samfylkingarinnar fyrir því að boðnir verði fram ór- aðaðir listar. Í þriðja lagi þarf lagabreytingu innan Samfylking- arinnar. Í fjórða lagi þarf kjör- dæmisráðið að fjalla um málið á sínum vettvangi og gera breyt- ingar á lögum sínum. Því er það oftúlkun á orðum mínum að ein- hvers fyrirvara hafi gætt við sam- þykkt listans. LEIÐRÉTT Glæsileg undirföt fyrir brúðkaupið Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Ný sending af stígvélum 20-60% afsláttur fimmtudag - laugardag Str. 37-43 Víddir 40-44-48-52 Laugavegi 63 • S: 551 4422 Vorfrakkar með hettu Skoðið úrvalið á laxdal.is Verð 29.900 20. mars. Umbreytingar. Dr. Halldór Guðjónsson 27. mars. Fyrirgefningin. Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir 3. apríl. Viðsnúningur. Dr. Sigríður Guðmarsdóttir Neskirkja v/Hagatorg, neskirkja.is Saltfiskur og borðræða í Neskirkju – alla föstudaga á föstu í hádeginu Bæjarlind 6 sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 Toppur 5.900 kr. Buxur 3.900 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.