Morgunblaðið - 19.03.2009, Síða 22
22 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2009
Eftir Svanbjörgu H. Einarsdóttur
meistaranema í blaða- og fréttamennsku
FJÖLMENNASTI söngleikur vetr-
arins er vaflítið settur upp í Hlíða-
skóla. Kreppa og óáran slekkur ekki
skapandi eldmóð þeirra 90 unglinga
sem taka þátt í söngleiknum „Það er
að koma“ sem nú er sýndur á fjölum
„Hlíðaskólaleikhússins“. Hulda
Tómasdóttir, nemandi í tíunda bekk
skólans, leikur og syngur hlutverk
ungrar móður og ekkju í verkinu.
Son hennar leikur skólabróðir
Huldu, uppáklæddur í smábarnaföt.
„Hann kallar mig sem betur fer ekki
mömmu utan sýningarinnar,“ segir
Hulda og hlær. „En við erum öll al-
veg ótrúlega góðir vinir. Sýningin
hristir okkur krakkana í unglinga-
deildinni saman og allur rígur og
stéttaskipting milli árganga gufar
upp.“ Hulda segir nánast alla ung-
linga skólans taka þátt í sýningunni.
„Við erum flest búin að bíða eftir því
að fá að taka þátt í sönleiknum frá
því við erum sex ára.“
Sköpun og skipulag
Þar sem fjárstuðningur var af
skornum skammti í ár var hætt við
að frumsemja verk eins og venja
hefur verið. Kreppuráðið var að
setja á svið verk sem var samið og
sett upp í skólanum fyrir tólf árum.
Allt efni sem til var í skólanum var
nýtt til sýningarinnar og eru búning-
arnir saumaðir upp úr gömlum bún-
ingum og sviðsmyndin er einföld en
frumleg og byggist á pöllum sem er
dreift um salinn. „Þetta virkar mjög
vel og með því að leika svona um all-
an salinn verður þetta mjög líflegt,“
segir Hulda.
Enda kannski ekki við öðru að bú-
ast þegar leikarahópurinn er jafn
fjölmennur og leik- og sköp-
unargleðin í fyrirrúmi. „Þetta hefur
verið mikil og skemmtileg vinna. Við
sáum um að sauma og hanna bún-
ingana, með aðstoð handavinnu-
kennara, hanna, smíða og mála
sviðsmyndina, leika, syngja, dansa
og spila á hljóðfæri. Við þurfum að
skipuleggja okkur rosalega vel.
Margir eru líka að æfa íþróttir eða á
hljóðfæri að auki. Oftast erum við
með skólabækur með okkur og lær-
um á milli þess sem við hoppum upp
á svið að æfa. Það er ótrúlega lær-
dómsríkt að taka þátt í þessu. Við
lærum og þjálfumst í samvinnu, að
koma fram, syngja og leika, sauma
og mála og ekki hvað síst að skipu-
leggja okkur.“
Aðspurð segist Hulda ekki stefna
að því að verða söng- eða leikkona
heldur læknir. „En svo veit maður
auðvitað ekkert hvernig það þróast.
Kannski verð ég syngjandi læknir!“
Söngleikur sem eyðir öllum ríg
Ljósmynd/Daði Freyr Gunnarsson
Mæðgin Hulda Tómasdóttir og Samúel Ari Halldórsson í hlutverkum sínum
í metnaðarfullum söngleik Hlíðaskóla, Það er að koma.
Í HNOTSKURN
»Söngleikurinn Það er aðkoma er þroskasaga nokk-
urra fjölskyldna á sextán ára
tímabili.
»Næsta sýning er á morg-un, föstudag, kl. 19.30.
Einnig verður sýnt á laug-
ardag kl. 17 og fimmtudaginn
26. mars kl. 19.30.
Það er að koma sett upp í Hlíðaskóla
Rúnar Kristjánsson áSkagaströnd sendir þjóðinni
uppörvun á erfiðum tímum og
auðvitað sækir hann þróttinn í
Íslendingasögurnar:
Hvar sem dreki vígs um vé
veltir eldi úr hvofti.
Gunnars andi í okkur sé,
atgeirinn á lofti!
Hvar sem þreytt er þyngsta tafl,
þraukað lífs í vígi.
Skarphéðinn sé okkar afl
ásamt Rimmugýgi!
Hvar sem vex í voðagný
vá með glamri sverða.
Kári búi brjóstum í,
brandinn fús að herða!
Hvar sem vandans hækkar haf
hreysti ber að kynna.
Grettir fylli okkur af
orku handa sinna!
Jónas Frímannsson sendir
umsjónarmanni kveðju er
Vísnahornið birtist ekki í nokkra
daga:
Raun er það, ef rækalls Mogginn rekur
Pebla.
Það má ekki karlinn kefla
og „Kvæðahornið“ þyrfti að efla.
VÍSNAHORN pebl@mbl.is
Þjóðin og
sögurnar
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
Þetta gengur mjög vel,“ segirAnna Lára Steindal, verk-efnisstjóri AkranesdeildarRauða kross Íslands, spurð
um aðlögun palestínska flóttafólksins
sem kom til landsins sl. haust. Um er
að ræða átta einstæðar mæður og
börn þeirra. Segir hún fjölskyldurnar
átta hafa myndað sterk tengsl við
stuðningsfjölskyldur sínar. „Kon-
urnar tala um meðlimi stuðningsfjöl-
skyldna sinna sem systur og bræð-
ur,“ segir Anna Lára.
Aðspurð segir Anna Lára að engin
kvennanna sé enn byrjuð að vinna,
enda dagskrá þeirra þétt skipuð. Þar
fari einna mest fyrir íslenskunáminu
og samfélagskennslu. „Þær gera sér
allar grein fyrir því að því betur sem
þær ná tökum á málinu þeim mun
betur mun þeim vegna í framtíðinni,“
segir Anna Lára. En konurnar eru
ekki bara í hlutverki nemenda heldur
líka í hlutverki kennara, því þær hafa
haldið matreiðslunámskeið og nám-
skeið í palestínskum útsaum. „Það er
óhætt að segja að matreiðslunám-
skeið þeirra hafi slegið í gegn hér á
Akranesi, því maturinn sem þær búa
til er ekki bara góður heldur líka
ódýr, sem er ekki verra í kreppunni,“
segir Anna Lára og nefnir sem dæmi
að margir réttanna séu búnir til úr
baunum sem séu ódýrt hráefni.
Íslenskunáminu miðar vel
Spurð hvort fjölskyldurnar finni
fyrir bankakreppunni sem skall á
hérlendis skömmu eftir komu þeirra
segir Anna Lára að mæðurnar eigi
það sameiginlegt með öðrum lands-
mönnum að reyna að láta heim-
ilistekjurnar duga fyrir útgjöldum.
„Þær eru hins vegar heppnar að
þurfa ekki að glíma við skuldabagga
sem fylgir því t.d. að eiga fasteign,“
segir Anna Lára.
„Íslenskukennslan gengur mjög
vel og mun betur en nokkur þorði að
vona,“ segir Linda Björk Guðrún-
ardóttir, verkefnisstjóri hjá Akranes-
kaupstað. Segir hún mæðurnar alls
taka um 760 klst. í íslenskunámi sínu,
en kennslan hófst skömmu eftir komu
þeirra til landsins og stendur út maí
nk.
Að sögn Lindu Bjarkar hófu börn-
in í grunn- og leikskóla skólagöngu
sína nokkrum vikum eftir komuna í
haust, en krakkarnir á framhalds-
skólaaldri byrjuðu í janúar sl. „Þau
voru í íslenskukennslu í haust og fóru
svo inn í fjölbrautaskólann í janúar og
eru þar í sérnámi í íslensku og ensku.
Þau eru með sínum jafnöldrum í fög-
um sem þau hafa valið sér sjálf og
geta tekið sem reyna ekki svo mikið á
tungumálið.“ Spurð hvort mæðurnar
séu þegar byrjaðar að vinna svarar
Linda Björk því neitandi og bendir á
að þær séu í fullu aðlögunarpró-
grammi sem og íslenskukennslu og
samfélagsfræðslu frá kl. 9 til 15 alla
virka daga. Segir hún konurnar hafa
farið í starfskynningu nú í marsmán-
uði og svo verði einnig í apríl, en seint
í vor verði hugað að því að aðstoða
þær við sækja um störf, þ.e. að und-
irbúa ferilskrár og atvinnuviðtöl.
Að sögn Lindu Bjarkar er ráðgert
að konurnar fari í starfskynningu í
öllum þeim fyrirtækjum á svæðinu
sem hafi upp á að bjóða störf sem þær
gætu sótt um, þ.e. miðað við íslensku-
kunnáttu sína. Tekur hún sem dæmi
að konurnar eru þegar búnar að fara í
starfskynningu hjá Norðuráli, í bak-
aríinu á Akranesi, á Sjúkrahúsinu og
heilsugæslustöðinni á Akranesi, í
fiskverkunarfyrirtæki og í leikskóla
og skóla bæjarins. Spurð hvort kon-
urnar séu vongóðar um að fá vinnu
eftir bankahrunið með tilheyrandi
auknu atvinnuleysi svarar Linda
Björk því játandi, en bendir jafn-
harðan á að hluti kvennanna hyggi
reyndar á frekari skólagöngu þegar
íslenskunáminu ljúki.
Myndað sterk félagsleg tengsl
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Glaðleg börn Skömmu eftir komu hópsins til landsins var þessi mynd tekin í félagsaðstöðunni Þorpinu á Akranesi.
Aðlögun palestínska
flóttafólksins sem kom til
Akraneskaupstaðar sl.
haust gengur að sögn
skipuleggjenda afar vel.
Mæðurnar í hópnum
hafa m.a. haldið mat-
reiðslunámskeið við góð-
ar undirtektir bæjarbúa.
Akraneskaupstaður tók á móti 29
palestínskum flóttamönnum í
september sl. Alls var um að ræða
átta fjölskyldur sem samanstóðu
af átta einstæðum mæðrum og 21
barni þeirra. Fjögur barnanna eru
á leikskólaaldri, átta á grunn-
skólaaldri og fjögur á framhalds-
skólaaldri.
Hópurinn hafði búið í flótta-
mannabúðum Al-Waleed í Írak í
eitt til þrjú ár. Búðirnar eru stað-
settar í miðri eyðimörkinni á
landamærum Íraks og Sýrlands.
Þar hafast við um 1.400 manns
sem verja hverjum degi í að bíða
úrlausnar og halda sér á lífi.
Móttaka hópsins var samvinnu-
verkefni milli Akraneskaupstaðar,
Rauða kross Íslands og flótta-
mannanefndar félags- og trygg-
ingamálaráðuneytisins.
Átta fjölskyldur sem fóru til Akraness
EKKI er um það deilt, að til að
halda heilsu verður fólk að hreyfa
sig hæfilega mikið en um það hafa
verið skiptar skoðanir hvað sé hæfi-
legt. Bandarískir vísindamenn segj-
ast þó hafa komist að því sanna í
þeim efnum: 100 skref á mínútu í
hálftíma á dag er hæfileg hreyfing.
Læknar og líkamsræktarfröm-
uðir hafa lengi hvatt til þess, að fólk
hreyfi sig í hálftíma á dag en
bandarísku vísindamenirnir segja,
að eitt sé að lulla í hægðum sínum
en annað að reyna dálítið á sig.
Fundu þeir það út með rann-
sóknum á 97 manns þar sem flestir
voru rétt rúmlega þrítugir. Nið-
urstaðan var sú, að karlmenn
þyrftu að taka 92 til 102 skref á
mínútu til að hjartslátturinn ykist
að marki en konur 91 til 115 skref.
„Það er hollast fyrir heilsuna að
taka 10 mínútna sprett öðru hverju,
ganga rösklega eða skokka, og
ágætt að byrja á því að miða við
1.000 skref í 10 mínútur og auka
síðan skrefafjöldann smám saman
upp í 3.000,“ sagði Simon Marshall,
leiðtogi rannsóknarhópsins.
Ken Fox, sem er prófessor í
heilsufræðum við háskólann í Brist-
ol á Englandi, segir, að þessum nið-
urstöðum verði þó að taka með
þeim fyrirvara, að þær séu miðaðar
við ungt fólk. Eldra fólk, sem margt
er allt of feitt, verði að fara hægar í
sakirnar. svs@mbl.is
100 skref
á mínútu
er markið
Morgunblaðið/Þorkell
Skokkari Hæfilegt fyrir konur að
taka 91 til 115 skref á mínútu.