Morgunblaðið - 19.03.2009, Page 20

Morgunblaðið - 19.03.2009, Page 20
20 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2009 Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is VIÐBRÖGÐ við fjármálakreppunni og þeirri sjúklegu græðgi og ábyrgðarleysi, sem henni olli, eru víða að líta dagsins ljós. Í Bretlandi hafa verið kynntar tillögur um uppstokkun í banka- og eftirlitskerfinu og í Ástralíu verða starfslokasamningar, sem eru umfram árslaun, bannaðir. Turner lávarður, yfirmaður FSA, breska fjár- málaeftirlitsins, hefur kynnt drög að nýjum reglum en þær eiga að koma í veg fyrir að bankar geti tekið of mikla áhættu. Þær munu t.d. takmarka útlán banka á uppgangstímum og skylda þá til að leggja fyrir þegar vel gengur. Reglur um uppgjör banka og fjármálastofn- ana verða stórhertar og Tur- ner tekur skýrt fram að FSA muni ekki lengur treysta því fyrirfram að allt sé með felldu hjá bönkunum. Þá mun FSA kasta þeirri kenningu, sem mjög hefur verið haldið á loft, að markaðurinn sjái sjálfur um að leiðrétta sig, út í hafs- auga. Turner sjálfur lýsir til- lögunum sem „byltingu“. Turner hefur áður sagt að FSA hafi tekið allt of vægilega á fjármálalífinu en vandamálið sé líka það að bankastarfsemi sé alþjóðleg en FSA sé tjóðrað við sína torfu. Þess vegna sé tekið undir hugmyndir um samevr- ópska eftirlitsstofnun og samevrópskar reglur. „Hér áður voru sumir starfsmenn, sem hættu eftir langa þjónustu, kvaddir með gullúri en nú er stjórnendum fylgt úr hlaði með vagnhlassi af gulli,“ sagði Nick Sherry, sem fer með lagaum- hverfi fyrirtækja í ríkisstjórn Ástralíu, er hann og Wayne Swan fjármálaráðherra kynntu frum- varp, sem bannar starfslokagreiðslu umfram árslaun nema almennur hluthafafundur sam- þykki. Ástralskur almenningur er reiður vegna frétta um milljóna dollara greiðslur til forstjóra og annarra stjórnenda og þá jafnvel þótt fyr- irtæki þeirra séu í miklum kröggum og hafi sagt upp hundruðum eða þúsundum starfsmanna sinna. Samtök ástralskra hluthafa fagna frum- varpinu og hvetja til að það verði gert sem best úr garði. „Bylting“ í bankastarfsemi Turner lávarður, yfirmaður FSA. TALIÐ er að hálf milljón manna hafi fylgst með mikilli skrúðgöngu í miðborg Dyflinnar í fyrradag en þá var dagur heilags Patreks, eins af þjóðardýrlingum Írlands. Er dag- urinn að auki þjóðhátíðardagur Íra og því ekki að furða þótt mikið sé um að vera. „Dönsum og tröllum og gleymum kreppunni,“ sungu þessar ungu stúlkur í búálfsgervi og hlýddu því margir enda dagurinn ákaflega sukksamur. svs@mbl.is AP Kreppunni gleymt á Patreksdegi Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is JOSEF Fritzl, 73 ára gamall Aust- urríkismaður, játaði sig sekan um barnsmorð og þrælahald fyrir rétti í gær eftir að hafa haldið því fram að hann væri saklaus af ákærunum. Áður hafði Fritzl viðurkennt að hafa gerst sekur um sifjaspell og nauðganir og að hafa haldið dóttur sinni fanginni í gluggalausum kjall- ara í 24 ár, en neitað ákærunum um barnsmorð og þrælahald. „Mér þykir þetta leitt,“ sagði Fritzl þegar hann játaði sig sekan um öll ákæruatriðin og lýsti fram- ferði sínu sem „sjúklegri hegðun“. Þegar dómari innti hann eftir ástæð- unni fyrir sinnaskiptunum svaraði Fritzl: „Vitnisburður dóttur minnar sem tekinn var upp á myndband.“ Myndbandsupptakan var sýnd í réttarsalnum fyrir luktum dyrum á mánudag og þriðjudag og Fritzl var síðan yfirheyrður um ofbeldið sem hann beitti dóttur sína, Elisabeth. Dóms að vænta í dag Austurríska dagblaðið Kurier sagði í gær að Elisabeth hefði verið í réttarsalnum þegar Fritzl var yf- irheyrður. Verjandi Fritzl, Rudolf Mayer, staðfesti þetta ekki en ýjaði að því ef eitthvert barna sakborn- ingsins hefði verið í réttarsalnum hlyti það að hafa ýtt undir þá ákvörðun hans að játa sig sekan um öll ákæruatriðin. Elisabeth ól sjö börn í kjall- aranum og saksóknarar sögðu að Fritzl bæri ábyrgð á dauða eins þeirra þar sem hann hefði neitað að koma því undir læknis hendur skömmu eftir fæðingu þótt hann hefði vitað að líf þess væri í hættu. Fritzl hélt því fram þar til í gær að barnið hefði fæðst andvana. Hlé var gert á réttarhöldunum í gær og gert er ráð fyrir því að dóm- ur verði kveðinn upp í málinu í dag. Gekkst loks við morði Fritzl viðurkenndi barnsmorð og þrælahald eftir að hafa hlýtt á vitnisburð dóttur sinnar um þjáningar hennar í prísundinni Reuters Kvalarinn Josef Fritzl kemur fyrir rétt í Sankt Pölten í Austurríki. MINNSTU risaeðlurnar voru minni en talið hefur verið, að sögn kana- dískra vísindamanna sem hafa rannsakað steingervinga minnstu risaeðlu sem fundist hefur í Norður-Ameríku. Eðlan hefur fengið nafnið He- speronychus elizabethae, var kjötæta og aðeins á stærð við kjúkling. 1.000 km Kanadískir vísindamenn segjast hafa fundið minnstu risaeðluna sem vitað sé um. Eðlan var á stærð við lítinn kjúkling, eða helmingi minni en húsköttur. Hún er skyld snareðlunni og lifði fyrir um 75 milljónum ára á svæði sem nú nefnist Alberta í Kanada MINNSTA RISAEÐLAN Hesperonychus elisabethae BANDARÍKIN KANADA Alberta Snareðla STÆRÐ EÐLUNNAR hæð miðað við mann, grameðlu og snareðlu Maður Grameðla Stærð: Um 25-30 sm að lengd Lifði á krítartíma- bilinu, síðasta tímabili miðlífsaldar Fæða: Lítil spendýr, fuglar, ungar risaeðlur Steingervingafræðingurinn Elizabeth Nicholls fann steingerðar leifar eðlunnar árið 1982 á nokkrum stöðum í Alberta Steingervingarnir voru ekki rannsakaðir í 25 ár þar til steingervingafræðingurinn Nick Longrich hóf rannsókn á þeim í steingervingasafni Alberta-háskóla árið 2007 1,8 m 4,6-6 m 0,8 m Risaeðla á stærð við kjúkling Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is FORSTJÓRI bandaríska trygginga- félagsins AIG, Edward Liddy, kom fyrir þingnefnd í gær en fyrirtækið var nærri hrunið sl. haust. Það hefur síðan þegið um 170 milljarða dollara ríkisaðstoð. Þrátt fyrir það fá nokk- ur hundruð háttsettir starfsmenn alls 165 milljónir dollara í kaupauka í samræmi við samninga sína. Hefur þetta valdið mikilli bræði sem þing- menn létu óspart í ljós. Liddy, sem tók við starfinu eftir að seðlabankinn ákvað að bjarga fjár- málafyrirtækjum frá falli, viður- kenndi að hrikaleg mistök hefðu ver- ið gerð í rekstri AIG og reiði almennings væri mikil. „Ég deili þeirri reiði,“ sagði hann. The New York Times segir að Liddy hyggist biðja starfsmennina að skila helm- ingi kaupaukanna en ekki sé víst að það dugi til að lægja öldurnar. Einn þingmann- anna sagði að hinn almenni skattgreiðandi væri sá sem traðkað væri á í skellinum vegna AIG. Sérfræðingar hafa sagt að ekki hafi verið hægt að láta fyrirtækið einfaldlega fara á hausinn. Það sé svo stórt. „Við eigum í reynd þetta fyrir- tæki,“ sagði Barney Frank, fulltrúa- deildarþingmaður úr röðum demó- krata frá Massachusetts og formaður þingnefndar er fjallar um fjármálaþjónustu. Hann hvatti fé- laga sína til að reyna að endurheimta peningana sem notaðir voru í kaup- aukana, það væri þess virði. Mikil bræði vegna kaupaukanna hjá AIG Edward Liddy DEILAN og gátan um afdrif rúss- nesku keisarafjölskyldunnar hefur nú endanlega verið leyst. Þar með er ljóst að sagan um að Anastasía prinsessa hafi komist lífs af átti aldrei við rök að styðjast. Hópur rússneskra og banda- rískra vísindamanna hefur sannað með DNA-rannsóknum að beina- leifar, sem fundust í Jekaterínbúrg 1991 og 2007, séu af keisarafjöl- skyldunni allri, þeim hjónum, Niko- laj II. keisara, Alexöndru keis- araynju og börnum þeirra fimm. Sögunni um að Anastasía hafi kom- ist undan ætti því þar með að vera lokið. svs@mbl.is Anastasía var líflátin STÆRSTU flokkarnir á danska þinginu eru sammála um að miklar breytingar verði á fyrirkomulagi eft- irlauna í framtíðinni. Hugmyndin er sú að fólk taki meiri ábyrgð á eigin eftirlaunum og því sé tímabært fyrir fólk undir fertugu að fara að hugsa til þess. Um það eru menn sammála að eft- ir 25 ár verði greiddur grunnlífeyrir til allra en greiðslurnar verði hins vegar skertar hratt og miðaðar við upphæð ævisparnaðar. Raunar er tekið tillit til hans í núverandi fyr- irkomulagi en ganga á lengra í skerðingunni og skapa þannig svig- rúm til að hjálpa þeim sem eru mest hjálparþurfi. svs@mbl.is Eftirlaun á eigin ábyrgð Geðlæknirinn Adelheid Kästner, sem rannsakaði Josef Fritzl, kom fyrir réttinn í gær og sagði hann líklegan til að fremja glæpina aftur ef hann yrði ekki sendur í meðferð á geðlækningastofnun. Kästner sagði að Fritzl hefði mikla þörf fyr- ir að drottna yfir öðrum og hún ætti rætur sínar að rekja til ást- leysis í æsku. Einstæð móðir hans hefði ekki viljað hann, ekki borið neina ást til hans og hann hefði verið staðráðinn í því að hafa ein- hvern sem tilheyrði honum einum. Kästner kvaðst hafa spurt Fritzl hvers vegna hann hefði valið dótt- urina Elisabeth sem fórnarlamb. „Vegna þess að hún var líkust mér, þrjósk eins og ég og sterk eins og ég,“ sagði hann. „Því sterkari sem andstæðingurinn er því stærri er sigurinn.“ Fritzl verði sendur í meðferð hjá geðlæknum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.